Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991.
7
dv Sandkom
Töskufréttir
Alltfráþví
Sandkomsrit-
arívarsmá-
strákta*man
haimeftiraft
liat.'i lesiösvo-
kallaðar tösku-
l'réttiribloðitn
um.Þessar
fréttirhafaoft-
astveriðá
íþróttasíðum
hlaðannn.iiðal-
: legaMorgun-
blaðsins. í þessum töskufréttum er
sagt írá vandræðum islenskra
Sþróttamarma sem ekki fuina tösk-
urnar sínar við komuna til annarra
landa. Það er auðvitað óþægilegt að
verða fyrirslíkuensamt frnnst
manni kindarlegt að vera að lesa
þetta sýknt og heilagt í fréttum dag-
blaða, hvað sem þau heita. Alhr sem
ferðast \dta að töskurnar geta farið á
flæking og þannigvaldið óþægind-
umd (eða tapillll). í gær lét Moggi
ekkí nægja að segja frá töskuvand-
ræðum Guðmundar Péturssonar og
Haraldar Sturlaugssonar í ferð með
knattspyrnulandsliöinu til Kýpur
heldur iék óþekkt taska veigamikið
hlutverk í fréttinni sem lauk þannig:
„... eneinóþekkttaskaflæktisthins
vegar með til Kýpur. Hún var send
afturtilLondon.'‘
Félagaskipti
Moggivarmeð
frétt i gærþar
semspurter
hvortÞorvald-
urörlygsson
hafiveríðólög-
legurmeð
Framiallt
sumar.Hér
skal ekkifarið I
ofiui í saumana
áþvímáli.Hins
vcgarleyfirrít-
ariséraðlýsa
furðu sinni á því að menn hjá félög-
unum og KSÍ skuli enn ekki vera
búnir að læra þetta með félagaskipt-
in. Það er með ólikindum hversu oft
maður heyrir og les slíkar fréttir og
síðan oftar en ekki virðist úm ein-
hvern misskilning eða klúður í
pappírum, er varða félagaskipti, að
ræða. Menn spyrja hvort ekki sé
kominn tími til að halda námskeið í
þessum félagaskiptafræðum.
Iðjagrænar hlíðar
Maðurfyrir
U'slainar
komimiáátt-
ræðisaldur.
Aldurinn aftr-
aðiþeimgamla
þóekkifraþví
aðnásérieina
nítján .ira. und-
urfagrasnót.
Leiöekkiá
lönguáöuren
suilkan var
örðin býsna
framhlaðin og vakti það bæði undrun
og skemmtun i hyggðarlaginu. Flestir
voru heldur undrandi á þessu en
enginn haföi sig í að spyrja gamla
manninnhvernigáþessugætistaðið. ■
Enað lokum hittir vinur vor þó unga
menn sem vildu fá að vita hverníg
svona nokkuð gæti gerst að öldungur
barnaði unga stúlku. Ehiðust þeir um
að sá gamh gæti nokkuð í kvenna-
málum lengur. Jú, sagði sá gamli,
sj áiöi til. Þó orðið sé napurt og farið
að grána í efstu tindum getur verið
iöjagrænt í miðjum hlíðum.
Skáka diskar
tuskum út?
Núhefurstór
ogmikilhljóm-
plötuverslun
veriðopnuðvið
Laugavegmn.
Þaðersjálfsagt
hiðbestamál
enopnunin
heteþóorðíð
efni i vanga-
veltur sem
gangaútáþað
aömúsikinsé
hreinlegaaðyf-
irtaka Laugaveginn, aö tuskurnmar
séu hreinlega á undanhaldi. Það er
ekki nóg með að þar séu eína fjórar
, Jireinar" hljómplötuverslanir held-
ur selur einstaka fatabúð einnig
diskaogplötur.
HaukurL. Hauksson
Fréttir
Flugleiðir hf. í Lúxemborg og Flugleiðir hf. í Keflavík:
Otrúlegur verðmun-
ur á f lugff argjaldinu
20 þúsund krónum dýrara að fljúga frá Keflavlk til New York en frá Lúxemborg
Venjulegt PEX-fargjald fyrir lág-
mark 7 daga ferð en hámark 6 mán-
uði frá Lúxemborg til Keflavíkur og
áfram þaðan til New York kostar nú
39.470 krónur. En sams.konar farseð-
ill frá Keflavík til New York kostar
63.040 krónur og upp í 66.840 krónur.
Það er sem sé 22 tU 26 þúsund krón-
um dýrara að fljúga frá Keflavík til
New York en frá Lúxemborg.
Öll önnur verðskrá á þessari leið
er eftir þessu. La^gsta fargjald, sem
hægt er að fá frá Lúxemborg til New
York, er APEX-fargjald sem gildir í
hámark 21 dag. Það kostar 30.880
krónur. Sams konar fargjald frá
Keflavík til New York kostar 51.360
krónur og upp í 54.960 krónur. Mun-
urinn er mjög svipaður og í fyrra
dæminu.
Þess bera að geta að fólk í Evrópu
getur valið um ótal flugfélög til að
ferðast með vestur um haf. íslending-
ar eiga enga aðra möguleika en að
fljúga með Flugleiðum vestur um haf
nema fara fyrst með Flugleiðum til
Evrópu og þaðan svo vestur.
Einar Sigurðsson, upplýsingafull-
trúi Flugleiða hf„ sagði að kerfið í
Ameríkufluginu væri búiö að vera
lengi við lýði og staða Flugleiða hf. í
þvi væri mjög erflð.
