Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991. Lífestm PAPRIKA -1% I 3 OQ I 555 313 SVEPPIR -4% .c Ijo !o I 560 398 Ekki hafa orðið teljandi verðbreytingar á grænmeti frá því í síðustu viku. Urval er fjölbreytt og flestar tegundir góðar. DV kannar grænmetismarkaðinn: Meðalverð flestra tegunda svipað Neytendasíða DV fór að venju til að kanna verð á grænmeti. Meðal- verð hafði ekki breyst að ráði frá því í síðustu viku. Farið var í eftirfar- andi verslanir: Fjarðarkaup í Hafn- arfirði, Hagkaup í Skeifunni, Bónus í Skútuvogi, Kjötstöðina í Glæsibæ og Miklagarð viö Sund. í öllum verslunum er varan seld eftir vigt en Bónus selur flestar grænmetistegundir í stykkjatali. Samanburður fæst með því að um- reikna meðalþyngd yfir í kílóverð. Meðalverð á tómötum var nú 257 krónur en var 329 krónur í vikunni á undan. Munar um 10%. Á hæsta og lægsta verði munar miklu, eða um 90%. Bónus seldi tómatana á 156 krónur kílóið og var það jafnframt lægsta verðið. Hæsta verð var að finna hjá Fjarðarkaupi og kostaði kílóið 297 krónur. Mikbgarður seldi kilóið á 289 krónur, Kjötstöðin á 249 krónur og Hagkaup á 295 krónur. Reikna má með að kílóverð geti verið ögn hærra eða lægra hjá verslunum Bónuss eftir því hversu stórt hvert stykki er sem lagt er til grundvallar útreikningum. Verðmunur á gúrkum var um 20% frá því í vikunni á undan og hafði lækkað nokkuð. Bónus var með lægsta kílóverðið, 101 krónu. Hæst var það hjá Fiarðarkaupi og kostaði þar 247 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var því allnokkurt. Hag- kaup seldi kílóið af gúrkum á 195 krónur, Kjötstöðin á 398 krónur og Mikligarður á 198 krónur. Sveppaverð var lægst í Kjötstöð- inni, 398 krónur. 560 krónur kostuðu þeir í Fjarðarkaupi og reyndist það einnig hæsta verð. Munur á hæsta og lægsta verði var um 40% en mun- ur á meðalverði milli vikna var mjög lítill. Bónus seldi sína sveppi á 480 krónur, Mikligarður á 545 krónur og Hagkaup á 544 krónur. Bláu vínberin voru á nokkru lægra verði en þau grænu. Meðalverð milli vikna hafði hækkað um tæp 30%. Munur á hæsta og lægsta verði var rúm 40%. Reyndist lægsta verð að í verslun Hagkaups og kostaði kílóið 349 krónur. Hæsta verð var hjá Kjöt- stöðinni, eða 496 krónur. Fjarðar- kaup seldi vínber sín á 354 krónur kílóið og Mikligarður á 389 krónur. Engin blá vínber fengust í Bónusi. Græn, steinlaus vínber fengust víða og smökkuðust þau prýðilega. Græn paprika er mikið notuð í matargerð og nánast ómissandi í sumarsalatið. Meðalverö hennar hafði nánast staðið í stað milli vikna. Bónus var með lægsta kílóverð á paprikum, eða 313 krónur. Hæsta verð var að þessu sinni hjá Fjaröar- kaupi og reyndist 555 krónur. Mikli- garöur seldi paprikukílóið á 413 krónur, Kjötstöðin á 448 krónur og Hagkaup á 545 krónur. Meðalverð kartaflna hafði ekki breyst svo nokkru næmi. Lægsta verð var að finna í Bónusi og kostaði kílóið þar 58 krónur. Hæsta verð var 89 krónur hjá Kjötstöðinni. Mikli- garður seldi kílóið á 82,50, Fjarðar- kaup á 75,50 og Hagkaup á 75 krónur. Meðalverð á blómkáli var