Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 16
byrjar
skamms
Guðmundur Benedikts-
son.
Kristján Bemburg, DV, Belgía;
Guðmundur Benediktsson, knattspyrnumaður hjá belgíska
félaginu Ekeren, má byija að æfa af fullum krafti eftir 3-4 vik-
ur en frá þessu skýrðu flestir stærstu fjölmiölar hér í Belgíu í
gær. Guðmundur er óðum að ná sér af meiðslunum og er far-
inn að hlaupa í 15 mínútur á dag. „Það vantar ekki mikið upp
á aö fóturinn verði kominn i fyrra ásigkomulag. Það er mikill
munur að geta farið að æfa með hópnum og ég er bjartsýnn á
framhaldið,“ sagði Guömundur í stuttu samtali við DV í gær.
Gengi Ekeren hefur veriö gott upp á síðkastiö eftir slæma
byrjun. Liðiö er nú í 11. sæti meö níu stig. Anderlecht og KV
Mechelen eru í efsta sæti með 16 stig.
16 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. MIÐVIKUDAGUR 16. ÓKTÓBER 1991. 33!
íþróttir DV DV íþróttir
KKÍ semur við Japis
„Þessi samningur er ómetanlegur, enda sá stærsti sem KKÍ hefur gert hing-
að til,“ sagði Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ, þegar samningur á milli KKÍ
og Japis var undirritaður í gær. Samningurinn er til tveggja ára og verð-
mæti hans er 5-7 milljónir króna. Úrvalsdeildin ber nú nafnið íslandsmótiö
Japisdeild. Japis leggur KKÍ til öll verðlaun á íslandsmótinu, leikmenn í
Japisdeildinni bera nafn Japis á stuttbuxum sínum og Japis fær afnot af
landsliðsmönnum til auglýsinga, svo að eitthvað sé nefnt. „Við erum mjög
ánægðir með þennan samning. Hann verður vonandi lyftistöng fyrir körfu-
boltann og báðum aðilum til hagsbóta,“ sagði Pétur Steingrímsson sem undir-
ritaðisamninginnfyrirhönd Japis. -GH
Trúfan
meðí
fjórðu
umferð
Alexej Trúfan.
Alexej Trúfan, Sovétmaðurinn í liði Víkings í handboltanum, er á
góðum batavegi en Víkingar ætla ekki að taka þá áhættu að láta hann
leika gegn Selfyssingum á fóstudaginn kemur.
„Við viljum láta Trúfan fá meiri tíma til að jafna sig af meiðslunum.
Aö öllu óbreyttu verður hann klár í slaginn gegn Eyjamönnum í 4.
umferð. Trúfan er miklvægur hlekkur í liðinu og því er mikilvægt
að hann fái sig góðan, enda erfiðir leikir framundan á íslandsmótinu
og í Evrópukeppninni," sagði Guðjón Guðmundsson, aðstoðarþjálfari
Víkings, í spjalli við DV.
Alexej Trúfan meiddist á rist í Evrópuleiknum gegn Stavanger í síð-
ari leik liðanna í Noregi á dögunum og lék ekki með hði sínu gegn KA
í síðasta deildarleik.
-JKS
Tilboð
fráWest
Hamá
leiðinni
Rúnar Sigmundsson.
„Við eigum von á samningstilboði frá West Ham á næstu dögum.
Ég reikna með því að það verði einhvers konar byrjendasamningur,
meö möguleika á framlengingu ef Við stöndum okkur vel,“ sagði Rún-
ar Sigmundsson, knattspymumaður úr Stjömunni, við DV í gær-
kvöldi.
Rúnar dvaldi hjá enska félaginu West Ham fyrir skömmu, ásamt
Kristni Lárussyni úr Stjörnunni og Helga Sigurðssyni úr West Ham,
en þeir eru allir 17 ára gamlir unghngalandsliðsmenn.
