Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. 21 Fundir Heimsstjórnmálin og andstaðan gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna Bandarískur blökkumaöur og fyrrum hermaöur veröur á opinberum fundi laugardaginn 13. apríl kl. 17 í Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 3 b. Hann mun fjaila um heimsstjórnmálin og andstöðuna gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna. Ráðsfundir III. ráðs ITC á íslandi 27. og 28. ráösfundir III. ráðs ITC á ís- landi verða haldnir í Grundarfirði helg- ina 13. og 14. apríl. Dagskrá fundanna verður öölbreytt og má þar nefna undan- úrslit í ræðukeppni einstaklinga, ýmsa fræðslu, t.d. um hæfnismat og ræðu- mennsku. Á laugardeginum flytur Gunn- ar Kristjánsson skólastjóri hádegisverð- arerindi. Bjölbreytt skemmtidagskrá verður á laugardagskvöldið. Upplýsingar veita: Jóhanna Halldórsdóttir, s. 93-86802, Salbjörg Nóadóttir, s. 93-86701, Guðrún Bergmann, s. 91-672806. Aðalfundur Kattavina- félags íslands verður haldinn sunnudaginn 14. apríl kl. 14 í húsi félagsins, Kattholti, að Stangar- hyl 2, Reykjavík. Aðalfundur UMF Fjölnis fer fram í íþróttahúsi félagsins að Viðar- höfða 4 þriðjudaginn 16. apríl og hefst kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Vinstri vængurinn, nýstofnað félag Vinstri vængurinn er nýstofnað félag einstaklinga sem hafa sameinast um að vinna róttækri vinstristefnu fylgis. Fé- lagið hefur þegar haldið nokkra opinbera fundi. Mánudaginn 15. apríl gengst félag- ið fyrir fundi í Hlaðvarpanum um Evr- ópubandalagið og launamenn. Fram- sögumenn verða tveir, Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, og Birgir Bjöm Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri BHMR. Þeir hafa báðir tjáð sig um þetta mál opin- berlega. Þeir gera grein fyrir skoðunum sínum. Síðan veröa almennar umræður og sjálfsagt svara frummælendur fyrir- spumum. Fundurinn hefst kl. 20.30 í Hlaðvarpanum. Ferðalög Ferðafélag íslands Helgarferð í Tindfjöll 12.-14. apríl. Skíðagönguferð í Tindíjöll - spennandi ferð í stórbrotnu landslagi. Ekið eins langt og unnt er í átt að skála Alpaklúbbs- ins en þar verður gist. Takmarkaður flöldi - tryggiö ykkur pláss tímanlega. Fararstjóri: Ami Tryggvason. Farmiðar og upplýsingar á skrifstofu Ferðafélags- ins, Óldugötu 3. Raðgangan 1991 Gönguferð um gosbeltið (Atlantshafshrygginn) sunnudaginn 14. april kl. 13 Verið með frá byrjun í þessari skemmti- legu raðgöngu í 12 áfóngum um Reykja- nes-Langjökulsgosbeltið frá Reykjanesi að Skjaldbreið. Kynningarverð aðeins kr. 800., frítt f. böm m. fullorðnum. Brottfór frá Umferðamiðstöðinni austanmegin. Hægt að taka rútuna á Kópavogshálsi og v/kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Suður- nesjamenn og aðrir, sem það kjósa, geta komið á eigin bílum að Reykjanesvita. Gengið verður frá vitanum að Reykja- nestá um Krossvíkurbjarg á Háleyja- bungu. Einnig verður styttri fjölskyldu- ganga í boði. Getraun í hverri ferð: Spurning þessarar 1. ferðar: Hvaða teg- und eldstöðvar er Háleyjabunga? Viður- kenning verður veitt þeim sem verða með í flestum áfanganna. Útivist um helgina Sunnudaginn 14. apríl Heklugangan, 2. áfangi Gengið verður frá Geithálsi gamla þjóð- leiðin hjá ElUðakoti um Miðdalsheiði inn á Dyraveg norðan Lyklafells og áfram upp í Dyrfjöll. Árdegisgangan fer að stað kl. 10.30, síðdegisgangan sem sameinast árdegisgöngimni við LyklafeU, kl. 13. Brottfór í báðar göngumar frá Umferðar- miöstöð - bensínsölu, stansað við Árbæj- arsafn. Hjólreiðaferð. Brottfór er kl. 13 frá Árbæjarsafni. Hjól- aður verður Dyravegur og komið í rút- unni með Heklugöngunni til baka í bæ- inn. Tónleikar Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju í tilefni orgelárs Bústaöakirkju verður efnt til nýstárlegra kirkjutónleika sunnu- daginn 14. apríl kl. 17. Hópur tónlistar- fólks undir forystu Guðna Þ. Guömunds- sonar, organista Bústaðakirkju, mun flytja kirkjulega sveiflu, djass og blús. Flytjendur verða Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Stefanía Valgeirs- dóttir, Magnús Kjartansson og hljóm- sveit, Guðni Þ. Guðmundsson, bamakór og bjöllukór Bústaðakirkju. Aðgangseyr- ir rennur til orgelsöfnunar Bústaða- kirKju. Um leið og flytjendur