Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991. 35 Bílar smíöa á Astra. Meö þessum sjö verksmiðjum verð- ur framleiðslugetan orðin í kringum 800.000 bílar á ári og þar með verður Astra orðinn sá bíll sem framleiddur verður í mestu magni innan Evrónu- deildar GM, Vauxhall/Opel, vel á undan Vectra, sem þó er framleiddur í miklu magni í mörgum verksmiðj- um. Breytingarnar frá Kadett Þótt Astra sé ætlað að vera arftaki Kadett eru breytingamar það miklar á milli bílanna að Astra er í raun alveg af nýrri kynslóð. Til að skýra þetta nánar er helstu breytinganna getiö hér á eftir. Betri öryggisbelti. Sjálfvirk strekk- ing á beltum í framsætum, stillanleg hæð á öryggisbeltum bæði í fram- og aftursætum. Sterkari sætasleðar. Aukið öryggi vegna stálstyrkinga í hurðum sem eiga að minnka hættu á áverkum vegna hliðarárekstra. Nýr, öflugri lofthreinsibúnaður kemur í veg fyrir að frjókom og smáagnir komist inn í bíhnn og betri hringrás lofts inni í bílnum getur lokað úti reyk og aðra mengun ef á þarf að halda. Hvarfakútar, nú einnig á dísilvél- um, gera bílana „vistvænni" ef svo má að orði komast (þetta er víst „bannorð" um bíla) þessa dagana. Mikil áhersla lögð á endumýtanleg efni til smíði Astra. Fjölupplýsingaskjár sem gefur upplýsingar um útvarp á nýjan hátt ásamt upplýsingum um ástand bíls- ins, klukku og aksturstölvu. Þessi skjár gefur á fljótari hátt upplýsingar um bílinn og aksturinn auk þess sem hann minnkar möguleika á því aö útvarpinu sé stolið úr bílnum þvi búið er að skilja skjáinn frá útvarp- inu sjálfu. Rafeindastýrð spyrnustýring í GSi 16V-bílnum sem kemur í veg fyrir spól framhjóla og gefur auk þess betri vegfestu. Endurbætt hemlakerfi Yfirbygging mikið styrkt eða sem nemur 34% frá Kadett. Þetta gefur farþegum meira öryggi í akstri auk meiri þæginda. Nýr framás með nýjum og endur- bættum burðarbitum sem gefur minna veghljóð og betri askturseig- inleika. Rúður falla slétt við yfirborð yfir- byggingar. Þetta gefur minna vind- gnauð í akstri. Stærri gluggar og minni póstar gefa mun betra útsýni. Hærri og breiðari „káeta“ sem gef- ur t.d. 50 mm meira hnjárými fyrir aftursætisfarþega. Meiri sporvídd, 30 mm að framan og 23 að aftan, gefur betri aksturseig- inleika. Aflstýri fáanlegt með öllum vélar- stærðum, nokkuð sem gefur léttari stýringu og þar með aukið öryggi í akstri. Innbyggður vindkljúfur í þaki sem gefur allt að fimmtíu af hundraði minni lyftikraft að aftan sem gefur meiri stöðugleika í beinum akstri. Þessi nýi Astra er árangur langrar og strangrar hönnunar frá Opel. Bíll- inn á til dæmis meira en tvö þúsund stundir að baki í vindgöngum sem gefið hefur minni loftmótstöðu (0,32) og minna vindgnauð. Áerindihingað Eftir að hafa skoðað Astra á bíla- sýningunni í Frankfurt á dögunum er ég þess fúllviss að þessi bíll á er- indi á markað hér á landi. Undan- farið hefur verið hljótt um Opel á íslenska bílamarkaðnum ólíkt því sem var fyrir einhverjum árum þeg- ar Opel átti sinn fasta hluta markað- arins. Hátt gengi þýska marksins og krossferð japanskra bílaframleiö- enda á Evrópumarkaö hefur rutt Opel af stalli síðustu ár en nú gæti vel farið svo að Astra gæti endur- heimt sinn „skammf' ef þeim hjá Jötni semdist um viðráðanlegt verð. Eitt er víst að bíllinn er vel sam- keppnisfær á okkar harða markaði hvað útlit, hönnun og stærð viðkem- ur. -JR Mikið var lagt upp úr því við hönnun Astra að sameina það besta sem hönnuðir Opel höfðu þegar komið með fram í öðrum gerðum og að bæta við nýjum atriðum eins og styrkingu í hliðum og sjálfstrekkjandi öryggisbeltum. Mælaborðið í Astra GSi 16V er meðal annars með „Multi Information . Display" sem staðalbúnað en þessi tölvubúnaður gefur ma upp hve langa leið hægt er að aka á því bensini sem eftir er i tanknum. Nýting farangursrýmisins er mjög góð og það mátt heyra þær raddir í Frankfurt að nú væri möguleiki að endurheimta þær miklu vinsældir sem Opel Caravan naut fyrir rúmum tveimur áratugum. El HEKLA HF. KYNNIR stórsýningu á notuðum bílum á landsbyggðinni. Tugir uppítökubíla til sýnis þessa helgi hjá eftirtöldum umboðsaðilum: Bílanesi Bílasölu Njarðvik Selfoss s. 92-15944 s. 98-21655 Opið laugardag 10-18 og sunnudag 10-16 Góðir bílar á góðu verði, greiðslukjör við allra hæfi GRÍPTU GÆSINA MEÐAN HÚN GEFST!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.