Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1991. 15 Rætist draumurinn um Kúrdistan? í kjölfar vopnahlés, ósigurs Sadd- ams Hussein, við Persaflóa hafa vandamál Kúrda enn einu sinni komist óþægilega óhugnanlega í sviðsljósið. Árið 1920 var Kúrdum lofað eigin landi þar sem þeir gætu stofnað þjóðríki sitt. Það loforð var svikið. Síðan hafa mörg loforð og samning- ar við Kúrda verið svikin. Nú, þegar írakar lofa Kúrdum sjálfsforræði, bjóðast þeir til að endurnýja samninginn frá 1970 sem einnig var svikinn. Eðlilega treysta Kúrdar illa samningum og loforðum. Sagan varðar þeim veginn í þeim efnum. Vopnahlé? Þegar vopnahiéi var komið á við Persaflóa í byijun mars létu sigur- vegaramir óspart í ljós þá skoðun sína að það ætti að vera hlutverk íraka sjálfra að steypa Saddam Hussein af valdastóli. Orð leið- toganna urðu tæpast skilin öðru- vísi en hvatning. Slíkri hvatningu fylgir að sjálfsögðu mikil ábyrgð. Árangurinn varð auðvitað sá að nær samstundis braust út uppreisn í írak. Shíta-múshmar hófu upp- reisn í Suður-írak og Kúrdar í Norður-írak, heimahéruðum sín- um. íraski herinn sneri sér fyrst að því að yflrbuga Shíta í suður- héruðunum, enda var uppreisn þeirra mun verr skipulögö en upp- reisn Kúrda. Um miðjan mars höfðu Kúrdar náð yflrráðum yfir um 95% heimahéraða sinna. íraski herinn sneri sér þá af fullum þunga að Kúrdum og beitti loftárásum, stórskotaliði og þyrluárásum. Landið logaði í borgarastyrjöld. En 1. apríl lýsti íraksstjóm því yíir að hún hefði náð landsvæðunum aftur og hefði málin í sínum höndum. Hefndaraðgerðir íraka voru KjaUaiinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur hörmulegar og gripnir ægilegum ótta lögðust Kúrdar blátt áfram í þjóðflutninga að landamærum Tyrklands og írans. Tölur em á reiki um fall Kúrda fyrir hungri, vosbúð, kulda og sjúk- dómum á ferö yfir hrjóstrug og köld fjöllin. Sumir telja að um 2000 manns hafi dáið á dag um tíma. Tyrkir og íranir bragðust við með ólíkum hætti. íranir opnuðu landa- mærin eftir nokkurt þóf. Svo virðist sem íran sé nú um mundir stærsta griðland flótta- manna í heiminum. Þar em nú um 3 milljónir flóttamanna frá Afgan- istan og 250.000 Kúrdar sem flúið höfðu land áður en til „þjóðflutn- inganna miklu“ kom. Við þetta bætist nú straumur 1-1,5 milljóna Kúrda. íranska ríkisstjómin ber sig að vonum illa frammi fyrir þessu geig- vænlega vandamáh. Aðstoð írönsku stjómarinnar er mikil en þó smámunir hjá því sem íranska þjóðin, heimihn, gera. Vegna þess að íranir hafa leyft Kúrdum að fara langt inn í landið hafa fjölskyldur tekið flóttafólkið upp á sína arma. íranir hafa leitað hjálpar til Banda- ríkjamanna fyrir mihigöngu aðila í Sviss. Vísir að samskiptum Bandaríkjamanna og írana er þannig að hefjast með hjálparstörf- unum. Þeir flóttamenn, sem Tyrkir hafa leyft að koma inn í landið nú, em bundnir við ákveðin svæði og njóta því ekki aðstoðar tyrkneskra heim- ila svipað og gerist í íran. Ástandið í flóttamannabúðum er hörmulegt og ekki síður í hinum endalausu lestum Kúrda um fjöllin th landamæranna. Griðland Þrátt fyrir harðar yíirlýsingar Bush Bandaríkjaforseta um að blanda sér ekki í innanríkismál ír- aka hefur hann neyðst th að grípa th aðgerða. Þann 13. apríl gaf Bush yfirlýs- ingu í fjölmiðlum um að hann vhdi ekki að einn einasti bandarískur hermaður flæktist inn í borgara- styrjöld í írak sem hefði þegar stað- ið í aldir. Aðeins þrem dögum síðar gaf hann fyrirskipun um „aðgerð- ina griðland". Þar með hefur hann kvatt vonir sínar um að komast með skjótum hætti frá Mið-Austurlöndum. Ástæðan er augljós og ákvörðunin óhjákvæmheg. Við getum ekki látið 500.000 th mhljón manns deyja í fjallahéruð- unum. Búðirnar, sem reistar eru, em í umsjá hermanna frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Hohandi og Ítalíu. Gert er ráð fyrir að friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna taki við og gæti griðlandsins, verji það árásum hers íraka. Kúrdar era að vonum tortryggnir og sumir forsvarsmenn þeirra segja þá ekkert öryggi hafa ef Bandaríkjamenn fari. Þar skipti friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna engu. Eigi aö síöur virðist augljóst að gripið hefur verið inn í örlög Kúrda með áhrifamiklum hætti. Fjölþjóðahðið og Sameinuðu þjóð- irnar munu hér eftir bera ábyrgð á afdrifum þeirra. Vandi er nokkur að lagalega kann þetta inngrip í „innanlandsmál ír- aka“ að orka tvímæhs þrátt fyrir ályktun Öryggisráðsins nr. 688 frá 5. apríl - hefði verið betra að Örygg- isráðið hefði með sjálfstæðri álykt- un beinlínis heimilað aðgerðina og tekið ábyrgð á griðlandinu. Ráðstefna um skipan mála í Mið- Austurlöndum er orðin meira en „Hefndaraðgerðir íraka voru hörmulegar og gripnir ægilegum ótta lögðust Kúrdar blátt áfram i þjóðflutninga að landamærum Tyrklands og írans.“ brýn. Hún þarf að taka á afleiðing- um stríðsins við Persaflóa og Pal- estínuvandamáhnu. Málefni Kúrda er eðlilegast að leysa með því að efna loforðið frá 1920 um Kúrdistan. Til þess að svo megi verða þarf fjölþjóðasamning og atbeina þeirra landa cdlra sem nú hafa yfirráð yfir landsvæðum Kúrda. Þá er um að gera að búa svo um hnútana að stofnun Kúrdistans valdi ekki svipuöum deilum og ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um Ísraelsríki á sínum tíma hefur valdið. Hjá Kúrdum er máhð ekki eins flókið en áríðandi eigi að síður. Guðmundur G. Þórarinsson „Kúrdar eru að vonum tortryggnir og sumir forsvarsmenn þeirra segja þá ekkert öryggi hafa ef Bandaríkjamenn fari. Þar skiptifriðarsveitir Sameinuðu þjóðanna engu.“ Ný viðreisn - Ein hugsjón graf in „Nærtækust eru tiltölulega hljóðlausar sættir við Bandalag jafnaðar- manna og sameiginlegir fundir Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars um land allt.“ Er Morgunblaðið hehsaði sumri birti það meðal annars lesefni þar sem öðram þræði var hvatt th myndunar nýrrar viðreisnar- stjómar. Reyndar hefur Mogginn aht frá kosningum varið dijúgu plássi undir slík skrif. Það er skilj- anlegt og vík ég að því síðar. Greinarhöfundar voru Ólafur Hannibalsson og svo var í Stak- steinum kóperuð grein úr Alþýðu- blaöinu eftir Birgi Árnason hag- fræöing. Þótt grein Ólafs væri að mestu sagnfræði þá leynir sér ekki hrifning hans og Birgis á viðreisn- arfyrirbærinu og báðir sjá í hilling- um slíkt stjómarsamstarf fram yfir aldamót. Það er annars merkhegt hve draumlyndir menn gerast þegar viðreisn ber á góma. Pólitískar bemskuminningar undirritaðs frá áranum fyrir 1970 snúast að mestu um landflótta, atvinnuleysi og sumpart fátækt sem ég kynntist, þó ekki persónulega. Mig brestur talsvert þekkingu th þess að leggja sanngjarnt mat á störf téðrar stjómar og ég ætla heldur ekki að leggja mat á árangur eða langlífi þeirrar stjómar sem nú er tekin við. Eins og Ólafur benti á verður hún dæmd af verkum sínum, ekki af sögunni. Ótímabær stjórnarmyndun Þó að Alþýðuflokkurinn hafi vissulega gengið óbundinn til kosn- inga þá er það rangt hjá Birgi að aht annað en viðreisn séu svik við kjósendur flokksins. Ég held að flokknum hafi tekist að varðveita stærð sína fyrst og fremst vegna árangursríks stjómarsamstarfs KjaUaiinn Helgi Indriðason tannlæknir síðasthöin þrjú ár. Ég get ekki rök- stutt þetta hugboð mitt en bendi á aö slíkt hefur ekki gerst með néinn flokk síðan 1967 svo að heitið geti. Þar fyrir utan var langt frá því full- reynt að samkomulag tækist ekki mhli fráfarandi stjórnarflokka, hugsanlega undir forystu Alþýðu- flokksins. í shkri stjóm