gefa vinnu sína og styðja þar með orgelkaupin viD tónlistarfólkið sýna fram á möguleika léttrar tónlistar í kirkjulegu starfi. Fyrirlestrar Kynning á Nichiren Shoshu búddisma Richard Causton heldur almennan kynn- ingarfyrirlestur um Nichiren Shoshu búddisma í Háskólabíói laugardaginn 13. apríl nk. kl. 13.30. Yfirskrift fyrirlestrar- ins er: Manneskjubylting. Kynning á Nic- hiren Shoshu Búddlúsma. Richard Caus- ton er leiðtogi samtaka Nicchiren Shoshu .búddisma í Bretlandi, varaforseti Evr- ópusamtaka Nichiren Shoshu og varafor- seti Soka Gakkai Intemational sem em samtök leikmanna er iðka Nichiren Shos- hu búddisma og em jafnframt ein stærstu friðarsamtök í heiminum. Richard kynn- ir m.a. í fyrirlestri sínum kenningar og iðkun Nichiren Shoshu búddisma og út- skýrir hvemig einstaklingnum veröur kleift að gera sína manneskjubyltingu með iðkun hans. Fyrirlesturinn er ölliun opinn og aðgangur er ókeypis. Fyrirlest- urinn verður fluttur á ensku. Fyrirlestur í boði Lífefna- fræðifélags íslands Philip Cohen, jprófessor við háskólann í Dundee, heldur 19. FEBS Ferdinand Springer fyrirlesturinn í boöi Lífefnafræðifélags íslands, Samband evr- ópskra lífefnafræðifélaga (FEBS) og Springer-Verlag. Þetta er öðm sinni sem fyrirlestur þessi er haldinn hérlendis. Fyrirlesturinn verður í stofu 101, Lög- bergi, mánudaginn 15. aprfl og hefst kl. 16 og nefnist „The role of protein phosp- horylation and dephosphorylation in sig- nal transmission". Virkrú öölmargra próteina og ensíma er stjórnað með því aö bæta á þau fosfathóp eða losa hann af. Efnabreytingar af þessu tagi eru eink- um mikflvægar í innra boðkerfi lifandi fmmna. Aðgangur að fyrirlestrinum er öllum heimfll. Leikhús Sýningar Nemendaleikhússins Þann 7. apríl sl. frumsýndi Nemendaleik- húsið lokaverkefni sitt í ár, Dampskipið ísland eftir Kjartan Ragnarsson, í sam- vinnu við Leikfélag ReyKjavíkur á stóra sviði Borgarleikhússins. Næstu sýningar verða sunnudag 14. apríl kl. 20, mánudag 15. apríl kl. 20, miðvikudag 17. apríl kl. 20, sunnudag 21. apríl kl. 20 og þriöjudag 22. apríl kl. 20. Tilkyimingar Fræg Tsjekhov-mynd sýnd í MIR Nk. sunnudag 14. aprfl kl. 16 verður sov- éska kvikmyndin Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þessi mynd, sem gerð var á áttunda áratugnum undir stjórn Nikita Mikhalkovs, hins kunna kvikmynda- gerðarmanns og leikara, er byggð á verk- um rússneska leikskáldsins og smá- sagnahöfundarins Antons Tsjekhovs, einkum þó einu af fyrstu leikritum hans, Platonov. Kvikmyndin hlaut einróma lof á sínum tíma og þykir ein besta Tsjek- hov-mynd sem gerð hefur verið. Skýring- artextar eru á ensku. Aögangur er ókeyp- is og öllum heimill. Kvennalistinn í Reykjanesi heldur kökubasar í Miklagarði, Garðabæ, á laugardag kl. 11-14 og á kosn- ingaskrifstofunni Hamraborg 1-3 Kópa- vogi kl. 11-17. Þar verður einnig boöiö upp á vöfílukaffi og spjall kl. 15-17. Sýning á tréskurðarverkum Sýning á tréskurðarverkum nemenda Hannesar Flosasonar myndskurðar- meistara verður í smíðahúsi Hlíðaskóla við Hamrahlíð í Reykjavík laugardaginn 13. apríl kl. 14-18. Á sýningunni verða menn að störfum við tréskurð. Skurðlist- arskóli Hannesar hefur starfað frá árinu 1972. Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík heldur vorfagnað í vetrarbrautinni, Þórs- kaffi, laugardaginn 13. apríl nk. Dagskrá- in hefst kl. 22 stundvíslega meö söng kórs frá Hólmavík og átthagafélagi Stranda- manna. Sambandið leikur fyrir dansi. Fjölmennið. Kven réttindafélag íslands verður með kynningu á kvenframbjóö- endum allra stjórnmálaflokka í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi á Hótel Borg í Reykjavík laugardaginn 13. apríl kl. 11 f.h. Kynningin er öllum opin. Taflfélag Kópavogs Aprílhraðskákmót verður haldið sunnu- daginn 14. apríl kl. 14 að Hamraborg 5, sal Taflfélags Kópavogs. Hvernig framtíð? Hvernig atvinnustefnu? Hvernig landbúnað? Hvernig sjávarútveg? Hvernig lífskjör? Hvernig skattheimtu? Hvernig velferðarkerfi? Hvernig ríkisstjórn? Reykjavík Hótel Borg föstudaginn 12. apríl kl 20.30 Vestmennaeyjar Veitingahúsið Höfðinn Heiðan/egi 1 laugardaginn 13. apríl kl. 16.00 Össup & Guðmundur Árni; ungir menn í baráttusætum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.