Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Qupperneq 6
22 FÖSTUDAGUR 12. APRlL 1991. George C. Scott í hlutverki Kindermans lögregluforingja i kvikmyndinni Exorcist III. Bíóborgin: Haldin illum anda Bíóhöllin: Rándýrið snýr aftur Þessi sem er framhald af annarri um sama rándýr, Predator, gerist áriö 1997 í Los Angeles. Mike Harr- igan lögreglumaður og menn hans eiga í stríöi viö eiturlyfjakónga og ílokka þeirra i glæpafrumskógi borgarinnar. Skyndilega bætist þeim liösauki þegar eiturlyijabar- ónar taka aö falla í valinn einn af öðrum án þess aö upplýst veröi hver er þar að verki. Harrigan ákveður að hafa hendur í hári þess sem morðin fremur en áttar sig fljótlega á því aö lögreglu- menn er alls ekki óhlutir fyrir þessu rándýri sem er á veiöum í steinsteypufrumskóginum. Það er Danny Clover sem leikur Mike Harrigan. Gary Busey er viö hlið hans í stóru hlutverki. Leik- stjóri er Stephen Hopkins. Sá er ástralskur og læröi sitt fag í gerð tónlistarmyndbanda. Hann hefur þegar gert kvikmyndina Dangero- us game og eina af raömyndunum um Freddy og martröðina á Álm- stræti. mm Danny Clover í hlutverki Harrigans. Margir muna eflaust eftir kvik- myndinni Exorcist, eöa Haldin ill- um anda sem gerö var 1973 undir stjóm meistara William Friedkin og gat af sér ótaldar eftirlíkingar. 1977 settist John Boorman viö stjórnvölinn og geröi Exorcist II sem skartaði Richard Burton í að- alhlutverki ásamt Lindu Blair sem var í fyrstu myndinni. Þessi fram- haldsmynd fékk slakar undirtektir. Þrátt fyrir það er nú komin Exor- cist III The Legion sem Bíóborgin frumsýnir í dag. Nú er það William Peter Blatty sem skrifar handrit og leikstýrir en fyrsta myndin var ein- mitt gerð eftir metsölubók hans. Blatty skrifaði sjálfur handrit fyrstu myndarinnar og fékk óskarsverðlaun fyrir. Hann viður- kennir ekki kvikmynd númer 2 en telur þessa vera hið eiginlega fram- hald fyrstu myndarinnar. Þaö er enginn annar en gamli jaxlinn George C. Scott sem leikur aðalhlutverkið sem að þessu sinni er lögregluforinginn Kinderman. Honum er falið að rannsaka röö dularfullra moröa i New York. Öll eiga þau það sameiginlegt að morð- inginn ristir stjörnumerki á fórn- arlambið, merki Tvíburans og merkir sér þannig bráðina. Fimmtán árum áöur haföi sams konar morðingi leikið lausum hala en ekki er vitað annað en hann sitji bakvið lás og slá á geðveikrahæli. Kinderman fer að rannsaka málið og kemst að því að ekki er allt sem sýnist. Bráðlega óttast hann mjög mikið um líf konu sinnar og ungrar dóttur þegar honum veröur ljóst að andstæðingur hans er varla af þessum heimi. Laugarásbíó: Dansað við Regitze Laugarásbíó frumsýnir í dag kvikmyndina Dansað við Regitze eftir danska leikstjórann Kaspar Rostrup sem er einn helsti Ieikstjóri Dana um þessar mundir. Kvikmynd þessi er byggð á metsölubók Mörtu Christ- iansen sem kom út í Danmörku árið 1987 og var gefin út hérlendis 1990. Myndin hefur víða hlotið mikið lof og var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin síðastliðið ár. Aðalhlutverkin leika þau Ghita Nörby, sem leikur Regitze, og Fritz Helmuth sem leikur Karl Áka, eiginmann hennar. Karl og Regitze dansa saman og meðan þau stíga dans rifjar Karl Áki upp samverustundir þeirra allt frá árinu 1940 þegar hann, dauöfeiminn unglingur, herti upp hugann og bauð henni upp i dans i fyrsta skipti. Tilkyimingar Tvær bækur um tölvumál bókasafna Rannsóknastöð í bókasafna- og upplýs- ingamálum við Félagsvísindadeild Há- skóla íslands hefur geflð út tvær bækur um tölvur í bókasöfnum. Önnur fjallar um tölvuvæðingu átta bókasafna og stofnana á Reykjavíkursvæðinu: Kenn- araháskólans, Landspítalans, Borgar- bókasafns Reykjavikur, Borgarspítalans, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Námsgagnastofnunar, Ameríska bóka- safnsins og einn kaflinn úallar um greinasafn Morgunblaðsins. Er bókin að stofni til nemendaverkefni sem unnin voru á námskeiði um Töltmr í bókasöfn- um. í ritinu er einnig skrá yfir greinar um tölvmmál bókasafna sem birst hafa í íslenskum ritum. Hin bókin er alþjóöleg heimildaskrá sem tekur með greinar og bækur um tölvunotkun í bókasöfnum. Heitir skráin Bibliography: Computers in Libraries and Information Agencies og er unnin af dr. Laurel Anne Clyde, gistiprófessor í bókasafnsfræði við Há- skóla íslands, Alls er skráin 20 