Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Blaðsíða 1
Norræna húsið:
Umhverfis-
kvi kmynd ah átí ð
í Norræna húsinu stendur yflr
umhverfis-kvikmyndahátíð og lýkur
henni á sunnudagskvöld. Sýndar eru
umhverfis-kvikmyndir og kennslu-
myndbönd frá Norðurlöndunum og
Eistlandi.
Frekari uppl. veitir Norræna húsið
en rétt er að vekja athygli á sýningu
á glænýrri mynd eftir einn af bestu
kvikmyndagerðarmönnum Svía,
Stefans Jarls. Myndin heitir Járna-
renskötare ár 2000 og lýsir lífi þeirra
sem lifa af hreindýrum í skugga
Tj ernoby 1-kj arnorkuslyssins.
Myndin er 35 mín. og hefur aðeins
verið sýnd á kvikmyndahátíð í Berl-
ín. Fyrsta sýning hennar á Norður-
löndum er í Háskólabíói, sal 4, á
morgun kl. 17 og 18.
Jóhann sýnir verk unnin með afritunartækni.
Gallerí 11:
„Mismunur
leystur
í sundur"
Á morgun kl. 15 opnar Jóhann
Eyfells sýningu í Gallerí 11 að Skóla-
vörðustíg 4a. Yfirskrift sýningarinn-
ar er „Mismunur leystur í sundur“
(Difference Unravelled) og er uppi-
staða hennar það sem listamaðurinn
kallar tausamfellur (Cloth Collapsi-
ons), en það eru verk unnin með af-
ritunartækni í samspil jarðar, efnis
og aðdráttarafls. Þessi verk eru at-
laga við eðli „framhliðar/afturhlið-
ar“, „upp/niður“ og „ýtingar/togun-
ar“.
Jóhann Eyfells hefur undanfarin
30 ár unnið markvisst að undirstöðu-
rannsóknum í myndlist. Niðurstöður
hans varða einkum samvirkni efnis-
kenndar, sýnileika og tíma. Sýningu
Jóhanns lýkur 27. júní.
Iistahátíð í
Hafnarfirði
Á morgun kl. 14 verður setningar-
athöfn Listahátíðar í Hafnarfirði í
menningarmiðstöðinni Hafnarborg.
Heiðursgestur er frú Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti íslands. Ávörp
flytja Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra, Jóna Ósk Guðjóns-
dóttir, forseti bæjarstjómar Hafnar-
fjarðar og fulltrúi hstahátíðamefnd-
ar. Kammersveit leikur og kór Öldu-
túnsskóla syngur.
Opnuð verður málverkasýning í
Hafnarborg og skúlptúrsýning á
svæöinu umhverfis Hafnarborg í
miðbæ Hafnarfjarðar. Á sunnudag
veröa tónleikar í Hafnarborg kl. 20.30
þar sem fram koma Ármann Helga-
son, Guðrún Guðmundsdóttir,
Gunnar Gunnarsson, Martin Frewer
og David Knowles.
Dagskráin verður með hefð-
bundnu sniði og ættu tónleikarnir
í Lækjargötu að gleðja unglingana.
Ávarp fjallkonunnar verður á sínum stað.
17. júní í Reykjavík:
Hefðbundin
dagskrá
Á þjóðhátiðardaginn verða skrúðgöngur frá Hlemmi og Hagatorgi.
Dagskráin á þjóðhátíðardaginn
verður með hefðbundnum hætti.
Forseti borgarstjórnar, Magnús L.
Sveinsson, leggur blómsveig frá
Reykvíkingum að leiði Jóns Sig-
urðssonar í Kirkjugarðinum við
Suðurgötu og hefst athöfnin kl.
10.00. Siðan hefst hátíðardagskrá
við Austurvöll kl. 10.40. --
Júlíus Hafstein borgarfulltrúi
setur hátiðina. Forseti íslands, Vig-
dís Finnbogadóttir, leggur blóm-
sveig frá íslensku þjóðinni að
minnisvarða Jóns Sigurðssonar og
forsætisráðherra, Davíð Oddsson,
flytur ávarp. Þá verður ávarp fjall-
konunnar. Karlakór Reykjavikur
syngur og Lúðrasveit verkalýðsins
leikur. Klukkan 11.15 verður guðs-
þjónusta í Dómkirkjunni, sr. Jón
Dalbú. Hróbjartsson prófastur
prédikar og Dómkórinn syngur
undir stjórn Marteins H. Friðriks-
sonar. Einsöngvari er Signý Sæ-
mundsdóttir.
Skrúðganga leggur af stað frá
Hlemmi kl. 13.40 og önnur frá
Hagatorgi kl. 13.45. Lúðrasveitir og
skátar fara fyrir göngunum.
Skemmtidagskrá hefst á 4 leiksvið-
um í miðbænum kl. 14.00, á Lækj-
artorgi, í Lækjargötu, í Hallargarði
og í Hljómskálagarði. Fram koma
ýmsir skemmtikraftar og lista-
menn. Einnig gefst almenningi
kostur á að taka þátt í og fylgjast
með fjölmörgu sem boðið er upp á
á hátíðarsvæðinu.
Tveir íþróttaviðburðir tengjast
hátíöarhöldunum. Kl. 13.50 lýkur
friðarhlaupinu frá Þingvöllum í
Hljómskálagarði og kl. 13.55 hefst
Landshlaup FRÍ frá sama stað.
Skemmtikraftar munu heimsækja
barnadeildir Landspítala og
Landakotsspítala. Sýning á göml-
um bílum verður á Laugavegi og á
Bakkastæði.
Félagsstarf aldraöa gengst fyrir
skemmtun fyrir ellilífeyrisþega á
Hótel íslandi kl. 14-18. í Árbæjar-
safni verða kynnt vinnubrögð fyrri
tíma og verður sérstök hátíðardag-
skrá frá kl. 10-18. Við Grófar-
bryggju í Reykjavíkurhöfn verður
tekið á móti víkingaskipi sem kem-
ur hér til hafnar á leið sinni frá
Noregi til Vesturheims til að minn-
ast landafunda Leifs heppna. For-
seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
mun gefa skipinu nafn. Norskir og
íslenskir skemmtikraftar koma
fram.
Um kvöldið verður skemmtun og
tónleikar á tveimur sviöum í Mið-
bænum. í Lækjargötu verða tón-
leikar og skemmtun og á Þórsham-
arsplani verða gömlu dansarnir við
harmóníkuspil. Frekari uppl. um
dagskrána veitir íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur.