Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. 35 Bílar km á 7,9 sek. Hámarkshraði 225 km/klst. merin t íi bílinn BMW Z-l. Þetta er snaggaraleg- ur tveggja sæta sportbíll sem oröinn er stöðutákn víða um heiminn; með 2,5 lítra 170 hestaíla vél og viðbragði 0-100 km á 7,9 sekúndum. Fjöðrunin í Z-1 bílnum þykir í algjörum sér- flokki og var höfð til fyrirmyndar við gerð nýju 3-línunnar frá BMW. Annar fágætur sportbíll, sem verð- ur á afmælissýningunni hér, er BMW M635 CSi. Þetta er aflmikill' sport- coupé-bíll sem ekki var framleiddur í miklu upplagi en var fyrirrennari þess fræga bíls BMW 850. Það er stór fjögurra manna „supersportcoupé" og býður sennilega upp á flestar tækn- inýjungar þeirra bíla sem nú eru í boði. Kannski er ineira að segja of- mælt að þessi bíll sé ,,í boði“ því eftir- spurnin eftir honum er svo mikil að biðlistinn nær tvö ár fram í tímann. Þegar BMW 850 kom í sölu árið 1990 gengu lág númer í biðröðinni eftir honum kaupum og sölum á liáu verði. BMW 850 er með V12 vél, 5 lítra, 300 hestafla og er ekki nema 6,8 sekúndur að komast úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Sýningarbílarnir, sem við fáum að njóta hér á 75 ára afmælissýningu BMW, eru nú á leiðinni til landsins. Auk þeirra glansnúmera, sem að framan hefur verið lýst, má nefna bíla eins og BMW M 3 Cabrio, sport- blæjubíi, byggðan á þrjúlínunni, og' loks lengri gerðina af BMW 735 limou- sine. S.H.H. 50 milljónir ökutækja í sameinuðu Þýskalandi Berlín: í sameinuðu Þýskalandi er talið að nú séu um fímmtíu milljónir ökutækja. Við áramótin var tala öku- tækja komin vel yfir 49 milljónir og þar af voru fólksbílar um 36 milljón- ir. Fólksflutningabílar og vörubílar voru um 4,6 milljónir og 2,7 milljónir mótorhjóla voru til í landinu um ára- mótin. Bílasalan í Þýskalandi hefur gengið vel í vetur.-þrátt fyrir samdrátt víöa annars staöar, þannig að næsta víst er að fimmtíu milljón bíla markinu hefur þegar veriö náð. Fiat með umboð fyrir Lancia ítalska verslunarfélagið hf., sem stofnað var til að taka að sér umboð fyrir ítalska bílarisann Fiat, hefur nú bætt við sig öðru spili af sömu hendi: umboðinu fyrir Lancia. Það er einmitt Fiatsamsteypan ítalska sem á og framleiðir Lancia. Lanciaeigendur á íslandi hafa verið í lausu lofti síðan Bílaborg hf. lagði upp laupana en nú geta þeir horft fram til betri tíðar. ít- alska verslunarfélagið hf., Fíat á íslandi, mun fyrst um sinn einbeita sér að því að koma varahlutalager og þjónustu við Lanciaeigendur í lag og fyrsta kastið er ekki fyrir- hugað að stefna að innflutningi og sölu Lanciabíla. S.H.H. Lancia Y10 er án efa þekktasti Lanciabíllinn hériendis og sá sem mest er af. Nú horfa eigendur hans fram til betri tiðar eftir nokkurn harðinda- kafla hvað snertir þjónustu og varahluti. NISSAN og SUBARU STÓRBILASÝNINGAR UM LANDIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG 1400-1700 Subaru Legacy 1,8 Gl 4WD skutbíll kr. 1.397.000.- stgr. Nissan Primera 2,0 SLX stallbakur kr. 1.275.000.- stgr. • AKUREYRI: Bifr.verkst. Siguröar Valdimarss, Óseyri 5 • ÍSAFIRÐI: ísafjarðarflugvelli • KEFLAVÍK: B.G. Bílasalan, Grófinni 7-8 • REYÐARFIRÐI: Lykill, Búöareyri 25 • REYKJAVÍK: Ingvar Helgason hf., Sævarhöfða 2 Ingvar Helgason hff. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.