Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1991, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1991, Side 28
52 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1991. > Menning Ó Carmela ★★★ Kabarett og borgarastyrjöld Spánski leikstjórinn Carlos Saura hefur nánast átt kvikmynd á öllum kvikmyndahátíðum sem haldnar hafa verið á vegum Listahátíðar og hafa myndir hans allar verið meðal hest sóttu myndunum. Svo ætti einn- ig að vera um nýjustu kvikmynd hans Ó Carmela (Ay Carmela) enda sérlega skemmtileg og ljúf kvikmynd sem slær á marga strengi mannlífsins. Myndin gerist 1938 þegar borgarastyrjöld geisaði á Spáni. Aðalpersónurnar eru hjónin Carmela og Paol- ino sem ferðast um styrjaldarsvæðin með kabarettatr- iði ásamt mállausum aðstoðarmanni. Ekki er nú mik- ið púður í sýningaratriðum þeirra en stríðshijáðir lýðveldissinnar sem eiga samúð hjónanna taka þeim samt vel. Þau ferðast um á bílskrjóði og eitt sinn í þoku villast þau af leið og lenda hjá hermönnum Francos sem setja þau í fangelsi. Listelskur ítalskur herforingi tekur þau upp á arma sína og skipar þeim að útbúa skemmtun þar sem lítið er gert úr lýðveldis- hemum. Þetta snertir samvisku Paolino lítið en Car- mela á erfitt með að sætta sig við áróðurinn og gerir sitt ýtrasta til að koma skoðunum sínum á framfæri í löngu atriði á'skemmtun þeirra. Ó Carmela ej gerð eftir gömlum söngleik og er sögu- þráðurinn sjálfur frekar ómerkilegur en Saura veit nákvæmlega hvernig á að lífga við flatneskjuna og nýtur til þess góörar aðstoðar hinnar frábæru Carmen Maura sem svo sannarlega á skilið Felix-verðlaunin sem hún fékk í fyrra fyrir leik sinn í þessari mynd. Ó Carmela er fyrst og fremst gamanmynd en sterkur undirtónn myndarinnar þar sem örlar á beinskeyttri Kabaretthjónin stíga dansinn á sviðinu, Carmen Maura og Andres Pajeres í hlutverkum sínum. Kvikmyndir Hilmar Karlsson ádeilu gerir myndina eftirmimúlega. Ö CARMELA (AY CARMELA) Leikstjóri: Carlos Saura. Kvikmyndun: Jose Luis Aleaine. Aðalleikarar: Carmen Maura, Andres Pajeros og Cabino Di- ego. Gluggagægirinn: ★★★ Hárnákvæm og spennandi Afbragðsmynd frá Fransmönnum gerð í nákvæmum stíl sem unun er að horfa á. Herra Hire býr á móti Alice og fær mikið út úr því að fylgjast með henni óséður út um gluggann. Herra Hire er elegant en fámáll og einfórull og hleypir engum að sínum innra manni. Þegar Alice tekur hnýsni hans furðuvel neyðist hann til að endurskoða hegðun sína. Sagan er runnin undan rifjum konungs franskra glæpasagna, Georges Simenon og er þetta í annað sinn sem hún er kvikmynduð. Fyrst var þaö árið 1946 und- ir heitinu Panique. Leikstjórinn Leconte er sjóaður í auglýsingum og það sést á sparsömum og hárnákvæmum tökunum og Kvikmyndir Gísli Einarsson lýsingunni en það er meðferð hans á sögunni sem gerir útslagið. Hr. Hire er einkennileg persóna, þjakað- ur og einrænn. Hann er náhvítur í framan og alltaf í svörtum jakkafótum. Michel Blanc leikur hann snilld- arlega og samleikur hans og Sandrine Bonnaire er einstaklega sterkur. Samband Hr. Hire og Alice þróast á óvæntan og spennandi hátt og senurnar með þeim eru rafmagnaðar, hlaðnar erótík og áhættu. Ekki sak- ar seiðandi tónlist Michael Nymans. Það eina sem heldur myndinni niðri er að hún þarf að reiða sig á nokkrar úreltar krimmaformúlur