Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Síða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1991. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1991. 17 íþróttir Iþróttir Sport- stúfar Rigning og leiðinda- veöur komu í veg fyrir að hægt væri að hefja 105. Wimbledon-mótið í tennis í gær en þá áttu 64 einliöa- leiksleikir að fara fram. Monica Seles, besta tenniskona heims, hefur hætt við þátttöku í mótinu vegna meiðsla og hefur verið sektuð um 6000 dollara eða tæpar 380 þúsund krónur fyrir það. Fatlaðir íþróttamenn til Danmerkur Á morgun halda 24 fótluð börn og unglingar á aldrinum 12-16 ára til Danmerkur á ' vegum íþróttasambands fatlaðra. Þar munu þau taka þátt í norrænu barna- og unglingamóti. Mót af þessu tagi er haldið annað hvert ár og eru sérstaklega vahn fótluð börn og unglingar af öllu landinu sem eru byrjendur í íþróttum fatlaðra. Hart barist i sveitakeppni öldunga Um nýliöna helgi fór fram á Hamarsvellin- um í Borgarnesi ís- landsmót öldunga í sveitakeppni. 16 sveitir voru mættar til leiks; 11 karlasveitir og 5 kvennasveitir. Leiknar voru 36 holur og urðu úrslit sem hér segir; Karlar 1. Golfklúbbur Ness 2. Golfklúbbur Suðurnesja 3. Golfklúbbur Keilis Konur 1. Golfklúbbur Keilis 2. Golfklúbbur Suðurnesja 3. Golfklúbbur Reykjavíkur • í einstaklingskeppninni varð Sigurður Albertsson hlutskarp- astur, lék á 153v.höggum og hjá konunum lék Inga Magnúsdóttir best, lék á 185 höggum. Kohlertil Juventus Forráðamenn ítalska knattspyrnulið'sins Juventus sögðu í gær aö félagið myndi ganga ffá kaupum á þýska landsliðs- manninum Júrgen Kohler frá Bayern Múnchen á allra næstu dögum. Kaupverðið á Kohler hef- ur ekkí verið gefiö upp en er talið vera nærri 300 milljónir íslenskra króna. Stöður í 3. deild og 1. deild kvenna Stöðurnar í 3. deild karla og 1. deild kvenna á íslandsmótinu í knattspymu sem bírtust í blaðinu í gær voru ekki réttar. Staðan í 3. deildinni er svona: Skallagrímur.4 3 10 10-6 10 Leiftur.....4 3 0 0 10-3 9 Dalvík......4 2 118-47 BÍ..........4 2 118-4 7 Reynir.Á....4 2 116-87 ÍK..........4 12 14-7 5 Völsungur...4 112 4-7 4 KS..........4 1 0 3 3-7 3 Magni.......4 1 0 3 9-15 3 Þróttur, N..4 0 1 3 3-6 1 Staðan i 1. deild kvenna er þann- ig: KR..........5 4 0 1 17-7 12 Akranes.....4 3 10 17-2 10 Valur.......4 3 1 0 16-2 10 UBK.........4 2 118-67 Þróttur N...3 1 0 2 5-5 3 Þór.Ak......4 1 0 3 3-16 3 Týr.........4 0 1 3 2-21 1 KA..........4 0 0 4 4-13 0 KR mætirVal I bikarkeppninni Dregiö hefur verið til 8 liöa úr- slita í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Þar ber hæst leik KR og Vals sem fram fer á KR- vellinum 12. júlí, ÍA og Þróttur frá Neskaupstað leika á Akranesi 11. júlí, sigurvegarinn úr leik KS og KA arrnað kvöld fær heimaleik gegn Þór ffá Akureyrí sama dag og loks leika Keflavík og Breiöa- blik í Keflavík 14. júlí. Mike Haith, golíleikari frá Englandi: Þetta er alveg einstakt goKmét - Haith hefur keppt fimm sinnum á Arctic Open á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta mót og allt í kringum það er alveg einstakt," segir Englending- urinn Mike Haith um Arctic Open golfmótið sem haldiö er hjá Golf- klúbbi Akureyrar árlega og fór nú fram í 6. skipti. Mike sem er frá Grimsby hefur komið í öll þessi mót nema í fyrra og hann segist ætla að halda áfram að mæta í þessi mót. Reyndar hefur Mike ekki verið einn á ferð þessi ár, Fred Verety félagi hans hefur einnig mætt í flest mótin, og öll árin hafa þeir haft með sér fleiri félaga sína úr golfinu. „Eg heyrði fyrst um þetta mót hjá Jóhanni Sigurðssyni í London og við Fred vorum strax ákveðnir í að fara. Fyrsta mótið heppnaðist mjög vel, veðrið lék við okkur og menn sem aldrei höfðu átt þess kost að spila golf að næturlagi fóru um völlinn gapandi af undrun í sólskini um miðja nótt.“ • Mike Haith situr hér á bekk við 18. flötina á Jaðarsvelli, en hann og Fred Verety gáfu Golfklúbbi Akureyrar þennan bekk að gjöf sem þakklætis- vott fyrir góðar stundir á Jaðarsvelli. DV-mynd gk Fólk sem á peninga „Ég held að þeir útlendingar sem sækja þetta mót séu yfirleitt fólk sem hefur rúm fjárráð en annars sýnist mér sem að hér séu menn úr ýmsum þjóðfélagsstéttum. Andrúmsloftið sem er í kringum þetta mót er alveg sérstakt og gestrisnin og viðmót heimamanna er alveg einstakt. Þetta getur því ekki verið öðruvísi en skemmtilegt og þess vegna ætla ég aö halda áfram að mæta í þetta mót,“ segir Mike, en hann spilar víða golf, s.s. í Portúgal og á Spáni, hann fer árlega til írlands og svo spilar hann einnig heima í Englandi. Unglingar úr IR stóðu sig vel í Danmörku Unglingar úr frjálsíþróttadeild IR kepptu um helgina á stóru unglinga- móti í Herlev. Keppendur voru um 570 frá sex þjóðum og keppt í ýmsum aldursflokkum. íslensku keppend- urnir voru í fremstu röð í mörgum greinum og nokkrir bættu árangur sinn. Hjalti Sigurjónsson hljóp 400 metra á 52,12 sekúndum sem er hans besta og hann hljóp 100 metra á 11,86 sek- úndum. Þorbjörg Jensdóttir bætti sinn árangur í 1500 metra hlaupi, hljóp á 4:48,06 mínútum. Hjalti og Þorbjörg verða meðal keppenda á ólympíuleikum unglinga sem fram fara í Belgíu í júlímánuði. Hildur Ingvarsdóttir sigraði í lang- stökki, stökk 5,06 metra og 100 m grindahlaup hljóp hún 17,07 sekúnd- um. Hrund Finnbogadóttir bætti sig og varð önnur í 400 metra hlaupi á 64,14. Ásdís Rúnarsdóttir, 14 ára, hljóp 1500 metra á 5:01,95 mínútum sem er hennar besti árangur. Óskar Finnbjörnsson stökk 6,48 metra í langstökki. Kristín Alfreðs- dóttir sigraði í 100 metra hlaupi á 13,17 sekúndum, -Jóhann Marteins- son hljóp 100 metra á 11,73 sekúndum og kastaði kúlu 10,51 metra. Bragi Viöarsson hljóp 1500 metra á 4:27,93 mínútum, Jónas Jónasson hljóp 100 metra á 12,33 sekúndum og stökk 5,55 metra í langstökki. Þorsteinn Jóns- son stökk hins vegar 5,43 metra í langstökki. -JKS • Myndabrengl varð i blaðinu í gær. Mynd birt- ist af Sævari Jónatanssyni sem sigraði meö forgjöf á Arctic-Open golfmótinu og hann sagður heita Björn Axelsson. Björn sigraði hins vegar í keppni án forgjafar og