Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Blaðsíða 1
Sex daga hvíta- sunnukappreið - ar í Reykjavík Hvítasunnukappreiðar Fáks taka nú sex daga þó svo að einungis sé keppt í fimm þeirra. Baráttan hófst í gær, fimmtudag, með dómum í B- flokki gæðinga en í dag verða A- flokks gæðingar dæmdir klukkan 16.00. Á laugardaginn hefst töltkeppni klukkan 9.00, klukkan 11.00 verða gæðingar unglinga dæmdir, klukkan 13.00 verða gæðingar barna dæmdir og síðan heíjast úrslitaröðun A- og B-flokks gæðinga í 6. til 10 sæti. Kappreiðar hefjast klukkan 15.45 og verður keppt í 300 metra brokki og 150 metra skeiði. Á sunnudeginum verður frí, en á mánudegi hefjast töltúrslit klukkan 13.00. Klukkan 13.30 verða úrslit í barnaflokki, 14.00 verða úrslit í A flokki gæðinga, 14.30 verða úrslit í unglingaflokki, og 15.00 hefjast kapp- reiðar: 250 metra skeið, 350 metra stökk og 800 metra stökk. Þátttaka í kappreiðum er meiri en undanfarin ár, enda verðlaun rúm- lega 200.000 krónur fyrir efstu tvö sætin. -EJ DV-mynd E.J Hvítasunnukappreiðar Fáks hófust í gær. Listasafn ASi: J arðmyndir Ulriku Á morgun, laugardag, klukkan 16.00 verður opnuð sýning á mál- verkum eftir þýsku listakonuna Ul- rike Arnold í Listasafni ASÍ að Grensásvegi 16a. Ulrike er þekkt listakona í sínu heimalandi. Hún ferðast vítt ogbreitt um heiminn og safnar jarðefnum og úr þeim gerir hún sína eigin liti. Ulrike reynir í myndum sínum að ná fram þeim hughrifum sem hún hefur orðið fyrir á þeim stöðum í heiminum sem hún hefur safnaö jarðefnum á. Ulrike hefur meðal annars safnað jarðefnum hérlendis. Nokkrar myndanna á sýningunni eru til orðnar af íslenskum efnum og undir áhrifum af dvöl hennar á íslandi. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00 til 19.00 og síðasti sýningar- dagur er sunnudagurinn 2. júní. Að- gangur er ókeypis. Hákon Leifsson, sem leikur Kaj Munk, og Hjalti Vignisson. Kópavogskirkja og Hveragerðiskirkja: Kaj Munk um hvítasunnuna Um hvítasunnuhelgina verður leikrit Guðrúnar Ásmundsdóttur um Kaj Munk í uppfærslu Hlínar Agnarsdóttur sýnt í Kópavogs- kirkju og Hveragerðiskirkju. Verk- ið hefur nú verið sýnt átta sinnum í Hafnarkirkju, Höfn, Hornafirði við frábærar undirtektir. Hákon Leifsson leikur Kaj Munk. Með önnur helstu hlutverk fara Ólöf Guðrún Helgadóttir, Þorvald- ur Viktorsson, Ing\'ar Þórðarson, Jón Guðmundsson, Sigrún Eiríks- dóttir, Hreinn Eiríksson, Erla Ein- arsdóttir, Hjalti Vignisson og Auð- ur Bjarnadóttir listdansari sem samið hefur dansa við verkið. Sýningar i Kópavogskirkju verða á hvítasunnudag kl. 21.00 og annan í hvítasunnu kl. 14.00. Sýning í Hveragerðiskirkju verður næst- komandi laugardag kl. 16.00. Miðar verða seldir við innganginn. Ljósbrot í Gallerí List Inga Elin sýnir gler- og keramiklist- muni í Gallerí List. Nú stendur yfir í Gallerí List sýn- ing Ingu Elínar á gler- og keranúk- listmunum. Sýninguna kallar hún Ljósbrot, enda gegnir ljósið mikil- vægu hlutverki í verkunum því ýmist er um að ræða lampaskúlptúra og loftljós eða glermyndir í glugga. Inga Elín stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og síð- an í Skolen for brugskunst í Kaup- mannahöfn, þaðan sem hún lauk námi árið 1988. A árinu 1987 vann Inga Elín við hönnun ýmissa gler- muna fyrir Hadeland glerverksmiðj- una í Noregi. Meðal þeirra voru gler- könnur sem hafa verið á boðstólum í Epal. Árið 1988 hlaut Inga Elín Kunsthaandværkereprisen í Kaup- mannahöfn. Hún hefur nú vinnu- stofu í gömlu verksmiðjuhúsunum á Álafossi og rekúr þar jafnframt lítið gallerí. Kirkjulistahátíð '91 Kirkjulistahátíð hefst á morgun með setningu í Hallgrímskirkju kl. 14.00. Að setningu lokinni syngur Módettukór Hallgrímskirkju, Dómkórinn, Kór Langholtskirkju og Camerata Vocale frá Freiburg. Frumflutt verður hátíðarljóð eftir Matthías Johannessen. Klukkan 17.00 á morgun verða svo Mozart- tónleikar í Laugarneskirkju ogeru flytjendur: Sigríður Gröndal sópr- an, Dúfa Einarsdóttir alt, Þorgeir Andrésson tenór og Halldór Vil- helmsson bassi, kammersveit og kór Laugarneskirkju. Konsert- meistari er Hlíf Sigurjónsdóttir og stjómandi Ronald Turner. Á sunnudag hefst kirkjulistahá- tíðin klukkan 11.00 með hátíðar- guðþjónustu í Langholtskirkju og Neskirkju. í Langholtskirkju verð- ur flutt Messa í D-moll, KV 65, eftir Mozart. Flytjendur eru Þóra Ein- arsdóttir sópran, Björk Jónsdóttir alt, Björn Jónsson tenór og Ragnar Davíðsson bassi, hljóðfæraleikarar og Kór Langholtskirkju. Stjórnandi er Jón Stefánsson. í Neskirkju verður flutt Messa í G-dúr, KV 49, eftir Mozart. Flytjendur eru Ing- veldur Ólafsdóttir sópran, Stefanía Valgeirsdóttir alt, Einar Örn Ein- arsson tenór og Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Stjórnandi Guðni Þ. Guðmundsson bassi. Kirkjulistahátíðin stendur til 1. júní en til 2. júní er yfirlitssýning á verkum Sgrúnar Jónsdóttur í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í gamla Iðnskólanum við Lækjar- götu. Sýning Sigrúnar, en verk hennar prýða fjölmargar kirkjur landsins, er opin frá 10.00 til 13.00 og til 16.00 til 19.00. í tilefni af Kirkjulistahátíð ’91 efna hátíðin og Arkitektafélag ís- lands til sýningar í fordyri Hall- grímskirkju og Ásmundarsal, Freyjugötu 41. Hún nefnist Form og frumvinna - skapandi samstarf listamanna og arkitekta í kirkjum landsins. Sýningin stendur til 24. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.