„Aðstæður hjá West Ham eru frábærar og okkur var mjög vel tek-
ið. Hjá félaginu er allt mjög mannlegt, engir sem eru hátt yfir aðra
hafnir, og í raun er þetta eins og ein stór fjölskylda. Það verða félög
okkar, Stjarnan og Víkingur, sem sjá um samningsgerðina, en ég er
fyrir mitt leyti tilbúinn til að fara til Englands," sagði Rúnar.
-VS
Þriðji sigur
Grindavíkur
Vicini látinn hætta
Fyrsti leikurinn við Kýpur
- nýliöinn Atli Helgason í byijunarliði íslands 1 Lamaca í dag
íslenska landshðið í knattspyrnu
mætir Kýpur í vináttuleik í Lamaca
á Kýpur í kvöld. Þetta verður í fyrsta
sinn sem ísland mætir Kýpur í knatt-
spymulandsleik.
„Við vitum nánast ekkert um mót-
herja okkar. Þeim hefur gengið illa
í Evrópukeppninni en hafa þó verið
á uppleið. Ég mun leggja upp svipaða
leikaðferð og í leiknum gegn Spán-
verjum á dögunum en það er. samt
ekki víst að við getum varist jafn-
framarlega og í þeim leik,“ sagði
Ásgeir Ehasson, þjálfari íslenska
landshðsins, í samtah við DV.
Byrjunarliðið
Ásgeir tilkynnti byijunarhö íslands
í gær og er það skipað þessum leik-
mönnum: Birkir Kristinsson stendur
í markinu. Valur Valsson leikur í
stöðu aftasta varnarmanns og fyrir
fram hann leika Atli Helgason og
Sævar Jónsson. Á hægri væng verð-
ur Andri Marteinsson og vinstra
megin Baldur Bjamason. Á miðjunni
verða þeir Þorvaldur Örlygsson, Sig-
urður Jónsson og Amór Guð-
johnsen, sem leikur fyrir aftan fram-
herjana Eyjólf Sverrisson og Hörö
Magnússon. Varamenn verða þvi:
FTiðrik Friðriksson, Hlynur Stefáns-
son, Ólafur Kristjánsson, Ath Ein-
arsson og Kristinn R. Jónsson.
Amór Guðjohnsen verður fyrirliði
landshðsins í þessum leik. Ath
Helgason leikur sinn fyrsta landsleik
og þá er Hörður Magnússon í fyrsta
sinn í byijunarhði íslands.
Reikna með að allir
fái að spreyta sig
„Ég reikna með að alhr fái að spreyta
sig í leiknum. Ég er enn að þreifa
fyrir mér og er að skoða leikmenn. í
þessum hópi em leikmenn sem ekki
vom í Spánarleiknum og fleiri leik-
menn em í myndinni. Ef af Túnisferð
landshðsins verður þá reikna ég með
því aö uppistaðan í hðinu verði leik-
menn heima á íslandi og það er gott
því þeir em verkefnalausir á þessum
tíma og góður undirbúningur fyrir
leikinn- gegn Frökkum 20. nóvemb-
er,“ sagði Ásgeir Ehasson.
Guöni Bergsson, Pétur Ormslev,
Kristján Jónsson og Sigurður Grét-
arsson, sem allir léku leikinn gegn
Spánveijum, eru ekki með að þessu
sinni.
Kýpurbúar leika í 3. riðh í Evrópu-
keppni landsliða. Liðið þeirra hefur
sphaö 6 leiki og tapað þeim öhum og
er markatala hðsins 2-20.
Vöhurinn í Lamaca er í ágætu
standi að sögn landshösmannanna.
Reiknað er með innan við 2 þúsund
manns á leikinn sem fer fram klukk-
an 18 að staðartíma eða klukkan 16
að íslenskum tíma.
-GH .
