Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 8
FÖSTUDÁGÚR 30. ÁGÚST Íl99li Veðurhorfur næstu daga: Kalt og blautt með tals- verðum næturkulda Nú er haustið næstum því alveg ^rkomið og litlar ýkjur að segja að verulega hafi kólnað síðustu daga með tilheyrandi rökkri, eða réttara sagt myrkri, á kvöldin. En þetta er nú bara hringrásin og lítið við því að segja. Sumir sakna sumarsins og sólarinnar en áðrir eru fegnir myrkrinu og kuldanum því þá er hægt að kúra sig í þægilegan sófa með rómantískt kertaljós. En hvaö um það, veðrið næstu daga býður bæði upp á kertaljós og nokkrar sól- arglætur, allt eftir því hvar menn eru búsettir. Á suðvesturhorninu er spáð ann- aðhvort alskýjuðu eða hreint og - samkvæmt spá Accu-Weather beint súld á morgun. Sama er að segja um Vestfirðina en þegar norðar og austar dregur hlýnar bæði og birt- ir. Á Sauðárkróki og Akureyri er spáð um 14 stiga hita og hálfskýjuðu veðri, Raufarhöfn er á sama báti og allt austur til Hjarðarness er sama veður. Á suðausturhorninu verða menn nokkuð heppnir en hins vegar eiga Vestmannaeyingar von á sams konar veðri og Reykvíkingar, skýj- uöu veðri. Betra á sunnudag Veðrið á sunnudaginn verður ögn skárra en laugardagsveðrið. Ekki mikið, en smávegis. Hitastigið togast aðeins upp og í Vestmannaeyjum verður það 16 stig. Hins vegar veröur skýjað þar eins og víða annars stað- ar, svo sem á Vestfjörðum og á suð- austurhorninu. Á Norðurlandi verð- ur hálfskýjað, svo og á Austurlandi og á suðvesturhorninu. Rigningog súld næstu daga Þar er eiginlega sama hvar drepið er niöur fæti á mánudag, þriðjudag og miövikudag, sama veður nær alls staðar. Hitinn á bilinu 11-15 stig og alls staðar annaðhvort skýjað, súld eða rigning. Sem sagt, leiðindaveður. Það er því ljóst að það verður lítið um sól og hita næstu daga, altént fram á næsta fímmtudag. Hvað verð- ur í næstu viku verða hinir duttl- ungafullu veðurguðir að ákveða. Farið að kólna á Spáni Þótt ekki sé farið að kólna neitt verulega í Suður-Evrópu má þó sjá að hitastigið á Spáni er farið að þok- ast niður fyrir 30 stigin. Eflaust verða margir fegnir því hitinn þar hefur nálgast 40 stigin allan ágústmánuð. í Mið-Evrópu er hitinn mjög góður, á bihnu 19 til 27 stig. Á Norðurlönd- unum er hitinn enn um og yfir 20 stig og helst þannig væntanlega næstu daga. Heittí Bandaríkjunum Enn er verulega heitt í Bandaríkj- unum og heitast er í New York og Orlando, 32 stig. Aðeins kaldara er á vesturströndinni og í Los Angeles er 27 stiga hiti. Þrumurnar halda sig hins vegar enn á austurströndinni, að þessu sinni í New York. Veðurhorfur í Reykjavík næstu 5 daga STcýjað og líkur á Skýjað og rigning öðru hverju hitl mestur +13° minnstur +10° Eitthvert sólskin, gola en milt veður hlti mestur +16° mlnnstur +11° Skýjað og rigning á köflum hiti mestur +14° minnstur +10° skúraleiöingum hiti mestur +13° minnstur +8° Þungbúið en að iíkindum þurrt hiti mestur +14° minnstur +9° Veðurhorfur á Islandi næstu 5 daga Ekki er gert ráð fyrir neinu frosti í byggð