Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991. Tjamarkirkja 50 ára Rúmlega hálf öld er nú liðin síðan Tjarnarkirkja á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu var vigð og verður þess minnst á sunndaginn, 1. sept- ember, með hátíðarguðsþjónustu. Af þessu tilefni hefur sóknarnefndin látið mála kirkjuna að utan, steypa upp nýjar útitröppur með fallegu handriði, smíða nýjar kirkjudyr og bólstra kirkjubekki, auk þess sem fleira hefur verið gert til að fegra guðshúsið. Við messuna verður tek- inn í notkun nýr hökull og sálmabækur sem nýlega bárust kirkjunni að gjöf til minningar um Ingibjörgu Eggertsdóttur, prestsfrú á Tjörn 1877-91. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup mun prédika og þjpna fyrir altari ásamt sr. Guðna Þór Ólafssyni prófasti og sóknarprestinum, sr. Kristjáni Bjömssyni. Kirkjukór Vesturhóps og Vatnsness mun leiða sönginn undir stjórn Helga S. Ólafs- sonar organista. Að lokinni messu býður sóknarnefndin til kaffisam- sætis í Vesturhópsskóla. Tjarnarkirkja var vígð árið 1940 og hafði þá verið áratug í byggingu. Síð- asti prestur er sat á Tjöm var sr. Róbert J. Jack prófastur. Tjarnarklrkja á Vatnsnesi var vfgð fyrlr rúmlega hðlfri öld og verður þess mlnnst á sunnudaginn. Guðrún H. Jónsdóttir (Gigja) við eitt verka sinna í Hafnarborg. Gígja sýnir í Hafnarborg Guðrún H. Jónsdóttir (Gígja) opn- ar á morgun, laugardaginn 31. ágúst, sýningu á verkum sínum í Hafnar- borg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýningunni eru um 40 olíumálverk, flest máluð á síðustu 3 árum. Þetta er fyrsta málverkasýning Gígju en hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1979-81. Fyrstu árin eftir nám lagði Gígja mesta stund á teikningar en sneri sér síðan meira að olíumál- verkum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 15. september og er hún opin frá klukk- an 14-19 alla daga nema þriðjudaga. Aðgangur er ókeypis. Sýningar á skemmtidagskránni í hjartastað hefjast aö nýju á Hótel íslandi um helgina. Hótel ísland: Sýningar á skemmtidagskránni I hjartastaö, eöa Love me tender, hefj- ast á ný á Hótel íslandi um helgina. Perlum gullaidaráranna eru gerð frábær skil í flutningi Björgvins Hall- dórssonar og Önnu Vilhjálms auk þess sem Eyjólfur Kristjánsson hefur bæst í hópinn. Sex manna hljóm- í hjartastað sveit, Jón Kjell og Spútnikarnir, og sex dansarar, Helena og Stjörnuljós- in, halda uppi stanslausu vaggi og veltu. í kvöld, fóstudag, og annað kvöld verður fatafellan Mona Kaless kynnt uuk þess sem gestum veröur boðið upp á tískusýningu. Þá kemur hin dansandi fjölskylda fram en hana skipa hjónin Berglind og Jón Stefnir, dætur þeirra Anna Björk sem dansar viö Ragnar Sverrisson og Jóhanna Ella og Davíö Arnar. Þau sýna bæði sígilda samkvæmisdansa og suður- ameríska dansa. Norrænt grafikþnar í sýningarsölum Norræna hússins verður á morgun, laugardaginn 31. ágúst, opnuð sýning meö yfirskrift- ina Norræna graflkþríárið. Er þetta öðru sinni sem Norræna húsið og félagið íslensk graflk hafa samvinnu um sýningu á grafíkverkum eftir fimm af helstu samtíðarlistamönn- um Norðurlanda. Auk þess er einum listamanni utan Norðurlanda boðið að sýna verk sín og að þessu sinni er það Helen Fran- kenthaler frá Bandaríkjunum en hún er einn snjallasti núlifandi myndhstarmaður í Bandaríkjunum. Norrænu listamennirnir flmm eru: Per Kirkeby frá Danmörku, Jukka Mákelá frá Finnlandi, Olav Christop- her Jenssen frá Noregi, Max Book frá Svíþjóð og fuUtrúi íslands er Sigurð- ur Guðmundsson. Þau sex hafa á mismunandi hátt