Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Síða 5
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991.
21
:a-
ýðu-
as
úrulífsmyndir sínar, m.a. af Heklu
og nágrenni.
Sýning Kristins er opin alla daga
frá kl. 14 til 21 vikuna 18. til 26. maí.
Sólveig sýnir í
Gallerí einn einn
Sólveig Eggertsdóttir opnar sýn-
ingu á myndverkum sínum í Gallerí
einn einn við Skólavörðustíg á morg-
un.
Sólveig útskrifaðist úr myndmót-
unardeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands vorið 1990 og hefur ver-
ið gestanemandi við sömu deild núna
í vetur.
Á sýningunni, sem er fyrsta einka-
sýning Sólveigar, eru lágmyndir og
þrívíddarverk unnin úr ýmsum efn-
um, svo sem ryðjárni, sóti, bývaxi,
gleri, Ijósmyndum og íleiru. Sýning-
in stendur til 30. maí og er opin alla
daga frá kl. 14.00 til 18.00.
Sólveig Eggertsdóttir sýnir í Gailerí einn einn.
Einleikaraprófstón-
leikar í Óperunni
Einleikaraprófstónleikar verða
haldnir á vegum Tónlistarskólans í
Reykjavík í íslensku óperunni í
kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum flytur
Unnur Vilhelmsdóttir píanóleikari
Prelúdíu og fúgu nr. 8 í es-moll eftir
J.S. Bach, Sónötu í C-dúr op. 2 nr. 3
eftir Beethoven, Estampes eftir De-
bussy og Sónötu í g-moll op. 22 eftir
Schumann.
Tónleikarnir eru hluti einleikara-
prófs Unnar frá skólanum og er að-
gangur ókeypis.
Vortónleikar í Keflavík
Kvennakór Suðurnesja og Karlakór
Keflavíkur halda vortónleika sína í dag,
17. maí, kl. 20.30 í Félagsbíói, Keflavík. A
efnisskrá eru einkum lög eftir íslenska
höfunda og kórarnir frumflytja aö þessu
sinni 4 íslensk sönglög, þ.á m. lag eftir
einn kórfélaga, Bjarna Gislason. Karla-
kórinn mun og frumflytja lag eftir stjórn-
andann við ljóö Daviðs Stefánssonar,
Dimmt á Dökkumiðum. Kórinn mun
syngja í Akureyrarkirkju 24. maí kl.
20.30. Stjórnandi kóranna er Sigvaldi
Snær Kaldalóns og píanóleikari er Ragn-
heiður Skúladóttir.
Kynaston með tvenna tón-
leika
Konsertorganistinn Nicolas Kynaston
heldur tvenna orgeltónleika í Reykjavík
á Kirkjulistahátíð '91. Fyrri tónleikarnir
eru í Bústaðakirkju annan hvítasunnu-
dag kl. 20 og hinir síðari í Dómkirkjunni
miðvikudaginn 22. mai kl. 20. Nicolas
Kynaston er einn örfárra organista í
heiminum sem eingöngu hefur haft fram-
færi af því að halda konserta. Á annan í
hvítasunnu leikur hann á hið nýja orgel
Bústaðakirkju. Á efnisskrá eru verk eftir
Mozart, F. Bridge, J.S. Bach, M. Dupré
og Max Reger. Miðvikudaginn 22. maí
leikur hann í Dómkirkjunni verk eftir
J. Bull, W. Boyce, J.S. Bach, W.A. Moz-
art, M. Dupré og Edward Elgar.
Tónleikar á Austurlandi
Dagana 17.-19. mai munu þeir Einar Jó-
hannesson klarínettuleikari og David
Knowles píanóleikari halda þrenna tón-
leika á Austurlandi á vegum Félags ís-
lenskra tónlistarmanna. Tónleikarnir
verða haidnir á Borgarfirði eystra í dag,
á Seyðisfirði 18. maí og á Egilsstöðum 19.
maí. Þeir félagar hafa leikið saman um
árabil hér heima svo og erlendis, nú síð-
ast í sjónvarpsþætti í Ósló. Efnisskrá tón-
leikanna er flölbreytt, leikin verða
frönsk, ítölsk, austurrísk og íslensk lög
og verk.
Rudolf Firkusny hjá
Tónlistarfélaginu
Laugardaginn 18. maí mun tékkneski
píanóleikarinn Rudolf Firkusny halda
tónleika í íslensku óperunni á vegum
Tónlistarfélagsins í ReyKjavík og hefjast
þeir kl. 14.30. Á efnisskrá eru Bagatellur
eftir Beethoven, sónata í a-moll eftir
Schubert, sónata I.X. 1905 eftir Janácek,
Suite bergamasque eftir Debussy og
Fantasía og Tokkata eftir Martinu. Að-
göngumiöasala verður við innganginn.
