Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991. Utlönd Bush Bandarikjaforseti tók á móti Boris Jeltsín, forseta Rússlands, í Hvíta húsinu í Washington i gær. Símamynd Reuter Bush og Jeltsín: Styðja umbæt- ur Gorbatsjovs Boris Jeltsín, forseti Rússlands, sem nú er í heimsókn í Bandaríkjun- um, hitti í gær Bush Bandaríkjafor- seta að máli. Um leið og Bush var búinn að bjóða Jeltsín velkominn fór hann fógrum orðum um Gorbatsjov Sovétforseta og sagði að stefna hans hefði gert kleift að binda enda á kalda stríðið. Bæði Bush og Jeltsín hétu því að styðja umbótaáætlanir Gorb- atsjovs. Sovétforsetinn lýsti í gær yfir ein- dregnum stuðningi viö umbótasinna í landinu. Tass-fréttastofan sovéska sagði að Gorbatsjov hefði greint Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjómar Evrópubandalags- ins, frá því að andstæðingar umbót- anna, þar á meðal nokkrir þingmenn, væru að fylkja liði nú þegar umbæt- urnar væru að taka endanlegt form. í fararbroddi væru nokkrir sem gerðu sér ekki grein fyrir raunveru- leikanum og héldu að markaðshag- kerfi þýddi að Sovétmenn yrðu þræl- ar kapítalismans. Æðsta ráðið kemur saman til fund- ar í dag og er gert ráð fyrir að rætt verði um tillögu harðlínumanna um að takmarka völd Gorbatsjovs og auka völd Valentins Pavlov forsætis- ráðherra. Gorbatsjov fór þess á leit við þing- menn fyrr í þessari viku að frestað yrði atkvæðagreiðslu um tillöguna þar til hann gæti verið viðstaddur. Ekki var ljóst í gær hvort hann myndi verða sjálfur viðstaddur eða senda fulltrúa sinn. Óánægja harðlínumanna beinist að áætlun gerðri af sovéskum og banda- rískum hagfræðingum í sameiningu sem bjarga á efnahag Sovétríkjanna. í henni er gert ráð fyrir skjótum breytingum og mikilli aðstoð Vestur- landa á næstu sjö árum. Pavlov tjáöi þingmönnum í þessari viku að hon- um litist ekki á áætlunina og hvatti menn til að treysta á sjálfa sig í efna- hagsumbótum. Reuter Togastá Jórdanía: um breskan f anga Breski verkfræðingurinn Douglas Brand var leystur úr haldi i Bagdad á þriðjudag og i gær bitust íraskir og breskir embættismenn um hann i Amman, höfuðborg Jórdaniu. Símamynd Reuter Nærri lá handalögmálum milh bre- skra og íraskra stjómarerindreka í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær vegna Douglas Brand, bresks verk- fræðings sem írakar létu lausan úr fangelsi í fyrradag. Brand hafði veriö dæmdur til ævilangrar fangavistar fyrir njósnir. Stjómarerindrekarnir toguðust á um Brand fyrir utan íraSka sendiráð- ið í Amman eftir að íraskir embættis- menn kröfðust þess að aka honum alla leið til Amman en ekki aðeins til jórdönsku landamæranna. Bret- um tókst að ná Brand með því að aka bíl fyrir dyr sendiráðsins til aö koma í veg fyrir að menn Saddams gætu farið með verkfræðinginn inn. „Þetta er frjálst land,“ lýsti breskur sendiráðsstarfs'maður yfir fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar sem tóku upp stimpingarnar. „Við ætlum með Brand í sendiráðið okk- ar.“ Vandræöin byrjuðu þegar Brand steig út úr bíl írakanna fyrir utan sendiráðið og gekk í átt að myndavél- unum þar sem sendiráðsstarfsmað- urinn fagnaði honum. írakar þrifu þá í hann og reyndu að draga að sendiráðinu. Bretar toguðu þá á móti og tókst að lokum að koma mannin- um inn í einn bíla sinna. Brand, sem var handtekinn í sept- ember þegar hann var að reyna að flýja frá Bagdad, sagði fréttamönn- um að sér liði mjög vel. Fréttamenn, sem fylgdust með ökuferð Brand yfir eyðimörkina til Amman, sögðu að það hefði átt að afhenda hann við landamærin eftir átta