Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Qupperneq 1
Islandica í Nor- ræna húsinu Hljómsveitin Islandica heldur tónleika i Norræna húsinu annað kvöld, laug- ardagskvöld. Hljómsveitin Islandica heldur tón- leika í Norræna húsinu annað kvöld, laugardagskvöldið 24. ágúst, og hefj- ast þeir klukkan 21.00. Islandica lék á þeim sama stað þann 10. ágúst síð- astliðinn og varð húsfyllir og ríflega það. Því hefur verið ákveðið að end- urtaka tónleikana. Á síðasta ári gaf hljómsveitin út hljómplötuna Rammíslensk með gömlum og nýjum alþýðuperlum. Þessi plata hefur verið með sölu- hærri plötum hérlendis á þessu ári og nýlega skrifaði Islandica undir útgáfusamning hjá þýsk-ensku út- gáfufyrirtæki sem mun dreifa afurð- inni á alþjóöamarkað. Hljómsveitin Islandica hefur ekki oft leikið opinberlega hér á landi en á undanförnum árum hefur hún haldið um 70 tónleika erlendis, enda er hún oft fengin á tónlistarhátíðir að kynna íslenska tónlist. í vor tók hljómsveitin þátt í tónlistarhátíð í Álaborg og nú í haust mun hún halda til Finnlands og taka þátt í þjóðlaga- dögum sem haldnir verða í Esbo þar í landi. Hljómsveitina Islandica skipa: Gísli Helgason blokkflautur, slag- verk og söngur, Herdís Hallvarðs- dóttir, bassi og söngur, Ingi Gunnar Jóhannsson, gítar og söngur, og Egg- ert Pálsson hljómborð, mandólín og slagverk. Vinir Dóra verða með sína síðustu tónleika á Pulsinum í bili og blússum arið verður kvatt með stil. Púlsinn: Sumarblúsinn kveður Þetta stórkostlega blússumar er að renna sitt skeið á enda og um helgina verða Vinir Dóra með sína síðustu tónleika á Púlsinum, í bili að minnsta kosti. Þess vegna verður sérstaklega vandað til þessara tón- leika en að sögn blúskóngsins Dóra mun þessa helgi koma fram með Vinum Dóra þekktur tónlistarmað- ur og blúsari sem Dóri er búinn að vinna að í marga mánuði að fá upp á sviðið. Þegar gengið var á Dóra til að fá, nánari upplýsingar um hver þetta væri, svaraði hann með sínu dularfulla glotti, „það kemur í ljós.“ Auk þessa sérstaka gests ætl- ar flöldi annarra góðra gesta að troða upp með Vinum Dóra. Það má þvi búast við að þessir síðustu sumarblústónleikar á Púlsinum verði vel sóttir og við hæfi að þetta mikla blússumar sé kvatt með stíl. Að sjálfsögðu verður „happy hour“ milh klukkan 22 og 23. Fombíladagur í Árbæjarsafni Ásmundarsalur: Iistrænar ljósmyndir í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir sýning á listrænum ljósmyndum eftir Birgittu Ósk Óskarsdóttur. Myndimar á sýning- unni, sem eru um 20 talsins, eru svarthvítar, 40x50 cm að stærð, áritaðar, númeraðar og í mjög tak- mörkuðu upplagi (aðeins 15 eintök eru til af hverri mynd). Allar myndirnar eru til sölu. Birgitta Ósk útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987. Á árunum 1987-88 var hún styrkþegi við nám í fréttaljósmynd- un við University of Kansas í Bandaríkjunum og frá 1988-91 við nám í Pratt Institute í New York, þaðan sem hún lauk BFA-prófi (Bachelor of Fine Arts), með heið- ursnafnbót í listrænni ljósmyndun og listasögu 1991. Birgitta Ósk hélt útskriftarsýn- ingu í Pratt Institute í New York á þessu ári svo og sýningu í Schafler Gallery í sömu borg og í Puck Building á Manhattan í New York. Allar myndimar á sýningunni eru teknar á „large format“-filmur, það er að segja á 4x5 tomma nega- tífur og einnig á 2 !4 tomma negatíf- ur. Myndimar vom teknar og unn- ar á síðustu 10 mánuðum. Sýningin stendur til 2. september og er opin frá klukkan 9-20 á virkum dögum Birgitta Ósk Óskarsdóttir heldur sýningu á listrænum Ijósmyndum í en 14-19 um helgar. Ásmundarsal við Freyjugötu. Félagar úr Fornbílaklúbbi íslands sýna í Árbæjarsafni úrval bifreiöa frá fyrri hluta aldarinnar, bæði fólksbíla, vörubíla og jeppa, sunnu- daginn 25. ágúst. Þá svara þeir spurningum gesta um bílana og gamli T-Fordinn frá Þjóðminjasafn- inu fer um svæðið. Ennfremur verður efnt til kapp- aksturs á kassabílum í kringum safntorgið. Hefst það klukkan 15 og verður keppt í þremur aldursflokk- um: 7-8 ára, 9-10 ára og 11-12 ára. Tveir keppendur verða með hvem bíl, ökumaður og annar sem ýtir. Auk þessa verður á safnsvæðinu lummubakstur, harmóníkuleikur, skósmíði, tóvinna og vefnaður. Fastar sýningar eru ætíð opnar og sömuleiðis eru kaffiveitingar í Dill- onshúsi. Fornbiladagur verður í Árbæjarsafni á sunnudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.