Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991. 21 Starfsfólki Músdýragarösins fer þess á leit viö gesti að þeir sýni dýrunum ávallt virðingu og nærgætni í umgengni. Vin- samlegast hikið ekki við að spyrja það um dýrin. Stjórnin á Hvammstanga og í Vestur-Landeyjum Hljómsveitin Stjómin leikur í félags- heimilinu á Hvammstanga í kvöld, fóstu- dagskvöld. Það er í fyrsta skipti sem hljómsveitin leikur þar. Á laugardags- kvöld leikur svo sveitin í félagsheimilinu Njálsbúð 1 Vestur-Landeyjum. Nektardansmær á Hótel Austurlandi Sunnudagskvöldið 1. september mun nektardansmærin Mona Kalles skemmta Austfirðingum á Hótel Austurlandi, Fá- skrúðsfirði. Mona Kalles hlaut útnefn- ingu árið 1990 sem „Danmarks super stripper nr. 2“. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra heldur flóa- markað í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laugar- daginn 31. ágúst og alla laugardaga í sept- ember. Nýjar úlpur á skólakrakka og fleira. Leið 5 að húsinu. Minningarkort Þing- eyrarkirku fást í Kirkjuhúsinu, KirHjutorgi, og hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Ferðalög Utivist um heigina Sunnudagur 1. september Kl. 8. Heklugangan, lokaáfangi Ganga á Heklu er alltaf merkur atburður en hefur sérstakt gildi nú þar sem marg- ir hafa gengið meira og minna alla leið úr Reykjavík. Athugið breyttan brottfar- artíma. Kl. 13. Berjaferð Önnur náttúrunytjaferð haustsins. Vígsluhátíð laugardaginn 31. ágúst Vegna vígslu nýs skálar Útivistar á Fimmvörðuhálsi verður boðið til sér- stakrar helgarferðar í Bása og á Fimm- vörðuháls, fostud. til sunnud., 30/8-1/9. Gist verður í Útivistarskálunum í Básum. Á laugardeginum verður gengið frá Bás- um á Fimmvörðuháls. Einnig er boðið upp á bílferð úr Básum um Skóga á Fimmvörðuháls. Á laugardag er dagsferð frá Reykjavík kl. 9.30 á Fimmvörðuháls. Happdrætti Vorhappdrætti handknatt- leiksdeildar Fram Dregið hefur verið í vorhappdrætti hand- knattleiksdeildar Fram. Vinningar komu á eftirtalin númer: 680, 1170, 1040, 1530, 823, 1143, 1569, 956, 1082, 869, 1262, 1467, 1364 og 1272. Handknattleiksdeildin þakkar veittan stuðning. Fundir Stofnfundur styrktarfélags krabbameinssjúkra barna verður haldinn að Skeifunni 11 (Fönn) mánudaginn 2. september kl. 20.30. Dag- skrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir vel- komnir. Sýningar Art-Hún Stangarhyl7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Árbæjarsafn Opið kl. 10-18 um helgar. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Safnið er opið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmúndar- safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Birgitta Óskarsdóttir sýnir þósmyndir í Ásmundarsal. Þetta er fyrsta sýning hennar hér á landi. Hún útskrifaðist frá Prat Institute í New York sl. vor með heiðursnafnbót. Opiö verðtu daglega kl. 9-20 virka daga og 14-19 um helgar. Café Mílanó Faxafeni 11 Alda Armanna Sveinsdóttir sýnir vatns- litamyndir af náttúru íslands í veitinga- húsinu Café Milanó. Myndimar eru mál- aðar á Uðnu sumri. FÍM-salurinn v/Garðastræti Sharon Norman sýnir akrílverk á striga og pappír. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Sharon sýnir til 1. september. Ferstikla, Hvalfirði Bjarni Þór sýnir í Ferstiklu, Hvalfjarðar- strönd, í ágústmánuði. Á sýningunni eru mynoir unnar með olíukrít og einþrykkt- ar grafíkmyndir. Gaílerí Borg Pósthússtræti 9 Galjerí Borg heldur málverkauppboð í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 1. sept- ember kl. 20.30. Verkin eru sýnd fóstu- dag, laugardag og sunnudag í Gallerí Borg frá kl. 14-18. Gkllerí List Skipholti Þar stendur yflr sýning á verkum eftir nokkra listamenn. Þar gefur að líta graf- íkmálverk, keramik, postulín, glerverk og rakúkeramik. Sýningin stendur yfir í allt sumar og er opin virka daga kl. 10.30-18. Gallerí 8 Austurstræti 8 Sigríður Erla sýnir skúlptúr og leirmuni í Gallerí 8. Sigríður Erla útskrifaðist úr leirlistadeild MHÍ1990. Sýningin stendur út næstu viku. 7 Gallerí Einn einn Skólavörðustíg 4a Stefán G. Karlsson sýnir hluti og skúlp- tura. Sýningin stendur til 5. sept. og er opin daglega frá kl. 14-18 og er sölusýn- ing. Gallerí Kot Borgarkringlunni Leifur Breiðfjörð sýnir steinda glugga, olíumálverk og pastelmyndir. Sýningin er opin á almennum afgreiðslutima Borg- arkringlunnar. Gallerí Samskipti Síðumúla 4 Gitðjón Bjamason heldur sýningu á arki- tektúr í Gailerí Samskiptum. Sýningin er opin virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl 9-14. Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Hafnarborg Strandgötu 34 : Á morgun, laugardaginn 31. ágúst, opnar Guðrún H. Jónsdóttir (Gígja) sýningu á verkum sínum í Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýning- unni em um 40 olíumálverk, flest máluð á síðustu þremur árum. Sýningunni lýk- ur sunnudagirm 15. september og er hún opin kl. 14-19 aila daga nema þriðjudaga. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá ki. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Keramikhúsiö, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Halldór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí-innrömmun Siðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnslitir, pastel og grafík. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Helgi Jónsson sýnir litlar vatnslitamynd- ir. Þetta eru landslagsmyndir frá ýmsum stöðum, málaðar eftir skissum geröum á staðnum. Helgi hefur lengi fengist við myndlist og síðasta áratuginn verið í Myndlistarskólanum í Reykjavík í ýms- um greinum. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á verkum eftir franska listamanninn Philippe Cazal, sem ber yfirskriftina „Annars vegar - hins vegar". Sýningin stendur til 6. október. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10-18 og er veitingabúð- in opin á sama tíma. Sjóminjasafn íslands Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd verk eftir íslenska listamenn og í sal 3 eru sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í safninu er yfirlitssýning á andhtsmynd- um eftir listamanninn frá árunum 1927 til 1980. Opið er um helgar kl. 14-17. Vélhjólaíþróttaklúbburinn: Motocrosskeppni á Sandskeiði Önnur motocrosskeppni sumars- ins, sem gildir til íslandsmeistara, verður haldin á Sandskeiði á sunnu- daginn klukkan 14. Keppt verður á braut Vélhjólaíþróttaklúbbsins. Einnig verður haldið áfram keppni á fjórhjólum en þetta er fyrsta árið sem keppt er á fjórhjólum til íslands- meistara. Keppni verður því eflaust hörð því að allir bestu ökumenn landsins eru skráðir til keppni og baráttan um íslandsmeistaratitilinn hefur aldrei veriö jafntvísýn og nú. Ef einhverjir eru ekki alveg með það á hreinu hvað motocross er þá er það talið ein erfiðasta íþrótt í heiminum í dag. Keppnin er fólgin í því að þeysast á sérsmíðuðum mótor- hjólum í torfærubraut sem oft er svo erfið yfirferðar að engu öðru farar- tæki er fært yfir þá stökkpalla og þau þvottabretti sem brautin er búin. í þessari braut ná hjóhn yfir eitt hundrað kílómetra hraða á hröðustu köflunum svo að ef þú hefur ekki enn Hörkuspennandi motocrosskeppni verður haldin á Sandskeiði á sunnu- daginn. farið á motocrosskeppni þá er tími til kominn. Miðaverð er 500 krónur fyrir full- orðna en frítt fyrir 12 ára og yngri. Málverkauppboð á Hótel Sögu Gallerí Borg heldur málverkaupp- boð í Súlnasal Hótels Sögu á sunnu- daginn klukkan 20.30. Verkin eru sýnd í dag, fóstudag, á morgun, 4aug- ardag, og á sunnudaginn frá klukkan 14-18. Birgitta Ósk Óskarsdóttir stendur hér við eina Ijósmynd sína. DV-mynd JAK Ljósmyndir í Ásmundarsal Nú fer í hönd síðasta sýningarhelgi í Ásmundarsal á ljósmyndum eftir Birgittu Ósk Óskarsdóttur en sýn- ingunni lýkur á mánudagskvöld. Myndirnar á sýningu hennar eru tuttugu talsins og eru allar svarthvít- ar. Birgitta lauk BFA-prófi (Bachelor of Fine Arts) frá Pratt Institute í New York í vor með heiðursnafnbót í list- rænni ljósmyndun og listasögu og hélt hún sýningu í Pratt Institute í New York á þessu ári og í Puck Build- ing á Manhattan. Hulduhólar: Sumarsýningunni lýkur Sumarsýningunni, sem staðið hef- ur í Gallerí Hulduhólum í Mos- fellsbæ frá 13. júlí, lýkur á sunnudag- inn, 1. september. Þar sýna fjórar lis- takonur verk sín, Björg Þorsteins- dóttir og Jóhanna Bogadóttir mál- verk, Hansína Jónsdóttir skúlptúr og Steinunn Marteinsdóttir verk unnin í leir. Vel á þriðja þúsund manns hafa séð sýninguna og nokkur verk hafa selst. Steinunn Marteinsdóttir, sem rekur keramíkverkstæði að Hulduhólum, telur að þessi fyrsta tilraun með sumargallerí hafi tekist vel og gerir ráð fyrir framhaldi á þessari starf- semi næsta sumar. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKIRTEINA RÍKISSJÓÐS í 2. FL. B.1985 Hinn 10. september 1991 er tólfti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.12 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.241,55 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1991 til lO.september 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 3185 hinn 1. september 1991. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.12 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1991. Reykjavík, 30. ágúst 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.