Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Síða 1
f < T‘ T t Maríu tekst að bræða hjarta von Trapp greifa með lífsgleði sinni. Söngvaseiöur frumsýndur Sönleikurinn The Sound of Music eftir Rodgers og Hammerstein verö- ur frumsýndur i Þjóðleikhúsinu í kvöld. The Sound of Music hefur í íslenskri þýðingu Flosa Ólafssonar hlotið nafnið Söngvaseiður. Sagan, söngleikurinn og ekki síst kvik- myndin með Julie Andrews í aðal- hlutverki hafa lengi verið óhemju vinsæl og lögin Ég er sextán, Alparós og Do-Re-Mi eru vel þekkt. Söngleikurinn fjallar um hina ungu og söngelsku Maríu sem fær það erflða verkefni að gæta sjö óstýrlátra barna hins auðuga von Trapp. Börnin, sem eru móðurlaus, hafa fengiö sig fullsödd af barnfóstr- um, hrakið þær hverja af annarri í burtu og eru staðráðin aö gera það sama við Maríu. Með elskulegu við- móti og söng vinnur hún fljotlega hug og hjörtu barnanna og jafnvel hinn strangi von Trapp lætur heill- ast. Leikurinn gerist í Austurríki árið 1938 á þeim tíma sem nasistar hafa öll tögl og hagldir. Leikmynd og búningar eru eftir Oliver Smithj, lýsingu annast Mark Pritchard, hljómsveitarstjóri er Agne Löve en höfundur dansa er Ingibjörg Björnsdóttir. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Fjöldi leikara og hljóðfæraleikara taka þátt í sýningunni ásamt Þjóð- leikhúskórnum. Sex börn á aldrinum 6-12 ára fara með veigamikil hlut- verk en María og von Trapp greifl eru leikin af Margréti Kr. Péturs- dóttur og Jóhanni Sigurðarsyni. Danskir vordagar - myndlist, tónlist og fyrirlestrar Á mánudag lýkur dagskrá Dan- skra vordaga sem haldnir hafa ver- ið hér í viku. Um helgina verður ýmislegt í gangi; tónleikar, sýning- ar verða opnaðar, kvikmyndasýn- ingar standa yfir, tónleikar verða haldnir og fyrirlestrar. Á laugardag opnar danski sendi- herrann sýningu á danskri graflk- hst frá U.M. grafíksverkstæðinu í Kaupmannahöfn. Listamennirnir eru Mognes Andersen, Eva Wies Bentzon, Doris Bloom, Osmund Hansen, Annelise Kalbak, Kai Lin- demann, Mads Madsen, Niels Reu- mert, Kurt Börge Simonsen, Anne Tholstrup og Barry Wilmont. Aðferð U.M. verkstæðisins er nákvæmlega sú sama í dag og Þjóð- verjinn Senefelder notaði. Lars Kohler, forstöðumaður U.M., verð- ur einnig viðstaddur opnun sýn- ingarinnar sem er sölusýning og stendur til 23. apríl. Hún er opin alla virka daga frá 10-18 en um helgar frá 14-18. Hún er lokuð á mánudögum. Þessa daga stendur líka yflr í Listasafni Islands sýning danskra súrrealista og verður hún opin til 5. maí. Að kvöldi laugardags klukkan 20.30 mun danski rithöfundurinn og tónhstarmaðurinn Peter Bast- ian spjalla við tilheyrendur í Nor- ræna húsinu. Yfirskrift spjahsins er: Hvað er tónlist? Kafflstofan verður opin og býðst þar' kaffi og danskt smurbrauð. Peter þessi Bastian er vel þekktur fyrir flutn- ing ýmiss konar tonlistar og jafn- virtur í klassík og dægurmúsík. Hann er fagottleikari með danska blásarakvintettinum og leikur einnig kammermúsík. Hann er og eftirsóttur fyrirlesari í heimalandi sínu og víðar. Hann mun einnig flytja fyrirlestur á mánudag kl. 17.15 í Norræna húsinu sem ber yfirskriftina „Vitsmunir og tónlist- argáfa“. A sunnudag flytur gagnrýnandi stórblaðsins Politiken, 0ysten Hjort listfræðingur, fyrirlestur um danska myndlist. Um kvöldið leik- ur svo einn þekktasti pínóleikari Dana, Peter Westenholz, á einleiks- tónleikum í Norræna húsinu. Peter Westenholz er fæddur árið 1937. Hann lærði upphaflega hjá Her- manni D. Koppel í Konunglegu dönsku tónlistarakademíunni. Þá stundaði hann einnig nám í 3 ár hjá hinum kunna Michelangeli á Ítalíu. Á sunnudag leikur hann ýmis tónverk eftir Carl Nielsen, Joh. Brahms, F. Poulenc og Robert Schumann, meðal annars hið van- dasama verk Carnival op. 9. Síðari tónleikar Westenholz verða á mánudag og þá leikur hann með Blásarakvintett Reykjavíkur í Norræna húsinu kl. 20.30. Leikin verða verk eflt Koppel, Pál. Páls- son, Rasmussen og Abrahamssen. Kvintettinn skipa Bernharður Wilkinson flautuleikari, Daði Kol- beinsson óbóleikari, Einar Jóhann- esson klarinettuleikari, Joseph Ognibene hornleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari. Þeir stofnuðu kvintettin árið 1980 og hefur hann hlotið mikið lof á þess- um tíu árum og meðal annars verið útnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Vakin skal athygli á sýningu úr Peter Westenholz er einn fremsti píanóleikari Dana og leikur hann hérlendis á tvennum tónleikum. norræanu bókbandskeppninni. Sex íslendingar tóku þátt í keppn- inni og unnu þeir til fimm verð- launa. Dönskum vordögum lýkur ekki aldeilis á mánudag því bókbands- sýningin stendur til 21. apríl, súr- realistasýningin í Listasafni ís- lands til 5. maí og grafíksýningunni í Listasalnum Nýhöfn 23. apríl. Fordkeppnin: Úrslitin á sunnudag Sextán stúlkur keppa til úrslita í Fordkeppninni sem fram fer í Súlnasal Hótel Sögu á sunnudags- kvöldið. Hjónin Eileen og Jerry Ford koma hingaö til lands á morg- un og munu velja og kynna sigur- vegara keppninnar. Margt verður til skemmtunar og má þar nefna sérstæða tískusýningu sem Módel- samtökin og Módel 79 standa að sameiginlega. Jazzkvartett Jónasar Þóris leikur fyrir gesti en einnig mun Jóhanna Linnet syngja. Þá mun Jónas Dagbjartsson taka upp fiðluna. Heiðar Jónsson verður kynnir kvöldsins. Þetta er í fjórða skiptið sem DV stendur fyrir Fordkeppninni en í fyrsta sinn sem hún fer fram í opnu samkvæmi. í öll þau níu ár sem keppnin hefur farið frain hér á landi hefur hún farið fram í einka- samkvæmi. Gífurlegur áhugi er fyrir keppninni og verður hleypt inn meðan húsrúm leyfir. Sigurvegarinn fer til Los Angeles um miðjan júlí og keppir þar fyrir íslands hönd í keppninni DV-mynd Hanna IS^f- • i * & ; jjK, || 1 |il&\ O Æ HnHHL k~'~Æ Supermodel of the World. Þátttak- arinn fær í verðlaun tíu milljóna þúsund króna demantshring frá endur í keppninni dvelja þar í tíu króna samning við Ford Models í Cartieraukmargraannarragjafa. daga á glæsilegu hóteli. Sigurveg- New York og hundrað og fimmtíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.