Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1991, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991.
23
- íslandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild, hefst á sun
íslandsmótið í körfuknattleik
hefst á sunnudaginn með þremur
leikjum í úrvalsdeildinni. Búist er
við mjög skemmtilegu íslandsmóti
í körfuknattleiknum í vetur en
keppnin i úrvalsdeildinni í fyrra
var einkar spennandi og skemmti-
leg. Sama fyrirkomulag verður á
úrvalsdeildarkeppninnar í vetur og
í fyrra enda gafst það mjög vel og
magnaði upp spennu í lok mótsins.
Á sunnudaginn fara fram þrír
leikir í úrvalsdeildinni.
Pálmar leikur fyrsta leik
sinn með Grindvíkingum
Grindvíkingar leika á heimavelli
sinum gegn Þór frá Akureyri.
Grindvíkingar komust í úrslita-
keppnina í fyrra og skarta nú nýj-
um leikmönnum eins og mörg önn-
ur úrvalsdeildarfélög. Pálmar Sig-
urðsson, einn besti körfuknatt-
leiksmaður landsins síðustu árin,
leikur sinn fyrsta leik með Grind-
víkingum í úrvalsdeildinni á
sunnudaginn og í liði Þórs leikur
hávaxinn blökkumaður sem talinn
er mjög snjall leikmaður. Dan
Krebbs leikur áfram með Grind-
víkingum í vetur.
Hvað gerir „Björninn"
gegn Tindastóli?
KR-ingar tefla fram nýjum er-
lendum leikmanni í vetur en Jonat-
han Bow sem lék með KR í vetur
leikur nú með ÍBK. John Bear tek-
ur stöðu hans hjá KR. KR-ingar
leika gegn Tindastóli á sunnudag
en lið „stólanna" er spurningar-
merki fyrir þetta tímabil. Þá má
geta þess að ívar Webster mun
leika með KR í vetur og mun þessi
hávaxni miðherji styrkja liðið.
Leikur KR og Tindastóls fer fram
á Seltjarnarnesi á sunnudaginn.
Hvað skorar Booker
gegn Haukum?
Franc Booker, sem gerði garðinn
frægan í fyrra með ÍR, leikur í vet-
ur með Val en Booker skoraði ótrú-
lega mikið í leikjum ÍR-Uðsins sl.
vetur og er besti erlendi leikmaður-
inn sem hér hefur leikið. Valsmenn
mæta Haukum á sunnudaginn í
Valsheimiiinu en allir leikirnir á
sunnudaginn heQast kl. 20.00.
Besta körfuknattleikslið
sem hingað hefur komið
Síðari leikur íslandsmeistara
Njarðvíkinga og júgóslavnesku
meistaranna í Cibona Zagreb fer
fram í íþróttahúsinu í Njarðvík á
laugardag. Leikurinn er liður í
Evrópukeppni meistaraliða í
körfuknattleik en fyrri leikurinn
fór fram á fimmtudagskvöldið.
Zagreb-liðið er án efa eitt besta
körfuknattleikslið sem komið hef-
ur hingað til lands.
Handknattleikur
Vestmannaeyingar leika síðari
leik sinn gegn norska liðinu Runar
í Evrópukeppni bikarhafa og fer
leikurinn fram i Eyjum á laugar-
dag. ÍBV tapaði fyrri leiknum með
sjö marka mun og því verður á
brattann að sækja hjá ÍBV á laug-
ardag en leikmenn liðsins eru
þekktir fyrir annað en að gefast
upp þótt á móti blási og dyggur
stuðningur áhorfenda gæti gert
ótrúlega hluti.
Frjálsar íþróttir
Þrátt fyrir að skammt sé að biða
innreiðar veturs konungs eru
frjálsíþróttamenn enn að og um
helgina fer fram hið árlega Öskju-
hlíðarhlaup ÍR. Hlaupið verður á
hádegi á laugardag og hefst við
Perluna. Skráning er á staðnum
milli ki. 10.30 og 11.45. Hlaupinn
verður hringur um Öskjuhlíðina,
3,5 km. Hlaupið verður frá Peri-
unni, eftir Vesturhlíð, framhjá
Heyrnleysingjaskólanum, eftir
Hlíðarfæti að Hótel Loftleiðum, eft-
ir Flugvallarvegi og sem leið liggur
að Perlunni. Hringurinn er 3,5 km
eins og áöur sagði og aldursflokkar
eru þessir: 12 ára og yngri, 13-14
ára, 15-16 ára, 17-34 ára, 35-44 ára,
45-54 ára og 55 ára og eldri. Einnig
er boðið upp á 7,0 km hlaup, tvo
hringi. Þar eru aldursflokkar þess-
ir: 13-14 ára, 15-16 ára, 17-34 ára,
35-44 ára, 45-54 ára og 55 ára og
eldri. -SK
Friörik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, með íslandsmeistarabikarinn
glæsilega að lokinni keppninni í úrvalsdeildinni i fyrra. Njarðvikingar
mæta Cibona Zagreb i Evrópukeppninni á laugardag en keppnin i úr-
valsdeildinni hefst með þremur leikjum á sunnudagskvöld. DV-mynd GS
Sýningar
FÍM-salurinn
v/Garðastræti
Næstu tvær vikur stendur yfir sölusýn-
ing til ágóða fyrir félagið. Eru þaö verk
félagsmanna og gefa þeir félaginu helm-
ing andvirðis mynda sinna og gengur það
til afborgunar á sýningarhúsnæði félags-
ins. Sýningin stendur til 14. október og
er opin alla daga kl. 14-18.
