Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR: 4. OKTÓBER ,1991.
Dansstaðir
Ártún
Vagnhöfða 11, sími 685090
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar
ásamt Hjördísi Geirsdóttur söng-
konu leikur fyrir dansi föstu-
dags-, laugardags- og sunnudags-
kvöld. Þorvaldur Halldórsson
skemmtir á fostudagskvöld og
Örvar Kristjánsson á sunnudags-
kvöld.
Blúsbarinn
Laugavegi 73
Lifandi tónlist öll kvöld nema
mánudags- og þriðjudagskvöld.
Casablanca
Diskótek föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Dans-barinn
Grensásvegi 7, sími 688311
Lifandi músík föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Danshúsið Glæsibæ
Álfheimum, s. 686220
Dansleikur föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Fimman,
Hafnarstræti,
Dansleikur föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Fjörðurinn
Strandgötu, Hafnarfirði
Loðnu rottumar leika fyrir dansi í
kvöld og Sniglabandið á laugardags-
kvöld.
Fógetinn
Sönghópurinn Snæfríður og
stubbarnir skemmtir gestum
Fógetans föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Furstinn
Skipholti 37, sími 39570
Lifandi tónlist föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Gikkurinn
Ármúla 7, sími 681661
Hljómsveitin Red House leikur föstu-
dags- og laugardagskvöld. Draft
happy hour kl. 18-21 alla daga.
L.A. Café
Laugavegi 45, s. 626120
Diskótek föstudags- og laugar-
dagskvöld. Hátt aldurstakmark.
Klúbburinn _.
Borgartúni 32, s. 624588 og 624533.
Fjólublái fillinn í kjallara er örðu-
vísi krá með bíói þar sem sýndar
eru gamlar kvikmyndir. Lifandi
tónlist um helgar.
Hótel ísland
Ármúla 9, sími 687111
Aftur til fortíðar - íslenskir tónar í
30 ár“ nefnist ný söngskemmtun sem
frumsýnd verður í kvöld. 2. sýning á
laugardagskvöld. Að skemmtuninni
lokinni leikur hljómsveitin Upplyft-
ing fyrir dansi.
Hótel Saga
Hljómsveitin Smellir og Ragnar
Bjarnason skemmta laugardags-
kvöld.
Moulin Rouge
Diskótek á föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Naustkráin
Vesturgötu 6-8
Opið um helgina.
Nillabar
Strandgötu, Hafnarfirði
Guðmundur Rúnar skemmtir
föstudags- og laugardagskvöld.
Tveir vinir og annar í fríi
Laugavegi 45
Hljómsveitin G.C.D. heldur tónleika
í kvöld. Á laugardagskvöld skemmtir
Loðin rotta.
Ölkjallarinn
Pósthússtræti 17
BB bandið leikur föstudagskvöld og
verður Anna Vilhjálms í farar-
broddi. Á laugardagskvöld leikur
hljómsveitin „Tvennir tímar“
Trúbadorinn Ingvar skemmtir á
sunnudags- á mánudagskvöld.
Ölver í Glæsibæ
Karaoke-kráin opin öll kvöld og
alla daga í hádeginu.
Ráin
Keflavík
Rúnar Þór og Feðgabandið leika fyrir
dansi föstudags- og laugardagskvöld.
Eldfuglinn, nýstofnuð hljómsveit, leikur I fyrsta skipti opinberlega um helgina.
Eldfuglinn
Hin nýstofnaða hljómsveit,
Eldfuglinn, leikur í fyrsta skipti
opinberlega í veitingahúsinu K-17
í Keflavík í kvöld, föstudagskvöld.
Eldfuglinn skipa þeir Karl Örvars-
son söngvari, Hafþór Guðmunds-
son trommuleikari, Sigurgeir Sig-
mundsson gítarleikari, Grétar Örv-
arsson hljómborðsleikari og söngv-
ari og Þóröur Guðmundsson bassa-
leikari.
Á efnisskrá sveitarinnar eru lög
af væntanlegri sólóplötu Karls sem
kemur út um miðjan október,
ásamt eldri smellum Kalla í bland
við þekkt erlend stuðlög.
Á laugardagskvöldið ætlar Eld-
fuglinn að kynna sig fyrir Skaga-
mönnum og spUa í Hótel Akranesi.
G.C.D.
Feðginin Hjálmfríður Þöll og
Friðrik Guðni leika fyrir gesti
Gullna hanans á sunnudagskvöld-
um. Hjálmfríður Þöll syngur við
undirleik Friðriks Guöna sígild
dægurlög, djass, blús og rokk.
Hljómsveitin G.C.D. heldur tón-
leika á Tveimur vinum og öðrum
í fríi í kvöld, föstudaginn 4. októb-
er, og spilar á réttardansleik ársins
í Njálsbúð á laugardagskvöld.
