Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1991. 23 Sýningar Kjarvalsstaðir v/Miklatún í vestursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á verkum eftir Christo sem er amerískur myndhöggvari. Sl. 30 ár hefur hann m.a. unnin stórbrotin umhverfis- verk þar sem hann pakkar inn heilum byggingum og strengir tjöld margra kiló- metra leið yfir dali og fjöll. Sýningin stendur til 14. júlí. í austursal er yfirlits- sýning á verkum eftir flúxushstamenn og stendur sú sýning til 23. júní. Kjarvals- staðir eru opnir daglega kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öhum hæðum sýning á nýjiun verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd verk eftir íslenska hstamenn og í sal 3 eru sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið aha daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safhsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andhtsmyndum Sigur- jóns frá timabihnu 1927-1980. Safnið er opið laugardága og sunnudaga kl. 14-17 og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffistofa safns- ins er opin á sama tíma. Norræna húsið v/Hringbraut í sýningarsölum Norræna hússins stend- ur yfir sýning á málverkum og skúlptúr eftir danska listamanninn Torben Ebbe- sen. Sýningin er opin daglega kl. 13-19 til 23. júní. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Þar sýnir Þórdís Alda Sigurðardóttir skúlptúra sem allir eru unnir á þessu ári. Þeir eru gerðir úr jámi, oft gömlum hlutum sem hirtir em upp úr umhverf- inu og ýmsum öðrum efnum, eins og svampi, flaueh, vatni og fl. Þá sýnir Nanna K. Skúladóttír höggmyndir í efri sölum safnsins. Á sýningunni em ein- göngu höggmyndir unnar í tré og em flestar þeirra unnar á þessu ári. Sýning- amai* em opnar daglega kl. 14-18 og standa til 23. júni. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Rhony Aihalel sýnir verk, unnin með blandaðri tækni. Sýningin, sem er sölu- sýning, er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudög- um. Henni lýkur 26. júní. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, simi 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postuhnslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið aha daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opiö sunnudaga kl. 14-16. Spron Álfabakka 14 í SPRON stendur yfir sýning á verkum Sigrúnar Eldjám. Á sýningunni gefúr að hta 7 grafíkmyndir, auk 12 ohumálverka sem unnin em á striga. Sýningin stendur yfir til 9. ágúst og er opin á afgreiðslutíma útíbúsins, frá kl. 9.15-16 aha virka daga. Sýning í Menntamála- ráðuneytinu Bjami Hinriksson, Freydís Kristjáns- dóttir, Hahdór Baldursson, Helena Gutt- ormsdóttir, Jóhann Torfason, Ólafur Engilbertsson, Þorri Hringsson og Þórar- inn Leifsson sýna myndasögur í mennta- málaráðuneytinu. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 8-16. Skúlptúrsýning Skúlptúrsýning Jóns Snorra í Borgar- kringlunni stendur th 15. júní. Hún er opin virka daga kl. 13-19 og laugardaga kl. 10-16. Málverkasýning í Eden Elín Sigurðardóttir sýnir málverk í Eden, Hveragerði. Ahar myndimar em málað- ar með ohu á striga. Þetta er önnur einka- sýning Elínar. Sýningin stendur th 17. júní. Myndlist í Gimli, Stokkseyri Á morgun, 15. júní, kl. 14 verður opnuð sýning á málverkum eftir Gunnar S. Gestsson í Gimh, samkomuhúsinu á Stokkseyri. Sýning þessi er hður í M- hátíð á Suðurlandi. Á sýningunni verða rúmlega 30 olíumálvker sem öh em i einkaeign en Gunnar lést árið 1982. Sýn- ingin stendur yfir th og með 17. júní. Opiö er kl. 14-22 aha daga. Sýning í Þrastalundi Agatha Kristjánsdóttir sýnir vatnshta- og ohumyndir. Sýningin stendur th 16. júní og er veitingastofan opin aha daga. Staðarskáli í Hrútafirði í Staðarskála sýnir Ulla Árdal frá Akur- eyri 14 vatnshtamyndir. Myndimar em flestar íslenskar landslagsmyndir en einnig em myndir málaðar í Tyrklandi. Sýningin stendur fram yfir 17. júni. íþróttir helgarinnar: Reykjavikurmaraþonið verður á sunnudaginn - margir leikir í