Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1991, Blaðsíða 6
22yi FÖS'TllÖÁGUR \2]. 'JÚLÍ 'fei' Bíóborgin: Eddi klippari Eddi klippari (Edward Scissor- hands) er nýjasta kvikmynd Tims Burton, leikstjóra Beetlejuice og Batmans. Sem fyrr fer Burton ekki troðnar slóðir í listsköpun sinni. Aðalpersónan, Eddi klippari, er með kaldar hendur en heitt hiarta. Hann er ekki raunverulegur maö- ur heldur búinn til af uppfinninga- manni sem gaf Edda hjarta, heila, skinn og allt sem þurfti til að lifa eðhlegu lífi - allt nema hendur. Uppfmningamaðurinn dó nefnilega áður en hann var búinn að klára hendurnar, því eru þær eins og skæri. Þess vegna er skiljaniegt að hann eigi erfitt með að klæða sig og í raun á hann í erfiðleikum með allt nema að klippa enda er hann snillingur í að klippa trjágróður. Fáir vita af tilvist Edda, hann liíir í húsi skapara síns hátt yfir borg- inni og er sjálfum sér nógur um allt. Samt finnst honum eitthvað vanta eða þangað til kona í söluferð kemur í heimsókn... Aðalhlutverkið leikur ung og upprennandi stjarna í bandarísk- um kvikmyndum, Johnny Debb. Má nefna að hann lék aðalhlut- verkið í nýjustu kvikmynd Johns Waters, Cry Baby, sem sýnd hefur Eddi klippari (Johnny Debb) ásamt sköpunarverkum sinum veriö hér á landi. Ásamt Debb leika stór hlutverk, Winona Ryder, Dianne Wiest og Anthony Michael Hall. í smærri hlutverkum eru meðal annars hinir þekktu leikar- ar, Vincent Price og Alan Arkin. Tim Burton er sérlega hug- myndaríkur leikstjóri sem hefur svo sannarlega slegið í gegn. Pee- wee’s Adventure var hans fyrsta kvikmynd sem var eingöngu vin- sæl í Bandaríkjunum. Með Be- etlejuice vakti hann aftur á móti eftirtekt heimsins fyrir frumleika og skemmtilega úrvinnslu. Það var samt Batman sem gerði hann að einum eftirsóttasta leikstjóra í Hollywood. Sú mynd er eins og kunnugt er ein mesta sótta kvik- mynd allra tíma og þar af leiðandi hefur Burton alveg frjálsar hendur hvað hann gerir. Burton byrjaði feril sinn í kvik- myndum við gerð teiknimynda og má sjálfsagt greina áhrif frá því tímaskeiöi í lífl hans í leiknum myndum hans, hin frjálslega með- ferð hans á söguþræði virkar oft eins og söguþráður í teiknimynd. -HK Forsýning í Bíóhöllinni: Skjaldbökumar 2 Súperhetjurnar fjórar, Raphael, Leonardo, Michaelango og Donat- ello, eða skjaldbökurnar eins og samheitið er yfir hetjur þessar, snúa aftur í framhaldsmyndinni Skjaldbökurnar 2 (Teenage Mutant Ninja Turtles II, The Secret of the Oz) sjálfsagt mörgum aðdáendum til mikillar ánægju. Þær halda áfram leit sinni að heimili með að- stoð sjónvarpsfréttakonu prófess- ors og pitsasendils. Skjaldbökumar eiga í myndinni í miklum útistöðum við Fótar- flokkinn alræmda og fleiri flokka sem státa af meðlimum sem eru snillingar í sjálfsvarnaríþróttum þótt skjaldbökurnar séu þeim fremri. Mikið hefur verið skrifað um skjaldbökurnar og áhrif þeirra á ungdóminn og sýnist sitt hverjum en eins og í fyrri myndinni er gam- anseminn allsráðandi þótt langt sé í raunsæjan söguþráð. Leikstjórinn, Michael Pressman, segir að sagan í myndinni sé í raun gamaldags þar sem hið góða sigrar hið illa. Hann segir einnig að skjaldbökurnar séu eins mannleg- ar og raunverulegar manneskjur, þær séu mjög tryggar hvorri ann- arri en rífast samt innbyrðis um allt og ekkert. Pressman er einn margra leik- stjóra sem byijaði feril sinn hjá hryllingsframleiðandanum góð- kunna, Roger Corman. Faðir hans er þekktur sviðsleikstjóri, David Pressman, og lauk hann námi í leiklist viö háskólann í Los Ange- les. Corman fékk honum fyrst þaö verkefni að leikstýra The Great Texas Dynemite Chase og eins og aðrar kvikmyndir Cormans var hún mjög ódýr í allri gerð, meira að segja á íslenskan mælikvarða. Eftir aö hafa leikstýrt nokkrum myndum fyrir Corman færði hann sig um set til sjónvarpsstöðva og starfaði þar mestmegnis næstu ár- in. Skjaldbökuma 2 er hans