Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991. 23 • Stærstu íþróttavið- burðirnir um helgina eru án efa úrslitaleikirn- ir í bikarkeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki. Karlaleik- urinn verður á sunnudaginn kem- ur og leiða þar saman hesta sína FH og Valur og hefst viðureign lið- anna klukkan 14 á Laugardalsvell- inum. Mikil eftirvænting ríkir í herbúðum beggja liða fyrir þessum leik og eins á meðal stuðnings- manna liðanna. Valsmenn eru núverandi bikar- meistarar. Þeir unnu KR-inga í fyrra í úrslitum en þá þurfti að leika tvo leiki til að knýja fram úrslit. Jafntefli varð í fyrri leiknum en í síðari leiknum þurfti að láta fara fram vítaspyrnukeppni og þar reyndust Valsmenn sterkari. FH-ingar hafa ekki leikið til úr- slita í bikarkeppninni síðan á árinu 1972 en þar á bæ eru menn stað- ráðnir í að vinna keppnina í ár og hafa hinn glæsilega bikar til varð- veislu í eitt ár. Valsmenn hafa sex sinnum orðið bikarmeistarar og má telja víst að reynsla þeirra í þessari keppni muni koma þeim að góðum notum á sunnudaginn. Á hinn bóginn eru þessi lið mjög jöfn að getu um þessar mundir enda eru þau á svipuðum slóðum í 1. deildar- keppninni. Eitt er öruggt að úrshtaleikurinn á sunnudag ætti að verða hin besta skemmtun fyfir áhorfendur. Bæði liðin munu örugglega leggja þunga áherslu á sóknarleikinn. Úrslitaleikir í bikarkeppninni Andri Marteinsson er einn af máttarstólpum FH-liðsins og víst er að mikið mun mæða á honum í úrslitaleiknum gegn Val á Laugardalsvellinum á sunnudaginn kemur. Baldur Bragason á myndinni til hægri er einn af ungu leikmönnunum i liði Valsmanna. Baldur hefur leikið vel með sínu liði í sumar. • Vegna úrslitaleiksins liggur keppni niöri í 1. deild um helgina. Bikarúrslit kvenna • Úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna verður á milli ÍA og IBK. Leikurinn verður á Varmárvelli í Mosfellsbæ á laugardaginn, klukk- an 14. Lið ÍA er í toppbaráttu 1. deildar en lið ÍBK er að berjast um aö komast í úrslit um sæti í 1. deild að ári. Þetta er í fyrsta skipti í sögu bikarkeppni kvenna að liö úr 2. deild komist alla leið í úrslit keppn- innar. 2. deild • Heil umferð verður hins vegar leikin í 2. deild en þar er keppni gifurlega hörð um hvaða lið fyigir Akurnesingum upp í 1. deild að ári. Akurnesingar hafa svo gott sem tryggt sér sæti í 1. deild en að minnsta kosti þrjú lið geta fylgt þeim þangað. Állir leikirnir íara fram í kvöld, fóstudag, klukkan 19. Fylkir leikur gegn efsta liði deild- arinnar, Skagamönnum, á Árbæj- arvellinum, IR og Haukar leika á ÍR-vellinum í Mjódd, Selfoss og Þór frá Akureyri leika á Selfossi, Grindavík og Keflavík leika í Grindavík og Tindastóll og Þróttur úr Reykjavík leika á Sauðárkróki. 3. deild • Einn leikur verður í 3. dehd í kvöld en á laugardag verða fjórir leikir á dagskrá. í kvöld eigast við á Dalvík heimamenn og Reynir Árskógsströnd klukkan 19. Leikir laugardagsins hefjast allir klukkan 14. Þróttur í Neskaupstað tekur á móti Leiftri frá Ólafsfirði, ÍK úr Kópavogi leikur gegn Magna frá Grenivík í Kópavogi, BÍ og Skalla- grímur leika á ísafirði og Völsung- ur og KS mætast á Húsavík. -JKS Sýningar Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Birgitta Óskarsdóttir sýnir núna ljós- myndir í Ásmundarsal. Þetta er fyrsta sýning hennar hér á landi. Hún útskrif- aðist frá Prat Institute í N.Y. sl. vor með heiðursnafnbót. Opið verður daglega kl. 9-20 virka daga og 14-19 um helgar. Café Mílanó Faxafeni 11 Alda Armanna Sveinsdóttir sýnir vatns- litamyndir af náttúru íslands í veitinga- húsinu Café Mílanó. Myndimar eru mál- aðar á liðnu sumri. FÍM-salurinn v/Garðastræti Sharon Norman sýnir akrýlverk á striga og pappír. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Sharon sýnir til 1. september. Ferstikla, Hvalfirði Bjami Þór sýnir í Ferstildu, Hvalfjarðar- strönd, í ágústmánuði. Á sýningunni em myndir unnar með olíukrít og einþrykkt- ar graflkmyndir. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Nú stendur yfir sumarsýning á verkum gömlu meistaranna í Gallerí Borg, Póst- hússtræti. Verkin em öll til sölu. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 14-18 en lokað um helgar. Gailerí List Skipholti Þar stendur yfir sýning á verkum eftir nokkra listamenn. Þar gefur að líta graf- íkmálverk, keramik, postulín, glerverk og rakúkeramik. Sýningin stendur yfir í allt sumar og er opin virka daga kl. 10.30-18. Gallerí 8 Austurstræti 8 Gömul myndverk eru sýnd í gluggum gallerísins þessa dagana og eftir helgi verður skipt um verk. Gallerí Einn einn Skólavörðustíg 4a Stefán G. Karlsson sýnir hluti og skúlp- túra 24. ágúst til 5. sept. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og er sölusýning. Gallerí Kot Borgarkringlunni Leifur BreiðQörð sýnir steinda glugga, olíumálverk og pastelmyndir. Sýningin er opin á almennum afgreiðslutíma Borg- arkringlunnar. Gallerí Samskipti Síðumúla 4 Guðjón Bjarnason heldur sýningu á arki- tektúr í Gallerí Samskiptum. Sýningin er opin virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 9-14. Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Gallerí Sævars Karls Þar er nú sýning á myndverkum Ólafar Nordal og verður sýningin opin alla virka daga kl. 10-18. Sýningunni lýkur 30. ágúst Hafnarborg Strandgötu 34 Joan Backes, bandarísk listakona, sýnir í aðalsal til 25. ágúst. Joan hefur haldiö Úölda einkasýninga í heimalandi sínu, m.a. í The Art Institute í Chicago. Sýning- in er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 14-19.1 kaffistofu sýnir Jón Þór Gíslason. Jón er fæddur í Hafnarfirði og útskrifað- ist úr Myndlista- og handíðaskóla ísland áriö 1977. Hann hefur stundað framhalds- nám erlendis og tekið þátt í fjölda sýn- inga. Hann stundar nú framhaldsnám hjá prófessor Erich Mansen. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Halldór Pétimsson. Opið alla daga kl. 13-18 nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnslitir, pastel og grafík. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10M8 og sunnudaga kl. 14-18. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Helgi Jónsson sýnir litlar vatnslitamynd- ir. Þetta eru landslagsmyndir frá ýmsum stöðum, málaðar eftir skissum geröum á staðnum. Helgi hefur lengi fengist við myndlist og síðasta áratuginn verið í Myndlistarskólanum í Reykjavík í ýms- um greinum. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á Kjarvalsstöðum er nú sýning á jap- anskri nútimalist sem kemur frá Seibu- safninu í Tokyo. Sýningin verður í öllu húsinu og stendur til 25. ágúst. Kjarvals- staðir eru opnir daglega kl. 10-18 og er veitingabúöin opin á sama tíma. Sjóminjasafn íslands Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands i Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Frikirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd verk eftir íslenska listamenn og í sal 3 eru sýnd grafikverk. Listasafn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Siguijóns í Laugarnesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og stmnudaga kl. 14-18 og mánudaga til fimmtudaga kl. 20-22. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Norræna húsið v/Hringbraut Þar stendur yfir sýning á afstraktverkum eftir Þorvald Skúlason. Listaverkin eru öll í eigu Háskóla íslands og hefur það góðfúslega lánað þessi verk á sýninguna. Verkin eru máluð á árunum 1950-1981. Sýningin er opin daglega kl. 13-19 og stendur til 25. ágúst. Aðgangur er ókeyp- is. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Valgarð Gunnarsson sýnir ohu- og gvass- myndir. Sýningin hefst 24. ágúst og stend- ur til 11. sept. Hún er opin virka daga nema mánudaga kl. 14-16 og 14-18 um helgar. Nýlistasafnið Jón Sigurpálsson opnar sýningu laugar- daginn 24. ágúst í neðri sölum NýUsta- safnsins. Sýningin er 9. einkasýning Jóns. Opið er daglega frá kl. 14-18. Sýn- ingin stendur til 8. september. Hollenzki listamaðurinn Douwe Jan Bakker sýnir í efri sölum. Sýning hans stendur einnig tU 8. september. Gjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið aUa daga nema mánudaga kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar Árnagarði, Suðurgötu Handritasýning í Stofnun Árna Magnús- sonar er opin í Amagarði aUa daga í sum- ar fram tU 1. september kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýningin „Stóra-Borg - Fornleifarann- sókn 1978-1990.“ Þar er sögð saga forn- leifarannsókna á Stóru-Borg undir Eyja- fjöllum, Rangárvallasýslu, og sýndir gripir sem þar fimdust. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum Hallgríms Ein- arssonar ljósmyndara. Laxdalshús Hafnarstræti 11 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýningin „Öefjords Handelssted", brot . úr sögu verslunar á Akureyri. Kaffiveit- ingar. Eden í Hveragerði í Eden er nú fyrsta einkasýning Guörún- ar V. Gísladóttur. Á sýningunni, sem er sölusýning, eru 30 málverk, aðallega olíu- málverk, en einnig vatnslitamyndir. Myndirnar eru flestar unnar á síðastliðn- lun 2 árum en einnig eru á sýningunni nokkur eldri olíumálverk sem eru í einkaeign. Sýning á Hótel Snæfelli Seyðisfirði Laugardaginn 6. júli opnaði Daði Guð- bjömsson sýningu í Hótel Snæfelli, Aust- urvegi 3, Seyðisfirði. Daði hefur tekið þátt í og haldið fjölda sýninga, bæði heima og erlendis. Á sýningunni eru bæöi grafíkverk og olíumálverk. Sýning- in er opin á afgreiðslutíma hótelsins. Slunkaríki ísafirði Nína Gautadóttir opnaði málverkasýn- ingu í Slunkaríki 10. ágúst. Þetta er 15. einkasýning Nínu en hún starfar í París. Sýningunni lýkur 1. sept. nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.