síður. ARBÖK Árbók Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Út er komin Árbók Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 1989-90, og er hún sú þriðja i röðinni, en allt frá árinu 1986 hefur safn- ið sent frá sér veglega árbók á tveggja ára fresti. Meginefni Árbókarinnar er helgað tilurð listaverka og nær það sviö jafnt yftr myndlist sem aðrar listgreinar. Ágrip á ensku fylgir öllum megingrein- um. Bókin, sem er 100 bls. að stærð og ríkulega myndskreytt, fæst í Listasafni Sigutjóns Olafssonar og hjá helstu bók- sölum í Reykjavík. Vinningshöfum afhent tækin Eitthundrað og sjö skilvísir greiðendur afnotagjalda Ríkisútvarpsins duttu í lukkupottinn á dögunum er þeir fengu sjónvarpstæki, myndbandstæki eða út- varpstæki að gjöf þegar dregið var úr nöfnum allra þeirra er gerðu fuli skil á réttum tíma. Við útsendingu giróseðla fyrir afnotagjaldiö í febrúar var auglýst að dregið yrði úr nöfnum þeirra sem greiddu eigi síðar en á eindaga 16. mars og fengu 100 manns útvarpstæki, auk fimm sem fengu myndbandstæki og tveir sjónvarpstæki frá Japis. Varð þetta til þess að skil afnotagjalda jukust mjög. Vinningarnir dreifðust um allt land. Á myndinni t.v. eru Birgir Skaptason, framkvæmdastjóri Japis, Theodór Ge- orgsson, yfirmaður innheimtudeildar RUV, Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri RÚV sem afhenti tækin fyrir hönd Ríkisútvarpsins og fulltrúa þeirra sem komust ekki. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið í Kópavogi -félagsvist Þriggja kvölda keppni hefst mánudaginn 15. apríl kl. 20.30 í Þinghól, Hamraborg 11. Allir velkomnir. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Athugiö nýjan stað á móti félagsheimilinu. Nú er náttúran að lifna og vorið er komið. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyf- ing. Nýlagað molakaffi. Tombóla Nýlega héldu þessir tveir piltar sem heita Kristján Geir Björnsson og Trausti Magnússon tombólu til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir söfnuðu 850 krónum. Stóðhestastöðin og Kirkjubær Félagar í Fáki fara sunnudaginn 14. apríl í fræðsluferð til Stóöhestastöðvarinnar í Gunnarsholti og hrossaræktarbúsins í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Farið verður í rútu frá félagsheimili Fáks ki. 13.30. í Gunnarsholtinu munu tamningamenn- irnir Rúna Einarsdóttir og Eiríkur Guö- mundsson sýna stóðhestana. Stóðhesta- stöðin verður skoðuð og ennfremur fræ- verkunarstöð landgræðslunnar. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir frá landgræðslunni. Veitingar verða á staðn- um. Eftir heimsóknina í Gunnarsholt verður farið til Kirkjubæjar, þar sem Sig- urður Haraldsson sýnir rauðblésótta hrossastofninn sinn og segir frá honum. Þátttakendur verða að skrá sig á skrif- stofu Fáks ekki síðar en miðvikudaginn 10. apríl, sími 672166. Rútugjald verður 1.000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Utanfélagsmenn greiöa 1.500 krónur. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, graflk og myndir, unnar i kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Árbæjarsafn sími 84412 Safnið er opið eftir samkomulagi fyrir hópa frá því i október og fram í maí. Safnkennari tekur á móti skólabömum. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Ásmundarsalur v/Freyjugötu Anna Þóra Karlsdóttir sýnir verk sin í Ásmundarsal. Á sýningunni eru mynd- verk úr ull, gerð með þæfingu og vaxi (batik). Þetta er önnur einkasýning Önnu Þóm en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum heima og annars staðar á Norðurlöndunum. Sýningin er opin dag- lega kl. 15-18 og lýkur henni 14. apríl. FÍM-salurinn Garðastræti Sýningu Söm Vilbergsdóttur í FÍM-saln- um lýkur nú um helgina. Hún sýnir 12 olíumálverk sem máluð em á tveimur síðustu árum. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Jón Steingrímsson sýnir verk sín í Gall- erí Borg. A sýningu Jóns em nýleg olíu- málverk og kolateikningar. Allar mynd- irnar em til sölu. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 16. apríl. Gallerí List Skipholti í Gallerí List er komið nýtt, skemmtilegt og nýstárlegt úrval af listaverkum: hand- unnið keramik, rakúkeramik, postulín og gler í glugga, skartgripir, grafik, ein- þrykk og vatnslitamyndir eftir íslenska listamenn. Opið kl. 10.:i0 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.