klukkustunda akstur frá Bagdad. Þeir sögðu aö jórdanskir öryggisverðir hefðu dregið Bretann í burtu og að írakar hefðu síöan neytt hann til að fara aftur inn í bílinn og aka með þeim til höfuðborgarinnar. Breskir sendiráðsstarfsmenn veittu þeim eftirfór í öðrum bíl. Reuter Eigum allar gerðir af rafstöðvum, bensín- og dísilstöðvar. Viðgerðir og varahlutaþjónusta P. Kárason, Faxafeni 10, s. 685755 Turtles og Simpson - Háskólabolir kr. 1.090 -Jakkar kr. 1.186 -T-bolir kr. 586 Gallar í yfirstærðum Opið virka daga 9-18. Lau. 10-16 Nauðungamppboð Eftirtaldar eignir verða boðnar upp á nauðungaruppboði sem fram fer á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðju- daginn 25. júní 1991 kl. 14.00. Hraunalda 3, Hellu, eigandi Linda Ósk Vilhjálmsdóttir, að kröfu Ævars Guðmundssonar hdl., Jóns Ingólfsson- ar hdl., Þorstems Einarssonar hdl. og Halldórs Þ. Birgissonar hdl. Nestún 8a, Hellu, talin eign Hallfríðar Ó. Óladóttur og Valdimars Trausta Asgeirssonar, að kröfu Bjama Stef- ánssonar hdl., Jóns Eiríkssonar hdl., Jóns Ingólfssonar hdl., Klemenzar Eggertssonar hdl. og Magnúsar Hauks Magnússonar hdl. Reynifell, sumarbústaðalóðir Rangár- vallahreppi, lóðir nr. 12 og 17, A-gata nr. 2,-4,—6,—8,—10,—12. B-gata nr. 1-2 og 4-8. C-gata nr. 1-3, 6,-8,-10 og 12. D-gata nr. 1. E-gata nr. 1-2. F-gata nr. 1-6 og 8. G-gata nr. 1-2 og 4. H- gata nr. 2.1-gata nr. 2 - eign þrotabús- ins Smiðshúsa hf„ að kröfu skiptaráð- anda í Reykjavík. Brekkur II, Holtahreppi, talin eign Júlíusar Brjánssonar, að kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík. Þrúðvangur 24, Hellu, talin eign Þór- halls Svavarssonar, að kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl. Króktún 4, Holsvelli, eig. Aðalsteinn M. Aðalsteinsson, að kröfu Ingimund- ar Einarssonar hdl. Litlagerði 4a, Hvolsvelli, eign Agnes- ar Guðbergsdóttur, að kröfu Eggerts B. Ólaíssonar hdl. Skipagerði 1, Vestur-Landeyjum, eign Óskars Jónssonar, að kröfu Óskars Magnússonar hdl. Fossalda 6E, Hellu, eign Ingu B. Ól- aisdóttur, að kröfu Skúla J. Pálma- sonar hrl. SÝSLUMAÐUR RANGÁEVALLASÝSLU Nauðungaruppboð annað og síðara Eftirtaldar eignir verða boðnar upp á nauðungaruppboði sem fram fer á skrifstofu embættisins Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðju- daginn 25. júní 1991 kl. 14.00. Lambalækur, Fljótshlíðarhreppi, eign Garðars Halldórssönar, að kröfu Ólafs Bjömssonar hdl. og V algarðs Sigurðs- sonar hrl. Geitasandur 8, Hellu, eign Jóhönnu B. Wathne, að kröíu Jóns Ingólfssonar hdL___________________________ Öldugerði 12, Hvolsvelli, talin eign Guðfinns Guðmannssonar, að kröfu Iðnlánasjóðs og Reynis Karlssonar hdL_________________ Austurvegur 9, Hvolsvelli, eign Guð- finns Guðmannssonar, _að kröfii Bjama Stefánssonar hdl., Ólafs Axels- sonar hrl., Ingimundar Einarssonar hdl., Jóns Magnússonar hrl., Kristins Hallgrímssonar hrl. og Trygginga- stofiiunar ríkisins. Ormsvellir 7, Hvolsvelli, eign Tré- smiðju Guðfinns Guðmannssonar, að kröíu Jóns Ingólfesonar hdl., Ingvars Bjömssonar hdl., Hákonar H. Kris- tjónssonar hdl. og Asbjöms Jónssonar hdL__________________ Leikskálar 4 og 6, Hellu eign Sigurð- ar Karlssonar, að kröfu Óskars Magn- ússonar hdl. og Valgarðs Sigurðsson- ar hrl. Borgarsandur 4, Hellu, eign Sigurðar Haraldssonar og Dýrfinnu Kristjáns- dóttur, að kröfú Lífeyrissjóðs Rang- æinga, Innheimtustofiiunar ríkisins, Friðjóns Ö. Friðjónssonar hdl., Ás- geirs Thoroddsen hrl., Þorsteins Ein- arssonar hdl. og innheimtumanns rík- issjóðs. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.