held ég að Jón Baldvin hefði komið hugðar- efnum sínum og stefnumálum flokksins mun lengra á veg en sem taglhnýtingur sjálfstæðismanna, sérstaklega á sviði atvinnumála en jafnvel ríkisfjármála sem ég tel hin veigamestu líðandi stundar. Að ofanskráðu er Ijóst að ég tel myndun núverandi ríkisstjórnar ótímabæra og það sem meira er; hrein svik við stóran hóp kjósenda flokksins en þó fyrst og fremst svik við hina fögru póhtísku hugsjón Jóns Baldvins um Jafnaðarmanna- flokk íslands. Ég minnist þess að sem nýkjörinn formaður flokksins, líklega 1984, einsetti sá hinn sami sér að sam- eina í einn flokk aha jafnaðarmenn á íslandi. Aðspurður um tímamörk vdtnaði Jón til þess að slíkt heföi tekið Mitterrand 20 ár í Frakklandi og bað sér th handa að minnsta kosti sama tíma. Mikilvæg skref Sjö ár eru hðin og á þessum tíma finnst mér Jón hafa stigið nokkur mikhvæg skref í þá átt. Nærtækast eru thtölulega hljóðlausar sættir vdð Bandalag jafnaöarmanna, sam- eiginlegir fundir Jóns Baldvdns og Ólafs Ragnars um land aht og síð- ast en ekki síst þátttaka í síðustu ríkisstjóm sem hefur fært A-flokk- ana hvorn nær öðrum en nokkra sinni þótt ekki hafi verið stofnað th hennar með slíkt í huga. Ekki er ólíklegt aö með áframhaldandi sjórnarsamstarfi undir forystu Jóns Baldvdns, jafnvel meö þátt- töku Kvennahstans, sem að mestu sækir fylgi sitt til jafnaðarmanna, hefði enn stærra skref verið stigið í átt th sameiningar. Ég er þó ekki að segja að fara hefði átt í slíkt sam- starf fyrir hvað sem er. Byggja hefði þurft á raunsæjum og vdðun- andi málefnasamningi. En á þvd var ekki ljáð máls. Hvernig er svo umhorfs í Sjálf- stæðisflokknum? Ekki var nú beys- in stjórnarandstaðan á þeim bæ síðasthðið kjörtímabh og þótt rofað hafi th í meðalaldri þingmanna held ég að sú hafi orðið raunin enn um sinn, mest vegna þess aö Davíð Oddsson hefði setið áfram sem borgarstjóri og það er öhum ljóst, meira að segja póhtískum skríbent- um Moggans, að Davdð er margt betur gefið en að leiða kraftmikla stjórnarandstöðu. Einmitt þess vegna fóru þeir hamfóram th þess að koma honum í stól forsætisráð- herra og svo kemur, af öhum, mað- urinn með hugsjónina, Jón Bald- vin, og réttir þeim stóhnn á silfur- fati einmitt þegar mögulegt var að lama tímabundið sjálfstæðisflokk- inn og stíga mikhvæg skref í átt th hins stóra jafnaðarmannaflokks. Okkar er harmurinn í grein Ólafs Hannibalssonar seg- ir orðrétt um Alþýðuflokkinn 1967-1971: „Hann varö kerfisflokk- ur...,“ og síðar „hann staðnar. Stefna hans er samin af embætt- ismönnum í ráðuneytunum. Hann dregur að sér klifurmýs og met- orðastritara. Ungt hugsjónafólk leitar annað." Ég bið Ólaf afsökunar að orð hans eru hér nokkuð úr samhengi. En hvað segir hann þá um stöðu mála í dag? Helmingur þingmanna flokksins verður ráðherrar en voru þrír af tíu árin 1967-71. Og hvað haldið þið, bræður, að verði af fólk- inu með hugsjónirnar? Jú, það leit- ar annað. Hver haldið þið að verði niðurstaðan eftir næstu kosningar? Mig grunar, sú sama og 1971. Stór- feht fylgishrun Alþýðuflokksins og gjörbreytt staða á vinstri væng ís- lenskra stjómmála. Og hver man þá árin þín sjö, félagi Jón Baldvin? Strákslegt glott Davíðs Oddsson- ar hefur ekki leynt sér í sjónvarp- inu síðustu dægur. Með myndun nýrrar vdðreisnar hefur hann með hjálp Jóns Baldvdns tryggt sjálf- stæðismönnum frumkvæði í hin- um veigamestu málum og um leið lagt enn einn homsteininn að sundrungu okkar jafnaðarmanna. - okkar er harmurinn. Helgi Indriðason „Hver haldið þið að verði niðurstaðan eftir næstu kosningar? Mig grunar, sú sama og 1971. Stórfellt fylgishrun Al- þýðuflokksins og gjörbreytt staða á vinstri væng íslenskra stjórnmála.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.