knattspymunni - síðasta stigamótið í frjálsum Einn stærsti árlegi íþróttavið- burðurinn í Reykjavík er Reykja- víkurmaraþonhlaupið og á sunnu- daginn verður það í 8. sinn. Met- þátttaka er í hlaupinu að þessu sinni eða um 2000 hlauparar og koma ríflega 150 þeirra erlendis frá. Reykjavíkurmaraþonið hefst í Lækjargötu klukkan 12 á hádegi. Frjálsar íþróttir Lokamót stigakeppni Frj álsíþróttasambands- ins og Sjóvár/Almennra, verður haldið á Varmár- velli í Mosfellsbæ á laugardaginn og hefst klukkan 16.30. Sex efstu einstaklingunum í stigamótsgrein- unum er boðin þátttaka en annars er hún öllum heimil. Þetta er síð- asta stórmótið í frjálsum íþróttum hér heima í sumar. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Konur: 200 m hlaup, 400 m grindahlaup, 1500 m hlaup, kúluvarp og spjótkast sem er aukagrein. Hjá körlunum er keppt í: 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, 3000 m hlaupi, 400 m grindahlaupi, þrístökki, sleggjukasti, kringlu- kasti og stangarstökki. Golf Opna Coca-Cola golf- mótið verður haldið á golfvellinum á Ólafsfirði um helgina. Þar verða leiknar 36 holur með og án forgjaf- ar. Skráning er í síma 96-62611. Hjá golfklúbbnum Flúðir verður Suð- urlandsmótið haldið og í Borgar- nesi fer fram svokallað Hamarsmót í öldungaflokki. Þá verður opna SR- mótið á Garðavelh á laugardaginn. Þar verða leiknar 18 holur með og án forgjafar í karla- og kvenna- flokki. Hestaíþróttir Vegna heimsmeistara- móts hestamanna er frekar htið um að vera í hestaíþróttum hér inn- Það verða um 2000 hlauparar á ferðinni á götum höfuðborgarinnar á sunnudaginn en þá verður Reykjavíkurmaraþonið í 8. sinn. DV-mynd S anlands um helgina. Þó veröur keppt á tveim stöðum á laugardag- inn en þá verður Bæjarkeppni á Melgerðismelum og Faxagleði á Faxaborg. Knattspyrna Aðeins einn leikur er í 1. deild karla og er það viðureigin FH og Fram í Kaplakrika klukkan 19 á sunnudaginn. Þetta verður án efa hörkuieikur eins og ávallt þegar þessi lið leiða saman hesta sína. í 1. deild kvenna eru fjórir leikir klukkan 14 á laugardaginn. ÍA tek- ur á móti Breiðabliki, Þór og Valur leika á Akureyri, Týr og KA í Vest- mannaeyjum og loks heimsækja KR-stúlkur hð Þróttar í Neskaup- stað. Fjórir leikir eru í 2. deild karla í kvöld klukkan 19. Haukar og Sel- foss leika í Hafnarfirði, Þór og Grindavík á Akureyri, Þróttur tek- ur á móti ÍR og Fylkir og Tinda- stóh leika í Árbæ. Stórleikur er í 3. deild karla í kvöld en þá eigast við toppliðin Leiftur og Dalvík á Ólafsfirði klukkan 19. Á laugardaginn klukk- an 14 eru síðan fjórir leikir. Skalla- grímur-ÍK, Reynir Á.-BÍ, KS- Þróttur og Magni-Völsungur. í 4. deild karla er einn leikur í kvöld, þá mætast Grótta og Léttir á Seltjarnarnesi. Á laugardaginn eru þessir leikir: Ægir-Leiknir, TBR-Reynir, Njarðvík-Bolungar- vík, Afturelding-Stokkseyri, Geisl- inn-Ármann, Víkingur-Víkveiji, Árvakur-Hafnir, Fjölnir-Snæfell, Kormákur-UMSE-B, Neisti- HSÞ-B, SM-Hvöt, Sindri-Austri, Einherji-Leiknir, Höttur-Valur, KSH-Huginn. -GH Bros leit Ljósmyndasamkeppni DV og Tannlæknafélags íslands DV og Tannlæknafélag íslands hafa ákveðið að halda ljósmyndasam- keppni sem hlotið hefur nafnið Breiðasta brosið. Leitað er að einhverri fallegri sumarmynd af breiðu og fallegu brosi eða brosum. Vegleg verðlaun eru í boði og er heildarverðmæti vinninga 60.000 kr. Canon Eos 1000 myndavcl frá Hans Pctcrscn, að verðmæti 35.000 kr. 15.000 kr. vöruúttekt í cinhvcrri af sjö vcrslunum Hans Petcrscn. 10.000 kr. vöruúttekt í cinhverri af sjö verslunum Hans Pctcrscn. Hverjum þátttakanda er frjálst að senda inn fleiri en eina mynd. Myndina ásamt nafni, heimilisfangi og síma þátttak- anda skal senda í umslagi til DV, Þverholli 11, 105 Reykjavík, merkt Breiðasta brosið. Skilafrestur er til 6. september. á er bara að muna-eftir myndavélinni í útileguna, í grillveisluna og í bíltúrinn því að það er aldrei að vita hvenær verðlaunabrosið læðist fram í munnvikin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.