Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Page 12
28
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNf 1991.
Garðar og gróður
Heimilisgarðurinn:
Á markaðnum er mikið úrval garð-
verkfæra. Erfitt er fyrir byrjendur í
garðrækt að gera sér grein fyrir því
hvaða verkfæri er nauðsynlegt að
eiga og hvað fellur þar utan.
DV hefur leitað til nokkurra versl-
ana og fagmanna og beðið um leið-
beiningar í þessum efnum.
Hér verður miðað við venjulegan
heimilisgarð með grasflöt og beðum.
Það er svo háð aðstæðum hvers og
eins hvort þörf er á fleiri verkfæfum.
Smáverkfæri
Þörf er á ýmsum litlum verkfær-
um, m.a. til vinnu í beðum. Helst er
þar aö nefna gróðursetningaskóflu
og htla klóru. Skóflan er notuð þegar
eitthvað á að gróðursetja en klóran
til að róta til í beðunum og ná betur
til illgresis.
Arfaskafa hefur reynst mörgum
ágætlega. Með henni er hægt að
skafa yfir beðin aðeins neðan við yf-
irborð moldarinnar og ná arfa og
öðru illgresi upp með rótum. í barátt-
unni við illgresið er mikilvægt að
reyna að ná því upp með rótum, ann-
ars er það komið upp jafnharðan aft-
ur.
Gott er að eiga litlar greinaklippur,
m.a. til að klippa skemmdar og
óæskilegar greinar. Klippur al'stærri
gerðinni henta betur við árlega
klippingu trjáa í garðinum.
Þar sem grasflatir eru þarf kant-
klippur til að khppa grasið sem
sláttuvélin nær ekki til. A boðstólum
eru margs konar klippur, bæði hand-
og rafmagnsknúnar. Hver og einn
þarf aö gera sér grein fyrir því hvers
konar verkfæri hann vill. Oft eru
rafmagnsklippurnar með löngu
skafti svo ekki þarf að bogra við
vinnuna. Handklippum fylgir að
sjálfsögðu engin rafmagnssnúra.
Stundum er það vandamál að snúran
nær ekki til allra kanta og sífellt
þarf að færa klippumar á mihi inn-
stunga. En þá er það ágætt ráð að
lengja snúrana með millistykki.
Vinsælt verkfæri í dag er fíflajárn.
Þeir sem eiga í vandræðum með fifla
í garðflötinni geta létt mikið undir
með sjálfum sér og íjárfest í flfla-
jámi. Meginatriðið þegar fíílar eru
- sumt er nauðsynlegra en annað
Meðal þess sem nauðsynlegt er að
eiga til garðvinnu er lítil skófla,
klóra, kantklippur og litlar trjáklipp-
ur. Hanskar koma einnig að góðum
notum.
Garðkanna fellur innan nauðsynlegra verkfæra. Garðslöngu er einnig gott
að eiga og úðara til að setja á enda slöngunnar. Hjólbörur er gott að hafa
ef staðið er í miklum framkvæmdum þó flestir garðeigendur komist af án
þeirra.
Stunguskóflu er nauðsynlegt að eiga, sem og garð-
hrífu og heyhrifu. Auk þess er gott að eiga kantskera
og stungugaffal.
Á boðstólum er mikið úrval garðverkfæra. Rétt er að
skoða sig vel um áður en farið er út í það að fjárfesta
því bæði verð og gæði eru æði misjöfn.
rifnir upp er að ná rótínni þvi ann-
ars eru þeir komnir jafnharðan aft-
ur. Járninu er stungiö niður með
rótínni og fyrir vikið verður rótín
auðveldari viðureignar.
Skófla og hrífa
Nauðsynlegt er að eiga stungu-
skóflu í garöinn. Hún er m.a. notuö
til að stínga upp fyrir nýjum plönt-
um. Ef kantskeri er ekki til á heimil-
inu er einnig hægt að nota skófluna
til að skera kanta. Gott er að eiga
kantskera en varla er hægt að taka
svo sterkt tíl orða og segja að hann
sé nauðsynlegur, einkum þegar það
er haft í huga að stunguskófla getur
komið að sömu notum við kantskurð.
Garðhrífa þarf að vera til staðar.