sem allir áhorfend- Samband Hr Hire og Alice þróast á óvæntan og spennandi hátt. ur gjörþekkja og skemma aðeins fyrir lokakaflanum. Án þeirra hefði myndin eflaust orðið meistaraverk. Monsieur Hire (Frönsk - 1989, enskur texti) 80 mín. Handrit: Patrice Leconte, Patrick Dewolfe, byggt á bók Georges Simen- on, Les tiancailles de Monsieur Hire. Leikstjórn: Leconte. Andlát Gyða Stephensen er látin. Rannveig Vigfúsdóttir andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 7. október. Aðalheiður I. Jónsdóttir, Hjarðar- haga 60, Reykjavík, lést í Landa- f kotsspítala 7. október. Guðmunda Guðmundsdóttir andað- ist á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnu- daginn 6. október. Jarðarfarir Svanhvít Sigurjónsdóttir, Sólvalla- götu 28, Keflavík, andaðist í Sjúkra- húsinu í Keflavík mánudaginn 7. október sl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 12. október kl. 11 árdegis. Björg Jónsdóttir frá Ingólfsfirði, Réttarholti 9, Selfossi, sem lést á, heimih sínu þann 6. október, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- j daginn 12. október kl. 13.30. Brynjólfur Eiríkur Ingólfsson, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri, Miklu-; braut 18, verður jarðsunginn fráj Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 10. október kl.13.30. Guðjón Halldórsson skipstjóri lést 2. október. Hann fæddist á Isafirði 18. ágúst 1917, sonur hjónanna Halldórs Friðgeirs Sigurðssonar og Svanfríö- ar Albertsdóttur. Guðjón stundaði sjóinn lengst af. Hann var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var María Re- bekka Sigfúsdóttir og eignuðust þau þijú böm. Þau slitu samvistum. Eft- irhfandi eiginkona hans er Karlotta Einarsdóttir. Þau eignuðust þijú börn. Útför Guðjóns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Sýning í Menningarstofnun Bandaríkjanna í dag, 9. október, verður opnuð sýning í Menningarstofnun Bandaríkjanna á bandariskum bókum og tímaritum um umhverfismál. Á sýningunni verða um 380 titlar frá um 80 útgefendum. Við- fangsefni þessara rita, sem flest eru gefm út á árunum 1989-91, er umhverflsmál séð frá öllum sjónarhomum, en meginá- herslan er á þau atriði sem helst hafa verið í brennidepli undanfarin ár: Gróð- urhúsaáhrif og loftmengun, súrt regn, offjölgun, orkumál, vatnsmengun, eyðing skóga og þurrkar. Þá eru nokkur sýnis- hom bóka sem fjalla um það hvemig hægt er að hafa áhrif á umhverfið með breyttum lifnaðarháttum og samfélags- legum aðgerðum. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma Bandaríska bókasafns- ins frá kl. 11.30 til 18 alla virka daga til 31. október. Áttavitanámskeið fyrir ferðamenn Eins og undanfarin fimm ár gengst hjálp- arsveit skáta í Reykjavík fyrir námskeiði í meðferð áttavita og landabréfa fyrir ferðamenn. Á námskeiðinu verða einnig veittar upplýsingar um heppilegan fatn- að til útiveru að hausti og vetri til. Nám- skeiðið stendur yfir tvö kvöld í senn og em fyrirhuguð þjú námskeið á þessu hausti. Það fyrsta fer fram 9-10. okt., annað 16.-17. okt. og síðasta námskeiðið er fyrhhugað 23.