Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1991, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1991. Fréttir DV Jarðskjálftahrina skók Hveragerði í gær og olli skelfingu: Munir féllu úr hillum og gler sprakk í myndum Mikil jarðskjálftahrina reið yfir Hveragerði síðdegis í gær. Tveir snörpustu skjálftarnir mældust 2,7 og 3,4 á Richterkvarða en hinir mun minna. Fyrri snarpi skjálftinn reið yfir um eittleytið og var hann 2,7 á Richter. Nokkrir vægari skjálftar ekki ástæða til að hafa áhyggjur, segir Ragnar Stefánsson fylgdu í kjölfariö og síðan kom einn snarpur um hálfíjögurleytið og mældist hann 3,4 á Richter. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings áttu skjálftarnir upptök sín í Selfjalli sunnanverðu sem er um 3 km fyrir utan kaupstað- inn. Á skjálftamælum Veöurstofunn- ar komu fram fleiri skjálftar en þeir mældust allir vægari. „Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessum skjálftum en skjálftavirkni er alltaf öðru hvoru á þessum slóðum," sagði Ragnar í sam- tali við DV í gær. „Enginn skjálft- anna telst mjög sterkur en fólk fann mikið fyrir þeim vegna þess hve upp- tökin eru nálægt bænum." íbúar í Hveragerði fundu allhastar- lega fyrir báðum skjálftunum en samkvæmt upplýsingum DV virðist sem þessir tveir hafi haft mismun- andi áhrif. Sumir sem fundu fyrir seinni skjálftanum vissu vart af þeim fyrri og svo öfugt. í báöum skjálftun- um féllu munir úr hillum, myndir skekktust og hús nötruðu. JJ Fjórir viðskiptavinir i Eden tylla sér niður til að ná áttum eftir að skjálftinn hafði gengið yfir. Þeir voru að versla þegar allt byrjaði að skjálfa og fyrstu viðbrögðin voru að henda öllu frá sér og þjóta út úr húsinu. Á myndinni eru hjónin Ásgrimur Jónsson og Ásta Jónsdóttir og hjónin Þórunn Sigurjónsdóttir og Benedikt Ólafsson. DV-mynd Sigrún Fólkið virtist rólegt - sagöi Freyja Kjartansdóttir, afgreiðslustúlka í Eden „Það hrundi hér úr hillum og gler í mynd við útidyrnar sprakk í mola þegar seinni skjálftinn gekk hér yfir,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, afgreiðslustúlka í Eden í Hveragerði. Seinni skjálftinn gekk yfir um hálf- fjögurleytið og var húsið fullt af gest- um í kaffi og innkaupum. „Ég gat ekki séð að fólk yrði eitt- hvaö hrætt hér inni en ég sjálf varð dauðhrædd. Maður á alltaf yfir höfði sér þennan Suðurlandsskjálfta og býst við hinu versta. Viðskiptavinir okkar koma aöallega úr Reykjavík og hafa líklega ekki hugmynd um þennan möguleika. Að vísu erum við ekki óvön skjálftum hér en þegar þeir verða svona snarpir hræðist maður þann stóra,“ sagði Freyja Kjartansdóttir í Eden. JJ Borð og stólar lyftust eins og í öldugangi - sagði Sigríður Sigurðardóttir, íbúi í Hveragerði „Við sátum við eldhúsborðið þegar fyrri skjálftinn reið yfir og tilfinning- in var ótrúleg," sagði Sigríður Sig- urðardóttir, íbúi í Hverágerði, í sam- tali við DV í gær. „Ég fann eins og þyt bak viö mig í fyrstu og síðan eins og hæga öldu- hreyfingu ganga undir stólinn og borðið. Snögglega kom eitt þungt högg og allt lauslegt á borðinu hrist- ist. Þótt við séum nokkuð vön skjálft- um hér fannst mér þessi hreyfing öðruvísi og óþægilegri því að það var líkt og húsið gengi í bylgjum og það skrölti í öllu. Eg varð ekkert óttasleg- in enda hafði ég ekki tíma til þess því að þetta gerðist allt svo snöggt." -JJ Akvörðun um nýjan borqarstjóra á miðvikudag Davíð Oddsson, forsætisráðherra og borgarstjóri, segir að væntanlega verði skýrt frá því á fimmtudaginn hver verði næsti borgarstjóri í Reykjavik. Á miövikudag verður reglulegur fundur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem málið verður rætt endanlega. „Ég hef verið að tala við borgarfull- trúa í dag og held því áfram,“ sagði Davíð við DV í gær. - Hvað ert þú búinn að ræða við marga borgarfulltrúa um þetta mál? „Ég er svona hálfnaður að ræða við hópinn.