sótt innblástur verka sinna til nátt- úrunnar og meginmyndefni sýning- arinnar er „óhlutlæg myndlíking". Sammerkt með þessum listamönn- um er að enginn þeirra hefur grafík- ina sem aðaltjáningarform. Sýningin stendur til 22. september og verður opin daglega frá klukkan 14-19. Náttúruvemdarráð Suðvesturlands: Skoðunarferð í togara Náttúruverndarráð Suðvestur- lands ætlar á morgun, laugardaginn 31. ágúst, í samvinnu við Granda hf. að kynna hluta af starfsemi útgerö- arfyrirtækis í Reykjavík, skuttogara og veiðarfæri hans, og minna í leið- inni á þörfina fyrir aukinni kynn- ingu á lífríkinu í sjónum og starfsem- inni sem snýr að nýtingu þess. Skuttogarinn Jón Baldvinsson RE 208, fullbúinn til veiða, veröur til sýnis frá klukkan 10-16 við Grófar- bryggju, við skipalægi Akraborgar. Boðið verður í um klukkustundar- ianga siglingu sem skoðunarferð um Kollaíjörð og út á Flóa og er ferðin tilvalin fjölskylduskemmtun. í sam- bandi við kynninguna verður fjög- urramannafar og gamall björgunar- bátur af Söndunum fyrir austan til sýnis í Hafnarhúsportinu og jafn- framt verða í Hafnarhúsinu að vest- anverðu sýnd gömul siglingatæki. Einnig verður þar kynning á verk- efnum NVSV sem snerta sjóinn. Tilgangur þessa er að vekja athygli á nauðsyn þess aö skólanemendur og almenningur eigi þess kost að kynna sér betur aöalatvinnuveg þjóðarinnar, fiskveiðarnar, og að geta boriö saman þá miklu breytingu sem orðið hefur á skipum og tækjum til sjósóknar frá aldamótum. Þá verður vakin athygh á því að komið verði sem fyrst upp við höfn- ina í Reykjavík sjávarlífhúsi sem yrði fræöslustöð fyrir almenning og skóla um Ufið í sjónum. Messur Árbæjarkirkja: Guösþjónusta sunnudag kl. 11 árdegis. Prestur sr. Þór Hauksson. Sóknarprestur. Áskirkja: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laug- ameskirkju sunnudag kl. 11. Sóknar- prestur. Breiðholtskirkja: Messa með altaris- göngu kl. 20.30. Ath. breyttan messutíma. Organisti Þorvaldur Bjömsson. Bæna- guðsþjónusta þriðjudaga kl. 18.30. Sr. GísU Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guömundsson. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Magnús Bjömsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Frikirkjan i Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 14. Miðvikudagur 4. september. Morg- unandakt kl. 7.30. OrgeUeikari Violeta Smid. CecU Haraldsson. Grafarvogssókn: Kvöldguðsþjónusta í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn kl. 20.30. Ein- söngur. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Organisti Sigríður Jónsdóttir. Kaffi eftír guðsþjónustuna. Vigfús Þór Ámason. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Org- anisti Ámi Arinbjarnarson. Prestur sr. Gylfl Jónsson Grindavíkurkirkja: Messa kl. 11. Organ- isti Siguróli Geirsson. Kór Grindavíkur- kirkju syngur. Böm borin tfl skímar. Sóknarprestur. Hafnarfjarðarkirkja: Morgunsöngur kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. Hallgrimskirkja: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðju- dagur. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Arn- grimur Jónsson. Kvöldbænir og fyrir- bænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallasókn: Messa kl. 11 í Kópavogs- kirkju. Kór HjaUasóknar syngur. Organ- isti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Ein- ar Þorvarðarson. Keflavíkurkirkja: Guösþjónusta kl. 20.30 (altarisganga). Athugið breyttan messu- tima. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Org- anisti og stjómandi Einar Öm Einarsson. Þar sem undirritaður fer nú í ársleyfi frá prestsstörfum í Keflavík býður sóknar- nefnd Keflavíkur safnaðarfólki að þiggja veitingar í Kirkjulundi að messu lokinni. Ólafur Oddur Jónsson. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Hjallasóknar syngur. Presfltr sr Kristján Einar Þorvarðarson. Ægir Fr Sigurgeirsson. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Molasopi að guðsþjónustu lokinni. Laugarneskirkja: Laugardagur. Guðs- þjónusta kl. 11 í Hátúni lOb. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Sunnudagur. Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ingólfur Guðmundsson messar. Organisti Ronald V. Tumer. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmtudagur. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, altarisganga, fyrirbænir. Neskirkja: Messa kl. 11. Fermd verða Guðrún Hulda Sigurðardóttir, Kristín Halldóra Sigurðardóttir og Sigurður Ingi Sigurðsson, Miðvangi 4, Hafnarfirði. Org- el og kórstjóm Reynir Jónasson. Sr. Guð- mundur Oskar Ólafsson. Miðvikudagur. Bænamessa kl. 18.20. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi í KirKjubæ eftir guðsþjónustuna. Safhaðarprestur. Seljakirkja: Fyrsta guðsþjónustan að loknu sumarleyfi verður sunnudag kl. 20.30. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. Sókn- arprestur. Seltjarnarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdótt- ir. Stóra-Núpskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Tónleikar Operu og Ijóðatónleikar í Hafnarborg Nemendur próf. Svanhvítar Egilsdóttur halda óperu- og Ijóðatónleika í Hafnar- borg, Hafnarfirði, í kvöld, 30. ágúst, kl. 20.30. Tónleikamir eru haldnir að loknu söngnámskeiði sem staðið hefur yflr sl. tvær vikur. Svanhvít er íslendingum að góðu kunn en þetta er í sjöunda skiptið sem hún heldur námskeið hér á landi en þeim lýkur ætíð með tónleikum þar sem þátttakendur koma fram. Undirleik ann- ast Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari og Martial Nardau flautuleikari. Tilkyimingar Vígsla Fimmvörðuskála Endurbyggingu Fimmvörðuskála á Fimmvörðuhálsi er nú lokið. Skálinn verður vígður og formlega tekinn í notk- un laugardaginn 31. ágúst. Áhugafólk um útivist og ferðalög er hvatt til aö koma til vígslunnar. í 1100 m hæð yflr sjávar- máli, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdal- sjökuls, er Fimmvörðuháls. Þar um er fjölfamasta gönguleið á íslandi. Meira en 2000 manns fara þar um á hverju sumri á leið sinni milh Skóga og Þórsmerkur. Dagskrá vígslunnar hefst kl. 14.30. Útivist býður upp á ýmis tilbrigði við ferðir frá ReyKjavík á Fimmvörðuháls. Dagsferð verður frá Reykjavík kl. 9.30. Komið er aftur í bæinn kl. 19. Helgarferð verður í Bása í Þórsmörk kl. 20 í kvöld. Farþegar í Þórsmörk geta á laugardagsmorgun valið um gönguferð á Fimmvörðuháls undir stjóm fararstjóra eða fariö með rútu. Útivist býður einnig upp á göngu- ferð af Fimmvörðuhálsi og rútuferö í Bása. Þeir sem vilja geta komið á eigin bílum að Skógum og fengið þaðan rútu- ferð upp á Fimmvörðuháls. Allar nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu Úti- vistar, sími 14606. Vígslugestir em beðnir mn að koma vel klæddir. Góður skófatn- aður er nauðsynlegur. Húsdýragarðurinn í Laugardal er opinn frá kl. 10-18 um helgina. Sér- stakt um helgina: Hreindýratarfurinn Leifi er nú með fullvaxin hom. Blóðrík húðin er að flagna af. Fengitiminn byijar fljótlega en þá er betra að vara sig á þess- um fjögurra vetra tarfi því hann berst við hvem sem er til að vemda hjörðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.