Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Qupperneq 16
32 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991. Er mosi í blettinum? Fallar hf. Leigjum út afkasta- mikla mosatætara auk margra annarra garðyrkjuverkfæra, svo sem jarðvegst- ætara, sláttuvélar, sláttuorf, keðjusag- ir, limgerðisklippur, valtara og hjólbör- ur. Dalvegur 16 - 200 Kópavogi - Símar 42322-641020 Garðar og gróður Hindber eru ekki ólík jarðarberjum við fyrstu sýn. Þau eru þó heldur smærri og lausari í sér. DV-myndir Birna Daníelsdóttir Gróðurhúsarækt: Láttu fagmann kenna þér réttu handtökin! Sölu- og viðgerðaþjónusta á sláttuvélum! SLATTUVELA- VIÐGERÐIR sími 31640 Hindber má rækta hérlendis Fáir hefðu trúað því að hægt væri að rækta hindber hérlendis. Hindber eru ekki ólík jarðarbeijum í útliti en heldur minni og lausari í sér. Bragð- ið er ólíkt bragði jarðarbeija en góm- sæt eru þau engu að síður. Hindber er ekki erfitt að rækta í gróðurhúsum hér á landi. Undanfar- in ár hefur verið hægt að kaupa hind- beijaplöntur hérlendis og ef gróður- húsaeigandi er kominn með plönt- una í hendur er eftirleikurinn auð- veldur. Upprétturrunni í bókinni Tré og runnar eftir Ás- geir Svanbergsson segir að hind- berjarunninn sé „uppréttur, sumar- grænn runni, allt að 2 m á hæð. Stönglarnir bursthærðir eða þyrn- óttir, jurtakenndir á fyrsta ári, tréna annað árið en blómstra þá og deyja... Blómin smá, hvít, í þyrp- ingu á blaðöxiunum. Aldinið kúlu- eða keilulaga, rautt, sætt.“ DV hafði spurnir af gróðurhúsaeig- anda sem hefur ræktað hindber í nokkur ár. í upphafi voru plöntumar fimm og ein þeirra var gróðursett utan við gróöurhúsiö í tilrauna- skyni. Þar vaxa ber þó aðeins í góðu ári. Hér er um að ræða kalt gróður- hús en hindbeijarunni þolir vel ís- lenska vetur. Grisjaáhverjuári Plöntunum hættir til að dreifa sér mjög mikið og þær skjóta rótum endalaust. Því þarf að grisja á hveiju ári og er það gert að haustinu. Runninn blómstrar á öðru ári. Á haustin er khppt af þar sem ber hafa komið og oft þarf að klippa meira en það ef verið er að hefta vöxt plönt- unnar. Hindberjarunni virðist ekki þurfa neinn áburð og þolir þurrk vel. Ef sólarlaust er vilja berin mygla en oftast ná þau fullum þroska. Aldrei skal tína berin fyrr en á að nota þau því annars er hætta á að þau skemm- ist. Þau eru gómsæt með ijóma eða t.d. sem fylling í bökur. Venjulega láta fyrstu berin sjá sig seinnipart júlímánaðar og koma svo jafnt og þétt allt þar til frystir en frost þola þau ekki. -hmó Táknmáli)lóma og lita: Rautt merkir ástina Það er ævafomt að menn tjái sig með blómum. AUt frá tímum Grikkja og Rómveija hefur verið talað með blómum. Öll blóm hafa mikinn með- byr í nútímaþjóðfélagi. En hvað er hægt að segja með hvaða blómum? DV fékk Hermann Ragnar Stefánsson til að segja okkur hvað helstu tegund- ir blóma tákna, svo og litir þeirra. Nýþjónusta: BLÓMAUNAN Simi 91- 689 070 Alla fimmftudaga kl.l 7 - 21* Hinn velþekkti garðyrkjumeistari, Hafsteinn Hafliðason verður þá við símann í Blómavali. Hann ræðir við alla sem vilja leita ráða um hvaðeina sem lýtur að garðyrkju og blómarækt, úti sem inni. Hafið samband við Blómalínuna, vanti svör við spumingum t.d. um plöntuval, jarðveg, áburðargjöf, hvað sem er. Síminn er 91-689 070. Nýtið ykkur þessa nýju þjónustu Blómavals. ÖIOfTilCíUal Litrikur blómvöndur með hinum ýmsu blómategundum er tákn gleði og friðar. Litir Purpurarauður: hátíð Hvítur: hreinleiki, samúð, sakleysi Appelsínugulur: fijósemi og ham- ingja Fjólublár: iðrun og yfirbót Fölbleikur og ljósrauöur: æska og fegurð Rauður: ást og kærleikur Gulur: gleði, vorkoman Litríkur vöndur: tákn gleði og friöar Blómategundir Rétt er að byija á rósinni sem er drottning blómanna. Hún er sterk og ber að mörgu leyti höfuð og herð- ar yfir önnur blóm. Það fer nokkuð eftir lit rósar hvað hún segir. Gul rós táknar afneitun. í tilhugalífinu þýðir gul rós því „ég elska annan/aðra.“ Rauð rós er hins vegar tákn ástarinn- ar. 'Liljan er konungur blómanna og táknar hreysti og styrk. Orkídea merkir munaður en hyas- inta festa og tryggð. Hvít hyasinta er aðdáun, „ég met þig mikils.“ Túlípani er játning og með rauðum túlípana játar maöur ást sína. Nell- íka er hrifning. Sígrænir runnar og ailt grænt sem sett er með í blómvönd, t.d. murta, er tákn minninganna. Þetta á einnig við um pottablóm en nánari merking fer eftir því hvort og hvernig blóm þau bera. íris fylgir mikill tilfmningahiti en gladíólur tákna sársauka. Fresíur eru gleðinnar blóm en kornblóm tákn vonarinnar. Fjóla er tákn tryggðar og trúar. Mímósa stendur fyrir ákveðinn næmleika. Með þeim segir maður „þú ert allt of fljót/ur á þér“. Merking dahlía fer eftir lit þeirra. Fjöldi blóma Hermann Ragnar segir að fjöldi blóma sé yfirleitt miðaður við odda- tölu. Aldrei eigi t.d. að gefa tvö eða sex blóm. Tíu eða tólf blóm má þó vel setja saman. Eitt blóm merkir vinátta og styrk- ur. Þijú tákna trú, von og kærleika. Sjö er svo hin heilaga tala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.