Það er gróf hrífa með járnhaus til aö
raka jarðveg og jafna í beðum. Hrífan
er einnig notuð þegar laufl og rusli
er rakað saman eftir veturinn.
Gott er að eiga stóran gaffal til að
stínga upp moldina áður en gróður-
sett er og tíl að bera á húsdýraáburð
og stungugaffah er ómissandi fyrir
þá sem eru með matjurtagarða. Ann-
að verkfæri sem einnig er ágætt aö
eiga fyrir matjurtagarðinn er malar-
skófla til að mynda stíga. Ekki er þó
hægt að segja að hún sé eitt af því
nauðsynlega.
Heyhrífu þarf að eiga til að raka
slægjuna. Heyhrífa er ólík garðhrífu
að því leytí að hún er með tréhaus
og þéttari tönnum.
Garðslöngu getur verið gott að
eiga. Þegar þurrt er í veðri þarf gróð-
urinn vökvun og erfitt er að bera
allt vatnið í könnum.
Garðkanna er nauðsynleg til
margra hluta, s.s til vökvunar og
áburðagjafar. Varast ber að vökva á
heitasta tíma dagsins. Betra er að
vökva á morgnana eða kvöldin þegar
svalara er orðið. Þá verður gróður-
inn ekki fyrir sáma áfalli og þegar
vökvað er með ísköldu vatni í sól-
skini.
Sláttuvélar
Það fer nokkuð eftír því hvernig
grasflötin er hvaða tegund af sláttu-
vél hentar best. Ef margar litlar
grasflatir eru í garðinum, er betra
að vélin sé létt svo auðvelt sé að koma
henni á milli. Þegar slá þarf eina
stóra flöt með halla er öflug sláttuvél
hentugri. Endanlegt val veltur svo
mikið á því hversu miklum pening-
um eyða á í sláttuvélina.
Hægt er að velja um þrenns konar
sláttuvélar. Fyrst er þar að nefna
handsláttuvélar. Nú sjást þær ekki
víða en standa þó alltaf fyrir sínu.
Þegar gras er slegið með handknú-
inni sláttuvél þarf að erfiða meira
heldur en með rafknúinni eða bens-
ínknúinni vél. Hins vegar ættí bil-
anatíðni handsláttuvélanna að vera
minni.
Sláttuvélar knúnar meö bensíni
eru líklega algengastar. Mikill kostur
þeirra er sá að ekki þarf sífellt að
vera að huga að snúru sem vélinni
fylgir auk þess sem minna þarf að
notast við handaflið heidur en við
slátt með handsláttuvél.
í þriðja lagi eru það svo rafmagns-
sláttuvélar. SMkar vélar með loftpúð-
um era vinsælar. Loftpúðarnir gera
slátturinn auðveldari þar sem vélin
er ekki á hjólum heldur svífur yflr
grasflötina eins og ekkert sé.
Eigin óskir og þarfir
Framangreind verkfæri eru þau
helstu sem þarf í garðvinnuha. Áuk
þeirra era til ýmis fleiri sem misjafn-
lega mikil þörf er á. Hver og einn
verður að meta þarfir sínar með til-
liti til eigin garðs, þegar þessari taln-
ingu sleppir.
-hmó
Fín mold úr gróf-
umjarðvegi
- garðamold án grjóts og annarra grófra efna
Hingað til lands er nú komin vél sem hreins-
ar steina og annan grófan jarðveg úr mold svo
úr verður úrvals gróðurmold. Það er fyrirtækið
Gæðamold sem keypt hefur vélina hingað til
lands og þegar er farið að hreinsa jarðveg.
Hér er um að ræða stóra vél sem flokkar það
grófasta úr jarðveginum svo eftir verður fln
mold. Fyrir garðeigendur munar það miklu að
fá í garðinn mold sem laus er við allt grjót og
önnur gróf efni, og moldarkögglar hafa veriö
muldir. Öll mold sem kemur í garöinn er notuð
og ekkert þarf að flytja aftur í burtu.
Nú getur garðyrkjufólk því orðið sér útí um
flna gróðurmold sem steinar og önnur gróf efni
hafa verið hreinsuð úr. í moldina er blandað
húsdýraáburöi, holtasandi og skeljakalki svo
moldin er tilbúin í garðinn. Einnig er hægt að
fá mold sem sandi og áburðarefnum hefur ekki
verið blandað saman við þannig að hver og einn
getur blandað moldina eins og hann vill áður
en moldin er sett í beðin.