í spánni fram til miðvlkudags. Geta lands- menn þvf vel við unað. Það er eingöngu á Norðurlandi sem reiknað er með því að hltinn fari niður fyrir +5° eftir helgi. Ekkl er gert ráð fyrlr rigningu á höfuðborgar- svæðlnu nema á mánudag og helgln getur orðið ágæt til útiveru. Þeir sem ætla f berjamó ættu þó að klæða sig vel þvf að kalt getur orð- ið þegar degi tekur að halla. Á landsbyggðinni verður víða súld en hvergi örlar enn á éljamerkingum eða snjókomu á ísiandskortinu. STAÐIR LAl). SUN. MÁN. ÞRI. MIÐ. Akureyri 14/5hs 15/7hs 11/4sú 12/5as 13/4as Egilsstaöir 13/6hs 13/8hs 12/7as 14/6hs 11/5sú Galtarviti 12/9s 13/7as 11/8sú 12/8sú 13/8as Hjaröarnes 14/9hs 13/8as 13/9ri 15/8as 14/10as Keflavflv. 14/11as 15/12hs 14/11ri 14/8sú 15/11 as Kirkjubkl. 14/7hs 14/8as 12/8sú 14/7as 14/8as Raufarhöfn 13/7hs 14/8hs 11/6sú 12/5as 13/6as Reykjavík 13/10s 16/11hs 14/1 Ori 13/8as 14/9as Sauöárkrókur 14/7hs 14/8hs 12/6sú 13/5as 13/4as Vestmannaey. 14/11as 16/12as 14/11 ri 15/9sú 14/10as Skýringar á táknum 9 sk — skýjað (3 he — heiðskírt • as — alskýjað Is — léttskýjað ri — rigning (J hs — hálfskýjað * X *• sn — snjókoma V 9 oo sú — súld s — skúrir m i — mistur þo — þoka þr — þrumuveöur Veðurhorfur í útlöndum næstu 5 daga BORGIR LAU. SUN. MÁN. ÞRI. MIÐ. BORGIR LAU. SUN. MÁN. ÞRI. MIÐ. Algarve 29/18hs 28/18hs 27/17hs 29/19hs 30/18hs Malaga 32/23he 33/23he 32/22he 31/19hs 31/20hs Amsterdam 26/17he 24/16hs 25/14hs 24/17hs 23/16hs Mallorca 29/22hs 28/18he 29/20he 29/19hs 30/19hs Barcelona 31/20hs 29/18he 27/17hs 29/18hs 28/18hs Miami 33/26hs 33/25hs 33/25hs 32/23þr 33/24hs Bergen 21/12hs 21/14hs 21/13hs 18/13hs 18/12hs Montreal 24/12hs 24/9he 24/13he 26/14hs 24/16sú Berlín 26/15he 28/16he 27/14he 26/15hs 25/15hs Moskva 16/6hs 21/9hs 23/1 Ohs 18/8hs 20/1 Ohs Chicago 29/17hs 30/16he 31/17he 32/18he 29/17he New York 32/21 þr 29/19he 26/21 hs 28/19hs 29/18he Dublin 19/12SÚ 19/11 hs 19/11 hs 19/13hs 20/12hs Nuuk 9/2hs 10/4hs 10/4hs 8/3sú 9/2as Feneyjar 29/18hs 29/18he 29/19he 31/20hs 29/18sú Orlando 32/24hs 32/24þr 32/23hs 31/22hs 32/24þr Frankfurt 27/17is 28/16he 28/17hs 27/16he 28/18hs Osló 21/13hs 20/14hs 21/13he 18/14as 17/11 as Glasgow 19/12hs 18/12hs 18/11as 18/12as 18/11 sú París 26/12hs 26/14hs 24/13hs 22/15hs 24/16sú Hamborg 25/12ls 27/13he 26/16he 26/13hs 25/11as Reykjavík 13/10S 16/11 hs 14/1 Ori 13/8as 14/9as Helsinki 16/8hs 18/9hs 22/12hs 19/11 sú 17/9hs Róm 29/18hs 29/18he 31/19he 30/20hs 31/19hs Kaupmannah. 19/13hs 13/13hs 21/12hs 20/12hs 19/12as Stokkhólmur 20/13hs 20/13hs 18/12hs 19/12as 21/10hs London 22/14hs 22/13hs 21/12hs 19/12he 21/11 hs Vín 26/14IS 33/14he 24/14hs 25/12hs 25/13hs Los Angeles 27/17hs 28/18hs 28/18hs 29/17hs 30/17hs Winnipeg 32/16hs 31/16hs 27/13þr 28/16hs 27/17hs Lúxemborg 28/15he 27/14hs 24/14hs 26/16he 25/15hs Þórshöfn 14/9sk 16/IOsú 14/11sú 16/11hs 14/12ri Madríd ^ 29/17hs 31/16he 29/16he 30/16he 31/17he Þrándheimur 20/14sk 18/12hs 19/13hs 18/11as 17/12as

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.