Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. 23 íþróttir helgarinnar: Vinna KA og Víkingur tvöfalt í blakinu? Af íþróttaviðburðum komandi helgcir ber hæst bikarúrslitaleikina í blaki en þeir fara fram í Digra- nesi í Kópavogi á morgun, laugar- dag. Þar freista karlahð KA og kvennalið Víkings þess að vinna tvöfalt en þessi lið urðu íslands- meistarar á dögunum, bæði á nokkuð sannfærandi hátt. Mótherjar KA-manna í úrslita- leiknum í karlaflokki verða HK- menn sem þykja efnilegir en vant- aði herslumuninn í toppbaráttunni í vetur. Breiðablik er andstæðingur Víkings í kvennaflokki en þessi tvö hð hafa oft háð harða baráttu á undanfórnum árum. Fyrri leikur- inn hefst klukkan 14.30 og hinn strax á eftir eða um klukkan 16. Alþjóðleg skíðamót Nokkur alþjóðleg skíöamót fara fram hér á landi næstu dagana og það fyrsta átti reyndar að hefjast nú fyrir hádegið á ísafirði. Keppt er í svigi karla og kvenna og verður annað sUkt mót á sama stað á morgun. Þá verður byijað klukkan 10 og verðlaunaafhending fer fram um leið og keppni lýkur um klukk- an 14.45. í karlaflokki keppa 46 skíðamenn, þar af 27 erlendir, en í kvennaflokki eru aðeins íslenskir þátttakendur, 10 talsins. Frá ísafirði berst síöan leikurinn til Akureyrar en þar verður keppt í stórsvigi á mánudag og þriðjudag. Úrslit íslands- mótsins í skvassi Um helgina verður keppt til úr- sUta á íslandsmótinu í skvassi í yeggsporti, Seljavegi 2 í Reykjavík. ÚrsUtaleikirnir hefjast á sunnu- daginn um klukkan 16. halda áfram klukkan,14 á rnorgun. í kvennaflokki var fyrri hluti und- anúrslita í gærkvöldi og síðari hlutinn verður klukkan 12 á morg- un. Úrslitaleikirnir hefjast síðan, bæði í karla- og kvennaflokki, klukkan 16 á morgun. Deildakeppnin í badminton Hin árlega deildakeppni Bad- mintonsambands íslands fer fram í Laugardalshöllinni um helgina. Hún hefst í kvöld og lýkur á sunnu- daginn. Rólegt í handboltanum Ekkert veröur leikið í úrslita- keppni 1. deildar karla í hand- knattleik um helgina en tveir leikir fara fram í efri hluta 2. deildar, báðir norðan heiða. Þór og Njarð- vík mætast í íþróttahöUinni á Ak- ureyri klukkan 20.30 í kvöld og á morgun mæta Njarðvíkingar síðan Völsungum á Húsavík klukkan 14. Vormótin í knatt- spyrnu halda áfram Leiknir og KR mætast á Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu á gervi- grasinu í Laugardal klukkan 17 á morgun, laugardag. Á sama tíma á sunnudaginn mætast síðan Þróttur og Ármann á sama stað. í litlu bikarkeppninni leika FH og Keflavík á gervigrasinu í Kópa- vogi klukkan 18 í kvöld. Um helg- ina mætast einnig Haukar og Víðir og Selfoss og Akranes. í stóru bik- arkeppninni eru tveir leikir klukk- an 14 á morgun, Njarðvík - Grótta og Afturelding - ÍK. -VS -bikarúrslitaleikimir í Digranesi á morgun Ná Vikingsstúlkurnar í annan bikar á morgun eða tekst Breiðabliki að stöðva sigurgöngu þeirra í úrslitaleikn- um? Keilumeistarar krýndir á morgun íslandsmótið í keilu hefur staðið yfir frá því á laugardag og nú er hópurinn sem keppir um titlana orðinn fámennur. Undanúrslit og úrslit fara fram í Keilulandi í Garðabæ. í karlaflokki hefjast und- anúrshtin klukkan 19.30 í kvöld og Gallerí 8 Austurstræti 8 Þar stendur yfir sýning á miklu úrvali listaverka eftir um 60 listamenn: mynd- list, leirlist, gler, grafík, skartgripir og fleira. Ný listaverk í hverri viku. Einnig verk eldri málara. Opið frá kl. 10-18 alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Hafnarborg Strandgötu 34 Björgvin Sigurgeir Haraldsson sýnir málverk. Sýningin stendur til 21. april og er opin alla daga kl. 14-19. í Sverrissal stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. Sýningarsalimir eru opnir kl. 14-19 daglega. Lokað þriðjudaga. Kaffi- stofan ér opin kl. 11-19 virka daga og kl. 14-19 um helgar. En þar eru til sýnis verk eftir tólf hafnfirska listamenn. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opiö frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, föstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Halldór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18, nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasalurinn Nýhöfn Hafnarstræti 18 Á morgun kl. 14 veröur opnuð grafíksýn- ing frá U.M. Værkstedet í Kaupmanna- höfn. Á þessari sýningu eru steinþrykk unnin á U.M. verkstæðinu eftir þekkta danska listamenn. Sýningin, sem er sölu- sýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar kl. 14 18. Lokað á mánudög- um. Henni lýkur 23. apríl. List Inn, gallerí - innrömmun, Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara. Olía, vatnslitir, pastel og grafík. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Katei Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún iistmálarafélagiö sýnir í vestursal Kjarvalsstaða. í vestur- og austurforsal stendur yfir sýning á vattstungnum bandarískum teppum, „Contemporary Quilts". Sýningin er á vegum Menningar- stofnunar Bandaríkjanna og Menningar- málanefndar Reykjavikur. í austursal stendur yfir sýningin Kjarval og náttúr- an, sýning á verkum eftir J.S. Kjarval úr eigu Reykjavíkurborgar. Sýningamar standa til 21. apríl. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11-18 og er veitingabúð- in opin á sama tíma. Listasafn ASÍ Grensásvegi 16a Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá sýnir verk sín í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru myndverk úr ull, gerð með þæfingu og blandaðri tækni. Þetta er fimmta einkasýning Kristinar, en hún hefur einnig tekið þátt í fiölmörgum samsýn- ingum heima og erlendis. Sýningin er opin daglega kl. 14-19. Henni lýkur sunnudaginn 14. apríl. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd verk eftir íslenska listamenn og í sal 3 eru sýnd grafikverk. Listasafn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga ki. 14-17 og þriðjudaga ki. 20-22. Kaffistofa safns- ins er opin á sama tíma. . Listhús Vesturgötu 17 Elías B. Halldórsson sýnir oliumálverk og tréristur. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18. Mokkakaffi Skólavörðustíg Tryggvi Árnason sýnir 22 vatnslitamynd- ir. Sýningin ber yfirskriftina „Vestflrðir í vatnslitum" og stendur hún til 24. apríl. Norræna húsið v/Hringbraut Jón Reykdal opnar málverkasýningu í sýningarsölum Norræna hússins á morg- un kl. 14. Sýningin stendur til 28. apríl. í anddyri verður opnuð sýning á sunnu- dag kl. 14 sem nefnist Bækur og bóka- hönnun og er í umsjón Félags bókaútgef- anda. í bókasafni stendur yfir sýning á verlaunabókum úr norrænu bókband- skeppninni. Sex íslendingar tóku þátt í keppninni og unnu til fimm verðlauna. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Eggert Pétursson sýnir í öllum sölum safnsins. Á sýningunni eru málverk og ljósmyndir, auk verks á gólfi í stærsta salnum. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga og stendur til sunnudagsins 21. apríl. Sjóminjasafn ísiands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opiö á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið sunnudaga kl. 14-16. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu í menntamálaráðuneytinu sýna Krist- bergur Pétursson, Magnús S. Guðmunds- son og Tryggvi Þórhallsson olíumálverk, grafikmyndir og teikningar. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-17. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Álfabakka 14 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Þórð Hall. Sýnir hann 14 verk sem unnin eru með blýanti og þurrkrít á pappír. Þau eru unnin á árunum 1989- 1991. Sýning Þórðar stendur yfir til 19. apríl og er opin frá mánudegi til fóstu- dags kl. 9.15-16, þ.e. á afgreiðslutíma úti- búsins. Öll verk Þórðar á sýningunni eru til sölu. Sýning á Hótel Lind Hótel Lind tók fyrir nokkru upp þá ný- breytni að sýna verk ungra myndlistar- manna í veitingasal hótelsins, Lindinni. Nú hefur verið sett upp sýning á mynd- verkum Sjafnar Eggertsdóttur. Daglegur sýningartími er meðan veitingasalur Lindarinnar er opinn, frá kl. 7.30-22. Sýning á Laugavegi 3, Kristján Fr. Guðmundsson sýnir olíu- málverk, vatnslitamyndir og neon pastel- ir.yndir að Laugavegi 3,4. hæð. Sýningin er opin kl. 13-18 út mánuðinn. STÁLGRINDARHÚS í ÓLAFSVÍK Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu einlyft stál- grindarhús að Ennisbraut 36, Ólafsvík, ca 335 m2. Húsið selst í því ástandi sem það er nú í. Tilþoð óskast send á skrifstofu sjóðsins, Suðurlands- braut 4, Reykjavík, fyrir 22. apríl nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 679100. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands Suðurlandsbraut 4, 155 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.