Fyrirlestrar
Tveir fyrirlestrar um
ísienska þjóðarvitund
Á vegum Norræna sumarháskólans á
íslandi verða tveir fyrirlestrar fluttir í
Norræna húsinu á laugardaginn kl. 13
og 15. Báðir fyrirlestramir tengjast starfi
Norræna sumarháskólans að þemanu
Þjóðarvitund á Noröurlöndum - norræn
vitund. Kl. 13 flytur Finnur Magnússon,
þjóðháttafræðingur í Lundi, fyrirlestur
út frá doktorsritgerð sinni um mótun
stéttarvitundar í íslensku sjávarþorpi
(Eyrarbakka) 1880-1940. Kl. 15 flytur
Gestur Guðmundsson félagsfræðingur
fyrirlestur um þátt rokktónlistar í mótun
nútíma þjóðarvitundar íslendinga. Á eft-
ir hvorum fyrirlestri fyrir sigverða um-
ræður og kaffihlé á milli þeirra. Fyrir-
lestramir verða í fundarherbergi Nor-
ræna hússins og er öllum heimill aðgang-
ur.
Fundir
Græn framtíð íslands
Mánudaginn 20. maí, annan i hvíta-
sunnu, boða samtök græningja til al-
menns fundar undir yfirskriftinni Græn
framtið fslands. Fundurinn er öllum
opinn og er markmiðið að fmna sameig-
inlegan starfsgrundvöll fyrir áhugafólk
um umhverfismál. Hugmyndin er að
mynda þverpólitíska hreyfmgu um um-
hverfismál, koma á upplýsingamiðstöð,
gefa út málgagn og skipuleggja aðgerðir.
Fundarstaður er Kaffi-Garður á Garða-
torgi, Garðabæ. Fundurinn hefst kl. 16
og þátttökugjald er kr. 450. Veitingar
innifaldar. Nánari upplýsingar í síma
29042.
Ferðalög
Útivistum helgina
Sunnudagur 19. mai
Póstgangan, 10. ferð
Gengin verður gömul þjóöleið frá Deild-
arhálsi um Herdísarvík að Vogsósum ef
skilyrði veröa hagstæð til að fara yfir
ósinn. Ef svo reynist ekki verður gengið
meðfram HUðarvatni að Hlíð. Brottfór
kl. 10.30 fyrir þá sem vflja ganga alla leið-
ina. Kl. 13 er boðið upp á styttri göngu
sem sameinast árdegisgöngunni viö Her-
dísarvík. í þeirri ferð stendur einnig til
boða stutt og auðveld ganga fyrir fólk
með börn.
Mánudagur 20. maí
Kl. 10.30 Svínaskarð
Gengin gömul leið um Svínaskarð sem
er í 481 m hæð á mflli Móaskaröshnúka
og Skálafells.
Kl. 13 Haukafjöll
Létt fjaUganga. Gengið verður um Þver-
dal og upp á Haukafjöll. Komið niður við
Tröllafoss.
Ferðaféiagið
Dagsferðir um hvítasunnu.
19. mai kl. 13 Kollafjörður - Álfsnes
(fjöruferð). í fjörunni á Álfsnesi ber
margt fyrir augu og hafa veður og vindar
mótaö klettana á sérkennilegan hátt. Til-
valin Qölskylduferð. Verð kr. 800.
20. maí kl. 13 Keilir - Hverinn eini. Keil-
ir er 379 m.y.s. og þekktur fyrir strýtu-
myndaða lögun. Utsýni af Keili er mikiö
yfir Reykjanesskagann og víðar. Létt
ganga. Verð kr. 1.100.
22. maí kl. 20 Tröllafoss - Stardalur
(kvöldganga). Brottfór frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Helgina 24.-26. mai verður ferð til
Vestmannaeyja. Helgarferðir til Þórs-
merkur eru farnar hveija helgi.
Vorferð Nessafnaðar
að Odda og Keldum verður farin á morg-
un, laugardag, kl. 13 frá kirkjunni. Skrán-
ing hjá kirkjuverði í síma 16783 mflli kl.
16-18.
Til sölu
Caterpillar 225 B LC
árg. '88. Vinnustundir 4800.
Allar upplýsingar á
Bílasölunni Skeifunni, sími 689555.
Til sölu eru lóðir undir sumarhús í nýskipulögðu hverfi á jörðinni
SEYÐISHÓLUM í Grímsnesi. Stærð lóðanna er á bilinu 5000
mMO.OOO m2. Lóðirnar liggja í mishæðóttu landi sem er kjarri
vaxið að hluta. Á svæðinu er mjög góður útsýnisstaður.
Upplýsingar gefnar í síma 91-10600 milli kl. 10 og 12 alla virka daga.
Til sýnis laugardag og sunnudag kl. 14-18.
SMÁAUGLÝSINGADEILD
verdur opin um hvítasunnuhelgina
sem hér segir:
OPIÐ
laugardag 18. maí frá kl. 9-14
mánudag 20. maí frá kl. 18-22
LOKAÐ
sunnudag 19. maí, hvítasunnudag
kemur út laugardaginn 18. maí
og síðan þriðjudaginn 21. mai
SÍMINN ER 27022