Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1991, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR, HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Evrópu-þröskuldur Erfiðleikar Evrópubandalagsins í samskiptum við ísland og Noreg endurspeglast í öðrum erfiðleikum þess út á við, einkum gagnvart nýfrjálsum ríkjum Austur- Evrópu og í alþjóðlegum fríverzlunarviðræðum á vegum GATT-samkomulagsins, sem kenndar eru við Uruguay. Þótt til sé gullvæg setning, sem segir, að sjaldnast valdi einn, þá tveir deili, þá beinist athyglin auðvitað mest að þeirri stofnun, sem jafnan er öðrum megin borðsins, þegar slík vandamál koma upp. Sú stofnun er Evrópubandalagið, sem getur bara étið, ekki samið. Velgengni Evrópubandalagsins byggist meðal annars á þátttöku efnahagsrisa á borð við Þýzkaland og stærð markaðarins innan bandalagsins. Þess vegna vilja mörg ríki, svo sem Svíþjóð og Austurríki, komast inn i banda- lagið, þótt það kosti afslátt af fullveldi þeirra. Evrópubandalagið hefur getað melt ríki, sem koma inn. Það getur hins vegar ekki gert fjölþjóðasamninga út á við. Mestu veldur þar, að þrýstihópar eiga greiðan aðgang að stjórnmálamönnum og embættismönnum bandalagsins, einkum í landbúnaði og sjávarútvegi. Við getum betur skilið þetta, ef við ímyndum okkur þá hliðstæðu, að íslenzka landbúnaðarráðuneytið ætti að gera viðskiptasamninga við útlönd fyrir íslands hönd. Þá mundi sérhagsmuna hefðbundins landbúnaðar vera gætt í hvívetna, á kostnað íslenzkra neytenda. íslenzka landbúnaðarráðuneytið mundi í slíkum við- ræðum gæta þess, að ekki yrði innflutningur á neinni þeirri vöru, sem ekki er flutt inn núna. Niðurstaðan yrði auðvitað sú, að ekki yrði af neinum samningum og landbúnaðurinn héldi áfram að sliga þjóðina. Þetta sama dauðahald í sérhagsmuni þrýstihópa höf- um við séð í viðræðum Efnahagsbandalagsins við Frí- verzlunarsamtökin um evrópskt efnahagssvæði. Þær viðræður fóru út um þúfur, af því að embættismenn og þrýstihópar landbúnaðar og sjávarútvegs réðu ferð. Evrópa stendur nú á tímamótum, sem Evrópubanda- lagið mun klúðra. Það eru samskiptin við Austur- Evrópu, sem byggja vonir sínar um framfarir á að geta komið tiltölulega ódýrum landbúnaðarafurðum sínum í verð. Aðra frambærilega vöru hefur austrið ekki. Sérshagsmunir hefðbundins landbúnaðar í Evrópu- bandalaginu hafa hingað til og munu áfram koma í veg fyrir skynsamlegan samning milli austurs og vesturs í Evrópu um frjálsari verzlun landbúnaðarafurða. Þetta mun setja lýðræðisþróun í austri í aukna hættu. Svipað hefur verið uppi á teningnum og verður uppi í fríverzlunarviðræðum GATT-samtakanna. Þar er þó enn meira í húfi, því að viðskiptastríð milli þríhyrnings- ins Bandaríkja-Japans-Evrópubandalags er í aðsigi, ef ekki fæst skjót niðurstaða í ágreiningsefnunum. Enn og aftur er það evrópskur landbúnaður, sem ligg- ur þversum í vegi samkomulags um alþjóðlega fríverzl- un. Þótt Bandaríkin og Japan eigi nokkra sök á erfiðri framvindu mála í GATT-viðræðunum, hvílir þó megin- sökin á Evrópubandalaginu og samningamönnum þess. Athyglisvert er, að í öllum þessum ágreiningsefnum Evrópubandalagsins við umheiminn eru samninga- menn þess ekki að gæta hagsmuna evrópskra neytenda, sem mundu hagnast á að fá fiskafurðir frá íslandi og Noregi og búvöru frá Austur-Evrópu og öðrum álfum. Nú er kominn tími til, að stjórnendur Evrópubanda- lagsins skilji, hvernig þröngir sérhagsmunir eru að stefna friði og farsæld mannkyns í tvísýnu. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 i i.-. ... .