Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991. 23 Karen Sævarsdóttir, GS, íslandsmeistari í golfi kvenna, verður meðal keppenda um helgina á opnu stigamóti til landsliðs sem fram fer á Suðurnesjum. íþróttir um helgina: Knattspyma, golf, þríþraut, hesta- mennska og siglingar Mikið veröur um að vera í knatt- spyrnunni hér innanlands um helgina og samtals eru á tjórða tug leikja í deildarkeppnum karla og kvenna. En hæst ber hins vegar landsleik íslendinga og Svía þar sem verður teflt fram landsliðum skipuðum leikmönnum u-21 árs. Um er að ræða vináttulandsleik og fer hann fram á Akranesi á sunnu- daginn. Knattspyrna karla Einn leikur fer fram um helgina í 1. deild karla en þá leika Framarar gegn KA-mönnum frá Akureyri á Laugardalsvelli og hefst leikur lið- anna klukkan átta. • Heil umferð fer fram á fóstu- dagskvöld í 2. deild karla, fimm leikir. Þór og ÍA leika á Akureyri, Keflavík og Haukar í Keflavík, Grindavík og Þróttur í Grindavík, Selfoss og Fylkir á Selfossi, og ÍR og Tindastóll á ÍR-velli. Allir leik- irnir heíjast klukkan 20.00. • í 3. deild fara fram fimm leikir. Á föstudagskvöld leika Leiftur og Völsungur á Ólafsfjarðarvelli klukkan 20.00 og Dalvík og ÍK klukkan 20.00. Síðan fara þrír leikir fram á laugardag. Þá leika BÍ og Þróttur Neskaupstað, Reynir Ár- skógsströnd og KS, og Skallagrím- ur og-Magni. Allir leikirnir hefjast klukkan 14.00. • Tólf leikir fara fram á laugar- dag í 4. deild. Þá leika Reynir Sand- gerði og Ægir, Bolungarvík og Leiknir Reykjavík, Njarðvík og TBR, Ármann og Afturelding, Vík- ingur Ólafsvík og Geislinn, Snæfell og Hafnir, Fjölnir og Grótta, Kor- mákur og Hvöt, S.M. og Þrymur, Sindri og Huginn, Einherji og Hött- ur, og KSH og Leiknir Fáskrúðs- firði. Allir leikirnir hefjast klukkan 14.00 nema leikur Víkings Ólafsvík og Geislans sem hefst klukkan 16.00. Á fóstudagskvöld leika síðan Léttir og Árvakur klukkan 20.00. Kvennaknattspyrna • í 1. deild kvenna, þar sem útlit er fyrir mjög spennandi keppni í sumar, verða fjórir leikir um helg- ina. KA og Þróttur Neskaupstað leika á Akureyri á laugardag klukkan 14.00 og á sama tíma leika ÍA og Týr á Akranesi. Á sunnudag- inn leika síðan Þór og Þróttur Nes- kaupstað klukkan 14.00. • í 2. deild kvenna eru fimm leik- ir á dagskrá. Á laugardag leika Ein- herji og Höttur klukkan 16.00 og Austri og Valur klukkan 14.00. Á sunnudag leika síðan Ægir og Reynir Sandgerði, Haukar og Aft- urelding, og ÍBK og Stokkseyri. Allir leikirnir hefjast klukkan 14.00. Fjögur opin mót í golfi Kylfmgum standa til boða fjögur opin mót um helgina. Hæst ber Búfiskmótið hjá Golfklúbbnum Hellu sem fram fer á laugardag en það gefur stig til landsliðs. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Að auki má nefna Skeljungsmót NK á laugardag þar sem leiknar verða 18 holur með og án forgjafar, Búnaðarbankamót hjá Mostra í Stykkishólmi þar sem leiknar verða 18 holur með og án forgjafar, . og loks Bossmót hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á sunnudag og þar verða einnig leiknar 18 holur með og án forgjafar. Fjölmörg önnur golfmót verða hjá Golfklúbbum víða um landið. Þar má nefna Gu- erlain kvennamótið hjá Golfklúbbi Suðumesja en það gefur stig til landsliðs. Þar verða leiknar 18 hol- ur með og án forgjafar. Á Akureyri er Mjólkurkeppnin á dagskrá um helgina en þar verða leiknar 36 holur. Þríþraut hjá Skipaskaga Nýstofnað ungmennafélag á Akra- nesi, Skipaskagi, heldur á sunnu- dag þríþrautarmót fyrir karla og konur og einnig unglinga 13-17 ára. Keppni í unglingaflokki hefst klukkan 9 á sunnudagsmorgun en képpni í karla- og kvennaflokki hálftíma síðar. í unglingaflokki eru syntir 400 m, hjólaðir 15 km og hlaupnir 3,5 km. í karla og kvenna- flokki eru syntir 750 m, hjólaðir 20 km og hlaupnir 5 km. Keppnin í sundinu fer fram í Jað- arsbakkalaug en hjólreiöar og hlaup fara fram innan marka Akranesbæjar. Hestamennska Margir hestar og knapar verða á ferðinni um helgina í tengslum við keppnir hestamanna. Á laugardag fer fram félagsmót Léttfeta á Sauð- árkróki, félagsmót Hendingar á Búðartúni, Ljúfur og Háfeti verða með gæðingakeppni og kappreiðar að Reykjakoti, Smári með iþrótta- mót á Kirkjurifi og Svaði með fé- lagsmót að Hofsgerði. Á sunnudag fer fram firmakeppni Glófaxa að Skógarbökkum og á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní, verður Þytur með firmakeppni á Hvammstanga. Siglingar Á fostudag og laugardag fer fram mót í siglingum en siglt verður frá Reykjavík til Keflavíkur. Keppt verður um Landsbankabikarinn og hefst keppnin klukkan 16.00 á fóstudag. Á laugardag fer fram Grand Keflavík keppnin í Keflavík og hefst hún klukkan 14.00. -SK Sýningar Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Galierí Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Þar stendur yfir sýning Kristínar Schmidhauser sem hún nefnir „Kniplaö úr togi“. Öll verkin á sýningunni eru knipluð úr handspunnum togþræði. Hafnarborg Strandgötu 34 Sumarsýning á verkum úr safni Hafnar- borgar. Sýningin er opin kl. 14-19 dag- lega, lokaö þriðjudaga, og stendur hún til 9. júní. í kaffistofunni eru verk eftir 12 hafnfirska listamenn. Katfistofan er opin kl. 11-19 virka daga og kl. 14-19 um helgar. Hlaðvarpinn, Vesturgötu 3, Amdís Sigurbjörnsdóttir sýnir þar brúð- ur sem húii hefur gert á undanfómum 10 árum. Amdís hefur áður haldið eina einkasýningu og tekið þátt í samsýning- um á Hvammstanga og í jólasýningum í Árbæjarsafni. Sýningin er opin þriöju- daga til fóstudaga kl. 12-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 13-17. Síðasti sýningardagur er 9. júní. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opiö frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Halldór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnslitir, pastel og graflk. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Mokkakaffi, v/Skólavörðustíg, Þorri Hringsson sýnir 28 klippimyndir, allar unnar á undanfórnum mánuðum. Þorri hefur haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis og einnig tekið þátt í samsýningum. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún í vestursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á verkum eftir Christo sem er amerískur myndhöggvari. Sl. 30 ár hefur hann m.a. unnin stórbrotin umhverfis- verk þar sem hann pakkar inn heilum byggingum og strengir tjöld margra kíló- metra leið yfir dah og fjöll. Sýningin stendur til 14. júlí. í austursal er yfirlits- sýning á verkum eftir flúxuslistamenn og stendur sú sýning til 23. júní. Kjarvals- staðir eru opnir daglega kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfír sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd verk eftir íslenska listamenn og í sal 3 eru sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- sfofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffistofa safns- ins er opin á sama tíma. Listhús Vesturgötu 17 Sölusýning á verkum íslenskra lista- manna laugardag. Sýningin verður opin alla daga kl. 14-18 fram til 9. júní. Norræna húsið v/Hringbraut í sýningarsölum Norræna hússins stend- ur yfir sýning á málverkum og skúlptúr eftir danska listamanninn Torben Ebbe- sen. Sýningin er opin daglega kl. 13-19 til 23. júní. Nýlistasafnið Vatnsstig 3b Á morgun kl. 16 opnar Þórdis Alda Sig- urðardóttir sýningu á skúlptúrum sem allir eru unnir á þessu ári. Þeir eru gerð- ir úr jámi, oft gömlum hlutum sem hirt- ir em upp úr umhverfinu og ýmsum öðr- um efnum eins og svampi, flaueli, vatni og fl. Þá opnar Nanna K. Skúladóttir höggmyndasýningu í efri sölum safnsins. Á sýningunni em eingöngu höggmyndir unnar í tré og em flestar þeirra unnar á þessu ári. Sýningamar em opnar daglega kl. 14-18 og standa til 23. júni. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Rhony Alhalel opnar á morgun sýningu á verkum, unnum með blandaöri tækni. Sýningin, sem er sölusýning, er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 26. júní. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfírði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, simi 24162 Opið sunnudaga kl. 14-16. Spron Álfabakka 14 í SPRON stendur yfir sýning á verkum Sigrúnar Eldjám. A sýningunni gefur að lita 7 grafíkmyndir, auk 12 olíumálverka sem unnin em á striga. Sýningin stendur yftr til 9. ágúst og er opin á afgreiöslutíma útibúsins, frá kl. 9.15-16 alla virka daga. Sýning í Menntamálaráðu- neytinu Bjarni Hinriksson, Freydís Kristjáns- dóttir, Halldór Baldursson, Helena Gutt- ormsdóttir, Jóhann Torfason, Ólafur Engilbertssonj Þorri Hringsson og Þórar- inn Leifsson sýna myndasögur í mennta- málaráðuneytinu. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 8-16. Skúlptúrsýning Skúlptúrsýning Jóns Snorra í Borgar- kringlunni stendur til 15. júní. Hún er opin virka daga kl. 13-19 og laugardaga kl. 10-16. Málverkasýning í Skaftfellingabúð Nú stendur yfir sýning á málverkum Rafns Eirikssonar í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, 4. h. Rafn sýnir þarna 60 málverk, unnin með akrýl. Þetta em að mestu landslagsmálverk frá A-Skafta- fellssýslu og víðar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 9. júní. Hún er opin kl. 14-20. Málverkasýning í Eden Elín Sigurðardóttir sýnir málverk í Eden, Hveragerði. Allar myndimar eru málað- ar með olíu á striga. Þetta er önnur einka- sýning Elínar. Sýningin stendur til 17. júni. Sýning í Þrastalundi Agatha Kristjánsdóttir sýnir vatnslita- og oliumyndir. Sýningin stendur til 16. júni og er veitingastofan opin alla daga. Staðarskáli í Hrútafirði í Staðarskála sýnir Ulla Árdal frá Akur- eyri 14 vatnslitamyndir. Myndirnar em flestar íslenskar landslagsmyndir en einnig em myndir málaðar í Tyrklandi. Sýningin stendur fram yfir 17. júni. Slunkaríki ísafirði Á morgun hefst sýning á verkum Guð- jóns Bjamasonar í Slunkaríki. Á sýning- unni em málverk og skúlptúrar unnir í tré og stál. Þetta er sjöunda einkasýning Guðjóns og stendur hún til 9. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.