Azegho Vicini var í gær sagt upp
jstörfum sem þjálfara ítalska lands-
hðsins í knattspymu. Ástæðan er sú
að ítalir eiga ekki lengur raunhæfa
möguleika á að komast í úrsht Evr-
ópukeppninnar í Svíþjóð á næsta ári
eftir markalaust jafntefli við Sovét-
menn í síðustu viku.
Vicini tók viö ítalska liðinu sumar-
ið 1986, að lokinni heimsmeistara-
keppninni í Mexíkó, og samningur
hans átti að renna út á næsta ári.
Reiknað er með því að Arrigo Sacc-
hi, fyrrum þjálfari AC Mílan, taki við
starfi hans en það skýrist þegar
stjórn ítölsku dehdakeppninnar
kemur saman á fostudaginn.
-VS
Sigurður Bjarnason brýst í gegnum vörn Tékka og skorar eitt af sjö mörkum sínum í leiknum i gærkvöldi. Sigurður átti
góðan leik og skoraði mörk sin á fjölbreyttan hátt. DV-mynd Brynjar Gauti
Tékkarnir sáu ekki
i
við sendingum Sigga
Laufey
m m mm
| WM||
næsta
sumar
Laufey Sigurðardóttir.
Laufey Sigurðardóttir, besti leikmaður 1. deildar kvenna, mun
að öllu óbreyttu ekki leika knattspyrnu næsta sumar. Ástæðan
er sú að Laufey á von á bami. „Ég reikna ekki með aö verða með
á fullu næsta sumar. Það getur verið aö ég sprikli eitthvað með
Skagastelpunum en annars fer þetta allt eftir því hvernigfæðing-
in gengur," sagði Laufey í samtali við DV.
Laufey, sem var valin besti leikmaður 1. deildar kvenna auk
þess sem hún var í hði ársins og var markadrottning sumars-
ins, gat ekki verið viðstödd verðlaunaafhendinguna á lokahófí
knattspyrnukvenna þar sem hún var á ferðalagi ásamtfjölskyldu
sinni. Félagar hennar í Skagahðinu ætla að afhenda henni verð-
launin sem hún fékk við það tækifæri á lokahófl knattspymu-
deildar ÍA 2. nóvember.
-ih
- og ísland sigraði, 20-18, í annars tilþrifalitlum leik 1 Laugardalshöll
Glæsilegar hnusendingar Siguröar
Vals Sveinssonar á Birgi Sigurðsson
og skemmtileg mörk Sigurðar
Bjarnasonar var það helsta sem
gladdi augað í annars litlausum
landsleik íslendinga og Tékka í
Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Eftir
góða byijun Tékka náði ísland smám
saman undirtökunum, leiddi mest
með fjórum mörkum í síðari hálf-
leiknum og sigraði, 20-18.
Tékkar minnkuðu muninn í 19-18
þegar 20 sekúndur vora til leiksloka
og léku síðan maður á mann, en Birg-
ir braust í gegn á síöustu sekúndunni
og innsiglaði sigur íslands.
„í fyrri hálfleiknum spiluðu Tékk-
ar vörnina framarlega og þá sköpuð-
um við okkur ofsaleg færi og fallegar
fléttur gengu upp. Síðan bökkuðu
þeir með vörnina og þá var erfiðara
um vik fyrir utan. En ég er ánægðast-
ur með varnarleikinn, hann var góö-
ur, og samvinnu þeirra Sigurðar og
Birgis. Þá sýndi Sigurður Bjarnason
að hann er í góðu formi. Sóknarlega
Þannig skoruðu liðin mörkin:
ISLAND 20
Mörk úr víta-
köstum eru
talin með þar sem
þau unnust
TEKKOSLOVAKIA 18
■ Langskot
Gegnumbrot
■ Horn
E_1 Lína
Li Hraðaupphlaup
séð var þetta stirt hjá okkur, engekk
þó á köflum mjög vel. Það voru fimm
nýir í byrjunaruppstilhngunni og
þaö er ekki hægt að búast við að hlut-
irnir smelli saman eftir að hafa æft
saman eina helgi,“ sagði Þorbergur
Aðalsteinsson landsliðsþjálfari við
DV eftir leikinn.
