Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 1991. Utlönd Tígrisdýr drápu fimmtíu menn í síðasta mánuði drápu tígrisdýr i það mínnsta fimmtíu menn i einu af héruöum Bangladesh. Þetta hefur vakið ugg meðal landsmanna því að svo margir hafa ekki orðið dýrunum að bráö á einum mánuði í mörg ár. Það er hins vegar algengt að dýrin drepi nokkra menn í hverjum mánuði. Vandamálið með tígrisdýrin verður enn erfiöara viðureignar vegna þess að þau eru aifriðuð, enda talin í mikilli útrýmingarhættu. í mörgum þorpum á mesta hættusvæðinu vaka menn um nætur til aö vera við- búnir því að dýrin geri árás. Talið er að skortur á fæðu valdi því að tígris- dýrin ráðast í auknum mæli á fólk. Elísabe! Bretadrottning fór tii kirkju í Sandringham í Norfolk á afmælis- daglnn. Símamynd Reuter Segir Bretadrottning af sér? í Bretlandi velta menn nú vöngum yfir hvort Elísabet drottning ákveði áður'en langt um líður að segja af sér embætti og eftirláti Karli syni sín- um hásætið og kórónuna. Elisabet varð 65 ára í gær og því hafa menn velt fyrir sér hvort hún vilji ekkihafa það náðugt í ellinni. Menn hafa líka í huga að Karl prins er orðinn 42 ára og vill ef til vill fá tækifæri tíl að stjórna áður en hann verður eldri. Ekki eru þó allir á þvi máli að Elísabet æth að segja af sér. Hún hefur ekkert sagt um málið sjálf og hörðustu stuðningsmenn hennar segja aö afsögn komi ekki til greina því að drottingin hafi svarið þegar hún tók við af föður sínum að sitja allt til æviloka. í breskum blöðum er mikið skrifað um máliö og allir möguleikar í stöðunni reifaðir. Sumir benda á að Elísabet getí ekki sagt af sér meöan hjónaband Karls og Díönu er svo ótraust sem raun ber vitni. Það væri mikið hneyksli ef konungur skildi við konu sína og Bretar yrðu án drottningar. Vitað er að EUsahet hefur miklar áhyggjur af hjónabandi sonar síns og því er jafn- vel haldið fram aö hún væri nú þegar búin að segja af sér ef allt væri meö feUdu á heimih Karls og Díönu. Bjórmenn stof na stjórnmálaflokk Aðdáendur bjórs í PóUandi hafa stofnað stjómmálaflokk og ætla að berjast fyrir auknum vinsældum þessara veiga, Jafnframt hafa þeir lýst andúð sinni á vodkadrykkju og þó nýtur mikiUa vinsælda í Póllandi. Nýi ílokkurinn heitir Vinir bjórsins. Fjöldi manna gekk í hann á stofnfundin- um í MennigarhöUinni í Varsjá. Flokkurinn ætlar að bjóða ffam til þings þegar kosið verður í PóUandi nú í haust. Flokksmenn segja að það myndi bæta mjög drykkjumenningu landsmanna ef þeir drykkju bjór i stað þess aö hella í sig vodka í tíma og ótíma. Bjór er ekki eins vinsæU í Póllandi og mörgum öðram Evrópu- löndum en því á að breyta nú. Formaður nýja flokksins er grínleikarinn Janusz Rewinski. Norman Schwarzkopf hershöfðingi fékk höfðinglegar móHökur viö heim- komuna Ul Bandarikjanna. Hann nýtur nú mikilla vinsælda meðal landa sinna. Símamynd Reuter Schwarzkopf loks kominn hehn Norman Schwarzkopf hershöfðirigja var tekiö sem þjóðhetjuþegar hann kom beim til Tampa í Flórída um helgina eftir aö hafa veriö í Saudi- Arabíu með herUði Bandaríkjanna í átta mánuöi. Schwarzkopf er þakkað að bandamenn urinu skjótan sigur á herUði íraka án þess að verða fyrir umtalsverðu mannfaUi. Vinsældir hershöfðingjans í heimalandi sínu eru gífurlegar og er jafnvel talið að hann snúi sér að stjórnmálum þegar hann hættir störfum fyrir herinn. Einkum er taliö að George Bush vilji fá hann sem varaforsetaefni í næstu kosningum. Schwarzkopf hefur sjálfur ekkert sagt um málíð og raunar oft lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á stjómmálum. Hann hefur gefiö í skyn að hann vilji gerast fyrirlesari á efri árum en margir