Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991.
19
Dans-
staðir
Ártún
Vagnhöfða 11, sími 685090
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar
ásamt Hjördísi Geirsdóttur söng-
konu leikur föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Bjórhöllin
Gerðubergi 1, sími 74420
Lifandi tónlist öll kvöld vikunn-
ar.
Blúsbarinn
Laugavegi 73
Lifandi tónlist öll kvöld.
Casabianca
Diskótek föstudagskvöld.
Dans-barinn
Grensásvegi 7, sími 688311
Dansleikur á föstudagskvöld.
Danshúsiö Glæsibæ
Álfheimum, s. 686220
Hljómsveitin Smellir ásamt
Ragnari Bjarnasyni leikur á
föstudagskvöld.
Fjörðurinn
Strandgötu, Hafnarfirði
Sjöund frá Vestmannaeyjum
leikur fyrir dansi um helgina.
Furstinn
Skipholti 37, sími 39570
Lifandi tónlist í kvöld, föstudags-
og laugardagskvöld.
Gikkurinn
Ármúla 7, sími 681661
Lifandi tónlist um helgina.
L.A. Café
Laugavegi 45, s. 626120
Diskótek föstudagskvöld. Hátt
aldurstakmark.
Lídó
Lækjargötu 2
Boðið upp á kokkteil. Lifandi tónlist
í Café Rosenberg, tískusýning.
Sportklúbburinn
Borgartúni 32, s. 29670
Opiö fóstudags- og laugardags-
kvöld á Stönginni. Aögangur
ókeypis.
Hótel Borg
Dansleikur föstudagskvöld.
Hótel ísland
Ármúla 9, sími 687111
Rokk, trúður og trylltar meyjar flutt
í kvöld. Anna og flækingarnir í Ás-
byrgi, Blúsmenn Andreu í Café ís-
landi og diskótek í norðursal.
Naustkráin
Vesturgötu 6-8
Opið um helgina.
Nillabar
Strandgötu, Hafnarfirði
Tríóið Óli blaðasali leikur fóstu-
dagskvöld.
Tveir vinir og annar í fríi
Loðin rotta leikur fyrir dansi
föstudgskvöld.
RAUTT'
UÓS
RAUTT
Síðan skein sól
norðan og
sunnan heiða
Síðan skein sól ætlar að hella
geislum sínum víða þessa helgi og
er hér aðeins byrjunin á hljóm-
leikaferð hijómsveitarinnar í sum-
ar. Á fóstudagskvöld verður hijóm-
sveitin á skemmtistaðnum 1929 á
Akureyri. Verða þeir tónleikar
teknir upp í máli og myndum og
munu nokkur laganna koma út á
plötu.
Aðfaranótt annars í hvítasunnu
mun Síðan skein sól verða í Njáls-
búð og hefst sú skemmtun klukkan
12 á miðnætti og stendur til fjögur
að morgni.
Siðan skein sól norðan og sunnan heiða um þessa helgi.
Púlsinn:
Sálarháski, Megas og
glæpakvendið Stella
Helgin verður fjörug á Púlsinum
og verður stöðug dagskrá frá föstu-
degi til mánudags. A föstudeginum
veröur mikil djass- og blúshátíð þar
sem fram koma KK-band og Sálar-
háski. Ellen Kristjánsdóttir verður
gestur beggja hljómsveitanna en
KK sjálfur ætlar að reyna sig við
nokkra djassstandarda með Sálar-
háskanum. Vonir standa til að
fleiri gestir komi fram með Sálar-
háskanum og þá einkum þeir sem
tekið hafa þátt í háskalegu tónhst-
arröðinni í vetur.
Á laugardag ætlar Gísli Þráins-
son trúbador að vera með tónleika
í Púlsinum. Gísli er frá Akranesi
en hefur gen það gott í Reykjavík
síðustu vikur og sungið á ýmsum
stöðum við góðar undirtektir.
Megas kemur síðan með hættu-
lega hljómsveit og glæpakvendið
Stellu á mánudagskvöld, annan í
hvítasunnu. Sérstakur gestur
þessa fríða föruneytis verður söng:
konan Björk Guðmundsdóttir.
Smellir og Raggi Bjarna verða í Keflavik i kvöld.
Raggi Bjama í Keflavík
Ragnar Bjamason og hljómsveit-
in Smellir ætla að heimsækja Rána
í Keflavík og skemmta gestum þar
í kvöld, föstudag. Ragnar er víð-
frægur söngvari hérlendis en í
hljómsveitinni em þekktir hljóð-
færaleikarar og söng\'arar og má
þar fyrstan nefna Kr. Brink sem
syngur og leikur á bassa. Sigurð
Hafsteinsson sem leikur á gítar og
raddar. Rafn Erlendsson sem betur
er þekktur undir nafninu „Sammi
úr Gautum" leikur á trommur og
syngur og að síðustu er það kon-
ungur hljómborðanna, Carl Möller.
Hljómsveitin ætlar að leika í nýja
salnum og byrjar ballið kl. 23 og
stendur fram á nótt.
Bjarni R. Jónsson meó lax úr Ell-
ióaanum sem hann veiddi á flug-
una. Þaö styttist í aó Eiliðaárnar
opni, þann 10. júni.
DV-mynd G.Bender
Á laugardaginn:
Hreinsunar-
dagurí
Elliðaánum
„Það styttist í að Elliðaárnar opni
fyrir veiðimenn og laxinn fari aö
koma í árnar, oft kemur hann upp
úr miðjum maí," sagði Garðar Þór-
hallsson formaður Elliðaárnefnd-
arinnar í vikunni. En lún árlegi
hreinsunardagur verður í ánni á
laugardaginn.
„Vatnið veröur minnkaö svo
betra sé að hreinsa ána og veiði-
menn geti kíkt á veiöistaðina fyrir
sumarið. Við vonum aö sem flestir
mæti og hjálpi okkur aö hreinsa,"
sagði Garðar ennfremur.
-G.Bender
Loðin rotta
á Tveimur
vinum
Föstudagskvöld verður aöal-
kvöld helgarinhár hjá Tveimur
vinum því ekki má spila danstón-
list laugardag fyrir hvítasunnu.
Það verður hljómsveitin Loðin
rotta sem skemmtir gestum Vin-
anna og verður haldið áfram fram
undir morgun. Fyrir stuttu tók Jó-
hannes Eiðsson við söngvarastöð-
unni í hljómsveitinni af Richard
Scobie og hefur honum tekist vel
til, enda sjóaður rokksöngvari.