Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Síða 31
r ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNl 1991. dv Veiðivon Stórgóð byrjun í Stóru Laxá í Hreppum - Sogið gaf 3 laxa á fyrsta degi „Byrjunin í Stóru-Laxá í Hreppum lofar góöu og komu fyrsta daginn á efsta svæðinu 8 laxar, eitthvaö veidd- ist líka á hinum svæðunum tveim- ur,“ sagði Hilmar Jóhannesson á Syðra-Langholti í gærdag. Stóra- Laxá í Hreppum var opnuð 21. júní. „Þessir fiskar á efsta svæðinu voru frá 10 til 12 punda, fallegir laxar. Laxinn er komin upp um alla á en áin er aðeins lituð þessa dagana vegna snjóbráðar," sagði Hilmar ennfremur. Þær fréttir sem DV fékk í gær segja að veiðst um 30 laxar fyrstu dagana í Stóru Laxá í Hreppum. Á öðrum degi veiddust 5 laxar á efsta svæðinu. Svæði þrjú hefur gefið 10 laxa og var Þórhallur Guöjónsson, formaður Stangaveiðifélags Keflavíkur, þar á sunndaginn. Voru komnir 3 laxar á land fyrir mat. Þetta verður að telj- ast stórgóð byrjun í Stóru Laxá í Hreppum. „Það var gaman að fá fyrsta fiskinn í Soginu og hann tók á Öldunni, 9 punda fiskur á maðkinn," sagði Jón Einarsson kaupmaður en hann veiddi fyrsta fiskinn í Soginu þetta árið. „Laxar veiddust í Ásgarði, Alvirðu og Bíldsfelli þennan dag sem var opnað núna 20. júní. Þetta voru 11,9 og 4 punda laxar sem veiddust," sagði Ólafur „stórlaxabani,, í Soginu í gær- dag og bætti við: „svo veiddust bleikja og sjóbirtingurinn líka.“ Á Gíslastöðum veiddust fyrsta dag- inn silungar. í Brynjudalsá í Hval- firði komu aðeins regnbogasilungar í byrjun og í Gljúfurá veiddist enginn lax fyrsta daginn. -G.Bender Norðurá í Borgarfirði: Holliðsem hætti í gærdag veiddi 26 laxa „Holhö sem hætti veiðum í gærdag veiddi 26 laxa, þetta var Fjaðrafoks- holhð. Flestir voru laxarnir 6 til 10 pund hjá þeim,“ sagði Halldór Niku- lásson, veiðivörður við Norðurá, í gærdag. Norðurá í Borgarfirði hefur gefið um 180 laxa. „Þessi veiði er þolanleg og upp úr Laxfossi fór í nótt 61 lax og eru þeir komnir 218 í gegnum teljarann. Þó geta auðvitað fleiri hafa farið þarna um. í gegnum Glanna er kominn 41 lax. Smálaxinn lét aðeins sjá sig í gærkvöldi í Norðurá," sagði Halldór ennfremur. Við fréttum af veiðimanni sem var að koma úr Grímsá í Borgarfírði, en hann hafði hætt fyrr en hann mátti. Hollið hafði aðeins fengið 4 laxa. -G.Bender Veiðimenn þurfa að stíga regndansinn - segir Friðrik Þ. Stefánsson „Þetta eru ótrúlegir þurrkar dag eftir dag og veiðiámar minnka á hverjum degi, veiðimenn þurfa að stíga regndansinn næstu dagana," sagði Friðrik Þ. Stefánsson, vara- formaður Stangaveiðifélags Reykja- víkur. En næstu daga er spáð sömu blíðunni og engin rigning í veöur- spánni. Jón Gunnar Bergþórsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir að laxarnir bíði fyrir utan veiðiámar og fari ekki upp í þær meðan ekki breytir um veöurf- ar. „Það veröur aö rigna," sagði Jón Gunnar framkvæmdastjóri. -G.Bender Veiðin i Elliðaánum hefur verið róleg síðustu daga en hann Jón Þ. Jónsson veiddi þessa 3 laxa þar fyrir fáum dögum. DV-mynd HHH Andakílsá í Borgarfirði: 6 laxar komnir á land „Andakílsáin hefur geflð 6 laxa og í fyrradag veiddust 4 laxar,“ sagði Jóhannes Helgason er við spurðum um Andakílsá í Borgarfirði í gærdag. „Laxinn er smár ennþá, mest 3 og 4 pund. Eitthvað hefur gengið af laxi í ána og sumir eru stórir. Við höfum lagað marga staði í ánni eins og Nátt- hagahylinn og Litlahyl svo einhverj- ir séu nefndir. Það hefur verið ýtt upp görðum í ánni og steinar settir á nokkmm stöðum. Veiðin á silungasvæðinu hefur ver- ið þokkaleg og hafa veiðimenn fengið mest 20 fiska, bæði bleikjur og eitt- hvað af urriöum. Þetta er fiskur frá einu og hálfu pundi og upp í þrjú,“ sagði Jóhannes. -G.Bender Fjölmiðlar Þegar útvarpið varð „fijálst“ sprattu upp raargar nýjar útvarps- stöðvar sem lifðu og dóu á víxl. Ejöldinn var á tímabili svo mikill að engin leið var að fylgjast með öllum. Enda var kannski engin ástæða til þess þar sem þær voru, og eru reyndar enn, flestar eins. Ein af þessum tiltölulega nýju stöðvum er FM 957. Ég vissi reyndar ekki að hún væri tilfyrrenégsá auglýsingu þar um nýlega. í auglýsingunni eru tíundaöir kostir morgunþáttarins „Tveir með öllu“ en honum stjórna þeir „Jón AxelogGulliHelga" sem samkvæmt auglýsingunni „eru án efa í flokki reyndustu útvarps- mannalandsins". Ekki hef ég hugmynd um fyrir hvað þessir ungu menn eru þekktir eða í hverju þessi reynsla þeirra er fólgin. Égþekki þá ekki, hvorkiper- sónulega né í gegnum Ijósvakann. En það sem vákti athy gli mina við þessa auglýsingu era þau atriði sem stjórnendur þessarar stöðvar telja kostí þáttar þessara manna. Upp eru talinþessiatriði:... getraunir ... góðtónlist... kjaftasögur ... auglýsingaleikur... hádegis- verðarpottur... skemmtilegir sim- svarar. Þaö er auövitað mísjafnt hvað menn telja mikilvægt eða skemmti- legt þegar útvarp er annars vegar. Áherslan liggur á mismunandi svið- um. En þróunin hefur hins vegar sýnt hvað fólk almennt vill heyra 1 útvarpi og það er vönduð dagskrár- gerð. Stöðvar sem byggja tilveru sina alfariö á auglýsingum láta dag- skrárgerð sína oft stjórnast af hags- munum auglýsendanna. FM 957 gerir það greinilega líka. Hins vegar er misjafht hversu mikið er reynt að fela Mn augljósu tengsl. Það er spurning hvort betra er að gera veikburða tilraun til að fela þau eða gera bara eins og FM 957 gerir, að auglýsaþau. Aö mínu mati era þau atriöi sem stööin telur kostí sína, eða i þessu tilfelli þessa tíltekna þáttar, alls ekki kostir heldur einmitt gallar. Eða sá pyttur sem litlu útvarpsstöðvarnar detta í, vUjandi eða óviljandi. Að gera áheyrendur að fíflum með því að gefa þeim pitsusneið og gosdós fyrir aö hringja inn og svara hver forseti Bandaríkjanna er eða álíka spurningu. Nanna Sigurdórsdóttir 31 Veður Hægviðri í fyrstu en síðan norðan og norðaustan gola eða kaldi um norðan- og vestanvert landið en hæg suðaustlæg átt suðaustanlands. Skýjað og víða dálítil þokusúld í fyrstu en léttir heldur til suðvestan- lands og í innsveitum annars staðar er kemur fram á daginn. Svalt við norður- og austurströndina en annars hiti á bilinu 9 til 15 stig að deginum. Akureyri alskýjað 7 Egilsstaðir alskýjað 7 Keflavíkurflugvöllur alskýjað 8 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 9 Raufarhöfn þokumóða 6 Reykjavík alskýjað 9 Vestmannaeyjar súld 8 Bergen skýjað 10 Helsinki þokumóða 18 Kaupmannahöfn þokumóða 13 Ösló