GalleríBorg
Pósthússtræti 9
Uppboðsverk sem veröa seld á málver-
kauppboði á Hótel Sögu á sunnudag
verða til sýnis í dag, laugardag og sunnu-
dag kl. 14-18.
Gallerí List
Skipholti
Þar stendur yfir sýning á verkum eftir
nokkra listamenn. Þar gefur að líta graf-
íkmálverk, keramik, postulín, glerverk
og rakúkeramik. Sýningin stendur yfir í
allt sumar og er opin virka daga kl.
10.30-18.
Gallerí Kot
Borgarkringlunni
Pétur Halldórsson sýnir teikningar, unn-
ar meö blandaðri tækni. Sýningin er opin
á almennum afgreiðslutíma Borgar-
kringlunnar.
Gallerí Sigurþórs
Víðimel 61
er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk
eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
Ósk Vilhjálmsdóttir sýnir í Gallerí Sæv-
ars Karls. Sýningunni lýkur í dag og er
opin á verslunartima frá kl. 9-18 .
Hafnarborg
Strandgötu 34
Pétur Friðrik sýnir í Hafnarborg. Á sýn-
ingunni eru olíumálverk, akrýl- og vatiis-
litamyndir, flest ný en einnig eldri mynd-
ir, allt frá árinu 1951. Sýningin er opin
daglega kl. 14-19, nemaþriðjudaga, fram
til 6. október. Brynja Amadóttir opnar
sýningu á teikningum í Kaffistofu Hafn-
- arborgar á morgun kl. 14. Sýningin er
opin virka daga kl. 11-19 og 14-19 um
helgar. Sýningin stendur til 20. október.
Hlaðvarpinn
Vesturgötu 3
Valdimar Bjarnfreðsson sýnir 35 myndir,
unnar í oh'u- og akrýl.
J. Hinriksson
Maritime Museum
Súðarvogi 4
Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er
opiö frá kl. 13-17 þriðjudaga, miöviku-
daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar-
daga.
Keramikhúsið, gallerí
v/Faxafen
Sýning á leikaramyndum eftir Halldór
Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema
laugardaga kl. 13-17.
Listasafn Einars Jónssonar
Opið laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-17.
Listinn, gallerí - innrömmun
Síðumúla 32
Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál-
ara: olía, vatnslitir, pastel og grafík. Opið
virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Mokkakaffi
v/Skólavörðustig
Þessa dagana heldur Þór Stiefel sýningu
á vatnslitamyndum. Sýningin er öll unn-
in á þessu ári.
Katel
Laugavegi 20b
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og er-
lenda listamenn, málverk, grafík og leir-
munir.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Síðasta sýningarhelgi á verkum eftir
Guðjón Ketilsson og Grétar Reynisson í
austursal. í vestursal Kjarvalsstaða
stendur yfir síðasta sýningarhelgi á sýn-
ingunni „Annars vegar - hins vegar“,
verk eftir franska listamanninn Philippe
Cazal. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega
frá klí 10-18 og er veitingabúðin opin á
sama ttma.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega
kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Á morgun verður opnuð sýning á ljós-
myndaverkum sem Sigurður Guðmunds-
son gerði á árunum 1970-1980. Sýningin
ber yfirskriftina Natúra Rómantíka.
Safhið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veit-
ingastofa safnsins er opin á sama tíma.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
í safninu er yfirlitssýning á andlitsmynd-
um eftir listamanninn frá árunum 1927
til 1980. Opið er um helgar kl. 14-17.
Mílanó,
Faxafeni 11,
Steinþór Marinó Gunnarsson sýnír í
kaffihúsinu Mílanó. Hann sýnir þar olíu-
málverk, pastelmyndir og myndir unnar
með blandaðri tækni. Sýningin er opin
alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl.
9-18 og sunnudaga kl. 13-18.
Nýhöfn
Sunnudaginn 6. október kl. 14-16 opnar
Sigm-ður Guðmundsson sýningu. Á sýn-
ingunni verða skúlptúrar, málverk,
teikningar og grafík. Sýningin verður
opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18
um helgar. Lokað á mánudögum. Sýning-
unni lýkur 23. október.
Nýlistasafnið
Á morgun kl. 20 opnar Inga Ragnarsdótt-
ir sýna fyrstu einkasýningu hérlendis.