Sigurður Valur Sveinsson, sem tek-
inn er við fyrirhðastöðunni af Jakobi
Sigurðssyni, átti sex glæsilegar hnu-
sendingar á Birgi, sem þó náði ekki
að nýta þær nógu vel í síðari hálf-
leiknum. Sigurður Bjarnason skor-
aði mörg falleg mörk á fjölbreyttan
hátt, og þessir þrír báru uppi sóknar-
leik íslands. í vörninni vom Patrek-
ur Jóhannesson, Einar G. Sigurðsson
og Héðinn Gilsson í stórum hlutverk-
um og Einar átti líka góðar sendingar
á línuna. En í heildina séð vantaði
mikið á að leikur íslenska liðsins
væri sannfærandi þrátt fyrir sigur-
inn og ljóst að löng og ströng leið er
framundan hjá Þorbergi að móta lið-
ið fyrir B-keppnina í Austurríki í
mars.
Tékkar voru sannfærandi til að
byrja með og virtust hafa alla burði
til að sigra en fylgdu því ekki eftir.
„íslendingarnir" sphuðu ekki með,
Petr Baumruk hvíldi og Michal Ton-
ar sat á bekknum allan tímann.
Þjóðimar mætast aftur í Höllinni
klukkan 20 í kvöld óg Þorbergur
sagðist ekki reikna með því að breyta
hðinu mikið. „Júhus Gunnarsson
gæti dottiö útúr hópnum og það er
möguleiki á markmannsskiptum,“
sagðilandsliðsþjálfarinn. -VS
Island-Tékkóslóvakía 20-18 (11-10)
0-2, 2-3, 2-5, 4-5, 4-6, 6-6, 7-7, 9-7, 9-9, 10-10, (11-10), 14-10, 14-14, 18-14,
18-16, 19-16, 19-18, 20-18.
Mörk íslands: Birgir Sigurðsson 7, Sigurður Bjamason 7, Konráð Olavsson
2, Sigurður Valur Sveinsson 2/1, Sigurður Sveinsson 1, Einar G. Sigurðsson
1. Einnig léku Björgvin Rúnarsson, Patrekur Jóhannesson, Gústaf Bjarna-
son og Héðinn Gilsson. Óskar Ármannsson og Július Gunnarsson komu
ekki inn á.
Mörk Tékkóslóvakíu: Házl 4, Holesa 3, Sedlacek 3/3, Lipták 2, Till 2, Suma
1, Vanek 1, Folta 1, Setlík 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5, Sigmar Þröstur Óskarsson 5/1,
Kakascík 5, Svajlen 9.
Brottrekstrar: ísland 8 mínútur, Tékkóslóvakía 8 minútur.
Dómarar: Broman og Blademo frá Svíþjóð, hliðhollir íslendingum.
Áhorfendur: 634.
- vann Val í hörkuleik, 75-72
Ægir Már Kárasson, DV, Suðumesjum:
„Við komum mjög ákveðnir til
leiks og munum í framtíðinni sem
hingað til taka einn leik fyrir í einu.
Þetta hefur gengið vonum framar hjá
okkur. í fyrra töpuðum við fjórum
fyrstu leikjunum í úrvalsdeildinni en
nú höfum við unnið þijá fyrstu leik-
ina. Við stefnum á sæti í úrslita-
keppninni en ekki þriðja sætið í riðl-
inum eins og spáð hefur verið," sagði
Guðmundur Bragason, fyrirhði
Grindvíkinga, eftir að Grindavik
hafði sigrað Val á íslandsmótinu í
körfuknattleik í Grindavík í gær-
kvöldi með 75 stigum gegn 72.
