Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1991, Blaðsíða 1
Húsdýragarðurinn í Laugardal: er lokaö þvl þá eru húsin sótthreins- uð. Það kostar 200 krónur inn í garð- inn fyrir fullorðna, 100 krónur fyrir börn 6-12 ára og það er frítt inn fyrir börn yngri en 5 ára. Þótt komið sé í garðinn að morgni er hægt að fara út og koma aftur seinna um daginn og nota sama miða. Það er til að fólk geti verið viðstatt það sem er að ger- ast í garðinum, til dæmis þegar dýr- unum er gefið. Til að fólk fái gleggri mynd af því sem gerist um helgina er hér birt dagskrá: Klukkan 11 er selunum gefið, kl. 12 er minkum og refum geíið og kl. 13 verða ungar, naggrísir og kettling- ar í Kennslusal. Klukkan 14 er svín- unum hleypt út og kl. 15 verða hrein- dýr teymd um svæðið. Klukkan 16 er selunum gefið aftur og tíu mínút- um seinna verða kýrnar teknar inn en kl. 16.30 verða kindur og geitur teknar i hús. Klukkan 17 fá svínin aö éta og tíu mínútum síðar verða mjaltir i fjósi og aö lokum verður minkum og refum gefið aftur klukk- an 17.30. Þá má geta þess að um helgina verður komið upp sérstöku klapp- horni fyrir börnin en þá geta þau fengið að klappa og kynnast ýmsum dýrum, til dæmis kiðlingum, lömb- um og kanínum. Einnig geta þau spurt um dýrin í garðinum í leiöinni. Hægt er að panta leiðsögn um garö- inn en það verður að panta með þó nokkrum fyrirvara. Leiðsögn kostar ekkert aukalega. Það er brýnt að fólk gangi vel um garðinn, virði um- gengnisreglur og sýni dýrunum virð- ingu og nærgætni. Húsdýragarðurinn í Laugardal hefur verið mjög vinsæll frá því hann var opnaður og ekki minnkar að- sóknin í því blíðskaparveðri sem ver- ið hefur í höfuöborginni það sem af er sumri. Frá því í janúar síðastliðn- um hafa tæplega 54 þúsund manns heimsótt húsdýragarðinn. Með heimsókn í garðinn kynnast börn og fullorðnir dýrum, sem þau hafa jafn- vel aldrei séð áður og fræðast um hegðun þeirra og annarra algengra húsdýra. Húsdýragarðurinn er opinn allar helgar frá klukkan 10 til 18 en virka daga frá 13 til 17. Á miðvikudögum Það er skemmtileg upplifun fyrir mörg börn að fara í húsdýragarðinn í Laugardal og kynnast þeim dýrum sem þar búa. Það er opið allar helgar í garðinum frá klukkan 10-18. Vinsæll um helgar Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Einleiks Á sumartónleikum í Skálholts- kirkju á morgun, laugardag og sunnudag verða flutt einleiks- og kammerverk eftir Karólínu Eiríks- dóttur ásamt einleiksverkum fyrir flautu eftir I. Yun, Atla Heimi Sveins- son og M. Lavista. Á tónleikum helg- arinnar verður frumflutt sembal- verk eftir Karólínu er nefnist Vor- vísa. Þetta verk er sérstaklega samið fyrir Helgu Ingólfsdóttur semballeik- ara og sumartónleika í Skálholts- kirkju. Einnig verður flutt í fyrsta sinn hér á landi verkiö Hringhenda fyrir klarínett. Verkið var samið fyr- ir Einar Jóhannesson 1989 og flutt í Svíþjóð sama ár. Tónleikamir verða klukkan 15 og 17 á laugardag og klukkan 15 á sunnudag og fluttar veröa tvær ólík- ar dagskrár. Á tónleikunum á laug- ardag kl. 15 verða flutt einleiks- og - og kammerverk kammerverk eftir Karólínu: Hring- henda fyrir klarínett, Hvaðan kemur lognið? fyrir gítar, Vorvísa fyrir sembal og Sumir dagar fyrir sópran, flautu, klarínett, selló, gítar og semb- al. Flytjendur verkanna eru Signý Sæmundsdóttir, sópran, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Einar Jóhannes- son, klarínett, Einar Kristján Einars- son, gítar, Sigurður Halldórsson, selló, og Helga Ingólfsdóttir, sembal. Á tónleikunum kl. 17 eru einleiks- verk fyrir flautu leikin af Kolbeini Bjarnasyni. Verkin, sem verða flutt, eru Sori og Etíða nr. 1 og 4 eftir I. Yun, Lethe eftir Atla Heimi Sveins- son og Canto del Alba eftir' M. La- vista. Úrval úr efnisskrám laugar- dags verður flutt á sunnudagstón- leikunum. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. Á sumartónleikum í Skálholtskirkju verða flutt einleiks- og kammerverk eftir Karólínu Eiriksdóttur. Árbæjarsafn: Aldamótavinnubrögð sýnd Sem fyrr er ýmislegt um að vera fyrir gesti Árbæjarsafns því að á sunnudaginn verður tæknisýning. Þá verða vinnubrögð og verkfæri, sem í notkun voru um aldamótin síð- ustu, sýnd. Meðal annars verður sýnd stein- smíði, það er hvemig grjót var höggviö í byggingar eins og Álþingis- húsið, gamli T-Fordinn fer um svæð- ið og kynt verður upp í gufuvaltaran- um Bríeti. Þá verður gullborinn reistur en hann var fenginn hingað Gufuvaltarinn Bríet verður meðal þess sem sýnt verður á tæknisýn- ingunni i Árbæjarsafni á sunnudag. til lands til að grafa eftir gulli í Norð- urmýrinni um aldamótin. En þegar menn áttuðu sig á að ekkert gull var þar að finna var borinn notaður til að bora eftir heitu vatni. Einnig verða netahnýtari og vefari til staðar ásamt bókbindara og skósmið. í Ár- bænum mun Friðrik Guðni Þorleifs- son leika á langspil og þar verður líka tóvinna og lummubakstur. Sýningin er að sjálfsögðu öllum opin og hún verður opnuð klukkan 13.30. „Athvarf fyrir vinda“ heitir eitt verkanna sem verða í höggmyndagarðinum í Hafnarfirði. Það er eftir finnsku listakonuna Barböru Tieaho en hún gaf Hafnarfjarðarbæ verk sitt eins og svo margir aðrir listamenn. Listahátíð í Hafnarfirði lýkur: Höggmyndagarð - urinn opnaður Nú er Listahátíð í Hafnarftrði að ljúka og á morgun, laugardag, verður formleg vígsla Höggmyndagarðs Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Þetta er fyrsti almenni höggmyndagarður- inn á íslandi og verkin sem þar verða eru verk sem smíðuð voru í alþjóð- legu skúlptúrvinnustofunni í Lista- miðstöðinni í Straumi. Erlendu hsta- mennimir á hátíðinni ákváðu að gefa Hafnarflaröarbæ verk sín. Þetta er mjög verðmæt gjöf en verkin eru metin á 250-300 milljónir króna til samans. Fyrir eru hér á landi þrír högg- myndagarðar en þeir eru alhr í tengslum við listamannasöfn og í hveijum garði eru aðeins verk eftir einn Ustamann. Höggmyndagarður- inn í Hafnarfirði verður frábrugðinn þeim að því leyti að þar verða nú- tímaUstaverk eftir marga listamenn. Hann gæti því stækkað í framtíðinni og möguleiki verður að sjá þar það nýjasta í höggmyndalistinni. Garð- urinn gefur líka möguleika á sam- sýningum og einkasýningum. Þráinn Hauksson landslagsarki- tekt hefur skipulagt garðinn í sam- vinnu við Sverri Ólafsson listamann og Jóhannes Kjarval, skipulagsstjóra Hafnarflarðar. Fyrir vígsluna mun Sverrir búa til verk þar sem allir gefendurnir rafsjóða nöfn sín á járn- plötu til minningar um stofnun garðsins. Hátíð vegna vígslunnar hefst klukkan 14 og Guðmundur Árni Stef- ánsson bæjarstjóri og Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra flytja ávörp. Þá verður dagskrá fyrir flöl- skyldur þar sem lúðrasveit kemur og fleira gert til skemmtunar. Nýtt gallerí að Hulduhólum: Sumarsýning fjög- urra listakvenna Um helgina verður opnað að Hulduhólum í MosfeUsbæ nýtt gall- erí, hið fyrsta þar í bæ. Þar efna flór- ar Ustakonur til sumarsýningar en þær eru Steinunn Marteinsdóttir sem sýnir leirverk, Björg Þorsteins- dóttir og Jóhanna Bogadóttir mál- verk og Hansína Jensdóttir skúlptúr. Sýningarsalurinn, sem nú er tek- inn í notkun, var áður vinnustofa Sverris Haraldssonar Ustmálara. Steinunn Marteinsdóttir hefur rekið keramikverkstæði á Hulduhólum og haldið þar litlar einkasýningar en nú hefur hún í huga að færa út starf- semina með sumarsýningu á eigin verkum og listakvenna sem hún hef- ur fengið til Uðs við sig. Ef vel tekst til hefur hún hug á að halda áfram starfrækslu sumargallerís með svip- uðu sniði. Sumarsýningin verður opnuð klukkan 14 á morgun, laugardag, og verður opm daglega frá klukkan 14-18 tU 1. september. Musterishlið I eftir Hansínu Jens- dóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.