Verkin eru öll unnin á þessu og síðasta
ári og eru aðallega úr málmi auk þess
sem nokkur þeirra eru úr hinum svokall-
aða stúkkmarmara. Sýningin verður op-
in daglega kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8
Hafnarfírði, sími 52502
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði, Suðurgötu
Handritasýning í Stofnun Áma Magnús-
sonar er opin í Arnagarði alla daga í sum-
ar fram til 1. september kl. 14-16.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu
Þar eru til sýnis og sölu postulínslág-
myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir.
Opið er á verslunartíma þriöjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir
sýningin „Stóra-Borg - fomleifaraim-
sókn 1978-1990“. Þar er sögð saga fom-
leifarannsókna á Stóm-Borg undir Eyja-
fjöllum, Rangárvallasýslu, og sýndir
gripir sem þar fundust. Safnið er opið
alla daga nema mánudaga kl. 11-16.
Myndlistarsýning í
menntamálaráðuneytinu
Myndlistarsýning sunnlenskra lista-
manna verður opnuð í menntamálaráðu-
neytinu, Sölvhólsgötu 4, í dag kl. 16. Sýn-
ingin verður opin alla virka daga kl.
8.45-17 fram til 4. desember. Vakin er
athygli að laugardaginn 5. og sunnudag-
inn 6. október verður sýningin opin frá
kl. 13-18.
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
Laugavegi 26,
Bjöm Þórðarson sýnir málverk í sýning-
arsal Menningarstofnunnar Bandaríkj-
anna. Björn er sjálfmenntaður að mestu
en hefur notið tilsagnar hjá Einari G.
Baldvinssyni listmálara sl. 10 ár. Sýning-
unni lýkur í dag og er hún opin kl. 11.30-
17.45.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir
sýning á mannamyndum Hallgríms Ein-
arssonar ljósmyndara. Möppur með ljós-
myndum liggja frammi og einnig em til
sýnis munir og áhöld af ljósmyndastofu
Hallgríms.
Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð, sem fram á að fara við bifreiðaverk-
stæði Steinars, Smiðjuvöllum 6, Keflavík, föstudaginn 11.
október 1991 kl. 16.00., hefur að kröfu Ævars Guðmunds-
sonar hdl., Halldórs Þ. Birgissonar hdl., Vilhjálms H. Vil-
hjálmssonar hrl., Ásbjörns Jónssonar hdl., Eggerts B. Ól-
afssonar hdl., Ólafs Axelssonar hrl. og fleiri lögmanna ver-
ið krafist sölu á eftirtöldum bifreiðum.
E-510 G-12523 G-5732 G-7746 G-24031 I-4908 I-957
L-1957 L-1061 P-796 JJ-425 MB-600 XS-663 KV-018
GI-105 JV-471 KS-211 GS-947 IR-269 FN-845 KA-727
KD-344 MA-181 FL-292 GV-368 KD-391 KD-409 GS-205
EI-502 JJ-425 KE-805 TB-965 BI-045 JT-465 FR-156
KR-798 EG-461 GR-962 FY-034 GV-368 0-1455 Ö-5053
A-4661 A-221 D-443 0-3217 0-4317 Ö-4668 0-4187
Ö-5085 0-3614 Ö-6974 Ö-2900 Ö-4686 0-2501 Ö-3865
0-11230 Ö-3465 Ö-6364 0-5150 Ö-10860 Ö-746 0-11207
Ö-2276 Ö-5492 0-11283 Ö-10870 0-7165 0-9710 0-5912
Ö-563 0-7167 Ö-3087 Ö-4206 0-8210 0-314 0-7167
0-10968 Ö-6948 Ö-8585 Ö-6532 Ö-3695 Ö-10749 Ö-3796
Ö-9538 Ö-263 Ö-2665 0-10563 Ö-9455 0-10438 Ö-4775
Ö-5595 Ö-2090 0-4811 0-10874 0-11112 Ö-10407 0-11300
Ö-5649 0-11040 Ö-4809 0-11035 Ö-8465 0-7169 ÖB-83
Ö-84 G-5695 I-975 Ö-8763 R-11990 R-13323 R-58810
R80226 R-46518 R-54539 R-7625 R-26189 R-71795 R-36459
R-56763 R-36817 R-65866 R-25719 MA-074 R-70902 R-68061
R-77244 R-64130 R-26993 TB-218 FK-882 X-3810 X-6836
Þ-3814 Z-712 R-64487 Y-2859 Y-7323 Y-5224 V-62
V-1108 R-77324 G-5695 MB-252
Ennfremur verða seldir ísskápar, sjónvörp, myndbands-
tæki, tvær Koni bílalyftur, model KO 4035, serial C1514
og model 3607, serial C13236, sófasett og eftirtaldir mun-
ir úr dánarbúi: leðursófasett, glerborð, tvær myndastyttur,
lítið málverk, grill, smergel, skrúfstykki, tvær borvélar,
Bosch, tveir búkkar, bor?tandur, borð á hjólum, Tech verk-
færasett í tösku og ýmis smáverkfæri í kassa.
UPPBOÐSHALDARINN I KEFLAVÍK, NJARÐVlK,
GRINDAVlK OG GULLBRINGUSÝSLU