-24. okt. Námskeiöin era í húsnæði hjálparsveitar skáta í Reykja- vík að Snorrabraut 60 kl. 20 bæði kvöld- in. Nánari upplýsingar em veittar í skátabúðinni i símum 12045 og 624145. Þessi námskeið em opin öfium og tilvalin fyrir t.d. ijúpnaskyttur, skíðagöngu- menn, vélsleðamenn, jeppafólk og aUa aðra sem ferðast um fjöll og fimindi. Ferðalög Ferðafélag íslands Miðvikudagur 9. okt. kl. 20.30 Hornstrandamyndakvöld Fyrsta myndakvöld vetrarins veröur í kvöld, 9. október, í Sóknarsalnum Skip- holti 50a og hefst það stundvíslega kl. 20.30. Homstrandaferðh Ferðafélagsins nutu óvenjumikiUa vinsælda í sumar en á annað hundrað manns tóku þátt í ferð- unum. Ætlunin er að sýna Utskyggnur frá ferðunum í Homvik-Hlöðuvík 3.-9. og 10.-19. júU og Hlöðuvík-Hesteyri 8.-16. ágúst og Homstrandagöngunni 1991. Síð- ast en ekki síst verður eftir hlé sýnt myndband sem Hjálmtýr Heiðdal tók í Myndgáta einni ferðanna. Góðar kaffiveitingar í daginn og veginn. Upplýsingar veita hléi. Allh velkomnh, jafnt félagar sem GunnhUd í s. 36444 og Fanney í s. 687204. aðrir. Fundurinn er öUum opinn. Mætum stundvislega. Fundir Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar heldur fund í kvöld, 9. október, kl. 20.30 í nýja félagsheimilinu við FlugvaUarveg. Á fundinum verður rætt um vetrarstarf- ið. ITC Melkorka Opinn fundur ITC Melkorku verður haldinn í dag, 9. október, kl. 20 í Menning- armiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Stef fundarins er „AUt er fertugum fært“. Á dagskrá era m.a. paUborðsumræður, fræðsla í ræðumennsku og erindi um Tapað fundið Tölvuborð af Pioneer tæki tapaðist í Sportklúbbnum Aðfaranótt laugardagsins 28. september glataðist í Sportklúbbnum, Borgartúni, Utið svart box með tölvuborði framan af bfitæki, merkt Pioneer DEH 760. Þetta tæki nýtist engum nema eiganda þess þar sem bfltækið vantar tfl að hægt sé að nota það. Þeh sem kynnu að hafa tækið undh höndum era vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ágúst Amar í síma 23030 eftir kl. 16 eða Kristinu í síma 676296 á daginn. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR DÚFNAVEISLAN eftir Halldór Laxness. 8. sýning í kvöld. Brún kort gilda. Uppselt. 9. sýning laugard. 12. okt. 10 sýn. þriðjud. 15. okt. 11. sýn. fimmtud. 17. okt. ÁÉG HVERGIHEIMA? eftir Alexander Galín. Leikstjóri. María Kristjánsdótt- ir. Föstud. 11. okt. Föstud. 18. okt. Litla svið: Þétting eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Leikmynd: Jón Þórisson. Búningar: Jón Þórisson og Aðalheiður Alfreðsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhann- esson. Tónlist: Sveinbjörn I. Baldvins- son og Stefán S. Stefánsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikarar: Ása Hlín Svavarsdótt- ir, Jón Júlíusson, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einars- son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigrún Waage, Soffia Jakobs- dóttir, Sverrir Örn Arnarson og Theodór Júlíusson. Leikhúsgestir, athugiðl Ekki er hægt að hleypa inn eftir að sýning er hafin. Frumsýning fimmtud. 10. októb- er. Uppselt. Föstud. 11. okt. Laugard. 12. okt. Sunnud. 13. okt. Kortagestir, ath. að panta þarf sérstaklega á sýningar á litla sviðið. Miðasala opin alla daga frá kl. 14—20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i síma alla virka daga frá kl. 10-12. Sími 680680. Leikkváslínan Leikhúskortin, skemmtileg nýj- ung, aðeins kr. 1000. Gjafakortin okkar, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarleikhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.