Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1991, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1991. 9* Ötlönd Listsýning á afmæli Kólumbusar Þjóöarlistasafnið í Washington í Bandaríkjunum opnar á fóstudag listsýningu í tilefni þess að senn verða liðin fimm hundruð ár frá þvi Kristófer Kólumbus uppgöt- vaði Ameríku. Á sýningunni verða listaverk frá 33 löndum. Jóhann Karl Spánarkóngur og Soffia drottning hans voru í gær viðstödd forsýningu á listaverk- unum en á sinum tíma var það spænska krúnan sem fjármagn- aöi ferð Kólumbusar. Meðal verka á sýningunni er teikning Leonardos da Vincis um líffærabyggingu karlmannsins, gersemar úr gulli frá Kólumbíu fyrir daga landaíundanna og margt fleira. Ails eru 600 verk á sýningunni. Atkvæða- greiðslu um dómarann frestað Öldungadeild bandaríska þingsins frestaði í gær atkvæöa- greiðslu um staðfestingu á Clar- ence Thomas 1 embætti hæsta- réttardómara um eina viku til að rannsaka staðhæfingar um aö hann hafi gerst sekur um kyn- ferðislega áreitni við fyrrum samstarfskonu sína, Ákvörðunin um frestunina var tekin eftir heitar umræður í þing- inu. Ásakanirnar á hendur Thomas eru komnar frá Anitu Hill sem vann með dómaraefhinu í kennslumálaráðuneytinu og þeg- ar hann var formaður nefndar um jöfn tækifæri allra kynþátta til vinnu fyrir einum áratug. Hún er nuna lagaprófessor víð háskól- ann í Oklahoma. Ásakanir Anitu Hill á hendur Ciarence Thomas hafa valdið því að atkvæðagreiðslu um skipan hans í dómaraembætti við hæstarétt Bandaríkjanna hefur verið frestað. Símamynd Reuter Galileuvatn Vatnsskortur í Gaiíleuvatni hefur orðið til þess að þar hefur fundist 19 þúsund ára gamalt fiskimannaþorp. Þorpiö er nokk- ur hundruð fermetrar að stærð og í því er að finna leifar manna- bústaða úr leir og múrsteinum, grafir og eldstæði. ísraelska fornleifanefndin varð undrandi fyrir einu ári þegar hún fann næstum heila 19 þúsund ára gamla beinagrind af manni nærri miklum haug af fiskbeinum. Sú uppgötvun varð til þess að haldið var áfram aö grafa þarna upp með fyrrgreindum afleiðingum. Danny Nadel fornleifafrajðing- ur sagði í viðtali við ísraelska útvarpið að fornleifafundurinn sýndi að vatnsborð Galíleuvatns heiði verið miklu lægra á for- SÖgUlegUmtímum. Reuter Óþekktir byssumenn hafa nú myrt 24 blökkumenn i Suður-Afríðu síðustu tvo daga. Hér má sjá lík eins hinna föllnu fært á sjúkrahús nærri Jóhannesarborg. Simamynd Reuter Morðalda ríður yfir Suður-Afrlku eftir nokkurra vikna frið: Byssumenn skjóta á fólk á götum úti Manndráp halda áfram í Suður- Afríku eftir að upp úr sauð að nýju í landinu um síðstu helgi. Nú síðast voru sex menn drepnir en óljóst er hverjir stóðu að morðunum. Þá hafa alls 24 menn fallið frá því til skotár- ásar kom á syrgjendur við jarðarfór eins af leiðtogum blökkumanna. Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðarráðsins, hefur verið harðorður í garð lögreglu landsins og segir hana bera ábyrgð á morðunum. Átökin nú valda því að enn á ný er óvissa um samningaviðræður milli leiðtoga blökkumanna og stjórnar hvítra manna í landinu um aukin lýðrétt- indi blökkumönnum til handa. Yfirstjórn lögreglunnar hefur neit- að öllum ásökunum um að æsa til ófriðar og segir að Afríska þjóðarráð- ið og aðrar hreyfmgar blökkumanna hafi ekki stjórn á fylgismönnum sín- um. Því blossi upp átök með reglu- legu millibili. I flestum tilvikum hafa morð síð- ustu daga verið framin af óþekktum mönnum sem skjóta á fólk úr bifreið- um og aka svo í brott. Mandela segir að þarna séu dauðasveitir lögrelunn- ar að verki. Einn maður var þó drep- in eftir að aðsúgur var gerður að lög- reglumönnum í Jóhannesarborg. Reuter írakarunnuað vetnissprengju írakar hafa verið að vinna að gerð vetnissprengju sem býr yfir meiri eyðileggingarmætti en kjarnorku- sprengjur. Hans Blix, framkvæmdastjóri Al- þjóðakjamorkumálastofnunarinnar í Vín, og David Kay, leiðtogi kjarn- orkueftirlitsmanna Sameinuðu þjóð- anna í írak, skýrðu frá þessu á blaða- mannafundi í gær eftir að hafa upp- lýst aðildarríki Öryggisráðs SÞ um máhð. Blix vísaði í eitt skjalanna sem Kay og menn hans komu með frá írak og sagði: „Eitt þeirra sýnir að áætlun var uppi um að framleiða lithium-6, efni sem aðeins er notað í vetnis- sprengjur.“ Embættismenn SÞ sem höfðu það verkefni að finna og eyðileggja gjör- eyðingarvopn stjórnvalda í Bagdad hafa áður gefiö nákvæmar upplýs- ingar um kjarnavopnaáætlun íraka. En þetta virtist vera fyrsta sönnunin um framleiðslu á vetnissprengju. Ekkert lithium-6 hefur fundist fram til þessa. Reuter Saddam Hussein og hans menn hafa ekki látið sér nægja að reyna kjarnavopnaframleiðslu á laun held- ur hafa þeir einnig verið að föndra við vetnissprengju. Teikning Lurle Risastórtgat á ósonlaginu Tuttugu milljón ferkílómetra gat hefur myndast í ósonlaginu yfir Suð- urskautslandinu, þriðja árið í röð, að sögn bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar. Vísindamenn stofnunarinnar sögðu þó í gær að ekki væri nein skýr vísbending þess að gatið í óson- laginu væri stærra nú en á undan- fórnum árum. Gatið núna er ámóta stórt og tvö undanfarin ár og fjórða stóra gatið frá 1986. Vísindamenn segja að magn ósons yfir Suðurskautslandinu hafi minnk- að stöðugt frá því um miðjan ágúst- mánuð þegar lægsta ósonmagnið var 200 Dobsoneiningar, en það er mæli- eining sem notuð er til að finna út fjölda ósonmólekúla á hverjum fer- sentímetra. Þann 1. október voru aðeins 127 Dobsoneiningar. Ósonlagið myndar vörn gegn út- fjólúbláum geislum sólar sem geta aukið hættuna á krabbameini og skemmt uppskeru. Ósonlagið minnkar vegna ýmissa efna sem fara út í andrúmsloft jarðar, efna sem m.a. eru notuð í frystitæki, loftræsti- tæki og til einangrunar. Reuter Forseti kjörinn í skjóli hersins Þing Haítí hefur kjörið sér forseta til að taka við embætti af Jean-Bertr- and Aristide sem. hrakinn var í út- legð um mánaðamótin. Hermenn stóðu vörð um þinghúsið meðan at- kvæðagreiöslan fór fram og vilja margir álíta að þingmenn hafi gengið nauðugir til verksins. Þriðjungur þingmanna mætti ekki til fundarins. Sá sem valinn var til að gegna embættinu til bráðabrigða heitir Jos- hep Nerett og er 67 ára gamall hæsta- réttardómari. Samtök Ameríkuríkja lýstu því yfir skömmu eftir forseta- kjörið að hin nýja stjóm á Haítí væri ólögleg. Var á fundi samtakanna hvatt til 'að Haítí verði sett í við- skiptabann og inneignir í öðrum löndum frystar þar til lögleg stjóm hefur aftur komist til valda. Lítið hefur orðið um aðgerðir gegn herforingjunum, sem rændu völdun- um á Haítí. James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, haföi í hót- unum fyrstu dagana eftir að Aristide flúði land. Bandaríkjastjóm hikaði þó við að fylgja hótunum um innrás eftir og er jafnvel taliö að Aristide njótí ekki tausts í Washington vegna gruns um mannréttin.dabrot í valda- tíð hans. Reuter MEÐ fHll INSTRUMENTS VERBA 2+2 ÖRUGGLEGA 4. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT. Texas Instruments tryggir rétta útkomu TI-608

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.