Grindvíkingar byrjuöu leikinn af
miklum krafti og virtust strax ná að
slá Valsmenn út af laginu. Brátt fóru
þó gestimir aö láta moira að sér
kveða og síðari hluti fyrri hálfleiks
var jafn eins og tölurnar gefa til
kynna.
í síðari hálfleik hélt sama spennan
áfram. í lokin var um mikinn darraö-
ardans að ræða hjá leikmönnum lið-
anna. Þegar rétt rúm mínúta var til
leiksloka var staðan 70-69, Grindavík
í vil, en þá skoraði Pálmar Sigurðs-
son þriggja stiga körfu og staðan var
orðin 73-69. Franc Booker svaraði
að bragði með þriggja stiga körfu og
spennan var enn í hámarki. Grind-
víkingar reyndu skot, sem geigaði,
að Valskörfunni þegar 15 sekúndur
voru til leiksloka en Grindvíkingar
náðu frákastinu og héldu knettinum
þar til tvær sekúndur vora eftir. Þá
var dæmt ásetningsbrot á Valsmenn
og ungur efnilegur leikmaður í liði
Grindvíkinga, sem er í mikilli sókn,
Bergur Hinriksson, skoraði öragg-
lega úr vítaskotunum tveimur og
tryggði Grindvíkingum sætan sigur.
„Sagan endurtók sig hjá okkur frá
síöasta leik. Vörnin var slök hjá okk-
ur og við hirtum mjög lítið'af fráköst-
um. Það vantar enn herslumuninn á
þetta hjá okkur og það er eins og
okkur vanti líka trúna á aö við getum
gert betur. Þetta lagast vonandi í
næstu leikjum okkar í deildinni,"
sagði Valsmaðurinn Magnús Matthí-
asson eftir leikinn.
Grindvíkingar voru góðir í gær-
kvöldi og umfram allt ákveðnir í að
sigra. Athyghsvert er að leikmenn
Grindvíkinga náðu 14 sóknarfráköst-
um í síðari hálfleiknum og segir það
sína sögu. Bestu menn hjá Grindavík
voru þeir Guðmundur Bragason,
Dan Krebbs, Pálmar Sigurðsson og
Bergur Hinriksson. Þá skoraði Marel
Guðlaugsson mjög mikilvægar körf-
ur í síðari hálfleik.
Hjá Val bar mest á þeim Magnúsi
Matthíassyni og Tómasi Holton sem
átti góðan leik á köflum. Franc Boo-
ker er enn meiddur og á örugglega
eftir að sýna enn meira en hann hef-
ur gert til þessa.
UMFG-Valur
75 - 72
4-5, 16-9, 25-30, 34-34, (38-39).
38-43, 49-51, 60-53, 66-61, 70-69,
73-69, 73-72, 75-72.
Stig UMFG: Guðmundur Braga-
son 21, Dan Krebbs 20, Pálmar Sig-
urðsson 11, Marel Guðlaugsson 11,
Bergur Hinriksson 8, Hjálmar
Hallgrímsson og Rúnar Árnason 2.
Stig Vals: Franc Booker 21,
Magnús Matthíasson 17, Tómas
Holton 12, Ragnar Jónsson 10, Sím-
on Ólafsson 8, Ari Gunnarsson 4.
Dómarar: Kristján Möller og
Kristinn Albertsson og dæmdu
frábærlega vel.
Boltatapað: UMFG11, Valur 16.
Vamarfráköst: UMFG 28, Valur
25.
Sóknarfráköst: UMFG 21, Valur
7.
Bolti unninn: UMFG11, Val ur 6.
Áhorfendur 396.
Sport-
stúf ar
Nokkrir mikilvægir
leikir fara fram í Evr-
ópukeppni landsliða í
knattspyrnu í kvöld. í
Þýskalandi mæta heimsmeistar-
ar Þjóðveija liöi Wales í 5. riðli.