“ - Ertu ófáanlegur til að segja hver sé núna líklegastur að fá stööuna? „Það er ekkert sem ég get sagt fyrr en ég er búinn að ræða við alla.“ Davíð segir ennfremur að hann muni halda áfram að ræða við sitt fólk og síðan fari hann endanlega yfir málið á reglubundnum fundi borgarstjórnarflokksins á miðviku- daginn." - Verður þá skýrt frá því á fimmtu- dag hver fær embættið? „Þá verður væntanlega gengið frá málinu." -JGH Kaup Reykjavíkur á Blikastöðum: Viðræður við Mosfellsbæ - meðal annars um breytt lögsagnarmörk Viðræður eru hafnar milli Reykja- víkurborgar og Mosfellsbæjar um til- boð borgarinnar í jörðina Blikastaði í Mosfellsbæ. Borgin bauð tæpar 245 milljónir í jörðina en Mosfellsbær hefur forkaupsrétt til 29. maí næst- komandi. Það er hins vegar óljóst hvort hægt verður að nýta forkaups- réttinn vegna þess hversu hátt tilboð borgarinnar er. Páll Guðjónsson, bæjarstjóri í Mos- fellsbæ, segir að samningar sem þessir verði ekki hristir fram úr er- minni. „Við eigum í viðræðum við Reykja- víkurborg en það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er verið að vinna að þessu máli í bæjarstjóm og menn eru að mynda sér skoðun. Við þurf- um hins vegar að svara forkaupsrétt- artilboðinu fyrir 29. maí,“ segir Páll. Meirihluti bæjarstjórnarinnar hef- ur ekki myndað sér endanlega skoð- un á samningnum en að sögn Páls er verið að skoða alla íleti málsins. Þá liggur formleg afstaða minnihluta bæjarstjórnar ekki fyrir en þó hefur stjórn Framsóknarfélags Kjósar- sýslu sent frá sér ályktun þar sem breytingu á lögsagnarmörkunum er mótmælt. Jón G. Tómasson borgarritari segir að í kaupsamningi borgarinnar sé fyrirvari um að samkomulag náist milli Mosfellsbæjar og borgarinnar um ýmis málefni sem tengjast samn- ingnum. Þar á meðal er sú breyting á lögsagnarmörkum sem til kæmi ef borgin kaupir jörðina. „Eg vil ekki segja neitt um hvað í því felst. Við ætlum að ræða við Mosfellsbæinga um þaö,“ segir Jón G. Tómasson. -ns Mikil vörusýning þrjátíu fyrirtækja í Kópavogi, Kóp ’91, var haldin um helg- ina. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti sýninguna á laugar- dag og var myndin tekin við það tækifæri. Markmiðið með sýningunni var að vekja athygli fólks á að Kópavogur væri ekki svefnbær heldur lifandi bær með blómlegt atvinnulíf. DV-mynd Hanna Ekiö á hest: Knapinn slasaðist alvariega Ekiö var á hest á Krossanes- sem meiðslin reyndust alvarleg. braut, rétt sunnan við Krossanes á Hesturinn virðist hafa lent fram- Akureyrl, síðdegis á laugardag. an á bílnum og prjónað upp vélar- Hesturínn slasaðist ekki að ráði en hlífina. Við þetta kastaöist knapinn knapinn féll af baki og var fluttur af baki og féll í götuna. Framrúðan á slysadeild. Síðar um kvöldið var brotnaði og bílhnn er mikið hann fluttur til Reykjavikur þar skemmdur. _jj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.