Vél þessi er nú staðsett í Gufunesi en þangað
kemur mikið af jarðvegsúrgangi. Með lítilli fyr-
irhöfn má flytja hana á milli staða. Ýmsan jarð-
veg hefur hingað til htið verið hægt að nota en
nú opnast nýir möguleikar og nýtni verður
betri. T.d. má nefna efni sem graflð er upp við
húsbyggingar. í því er oftast mikið gijót og lítíð
er hægt að nota jarðveginn óhreinsaðan. Nú
opnast hins vegar möguleiki á því að hreinsa
Uppgröftur úr húsgrunnum er ekki nothæfur
sem uppfylling í garða. Þegar grjót og annað
gróft efni hefur verið hreinsað úr er þó oft
möguleiki á að nota hluta í garðinn. Oft er það
vandamál að fá nægilega hreina mold í garö-
inn og byrja þarf á því að hreinsa aðkeypta
mold. En nú gefst fólki tækifæri á að fá til sín
mold sem búið er að hreinsa.
hann og nota hluta í garðinn sem uppfyllingar-
efni undir þökur, í beð o.þ.h.
Garðyrkjudúkar:
Hemill á illgresis
vöxt í beðum
Garðyrkjudúkar geta hjálpaö garðyrkju- hellulagningu má setja dúk undir sandinn
fólki á ýmsan hátt. Mest era þeir notaðir svo illgresiö nái ekki að vaxa upp meðfram
sem hemill á illgresisvöxt en notkunar- hellunum. Það sama á við þegar bílastæði
möguleikarnireinskorðastþóekkiviðþað. era byggö upp svo og gangstígar og sumar-
Guðjón Hallgrímsson hjá Orku hf. segir bústaðavegir.
að dúkar sem þessir séu oft lagöir yfir beð,
bæði ný og gömul, og eftír þaö á illgresi tt„ *ii '
ekki að vera vandamál. Dúkurinn hleypir OCÍIllII d rOLdrVOXl
vatni í gegnum sig og andar en illgresi nær Garðyrkjudúkar geta verið hemill á rótar-
ekki að komast upp í gegnum hann. Ofan á vöxt í tijábeðum. Aður en trén eru gróður-
dúkinn er svo lagt um 5 cm lag af fínni sett er dúkurinn lagður ofan í þann skurð
möl. Þetta má gera í hvaða beð sem er, sem beðiö á að vera í. Þá er mold og hús-
bæöi öjábeð og blómabeö. dýraáburður settur ofan í og trjánum komiö
Þau göt sem vatnið kemst í gegnum era fyrir. Dúkur er einnig lagður ofan á til að
það lítil að jarðvegur fyllir ekki í þau. Garð- hindra iilgresisvöxt. Með þessu er leyst það
yrkjudúkarnir era úr eihs konar plastefni vandamál aö tíjárætur teygi sig um allan
sem ekki gefur frá sér nein kemísk piastefhi. garðinn en margir tíjáræktendur hafa ein-
mitt þurft að glíma við þetta vandamál.
Enn einn notkunarmöguleika má nefna.
Mörgum hefur reynst erfitt að rækta gras
Þegar dúkurinn er kominn í beðið lengir í miklum halla, hvort sem þökulagt er eða
hann blómgunartíma plantna. Þær taka fyrr sáð. Þá má setja þunnt moldarlag yfir dúk-
viö sér á vorin því dúkurinn virkar sem inn og í það er sáö. Aðstaða verður aö vera
varmagjafi. Kannanir hafa sýnt að spretta til að hafa dúkinn inni eöa í vermireit. Gras-
verður betri þar sem garöyrkjudúkar hafa iö rætir sig í gegn um dúkinn og grasmottan
veriö notaðir. er flutt út þar sem henni er ætlaður staöur.
Flelri notkunarmöguleika má nefna. Garðyrkjudúka má fá víða á höfuðborgar-
Garðyrkjudúka má nota til að halda jarð- svæðinu sem og víða um land. Hjá Orku
vegi aðskildum. Við undirbúning undir hf.kostarfermetrinnSOkr. -hmó
Lengir blómgunartíma
-hmó