Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 1991. Fréttir Sauðárkrókur: Brjálaðað gera í salt- fisknum Þórhallur Asrramdsson, DV, Sauðárkróki: Mjög mikil vinna hefur verið í salt- fiskverkun Fiskiðjunnar síðustu vik- ur. Starfsfólk hefur unnið mikla yfir- vinnu og skólafólk fengið vinnu um helgar. I síðasta mánuði voru verkuð 315 tonn af fiski í húsinu. Að sögn Einars Svanssonar, fram- kvæmdastjóra Fiskiðjunnar, er það netafiskurinn sem fer í saltið. „Við erum með tvo mikla aflabáta frá Þor- lákshöfn í viðskiptum. Síðan eigum við einnig von á fiski frá Eyjafjarðar- bátum og það er útlit fyrir mikla vinnu á næstunni. Þetta er svona um 600-700 tonna samningar sem byggj- ast á skiptum kvótum,“ sagði Einar. Nægt hráefni er einnig í frysting- unni. Skafti kom inn á sunnudag með tæp 90 tonn og Skagfirðingur á mánudag með 150. Öxnadalsheiði: Strandamenn með lægsta ÞórhaUur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Verktakafyrirtækið Höttur sf. frá Fjarðarhorni í Bæjarhreppi í Strandasýslu var með lægsta tilboðið í helsta verkefnið í vegagerð á Norð- urlandi vestra í sumar, uppbyggingu vegarins frá Giljareit að Grjótá á sýslumörkum. Þessi vegarkafli á Öxnadalsheiði er 4 km langur. Vegagerðinni bárust 17 tilboð í verkið og voru þau flest undir kostn- aðaráætlun sem var 36,9 millj. króna. Tilboð Hattar er 22,9 milljónir. Ýtan á Akureyri bauð 23,4 milljónir, Króksverk, Sauðárkróki, 26 milljónir og Viggó V. Brynjólfsson á Hvamms- tanga með 27,1 milljón. Hæsta tilboð- ið var frá Hagvirki, 48,7 milljónir. Átta metra löng steinsteypt brú yfir Reiðgihð er ekki inni í útboðinu. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinn- ar undir stjórn Gísla Gíslasonar brú- arsmiðs mun annast smíði brúarinn- ar. Ólafsfjörður: Koma til að skoða göngin Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Óvenjumikið hefur verið að gera á Hótel Olafsfirði aö undanfomu. Á laugardögum og sunnudögum er þar kaffihlaðborð sem hefur notið mik- illa vinsælda hjá aðkomufólki. Eru mörg dæmi um að fólk úr nærliggjandi sveitum og bæjum komi hingað í rútum til að skoða göngin í Ölafsfjarðarmúlanum. Allt upp í 300 manns hafa komið yfir dag- inn, að sögn Baldvins Sigurðssonar hótelstjóra. EskiQörður: llppsagnir tog- arasjómanna Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Ellefu skipveijar á Hólmanesi og 13 á Hólmatindi hafa sagt upp störf- um sínum með samningsbundnum fyrirvara vegna óánægju með fisk- verð. Uppsagnarfrestur undirmanna er 14 dagar en yfirmanna 3 mánuðir. Uppsagnir voru afhentar útgerðinni 16. apríl. SUMAR-UTSALA Gerid góð kaup ó stórkostlegri sumarútsölu Blófells Allt að 58% cifsléittifr 14" litsjónvarp m/fjarstýringu verð áður kr. 33.590,- verð nú kr. 24.990,- 20" litsjónvarp m/fjarstýringu verð áður kr. 43.990,- verð nú kr. 35.990,- 21" litsjónvarp m/fjarstýringu verð áður kr. 73.490,- verð nú kr. 59.990,- Myndbandstæki m/fjarstýringu Stgr. verð kr. 26.950. Binfalt sterío ferðatæki verð áður kr. 5.990,- verð nú kr. 4.990,- Sambyggð hljómtæki m/geislaspilara verð áður kr. 28.740,- verð nú kr. 19.990,- Útvarpsmagnari 2x50 verðáðurkr. 17.950,- verð nú kr. 9.990,- Einfalt móno ferðatæki verð áður kr. 4.990,- verð nú kr. 3.990,- -25% Eltn 6438 -23% 9 Elta 6445 Sambyggð hljómtæki m/geislaspilara og fjarstýringu verð áður kr. 38.440,- verð nú kr. 29.990,- Tvöfalt sterío ferðatæki m/tónjafnara lausir hátalarar verðáðurkr. 11.880,- verð nú kr. 8.980,- Tvöfalt sterío ferðatæki m/tónjafnara lausir hátalarar verð áður kr. 11.570,- verð nú kr. 8.990,- Tvöfalt sterío ferðatæki verð áður kr. 6.990,- verð nú kr. 5.990,- Vasadiskó m / útvarpi verð áður kr. 2.790,- verð nú kr. 1.990,- Ferðaútvarp verð áður kr. 2.590,- verð nú kr. 1.990,- Ferðaútvarp verðáður kr. 2.610,- verð nú kr. 1.990,- Vasaútvarp m/heymartólum verð áður kr. 1.490,- verð nú kr. 990,- -58% Útvarpsklukka verð áður kr. 2.990,- verð nú kr. 2.390,- Útvarpsklukka m/minnum verð áður kr. 3.990,- verð nú kr. 2.990,- Útvarpsklukka verð áður kr. 3.160,- verð nú kr. 1.990,- Elta-ÍCIf-7 Nett heymartól án spangar í öskju verð áður kr. 690,- verð nú kr. 290,- -49% Elta 7681 -20% Elta-LS-6 Bíltæki 2x50W m/sjálfv. stöðvaleitara verð áður.kr. 23.540,- verð nú kr. 12.990,- Greiðslukjör við allra hæfí Bíltæki 2x50W m/sjálfv. stöðvaleitara verð áður kr. 27.310,- verð nú kr. 13.990,- Bíltæki 2x50W m/sjálfv. stöðvaleitara verð áður kr. 26.120,- verð nú kr. 14.990,- Hátalarar2 way, 30 wött verð áður kr. 2.470,- verð nú kr. 1.990,- Gæði á góðu verði pc , ljbbJ I fl \Samkort mljnXlAn' Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-22550 •uuqu/tatitiv gú tíiiiö íh :w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.