G.C.D. leikur í Njálsbúð og Tveim-
ur vinum um helgina.
Feðginin leika fyrir gesti Gullna hanans.
Feðgin á Gullna hananum
Púlsinn:
Meiri blús
Blúsmenn Andreu og gestir leika
á Púlsinum í kvöld og annað kvöld.
Þá verður framhald á fjölmiðlabl-
úsnum en skorað var á DV að senda
sinn fulltrúa sem tók áskoruninni
lérttilega og það verður ljósmyndari
blaðsins og blúsáhugamaðurinn
Ragnar Sigurjónsson sem treður
upp með Blúsmönnum Andreu.
Ragnar ætlar að skora á Stöð 2 að
senda sinn fulltrúa a næstu blús-
helgi Púlsins, sem verður 11. og 12.
október. Vitað er að það er mikið
af músíkölsku starfsfólki á Stöð 2
svo það verða varla vandræði fyrir
Stöðina að taka áskoruninni.
Að venju verður fiöldi gesta sem
stígur á svið og blúsar fyrir mann-
skapinn. „Happy draft Hour“ eða
Lukkudælustund veröur milh
klukkan 22 og 23.
Það verður svo írska þjóðlaga-
Fulltrúi DV á fjölmiðlablúsnum
verður Ragnar Sigurjónsson* og
hann syngur með Blúsmönnum
Andreu um helgina.
hljómsveitin Diarmuid O’Leary &
The Bards sem skemmtir á sunnu-
dagskvöld. Sveitin er vinsælasta
þjóðlagasveit írlands og hefur
skemmt víða um heim. Meðlimirn-
ir eru miklir húmoristar og ná upp
mikilli stemmningu. Þeir leika
bæði eigið efni og aðra írska tónl-
ist. Þá verður boðið upp á írskar
guðaveigar í tilefninu.
Þann 10. október næstkomandi á
Púlsinn eins árs afmæli og alla
næstu viku verður haldið upp á
það. Vikan hefst með írsku kvöldi
á sunnudag, á mánudaginn verður
rólegt kvöld með píanótónlist,
þriðjudagskvöld verður þunga-
rokkskvöld sem Bootlegs leiða,
miðvikudagskvöld verður tileink-
að djassinum og á fimmtudags-
kvöld koma fram nokkrir af helstu
tónlistarmönnum Skífunnar.
Sólin í 1929
Nú er tekið að hausta og sóhn er
að mestu sest. Um helgina verður
í síðasta skipti fyrir langt frí boðið
upp á brennandi sólargeisla með
sveitinni Síðan skein sól í 1929 á
Akureyri.
Sóhn er auðvitað klikkuð sveit
og nokkuð víst að þeir í sólskins-
deildinni taka snarpa syrpu nú rétt
fyrir frí. Norðlendingar verða
þeirrar gæfu aðnjótandi að kveðja
piltana og vissara að mæta
snemma til að komast inn fyrir
gafl. Sólin spilar í kvöld og annað
kvöld í 1929.
Blúsbarinn:
Djass og blús
Á Blúsbarnum, Laugavegi 73,
verður fiölbreytt blús- og djasstónl-
ist um helgina. í kvöld, föstudags-
kvöld, verður þaö blúshljómsveitin
Perez sem framleiðir blús meö að-
stoð píanós, saxófóns, bassa og
tromma.
Djasshljómsveitin Kvartett KGB
leikur á laugardagskvöld með
Kristján Guðmundsson í farar-
broddi. Það verður síðan blústríóið
The Freshmen sem skemmtir á
sunnudagskvöld með kassagítarbl-
ús.
Heiðurs-
mennog
Kolbrún
Hljómsveitin Heiðursmenn og
Kolbrún verða með miðnæturtón-
leika og dansleik í Grillskálanum á
Hellu á laugardagskvöld.
Heiðursmenn og Koibrún
skemmta á Hellu á laugardags-
kvöld.
Grillskálinn á Hellu:
Þeir Grettir Björnsson og Örvar
Kristjánsson harmónikuleikarar
ásamt Jónmundi Hilmarssyni
trommuleikara skemmta gestum á
Rauða Ijóninu um helgina.
Rauða ljónið:
Harmóníku-
skemmtun
Það mun kveða við annan tón á
Rauða ljóninu á Eiðistorgi um helg-
ina en verið hefur. í kvöld og annað
kvöld verða það harmóníkuleikar-
ar sem halda uppi fiörinu og óhætt
er að gera ráð fyrir góðri stemn-
ingu. Það verða þeir Grettir Björns-
son og Örvar Kristjánsson sem
leika á nikkurnar og þeim til að-
stoðar verður Jónmundur Hilm-
arsson á trommur.