Wales er með forystu í riðhnum,
hefur þriggja stiga forskot á Þjóð-
veija sem eiga þó einn leik th
góða. Walesveijum nægir jafn-
tefh til að tryggja sér sæti í úrsli-
takeppninni í Svíþjóð.
Margir meiddir
hjá Skotum
Skotar heimsækja Rúmena í 2.
riðh. Þetta er geysilega þýðingar-
mikill leikur fyrir bæði lið. Skot-
ar eru í öðm sæti á eftir Sviss-
lendingum en eiga leik til góða
og með sigri standa þeir vel að
vígi. Rúmenar eru þremur stig-
um á eftir Skotum og veröa að
sigra æth þeir sér til Svíþjóðar.
Skotar eiga þó í vandræðum því
fjórir lykilmenn eiga við meiösh
að stríða og geta ekki leikið, Ally
McCoist, Mo Johnston, Steve Nic-
ol og Murdo MacLeod.
Englendingar geta
styrkt stöðu sína
í 7. riðli em þrjú hð sem berjast
um sigurinn í riðhnum. Það eru
Englendingar, Pólverjar og írar
og þessi liö eiga öll að leika í
kvöld. í Póllandi mæta heima-
menn hði íra en liðin eru jöfn í
2.-3. sæti. írar leika án tveggja
lykilmanna. Ray Houghton og
Niall Quinn eru báðir meiddir.
Englendingar leiða hins vegar
riðilinn með einu stigi og þeir
eiga leik gegn Tyrkjum á Wemb-
ley. Líkt og Skotar eiga margir
leikmenn enska liðsins í meiðsl-
um og má þar nefna Des Walker,
Tony Adams, Paul Parker, Gary
Pahister og Mark Wright. í síð-
ustu umferð riðilsins leika Pól-
land og England og hins vegar
Tyrkland og írland.
Stórleikur í
Hollandi
Þá er enn einn stórleikurinn á
ferðinni í Hollandi þar sem Hol-
lendingar taka á móti Portúgöl-
um í 6. riðli. HoUendingar leiða
riðUinn, eru með 9 stig eftir 6 leiki
en Portúgalir koma næstir með 7
stig, en hafa leikið einum leik
færra, og þessi lið berjast um sig-
urinn í riðlinum en þó gætu
Grikkir blandað sér í baráttuna
en þeir eru með 4 stig en eftir
aðeins 3 leiki. Frank Rikjaard er
nú að nýju kominn í hollenska
landsliðiö sem tefhr fram sínum
sterkustu mönnum í kvöld.
Fyrsti heimaleikur
Snæfells í kvöld
Einn leikur er á ís-
landsmótinu, Japis-
deild í körfuknattleik í
kvöld. Snæfell og
Tindastóll eigast þá við í Stykkis-
hólmi ög hefst leikurinn klukkan
20. Víst er að hai t verður barist
í Hólminum þegar Snæfell leikur
sinn fyrsta heimaleik í vetur. Liö-
ið vann Skallagrím í Borgarnesi
í sínum fyrsta leik en TindastóU
hefur tapað báðum leikjum sín-
um gegn KR og Njarðvík.
Júgóslavarnir leika
heimaleikina á Spáni
Júgóslavnesku körfuknattleiks-
hðin Slobodna Dalmacija, Partiz-
an Belgrad og Cibona Zagreb,
sem sló Njarðvíkinga út úr Evr-
ópukeppninni, hafa ákveðið að
leika heimaleiki sína í 2. umferð
Evrópumótanna á Spáni.
Slobodna Dalmacija (hét áður
Júgóplastika Spht), sem kemur
frá Króatíu, hefur sigrað í Evr-
ópukeppni meistarahða síöustu 3
ár en í 16 hða úrshtum leikur það
án fimm lykUmanna og þjálfara
síns en þeir era aUir era flúnir
frá Króatíu.