svipað mflli vikna og reyndist nú 194 krón- ur. Lægsta verð var að finna í versl- un Kjötstöðvarinnar og kostaði kíló- iö 186 krónur. Hæsta verð reyndist vera 198 krónur hjá Miklagarði og Fjarðarkaupi. Hagkaup seldi kílóið á 195 krónur en Bónus var ekki með blómkál á boðstólum. Hvítkál var að finna í öllum versl- ununum og var meðalverð að þessu sinni 170 krónur. LítUleg hækkun háfði orðiö á meðalverði frá því í vik- unni á undan. Bónus var með lægsta verðið og kostaði hvítkálið þar 122 krónur kílóið. Hæsta verð var 252 krónur hjá Kjötstöðinni. Seldist kíló- ið á 125 krónur hjá Fjarðarkaupi, á 178 krónur í Miklagarði og 175 krón- ur hjá Hagkaupi. Töluverður verðmunur var milli hæsta og lægsta verðs á gulrótum. Kostuðu þær 111 krónur í Fjarðar- kaupi sem var jafnframt það lægsta. 245 krónur kostaði kílóið hjá Kjöt- stöðinni og var það einnig hæsta verð. Meðalverð var svipað miUi vikna. Kílóið var á 122 krónur hjá Bónusi, 194 krónur í Miklagarði og 159 krónur í Hagkaupum. -tlt Sértilboð og afsláttur: Kennir ýmissa grasa Allar afsláttarvörur hjá Fíarðar- kaupi er að finna á tilboðstorginu. Að þessu sinni var þar meðal annars að finna 250 g osta-torteUini frá Bar- Ula á 152 krónur. Einnig var þar spaghetti frá sama fyrirtæki á 46 krónur og FusUli pastaskrúfur á 63 krónur. ítalskt krydd frá McGormick var á 95 krónur. Fyrir grillveisluna var hægt að fá 3 kg af kolum á 288 krónur. 1 lítri af dönskum kveikilegi var á 98 krónur. Hjá Kjötstöðinni fengust lamba- grillsneiðar á 695 krónur kUóið og 5 kfió af kolum á 387 krónur. í dag, föstudag, mun verslunin efna til úti- Mikið er grillað þessa dagana í blíðviðrinu og því ekki úr vegi að reyna að gera góð kaup í því sambandi. grUlveislu fyrir gesti og gangandi. Verða SS-pylsur af því tilefni á til- boðsverði. Umhverfisvænar Gite hreinlætisvörur voru á 20% afslætti hjá versluninni og má í því sambandi nefna handsápu, uppþvottaefni, handsápu, þvotta- og mýkingarefni. MikUgarður býður viðskiptavinum sínum 24" fjallahjól til kaups. Er verðið á þeim 11.990 krónur. BMX barnareiðhjól fást einnig og kosta þau 8.900 krónur. Matar- og kaffistell fyrir 8 fæst á 3.995 krónur. Hjá verslunum Hagkaups má finna Coke og Diet Coke á tilboðsverði. Kostar hálfur Utri 59 krónur stykkið ef keypt eru 18 stykki í einu. Einnig er kipputUboð á 2 lítra kókflöskum. Er verðið 995 krónur. Fyrsta send- ingin af kiwiávöxtum hefur borist í verslanir Hagkaups frá Nýja-Sjá- landi. Er kílóverð þeirra 199 krónur. í Bónusverslununum er ýmis mat- vara á tilboðsverði að vanda. Að auki var hægt að fá þar sokka á 82 krónur parið. Pólóboli var hægt að fá á 899 krónur stykkið. 4,5 kíló af Royal Oak kolum fengust og kostuöu þau 280 krónur. -tlt Paprika Verð í krónum 455 Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apríl Maf Júní Tómatar Verð í krónum m Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Aprfl Maf Júnf Vínber 4°<>t Verð í krónum 397 r Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Aprfl Maí Júnf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.