Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Blaðsíða 9
,:r'!IvrtJT, .12 flUO^nyTrö'I FÖST.UDAGUR -21. JÚNI. 1991. DV Þýskaland: Sljórnarsetrið til Berlínar Berlínarbúar þeyttu bílflautur sín- ar í gærkvöldi til að fagna ákvörðun þýska þingsins um að flytja stjórnar- skrifstofur landsins til borgarinnar. Gleðin var þó kvíðablandin vegna hins mikla kostnaðar sem verður flutningunum samfara. í Bonn, sem hefur verið höfuðborg Vestur-Þýska- lands frá 1949, ríkti grafarþögn eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu. Neðri deild þingsins samþykkti með 337 atkvæðum gegn 320 að færa stjómarsetur landsins. Atkvæða- greiðslan fór fram eftir ellefu klukkustunda langar tilfinninga- þrungnar umræður og að henni lok- inni lýsti Kohl kanslari yfir því að þetta hefði verið rétt ákvörðun. , „Ég tel þetta vera ákaflega mikil- væga ákvörðun fyrir framtíð Þýska- lands,“ sagði Kohl og var í sjöunda himui. Ályktun þingsins gerir ráð fyrir að stjórnarsetrið verði að fullu komið til Berlínar innan tólf ára. Berlín varð gerð að höfuðborg þegar þýsku ríkin sameinuðust í október. Áður hafði þingið fellt með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um að stjórnar- setrinu yrði skipt milli Bonn og Ber- línar. Efri deild þingsins kemur sam- Stuðningsmaður Bonn í samkeppn- inni um stjórnarskrifstofur Þýska- lands drekkir sorgum sínum eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar í gær- kvöldi lágu fyrir. Símamynd Reuter an 5. júlí til að ákveöa hvar hún muni sitja í framtíðinni og er gert ráð fyrir að hún fylgi fordæmi þeirrar neðri. Bflar æddu um Kurfurstendamm, helstu verslunargöu Berlínar, og þúsundir fagnandi borgarbúa flykkt- ust þangað. í ráðhúsi borgarinnar féflust stjórnmálamenn í faðma þeg- ar fréttin um atkvæðagreiðsluna barst. Þótt fögnuðurinn væri mikill og margir teldu ákvörðun þingsins rétta lýstu margir þeim ótta sínum að eng- inn mundi hagnast á flutningunum nema fasteignabraskarar. „Ég er ekki yfir mig glaður," sagði leigubílstjórinn Emer Mori. „Allir þessir ríku stjórnmálamenn og skrif- fmnar verða fll þess að verðlag og leiga hækka. Ég verð að leita mér að húsnæði í úthverfunum." í Bonn voru menn heldur niðurlút- ir eftir atkvæðagreiðsluna, enda stjórnmál helsti atvinnuvegur borg- arinnar. „Þessi ákvörðun er mikið áfall fyr- ir Bonn,“ sagði Hans Daniels borgar- stjóri sem stóð fyrir dýrri herferð til að halda stjórnarsetrinu þar. Reuter Utlönd Sn Lanlva: Tugir farast í sprengjuárás Yfir sextíu manns létu lifið í míla í norður- og austúrhluta sprengjutilræði við herstöð 1 Col- landsins. umbo á Sri Lanka í morgun. Meðal í gær framlengdi þingið á Sri þeirra, sera biðu bana, voru að Lanka um einn mánuð neyðará- minnsta kosti þrjátíu og sjö her- standslög sem sett voru á fyrir 'menn. Sprengjunni hafði verið tveimur árum til að kveða niður komið fyrir í bifreið fyrir utan her- baráttu aðskilnaðarsinna. stöðina. Áð sögn heryfirvalda var í síöustu vikú var hundrað og ekki vitað nákvæmlega um fjölda fimmtíu tamílum slátrað. Fullyrða fórnarlambanna í morgun. tamílar að herínn hafi staðið á bak Talið er að skæruliðar írelsis- við fjöldamoröin í kjölfar dauða samtaka tamíla, tamíltígrarnir, tveggjahermannasemstiguájarð- beri ábyrgð á sprengjuárásinni. sprengju. Tigrarnir viija sjálfstæði fyrir ta- Reuter Frelsun gíslanna frestað íranskur vopnakaupmaður segist hafa setíð fund með William Casey, fyrrum yfirmanni bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, í Madríd þar sem rætt var um að fresta frelsun banda- rísku gíslanna í Teheran í skiptum fyrir vopn, að því ABC sjónvarps- stöðin skýrði frá í gær. Jamshid Hashemi sagði að hann og Cyrus bróðir hans heföu skipulagt þrjá fundi í júlí og ágúst 1980 milli Casey, sem þá var kosningastjóri Ronalds Reagan, og bræðranna Me- hdi og Hassan Kharoubi sem voru fulltrúar Khomeini erkiklerks. Aðrir ónefndir Bandaríkjamenn sátu fund- ina þrjá með Casey, hefur ABC eftir Hashemi. Cyrus, bróðir hans, er nú látinn. Hashemi sagði að Casey, sem lést 1987, hefði boðist til að aðstoða írani við að kaupa vopn og skotfæri fyrir 150 milljónir dollara gegn því að gísl- arnir yrðu látnir lausir daginn sem Reagan var settur í embætti, þann 20. janúar 1981. Reagan tilkynnti að gíslarnir hefðu verið látnir lausir aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hafði svarið embættiseiðinn. íranska sendinefndin hjá Samein- uðu þjóðunum sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær um að íranska stjórnin hefði engan áhuga á að láta blanda sér í deiluna. Reuter TJALDVAGN FYRIR ÞÁ KRÖFUHÖRÐUSTU EINS OG HANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Þegar ferðast er innanlands er mikilvægt að tjaldvagninn standist það álag er fylgir slæmum vegum og óblíðu veðri, þa»nig að verðmætur frítími fari ekki til spillis. SPACER tjaldvagninn er því rétti kosturinn fyrir þá er gera kröfur um þægindi og öryggi í fríinu. Eftirtalin atriði segja mest um gæðin: Svefnplass á 2 hæfium fyníp 5 manns Tjaldvagninn allur er algjörlega ryöfrír Géfiur hftari úr ryðfríu stáH 3ja helbia gaseldavél Stért fjaldborfi Auðvelt afi sefja upp forfjald Bremsubúnafiur auk handbremsu Allar festingar eru fyrsta flokks Undirvagn er úr galvaníseruðu stáli 13" felgur UTIVISJARVÓRU- SYNING UM HELGINA SÝNING VERÐUR Á ÚTIVISTARVÖRUM OKKAR LAUGARDAG OG SUNNUDAG AÐ EYJARSLÓÐ 7 GRANDAGARÐI, MIKIÐ ÚRVAL. (jóðir grtiðsCust&máCar 70% Cánað í aCCt að3 ár SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7, SÍMI 621780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.