Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Qupperneq 2
18 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991. Hjá okkur er gróðrarstöðin full af úrvalsplöntum, sem bíða eftir að komast í garðinn þinn: - Rósir - Skrautrunnar - Fjölærar plöntur - Sumarblóm - Matjurtir - og aö sjálfsögöu dahlíur og petuniur GRÓÐRAR- STÖÐIN GRÆNAHLÍÐ Furugeröi 23 (v. Bústaðaveg) Sími 34122 Garðar og gróður Stella Guömundsdóttir og Róbert Arnfinnsson hafa veriö með safnhaug i garðinum í nærri 20 ár. Þau smíðuðu kassann sjálf og í staðinn fyrir að hafa mörg hólf gera þau safnhoiu í jörðina þar sem þau byrja á að setja úr- ganginn og moka honum svo yfir I kassann þegar rotnun er hafin. DV-mynd Brynjar Gauti Safnhaugar: * Rafkaup ÁRMÚLA 24, RVÍK Sími: 68 15 18 Jafnvel kaffikorg má setja í hauginn - og úr verður úrvalsmold Mitt í þeirri miklu umræðu um umhverfisvernd sem verið hefur í þjóðfélaginu er ekki úr vegi að kynna safnhauga í görðum fyrir lesendum. Tilgangurinn með því að vera með safnhaug er aö nýta þann lífræna úrgang sem kemur úr garðinum og fá í staðinn góða gróðurmold. Margir halda að það eina sem hægt sé aö gera við lauf, gras og annan úrgang sé að henda honum. En svo er aldeil- is ekki. Stella Guðmundsdóttir og Róbert Amfinnsson hafa verið með safn- haug í garði sínum í tæplega 20 ár og hafa því mikla reynslu á þessu sviði. Viö fengum Stellu til að segja okkur hvemig maður ber sig að ef áhugi er á að fá safnhaug í garðinn. Þrískiptur rimlakassi Byija þarf á því að afmarka það svæði í garðinum þar sem safnhaug- urinn á að vera. Helst þarf það að vera bakatil þar sem ekki blasir viö í alfaraleið. Það sem til þarf er rimlakassi. Hann er bæði hægt að kaupa, úr plasti, eða smíða sjálfur. Margir eru hrifnari af því að háfa trékassa en plastkassi gerir sama gagn og fúnar ekki. Kassinn þarf að vera tví- eða þrískiptur og hvert hólf ekki minna en 1 m á kant. Ef garðeigendur smíða kassann sjálfir á hann að vera um 2 cm á milli borða. Gott er að hafa lok yfir svo ekki rigni ofan í hauginn. Ef mikil bleyta kemst í kassann verð- ur kæhng meiri og rotnunin tekur mun lengri tima. Þó má aldrei þorna það mikið í kassanum að rotnun nái ekki aö komast af staö. Best er að hanna kassann þannig aö hægt sé að renna framhliðinni úr. Þá er auðveldara að moka úr kassan- um. Um þremur árum eftir að úrgang- urinn er settur í hauginn er hann orðinn að mold. Rotnunin tekur svona langan tíma vegna lágs lofthita hérlendis. Því er best að hafa þrjú hólf, eitt fyrir hvert ár, a.m.k. ef garð- urinn er stór. Þegar rotnuninni er lokið er mokað úr kassanum og moldin sigtuð með grófu sigti til að losna við það sem enn hefur ekki rotnað. Árangurinn verður góð mold sem er létt og laus í sér og maður losnar viö allan úr- gang á hreinlegan hátt. Margtúreld- húsinu í hauginn Þau Stella og Róbert setja svo til allan úrgang úr garðinum í hauginn. Stórar trjágreinar henta þó illa því þær rotna seint vegna lágs lofthita hérlendis. Þau brenna því stórar greinar og setja öskuna í kassann og þar með er komið það kalk sem mold- ina skortir oft. Eins er hægt að mala þær í þar til gerðum kvömum. Litlar og fíngerðar greinar mega þó vel fara í hauginn. Illgresi sem lifir lengi er ekki heppilegt í hauginn. Því safna þau saman í poka og fara með eitthvað út fyrir bæinn og dreifa þar sem uppfok er mikið. Nú eiga þau sér leynistað sem þau kalla „léniö sitt“ rétt fyrir utan Reykjavík. Mold hefur oröið til og ýmsar jurtir hafa sprottið þar upp því fræ slæðast oft með. Ýmis úrgangur úr eldhúsinu er líka tilvahnn á hauginn, s.s. ávaxta- og grænmetisafgangar, kafíikorgur og telauf. Stella segist einnig bleyta upp dagblöð og setja í hauginn. Þá þarf helst að setja einhvern jarðveg ofan á svo blöðin þorni ekki og íjúki burt. Moldin rannsökuð „Um daginn fengu svokallaöar grænar íjölskyldur hjá okkur smá- mold úr haugnum til að láta rann- saka. Þar kom í ljós aö þetta er alveg úrvals mold sem fékk fyrstu eink- unn. Þau tóku sýni á nokkrum stig- um og þetta var svo sýnt á Kópavogs- dögum hér um daginn og vakti mikla athygli," segir Stella Guðmundsdótt- ir. -hmó Tilvalið er að setja dagblöðin i safnhauginn eftir að búiö er að lesa þau. Þá eru blööin bleytt upp og örlit- III jarðvegur settur ofan á svo blöðin fjúki ekki burt. Best er ef kassinn er þriskiptur, eitt hólf fyrir hvert ár, þvi rotnunin hér á landi tekur um þrjú ár. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.