frægir Bandaríkjamenn hafa miklar tekjur af fyrirlestrahaldi. Reuter Breskt dagblaö: Saddam íhugar sjálfstjórn handa Kúrdum Bandarískir hermenn biðjast fyrir áður en þeir halda inn í Norður-írak til að setja þar upp búðir fyrir kúrdíska flóHamenn. Símamynd Reuter Saddam Hussein íraksforseti kann að samþykkja sjálfstjórn fyrir Kúrda til þess að Sameinuðu þjóðirnar af- létti viðskiptaþvingunum gegn írak. Dagblaðið Times í London hafði þetta í morgun eftir kúrdískum heimildar- mönnum. í blaðinu segir að Saddam sé jafn- vel að íhuga að láta olíuborgina Kirkuk, þar sem fjöldi araba er bú- settur, tilheyra sjálfstjórnarsvæði Kúrda. Saddam bauð Kúrdum tak- markaða sjálfstjórn 1974 en raun- verulegt vald yfir málefnum Kúrda hefur samt stjórnin í Bagdad haft. íraskir fjölmiðlar hafa ekki getið um samningaviðræður við Kúrda og íraskir embættismenn neituðu í gær að tjá sig um hvort slíkar viðræður hefðu átt sér stað. Talsmaður kúrd- ískra uppreisnarmanna sagði í Lon- don á laugardaginn aö kúrdískir stjómmálaleiðtogar hefðu verið í Bagdad í boði Saddams og stjórnar hans. Stjómarandstæðingar shíta segja aö tími sé kominn til að steypa Sadd- am. Talsmaður þeirra segir að þeir hafi hafnað hoði um friðarviðræður við írösk yfirvöld. Þeir geti ekki hugsað sér að ræða við stjórn sem stendur fyrir grimmilegum fiölda- moröum. Tvær íraskar herdeildir, sem á Kúrdísk flóHakona hjá sjúkum föður sínum. Simamynd Reuter Meiri hluti Bandaríkjamanna litur ekki svo á að sigur hafi unnist í Persaflóastríöinu vegna þess að Saddam Hussein er enn við völd í írak. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem gerð var fyrir vikuritið Newsweek. Um 55% aðspurðra sögðu að fyrr væri ekki hægt aö tala um sigur en Saddam væri farinn frá völdum þótt herhð íraka hefði verið sigrað með yfirhurðum á vígvellin- um. Þá er það álit 57% landsmanna að Bush hafi of snemma gefið fyrirskip- un um að hætta hemaðinum í írak. laugardaginn voru í og við borgina Zakho í norðurhluta íraks, þar sem bandamenn reisa nú búðir fyrir flóttamenn eru nú á leið suður. ír- ösku hermennimir aðstoðuðu bandaríska hermenn viö aö fiarlægja sprengiefni við brú og greindu einnig frá jarðsprengjusvæðum. En í Zakho mættu bandarísku hermennirnir óvænt um tvö hundruð vopnuöum lögreglumönnum. Reyndar virtist sem írösku lögreglumennimir, sem að sögn borgarbúa voru frá Mosul, hafi heldur ekki átt von á Banda- ríkjamönnunum. Samkvæmt sam- komulagi íraskra yfirvalda og Þá sögðust um 51% styðja hemaðar- íhlutun í írak á nýjan leik ef nauðsyn bæri til. Um 75% aðspurðra vildu að Saddam yröi tekinn höndum og dreg- inn fyrir dóm vegna stríðsglæpa. Hins vegar vildu aðeins 36% að Sadd- am yrði rutt úr vegi með hervaldi. Um þrír fiórðu aðspurðra styðja hugmyndina um griðarsvæði fyrir Kúrda og nærri helmingur óttast að bandarískir hermenn dragist inn í átök að nýju. Þá telja tveir þriðju aðspurðra að bandaríski herinn verði enn á svæðinu eftir hálft ár. , Reuter Bandaríkjamanna áttu lögreglu- menn einnig aö draga sig til baka. Svo viröist sem hardagar í norður- hluta íraks haldi áfram. Bandarískir hermenn, sem vóru á ferð í þyrlu á laugardaginn sáu sprengjuvörpum skotiö og fréttamenn, sem komu frá Tyrklandi til íraks, kváðust hafa heyrt skotdrunur. Kúrdískir ílóttamenn eru svo hræddir við að yfirgefa búðirnar í fiallshlíðunum við landamæri Tyrk- lands að Bandaríkjamenn eru að hugsa um að reyna lokka þá niður á láglendið með matvælum. Reuter Meirihluti Bandaríkjamanna telur að George Bussh hafi ekki náð að sigra Saddam Hussein. Teikning Lurie Telja Saddam ósigraðan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.