myndin að ofan er a' honum. DV-mynd GK Þórsarar áfram - fimm bikarlelkir í kvöld Þórsarar tryggöu sér 1 gærkvöldi sæti í 16 liða úrslitum mjólkurbikarkeppninnar 1 knattspymu þegar þeir unnu ör- uggan sigur á slöku liði Tindastóls á Akureyrarvelli, 3-0. Þórir Askelsson bætti öðru við á 45. mínútu. Lokaorðið átti síðan Bjarni á 65. mínútu. Hinir leikimir í 3. umferð keppninnar fara fram i kvöld og hefjast allir klukkan 20. Haukar og ÍK mætast á Hvaleyrar- holtsvelli í Hafnarfirði, Þróttur R. og Keflavik á Þróttarvelli í Reykjavík, ÍA og Fylkir á Akranesi, Dalvík og Leiftur á Dalvík og loks Huginn og Þróttur frá Neskaupstað á Seyðis- firði. -gk/VS RobertProsinecki, hinn snjalli leikmaður Rauðu stjörnunn- ar og júgóslavneska landsliðsins í knattspyrnu, skrifaði í gær undir fimm ára samning viö spænska stórliöið Real Madrid. Þetta kemur mjög á óvart því Prosinecki er aðeins 22 ára, en um að leikmenn verði aö vera orönir 25 ára til að fá að leika erlendis. Lögmaður sambandsins hafði áöur sagt að Pros- inecki fcngi ekki leyfi til að fara til Spánar. Forseti Real ígær. -VS l il 11111111 m .......... '' . í « , _ 1 s . ; ' • Atli Einarsson, leikmaður Víkings, með boltann í leiknum í Garðabæ i gærkvöldi. Stjörnumennirnir Sveinbjörn Hákonar- son og Heimir Erlingsson reyna að stöðva hann. DV-mynd Brynjar Gauti Víkingar innbyrtu sigurinn á elleftu stundu: Spjöld og mörk - Víkingur sigraði Stjömuna í 7 marka leik i Garðabæ þó hann hefði að öðru leyti dæmt ágæt- „Þetta stóð sannarlega á tæpasta vaði en við áttum hins vegar að gera út um leikinn miklu fyrr. Það er erfitt aö leika gegn 10 mönnum og þá reynir meira á að leika með forsjá en kappi,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, eftir að lið hans hafði sigrað Stjörnuna, 3-4, í fjör- ugum leik í Garðabæ í gærkvöldi. Það gekk á ýmsu í leiknum, sjö mörk, þrjár vítaspyrnur, eitt rautt spjald og 7 áminningar. Það var þó ekki fyrr en á 29. mínútu aö hlutimir fóru að gerast. Þá náðu Stjörnumenn forystunni með marki Þórs Ómars Þórissonar sem skoraöi meö laglegu skoti rétt innan vítateigs. Aöeins mínútu síðar jöfnuðu Víkingar þegar Júgóslavinn Zoran Coguric braut á landa sínum, Janni Zilnik, innan víta- teigs. Guðmundur Steinsson skoraði af öryggi úr vítinu. Guömundur var enn á ferðinni stuttu síöar þegar hann komst inn fyrir og Jón Otti Jónsson, markvörð- ur Garðbæinga, sá þann kost vænstan að fella hann rétt utan vítateigs. Egill Már Markússon, dómari leiksins, sýndi Jóni Otta réttilega rauða spjaldið. Stjörnumenn létu, þaö þó ekki á sig fá að vera einum færri því þeir komust yfir á nýjan leik 3 mínútum fyrir leik- hlé. Helgi Björgvinsson stjakaði við Sveinbirni Hákonarsyni inni í teignum og Sveinbjörn skoraði úr vítinu. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleik en Víkingar náðu að jafna úr annarri víta- spymu á 63. mínútu. Þá varöi Bjarni Benedikstsson boltann með hendinni og Guðmundur skoraði aftur af öryggi frá vítapunktinum. Skömmu áöur vildu Stjörnumenn fá vítaspyrnu þegar brotið var á Þór Ómari og Víkingar sluppu aft- ur vel þegar Guðmundur Hreiðarsson, markvörður þeirra, fékk aðeins gult spjald fyrir svipað brot og Jón Otti var rekinn út af fyrir. Þarna var Egill dóm- ari ekki nógu samkvæmur sjálfum sér lega í heildina. Leikurinn var langt frá því að vera búinn því Stjörnumenn komust aftur yfir þegar 19 mínútur voru eftir. Þá skor- aði Rúnar Sigmundsson úr sinni fyrstu snertingu í leiknum en rétt áður hafði hann komið inn á sem varamaður. Vík- ingar náðu enn að jafna á 84. mínútu þegar annar varamaður, Helgi Sigurðs- son, skoraði með skalla af stuttu færi. Víkingar pressuðu stíft í lokin og þegar mínúta var komin yfir leiktímann skor- aði Hörður Theódórsson sigurmarkið með hörkuskoti beint úr aukaspymu. Víkingar unnu þar með sinn 3. útisigur í sumar. Þeir Hörður og Guðmundur Steinsson vora bestir í liðinu í þessum leik. Lið Stjömunnar er ægilega lánlaust um þessar mundir en Sveinbjörn var bestur í liðinu og Þór Ómar var einnig mjög sprækur. -RR Stjarnan-Víkingur 3^1 (2-1) 1-0 Þór Ómar (29.), 1-1 Guömund- ur S. (víti, 30.), 2-1 Sveinbjörn (víti, 42.), 2-2 Guðmundur S. (víti, 63.), 3-2 Rúnar (71.), 3-3 Helgi S. (86.), 3^4 Hörður (90.) Lið Stjörnunnar: Jón Otti, Bjarni B„ Valgeir, Coguric (Sigurður G. 37.), Heimir, Sveinbjörn, Ingólfur, Bjami J., Kristinn, Lárus, Þór Ómar (Rúnar 69.). Liö Víkings: Guðmundur H„ Helgi Bjö., Helgi Bja. (Helgi S. 71.), Þorsteinn, Guðmundur Ingi, Ziln- ik, Bosjnak, Höröur, Atli H„ Guð- mundur S„ Atli E. Gul spjöld: Þór Ómár (Stj.), Cog- uric (Stj.), Guömundur H. (Vík.), Helgi Bjö. (Vík.), Guðmundur Ingi (Vík.), Þorsteinn (Vík.), Atli H. (Vík.) Rautt spjald: Jón Otti (Stj.) Dómari: Egill Már Markússon, stóð sig þokkalega í heildina í mjög erfiðum leik. Áhorfendur: Um 400. Skilyrði: Milt veður, sólarlaust, ágætur grasvöllur. • Þeir Þór Ómar Jónsson, Rún- ar Sigmundsson og Helgi Sigurðs- son skoruöu allir sín fyrstu 1. deildarmörk í leiknum. KR...........5 4 1 0 12-1 13 UBK..........5 4 1 0 10-4 13 Valur........5 3 0 2 64 9 Víkingur.....6 3 0 3 12-13 9 Fram.........5 2 1 2 7-7 7 ÍBV..........5 2 1 2 7-7 7 KA...........5 2 0 3 5-7 6 FH...........5 1 2 2 5-6 5 Stjarnan.....6 114 5-11 4 Víöir........5 0 1 4 3-11 1 Eyjamenn styrkjast 1 sumar: Tómas á heimleið löglegur með IBV eftir mánuð Tómas Ingi Tómasson knatt- spyrnumaður gekk í gær frá fé- lagaskiptum í IBV frá þýska lið- inu FC Berlín. Tómas verður því löglegur með Eyjamönnum eftir einn mánuð og leikur því vænt- anlega með liðinu gegn Víðis- mönnum í 11. umferð 28. júlí. Tómas Ingi gekk til liðs viö FC Berlín eftir að keppnistímabilinu lauk hér á landi í fyrrahaust. Félagið er frá Austur-Þýskalandi og á dögunum lék Tómas Ingi sinn síðasta leik með liðinu. Hann átti sannkallaðan stórleik, skoraði 3 mörk og lagöi upp tvö önnur, og Berlín sigraöi, 1-5. Þessi sigur nægði þó liðinu ekki til aö komast í 2. deild þýsku knattspyrnunnar. Félagið lenti í 2. sæti í sínum riðli í úrslitakeppninni en aðeins efsta liðið í hvorum riðli vann