lang- stærsta verkefni hingað til. For- sýning verður á Skjaldbökurnar 2 í Bíóhöllinni á sunnudag, en í næstu viku verður myndin tekin til sýningar bæði í Bíóhöllinni og Bíóborginni. -HK Hvað finnst gagnrýnendum DV um myndir í bíóhúsum? BÍÓBORGIN Valdatafl Grípandi glæpónasaga með undra- verðu handriti og persónum. Enn eitt meistaraverkiö frá Coen- bræðrum. -GE Hrói höttur *+ Ágætis hasarmynd á léttari nótun- um. Gerir lítið úr hetjuímynd Hróa enda Bergin frekar daufur. -GE Eymd **•*• Vel heppnuð spennumynd eftir einni af skástu sögum Stephens King. Kathy Bates sýnir hörkuleik. Dúndurafþreying. -PÁ BÍÓHÖLLIN Ungi njósnarinn ** 'A Dágóð skemmtun þar sem gert er stólpagrín að James Bond og hans líkum. Efnisleikarar ásamt eldri og reyndari fara á kostum, -PÁ Með lögguna á hælunum ** Góð tónlist og tökur fyrir ofan méðallag bjarga myndinni fyrir hom. Efhileg saga rennur út í sandinn. -PÁ Útrýmandinn *'A Næfurþunnur B-myndasöguþráð- ur með einfaldri sálarflækju. Ekki næg spenna til uppfyllingar. -GE Sofið hjá óvininum *** Einstaklega stílhrein útfærsla á einfaldri en kröftugri sögu. Júlía er sæt sem endranær. -GE Aleinn heima ’ ** Vi Gamanmynd um ráðagóðan strák sem kann svo sannarlega að táka á móti innbrotsþjófum. Mjög fynd- in 1 bestu atriðunum. MacCaulay Culkin er stjarna framtíðarinnar. -HK HÁSKÓLABÍÓ Lömbin þagna **★* Stórgóð sakamálmynd þar sem fer saman mikil spenna og góöur leik- ur. Anthony Hopkins er ógleyman- Víkingasveitin 2 * 'A Mikið sparkað og sprengt en lítiö gert að viti. GE. Hafmeyjarnar *★ Þrjár spes mæðgur og uppátæki þeirra á sjöunda áratugnum vekja oft kátínu. Litla stelpan leikur Cher ogWinonuíkaf. -GE Ástargildran ** Erótísk eða ekki erótísk, það er spumingin. í slöku meðallagi. -PÁ Danielle frænka ** Sérstæð gamanmynd um fúllynt gamalmenni. Ágæt skemmtun. -PÁ Allt í besta lagi *** Giuseppe Tornatore nær ekki alveg að fylgja hinni stórgóðu Paradísar- hió eftir en gerir samt einkar eftir- tektarverða mynd um sundraða fjölskyldu. HK. Bittu mig, elskaðu mig *** Afdráttarlaus, meinfyndin kóme- dia. Helst betur á húmornum en alvöranni á bak við húmorinn. -GE LAUGARÁSBÍÓ Hans hátign * V; John Goodman leikur erfingja bresku krúnunnar þegar öll kon- ungsfjölskyldan ferst á einu bretti. Goodman nær ekki aö bera uppi myndina sem er frekar ófyndin. -PÁ Hvíta höllin **'/2 Skemmtileg mynd um ást og stétta- skiptingu. Spader og Sarandon fara á kostum þótt handritið bregðist í lokin. -PÁ REGNBOGINN Hrói höttur, prins þjófanna *★ Kevin Costner er daufur. Sagan er ójöfn, en bardagaatriðin eru af- bragð. GE Glæpakonungurinn *★ 'A Nöturleg mynd af undirheimum New York. Walken í banastuði. Ekki fyrir viðkvæma. -PÁ Stál í stál * 14 Eftir hressilega byrjun siglir í rugl- inslega atburðarás sem er yfir- gengilega ósennileg. -HK Cyrano de Bergerac *** Gerard Depardieu er eins og hvirf- ilbylur í aöalhlutverkinu, Magnað- ur leikur í glæsilegri stórmynd. -PÁ Dansað við úlfa *** Löng og falleg kvikmynd um nátt- úruvernd og útrýmingu indíána. Glæsileg frumraun Kevins Costn- er. -PÁ Litli þjófurinn *** Grátbrosleg þroskasaga, arfur meistara Truffauts í vandaöri út- setningu Claude Millers. Kærkom- in tilbreyting. -PÁ STJÖRNUBÍÓ Saga úr stórborg **'/ Steve Martin sýnir sínar bestu hliðar sem leikari og handritshöf- undur í skoplegri ádeilu á þotuliðið í Los Angeles. -HK Avalon *** 'A Skemmtileg ættarsaga og frábær ádeila á upplausn stórfjölskyld- unnar í draumalandinu. -GE The Doors ★*★ Oliver Stone er snjall kvikmynda- gerðarmaður. Honum tekst að gera sannfærandi mynd um ævi popp- goðsins Jims Morrison sem brann út á örfáum árum. Val Kilmer hjálpar til með góðum leik. -HK Pottormarnir Hroðvirknislegt framhald þar sem söguþráöur er nánast enginn og framleikinn horfinn. Bömin eru einu leikararnir sem standa fyrir sínu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.