Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1991, Side 6
Laugarásbíó:
Eldhugar
Það er barátta slökkviliðsmanna
við rnikla eldsvoða sem er þema
spennumyndarinnar Eldhugar
(Backdraft) sem frumsýnd verður
í Laugarásbíói í dag. Mynd þessi,
sem hefur verið ein vinsælasta
kvikmyndin í Bandaríkjunum að
undanfómu, segir sögu tveggja
bræðra. Þegar sá yngri var lítill
drengur varð hann vitni að þvi
þegar faðir hans fórst í eldsvoða.
Tuttugu árum seinna er hann að
sækja um starf í slökkviliði
Chicago-borgar þar sem eldri bróð-
ir hans er yfirmaður. Þótt sam-
bandið sé frekar stirt á milli bræðr-
anna tekur sá eldri þann kost að
vemda litla bróður og kemur hon-
um út úr slökkviliðinu. Snjall
brennuvargur gengur laus og geng-
ur myndin að nokkru leyti út á það
að finna út hver það er.
Það er mikið og frítt lið leikara í
myndinni. Bræöurnir em leiknir
af Kurt Russell og William Bald-
win. Robert de Niro leikur rann-
sóknarmann á vegum slökkviliðs-
ins, Scott Glenn leikur reyndan
brunavörð sem var vinur föður
bræðraxma og Donald Sutherland
leikur brennuvarg sem situr í fang-
elsi en gæti vegna reynslu sinnar
vitað hver hinn brennuvargurinn
er. Helstu kvenhlutverkin em svo
leikin af Jennifer Jason Leight og
Rebeccu De Morney. Leikstjóri er
Ron Howard, bamastjaman fyrr-
verandi sem er að verða einhver
besti og eftirsóttasti leikstjórinn í
Hollywood.
-HK
FÖSTUDAGUR 16.
1991.
Það hefur ekkert verið til sparað við að gera brunana í myndinni sem
eðlilegasta.
Bíóborgin:
r
Saklaust sumarfrí áþjóðvegum
breytist í martröð fyrir lagastúd-
entinn Chariie Farrow þegar
hann er ákærður fyrir að hafa
drepið son glæpakóngs. Honum
tekst að sleppa en á hælum hans
er ekki aðeins glæpaforinginn og
hans lið heldur einnig spillt lög-
reglan sem ólm vill hirða þau
verðlaun sem glæpaforinginn
hefur lofað hverjum þeim sem
kann að handtaka hann. Fyrir
Farrow er þetta leikur kattarins
að músinni og er hann í hlutverki
músarinnar. Eina manneskjan,
sem kemur honum til hjálpar, er
ung stúlka, Karen, sem starfar í
spilavíti.
Þetta-er í stuttu máli söguþráð-
urirm í Á flótta sem er ný spennu-
mynd sem tekin var til sýningar
í Bíóborginni 1 gær. Aðalhlut-
verkin leika Patrick Dempsey og
Kelly Preston.
Leikstjóri Á flótta er Geoff
Burrowes sem kemur frá Ástral-
lu og er þetta önnur kvikmyndin
sem hann leikstýrir. Hann byrj-
aði feril sinn sem framleiðandi I
Ástrahu og framleiddi meöal
annars The Man from the Snowy
River 1982. Fimm árum síðar
leikstýrði hann framhaldinu, Re-
turn to the Snowy River - Part
n. Áöur en hann sneri sér að
kvikmyndum hafði hann fram-
leitt nokkrar ástralskar sjón-
varpsseríur.
-HK
Patrick Dempsey á flótta undan ósýniiegum óvini.
Joe Mantegna og Mia Farrow í hlutverkum sínum í Alice.