sér sæti í þýsku 2. deildinni. FC Berl- ín varð í 12. sæti í austur-þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Tómas Ingi verður Eyjaliðinu mikill fengur. Hann var einn allra besti leikmaður liðins á síð- asta keppnistímabili og skoraði alls 8 mörk á íslandsmótinu, öll í. síðari umferðinni. Forráða- menn þýska félagsins fóru þess á leit við ’i ómas Inga að hann fram- lengdi samning sinn við FC Berl- ín en Tómas tók þá ákvörðun að halda heim á leið. -GH Toppslagur í Kópavogi - Breiðablik mætir KR1 kvöld Tvö efstu lið 1. deildar Islands- mótsins í knattspyrnu, Breiðablik og KR, mætast á sandgrasvellinum í Fífuhvammi í kvöld klukkan 20. Bæði þessi lið hafa ekki tapað leik á mótinu til þessa, unnið fjóra og gert eitt jafntefli. „Leikurinn leggst vel í okkur KR- inga og ég á von á skemmtilegum leik. Bæði þessi lið hafa leikið vel á íslandsmótinu og við KR-ingar mun- um gefa allt okkar í þennan leik. Við stefnum að því að halda áfram á sömu braut,“ sagði Pétur Pétursson, fyrirliði KR, í samtali við DV í gær. Óvíst hvort Rúnar og Ragnar verði með Pétur sagði ennfremur aö óvíst væri hvort Rúnar Kristinsson og Ragnar Margeirsson gætu leikið. Rúnar á við meiðsli að stríöa og Ragnar hefur legið í flensu undanfarna daga. Steindór Elíson úr Breiðabliki er markahæsti leikmaðurinn á íslands- mótinu. Hann hefur skorað 6 mörk í leikjunum fimm. Hvernig leggst leikurinn í hann og félaga hans í Breiðablik? Þurfum toppleik til að leggja þá „Leikurinn leggst vel í okkur Blika og við mætum óhræddir til leiks. KR-liöið er mjög sterkt og leikmenn liðsins búa yfir mikfili reynslu og við þurfum helst að ná toppleik til að leggja þá að velli,“ sagði Steindór. Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, hefur aðeins fengið eitt mark á sig í þessum fyrstu fimm umferðum og var Guðmundur Steinsson þar að verki þegar hann skoraði úr víta- spyrnu. Hvemig líst Steindóri á að kljást við Ólaf og varnarmenn KR- inga? „Vörn KR og Ólafur í markinu hafa leikið mjög vel en ég mun reyna aö leggja mig allan fram til að skora gegn KR en umfram allt þá er aðal- málið að vinna,“ sagöi Steindór. Allir leikmenn Breiðabliks eru til- búnir í slaginn að undanskildum Val Valssyni sem meiddist í leiknum gegn Víkingum í síðustu viku. Valur er þó minna meiddur en haldið var í fyrstu og líkur á að hann leiki í kvöld em 50%. Valur leikur við ÍBV og KA við Víði Tveir aðrir leikir verða í 6. umferð mótsins í kvöld. Valur og Eyjamenn leika á Hlíðarenda. Valur er í þriðja sæti með níu stig en Eyjamenn eru í fimmta sæti með sjö stig. KA tekur á móti Víöismönnum á Akureyri. KA er komið með sex stig í deildinni og er í sjöunda sæti en Víðismenn verma botnsætið sem stendur, hafa eitt stig eftir fimm leiki. • Síðasti leikur 6. umferðar er síð- an annað kvöld á Laugardalsvelli og leika þá Fram og FH. Hefst leikurinn klukkan 20. -JKS/GH ÞRÓTTARVÖLLUR BIKARKEPPNI K.S.Í. ÞRÓnUR - KEFIAVÍK íkvöldkl. 20.00 í N O V E L L MICROTÖLVAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.