■ ■ v ' ' 1 ■ Ur veitingasal Perlunnar. - Heldur Reykjavíkurborg uppi sósíalisma I veitingarekstri? Sósíalisminn og Perlan Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur að undanfórnu haft stór orð um þá sem „sulla út peningum, út og suður“', svo notuð sé samantekt úr hans eigin orðalagi. í ljósi þessa vekja málefni Perlunnar, sem upp hafa komið nú síðustu vikur, sér- staka athygli. Hitaveita Reykjavíkur hefur ver- ið stöndugt fyrirtæki í gegn um tíð- ina og hefur notið þess að með vax- andi þéttbýli voru miklar orkulind- ir i Reykjavík og nágrenni nýttar til upphitunar. Dreifikerfi var byggt og miðlunartankar risu þar sem hæst bar í Reykjavik. Þessar framkvæmdir hafa malað gull og átt verulegan þátt í því að bæta lífs- kjörin í borginni. Það eru því ekki lítil tíðindi aö þetta fyrirtæki skuli nú komið í erfiða lausafjárstöðu og þurfi að leita út á lánamarkaö með litlar 450 milljónir króna. Ókunnugur gæti haldið að hér hefðu mikil slys orðið á mannvirkjum, orkulindir hefðu tæmst eða viðlíka óáran hefði átt sér stað. Engu slíku er til að dreifa. Þessir erfiðleikar eru fyrir það að meirihlutanum í borgarstjóm Reykjavíkur og hitaveitustjórn datt það í hug að byggja veitinga- hús ofan á hitaveitutönkunum til þess að hægt væri að horfa yfir alla Reykjavík meðan verið væri að borða góðan mat. Húsið skyldi rísa á fyrirfram ákveðnum tíma, hvað sem það kostaði. Húsið reis og þjónar þessu ágæt- lega. Þaö er glæsilegt og útsýni er fagurt þegar skyggni er gott. Hins vegar kostar það ósköp af pening- um og hefur farið Utlar 300 milljón- ir fram úr áætlun að okkur er tjáð. Davíð segir að þó að hann hefði vitað þetta fyrir hefði það engu máli skipt, byggingin hefði risið. Sósíalismi í veitingarekstri Þetta mál er allt hið furðulegasta og einn þáttur þess er Utt skfijan- legur. Það er að einkaframtakinu skuli ekki hafa verið falið að byggja þetta myndarlega hús á tímum KjaHarinn Jón Kristjánsson alþingismaður umræðu um einkavæðingu. Á sama tíma og rætt er um mikla einkavæðingu hjá ríkinu heldur Reykjavíkurborg uppi sósíalisma í veitingarekstri. Sá sósíalismi er búinn að hrekja hitaveituna út í lántökur og hundruðum mfiljóna héfur veriö varið í að kaupa önnur veitingahús, svo sem Hótel Borg og Broadway á sínum tíma. Ef yfirþyrmandi skortur væri á veitingahúsum í Reykjavík væri þetta skiljanlegt. En það er síður en svo. í þessari atvinnugrein er bullandi samkeppni og margir dug- andi menn starfa í henni. Hvað eru 300 milljónir milli vina? Þrjú hundruð milljónir, sem var- ið var í innansleikjur á lokastigi þessarar byggingar, eru ef til vill ekki mikið fé á mælikvarða Reykjavíkurborgar. Eitt er þó víst að mörgu gagnlegu mætti koma til leiðar fyrir þessa upphæð. Svo að gripið sé niður í fjárlagafrumvarpið árið 1991 til samanburðar þá er varið til bygg- ingar sjúkrahúsa, heilsugæslu- stöðva, læknisbústaða og hjúkrun- arheimila aldraðra, ef stóru sjúkra- húsin í Reykjavík eru frátahn, um 292 milljónum króna. Kokhraustur forsætis- ráðherra Það þarf svo gífurlega kokhreysti eftir þetta allt saman til þess að koma fram fyrir þjóðina og segja að þeir sem björguðu sjávarútvegs- fyrirtækjunum frá stöðvun haustið 1988 hafi „sullað út pemngum, út og suður“. Þetta orðbragð sýnir að forsætisráðherrann hefur harla einkennilegar hugmyndir um for- gangsröð verkefna og fróðlegt væri að heyra um arðsemi þess íjár- magns sem hefur farið í veitinga- mennskuna í borginni. í Sovétríkjunum var ríkið um- svifamikið í veitingahúsarekstri og flokksgæðingamir þar gátu látið fara vel um sig meðan þeir voru að borða. Nú er verið að reyna að vinda ofan af þessu þar, en sú er ekki raunin á hér. Hitaveitan er drifin í lántökur sem munu gera sitt til að hækka vextina hér á landi. Almenningur mun því borga þessi ævintýri fyrr eða síðar. Jón Kristjánsson „Þetta mál er allt hið furðulegasta og einn þáttur þess er lítt skiljanlegur. Það er að einkaframtakinu skuli ekki hafa verið falið að byggja þetta myndarlega hús á tímum umræðu um einkavæð- ingu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.