„Ameríkuflugið er fyrst og fremst
hugsað sem flug milli íslands og
Bandaríkjanna. Farþegafjöldinn á
þessari leið er ekki meiri en svo að
hann myndi duga í svo sem eins og
tvær flugvélar á viku. Sú eining er
allt of lítil til þess að það væri hag-
kvæmt að reka hana. Ef Flugleiðir
hf. gerðu aðeins út á Bandaríkja-
markaðinn frá íslandi yrði því flugi
trúlega hætt. Til þess að tryggja við-
unandi tíðni á leiðinni, sem gefur
rekstrarhæfa einingu í Ameríkuflug-
inu, verðum við að vera með daglegt
flug. Eins og menn vita eru risaflug-
félög í verðstríði á leiðinni Evrópa-
Ameríka og steypa stömpum. Við
erum því að keppa á markaði sem
rekinn er undir kostnaði. Það má
segja að öll fargjöld á þessari leið
Flugleiða hf. séu undir kostnaði því
gert er ráð fyrir 300 milljóna króna
tapi á þessari leið í ár. Tapið hefur
minnkað frá því sem var og það hef-
ur fyrst og fremst verið gert með því
að hækka fargjöldin erlendis, en það
þarf meira. Ef við aftur á móti ætluð-
um að laga þetta á einum degi gætum
við lokað rútunni. Við fengjum aldrei
þann farþegafjölda sem við þurfum
ef við hækkuöum fargjöldin frá Lúx-
emborg eins og þarf að gera. Við er-
um því að reyna að auka hlut okkar
í fullborgandi farþegum erlendis.
Það viðurkenna allir að það er ekki
hægt að hækka fargjöldin hér heima.
Það er spurning út af fyrir sig hvort
íslandsmarkaöurinn ber Ameríku-
flug. Það getur vel veriö að íslending-
ar yrðu á endanum sáttari við þaö
að fljúga til Ameríku um Evrópu. Það
yrði sennilega dýrara en þeir væru
þá lausir við þau óþægindi að hafa í
flugvélinni með sér fólk sem hefði
borgað miklu lægra fargjald," sagði
Einar Sigurðsson. -S.dór
Mismunur á verði Flugleiða til
Bandaríkjanna
PEX. Lágmark 7 dagar,
hámark 6 mánuðir
P 63.040-66.840
P 51.360-54.960
32.600
Gjald fyrir eldri borgara*_
émmmmmmmmaP32 600 _________
^Lastmim^^^d (aðra leið)*
„Last mlnule” gjald (báðar leiðir)*
ú
p 32.600
n Keflavik-New York
tm Lúxemborg-Keflavík
-New York
* Einungis aðra leiðina
Ðandar. hermenn*
BHL Um 37.000
jp 33.820
Lægra verðið í undirstrikuðu tulunum gildir um ferðir sem hefjast á
föstudögum, laugardögum eða sunnudögum.
Hér á töflunni má sjá muninn á fargjöldum annars vegar Lúxemborg-
Keflavík-New York og hins vegar Keflavik-New York.
Samgönguráðherra neitaði að
ræða f argjöld Flugleiða
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra var beðinn um álit á verðskrá
á fargjöldum Flugleiða hf. frá Lúx-
emborg til New York og frá Keflavík
til New York. Hann skoðaði verð-
skrána vel, hristi síðan höfuðið og
gekk burtu. Hann var inntur eftir því
hvort hann vildi ekki ræða málið og
svaraði þá einu orði: „Nei.“
-S.dór
Stríö SAS og Flugleiða heldur áfram:
SAS neitar um
framhaldsflug á
nýju fargjöldunum
- semja þarf um málið, segir framkvæmdastjóri SAS
Fargjaldastríð SAS og Flugleiða hf.
hefur nú tekið nýja stefnu. Eftir aö
samgönguráðuneytið ákvað að hafna
ósk SAS um 6 nátta og 7 daga sérfar-
gjald til Norðurlandanna en leyfa
þess i stað sérfargjöld á 4ra nátta og
5 daga ferðum hefur SAS hafnað því
að Flugleiðir fái að senda farþega
sína innan Norðurlandanna í fram-
haldsflugi með SAS á þessum far-
gjöldum. Eins hefur SAS hafnað því
aö íslendingar fari aðra leiðina með
SAS en hina með Flugleiðum hf. á
þessum nýju fargjöldum.
„Þetta hefur aldrei verið rætt milli
flugfélaganna og okkur þykir það
ekki sjálfsagður hlutur að þetta eigi
að vera nema félögin komi sér saman
um það. Og áður en nokkuð gerist í
málinu verða félögin að ræða það sín
í milli og komast að samkomulagi,"
sagði Jóhannes Georgsson, fram-
kvæmdastjóri SAS á íslandi
Hann sagði að Flugleiðir hf. væru
búnar að gefa sér það að SAS hafn-
aði framhaldsflugi farþega FÍ á nýju
fargjöldunum. Það sagði Jóhannes
að væri ekki rétt, það þyrfti einfald-
lega að semja um þetta.
Einar Sigurðsson, upplýsingafuU-
trúi Flugleiða, sagði að þegar sam-
gönguráðuneytið gaf flugfélögunum
leyfi fyrir þessum sérfargjöldum
hefði það gert þeim að semja um
þessi mál. Meðan það væri ógert yrðu
Flugleiðir að kaupa farseðla fyrir
sína farþega í framhaldsflugi með
SAS innan Norðurlandanna á fullu
verði. Með þessu væri SAS að beita
einokunarneti því sem félagið hefði
innan Norðurlandanna, líka á milli
landa.
Búist er við að samningaviðræður
flugfélaganna um málið hefjist í þess-
um mánuði.
-S.dór