skýjað 11 Stokkhólmur skýjað 13 Þórshöfn alskýjað 8 Amsterdam súld 14 Barcelona heiðskírt 20 Berlín léttskýjað 14 Chicago heiðskírt 17 Feneyjar þokumóða 22 Frankfurt súld 17 Glasgow súld 13 Hamborg skýjað 12 London súld 15 LosAngeles heiðskírt 16 Lúxemborg súld 16 Madrid heiðskírt 20 Malaga heiðskírt 18 Mallorca heiðskírt 19 Montreal léttskýjað 17 New York léttskýjað 21 Nuuk þoka 1 Orlando skýjað 24 Paris skýjað 18 Róm þokumóða 21 Gengið Gengisskráning nr. 117. - 25. júní 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 62,540 62,700 60,370 Pund 102,115 102,377 104,531 Kan. dollar 54,752 54,892 52,631 Dönsk kr. 9,0441 9,0672 9,2238 Norsk kr. 8,9432 8,9661 9,0578 Sænsk kr. 9,6468 9,6714 9,8555 Fi. mark 14,7136 14,7512 14,8275 Fra.franki 10,2866 10,3129 10,3979 Belg.franki 1,6949 1,6992 1,7168 Sviss. franki 40,5062 40,6088 41,5199 Holl. gyllini 30,9949 31,0742 31,3700 Vþ. mark 34,9044 34,9937 35,3341 It. líra 0,04695 0,04707 0,04751 Aust. sch. 4,9655 4,9782 5,0239 Port. escudo 0,4004 0,4014 0,4045 Spá. peseti 0,5571 0,5586 0,5697 Jap. yen 0,45082 0,45197 0,43701 irskt pund 93,469 93,708 94,591 SDR 82,4415 82,6524 81,2411 ECU 71,6896 71,8730 72,5'25 Fiskmarkaöimir Faxamarkaður 24. júní seldust alls 127,132 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,240 2,31 2,00 5,00 Karfi 3,191 27,91 24,00 38,00 Keila 0,202 11,00 11,00 11,00 Langa 0,577 18,24 15,00 20,00 Lúða 0,461 305,90 285,00 350,00 Skarkoli 8,543 68,82 40,00 72,00 Skötuselur 0,122 175,00 175,00 175,00 Steinbítur 2,250 40,32 35,00 50,00 Þorskur, sl. 95,171 67,68 63,00 101.00 Ufsi 0,991 26,53 25,00 39,00 Undirmál. 8,624 45,61 26,00 60,00 Ýsa, sl. 6,751 85,16 40,00 97,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 24. júni seldust alls 40,939 tonn. Undirmál. 0,604 30,86 30,00 35,00 Langlúra 1,000 40,00 40,00 40,00 Öfugkjafta 2,000 15,00 15,00 15,00 Ýsa 1,874 79,97 50,00 85,00 Ufsi 8,303 36,32 30,00 46,00 Steinbitur 0,553 42,55 39,00 47,00 Sólkoli 0,022 64,00 64,00 64,00 Skötuselur 0,287 184,51 175,00 370,00 Skata 0,037 77,00 77,00 77,00 Lúða 0,147 207,14 150,00 305,00 Langa 0.973 34,56 20,00 50,00 Karfi 4,457 30,83 25,00 33,00 Þorskur 20,681 72,52 66,00 94,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 24. júni seldust alls 133,358 tonn. Þorskur 55,398 68,56 54,00 76,00 Þorskur, st. 3,716 83,64 80,00 84,00 Ýsa 15,003 80,70 76,00 98,00 Grálúða 0,201 85,00 85,00 85,00 Smáýsa 0,019 19,00 19,00 19,00 Smáufsi 0,923 40,00 40,00 40,00 Skata 0,026 20,00 20,00 20,00 Keila 0,546 20,00 20,00 20,00 Smárþorskur 1,626 55,00 55,00 55,00 Lúða 0,348 260,23 225,00 300,00 Ufsi 51,271 37,67 34,00 40,00 Steinbítur 0,475 40,00 40,00 40,00 Langa 0,495 40,00 40,00 40,00 Koli 2,685 30,00 30,00 30,00 Karfi 0,626 20,00 20,00 20,00 Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn >24. júni seldust alls 12,815 tonn. jKarfi 3,526 24,00 24,00 24,00 Keila 0,041 17,00 17,00 17,00 iLanga ' 0,602 30,00 30,00 30,00 JSkata 0,022 30,00 30,00 30,00 Skötuselur 0,039 100,00 100,00 100,00 Steinbitur 0,235 17,00 17,00 17,00 iÞorskur, sl. 5,786 78,14 70,00 81,00 lUfsi 2,053 38,23 26,00 40,00 N'sa.sl. 0,503 50,00 50,00 50,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.