Háskólabíó:
Alice
Alice er tuttugasta kvikmyndin
sem Woddy Allen bæði leikstýrir
og skrifar handrit að. Er hér um
að ræða gamanmynd um konu sem
fær að reyna ýmislegt á viðkvæm-
um tíma í lífi sínu. Um leið er
myndin um ríkidæmi, sekt, fram-
hjáhald og leitina að því sem virki-
lega skiptir máh í lífinu. Eins og
svo margar aðrar kvikmyndir efdr
Woody Allen fylgir myndin konu í
leit að sjálfri sér og blandar AUen
saman gamni og alvöru af þeirri
smekkvísi sem honum er lagið.
Það er mikiU fjöldi þekktra leik-
ara sem leika í AUce. Fyrst ber að
telja Miu Farrow sem leikur titU-
hlutverkið og er þetta í eUefta skipti
sem hún leikur hjá eiginmanni sín-
um. Blythe Danner er að leika í
annað sinn fyrir AUen. Þeir leikar-
ar sem þekktir eru og eru að leika
í fyrsta skiptið í mynd eftir Woody
AUen eru Álec Baidwin, Judy Da-
vis, Judith Ivey, Joe Mategna, EUe
McPherson, Bernadette Peters,
CybiU Shepard og Gwen Verdon.
Woody AUen er ekki mikið fyrir
að breyta um tækniUð og eru alUr
þeir sömu og unnið hafa með hon-
um að undanfórnu að undanskUd-
um kvikmyndatökumanninum
Carlo di Palma. AUce hefur undan-
tekningarlaust fengið mjög góðar
viðtökur hjá gagnrýnendum og
þykir í flokki betri mynda AUens.
-HK
Goddard Bolt (Mel Brooks) ræðir hér við útigangsfólk. Lesley Ann Warren er lengst til vinstri.
Bíóhöllin:
Iifið er óþverri
Peningar eru kannski ekki aðal-
atriðið í lífinu en án þeirra er lífið
óþverri, segir Mel Brooks og vísar
þar í nafnið á nýjustu kvikmynd
sinni, Lífið er óþverri (Life Stinks),
sem Bíóhöllin tók tíl sýningar í
gær. Eins og oft áður leikur hann
sjálfur aðalhlutverkið, mUljarða-
mæringinn Goddard Bolt. Brooks
segir um Bolt að hann sé maður
sem á allt en langar samt í meira.
Dag einn lætur Goddard plata sig
í veðmál um að hann geti lifað án
peninga í þrjátíu daga, veðmál sem
hann hefði betur látið eiga sig.
Bolt hefur aldrei lifað öðruvísi
lífi en að geta veitt sér aUt. Hann
fæddist með silfurskeið í munnin-
um og hefur vanist því að hafa
þjóna á hverju strái. Þegar hann
er kominn á götuna, peningalaus
og í fatalörfum, er hann aðeins einn
af strætisrónunum og rekur sig ilU-
lega á að það er auðveldara að lifa
þegar maður á peninga. Aðrir leik-
arar í myndinni eru Lesley Ann
Warren, Howard Morris og Jeffrey
Tambor.
Lífiö er óþverri bætist í hóp
margra ágætra gamanmynda sem
Mel Brooks hefur leikstýrt, má þar
nefna Blazing Saddles, Young
Frankenstein, The SUent Movie,
To Be or Not to Be og The Produc-
ers.
Mel Brooks er meðal þekktustu
leikstjóra gamanmynda nú orðið.
Hans fyrsta kvikmynd var The
Producers. Þessi bráðsniðuga gam-
anmynd sló í gegn aUs staðar en
þó sérstaklega í Evrópu. Brooks
fékk óskarsverðlaunin fyrir hand-
ritið að The Producers sem fjaUar
um mislukkaða leikhúsmenn sem
setja á svið söngleik um Hitler. Mel
Brooks sýndi fljótt að hann er ótrú-
lega frjór og hugmyndaríkur.
Hveijum öðrum hefði dottið í hug
að gera gamanmynd um Franken-
stein, lofthræðslu og veraldarsög-
una, sem hann er að vísu aðeins
búinn að gera fyrsta hlutann af.