Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991.
37
Bílar
Citroén ZX „bíll ársins 1992" í Danmörku:
Stærðin og verðið ásamt
fjölhæfni skipti mestu máli
Hér er Ellen Nörregaard, blaöafulltrúi Citroén í Danmörku, kampakát eftir sigurinn í síðustu viku, en þetta er
i fyrsta sinn sem Citroén nær þessum titli í Danmörku.
Það kom nokkuð á óvart hvernig
þeir ellefu bílar sem voru með í
valinu á „bíl ársins 1992“ í Dan-
mörku röðuðust þegar dönsku
blaöamennirnir 31 voru búnir að
greiða atkvæðin.
Við greindum frá úrslitunum- í
DV-bílum um síðustu helgi en þetta
varð útkoman:
1. Citroe...nZX..............235
2. Opel Astra...............174
3. Peugeot 106..............146
4. VW Golf...................81
5. Volvo 850.................46
6. RenaultClio..............„29
7. Mazda 121.................25
8. Audi 100..................11
8. ToyotaCamry...............11
10. Nissan Sunny..............5
11. Mazda MX-3................1
Það sem vó þyngst á vogarskálum.
dönsku blaðamannanna var verð,
stærð og alhliða notagildi viðkom-
andi bíls. Citroen ZX náði sér í flest
stig á þessum grunni.
Danir eru með heldur þýngri
álögur á bíla en við hér heima og
því eru bílar þar heldur dýrari en
hér hjá okkur.
Sem dæmi um verð kosta ZX,
fimm hurða og fimm gíra með 1,4
lítra vél, 130.000 danskar krónur
eða sem svarar 1.196.000 íslenskum
krónum. Allir dönsku blaðamann-
anna voru sammála um að bílar á
borð við Volvo 850, Audi 100 og
Toyota Camry væru framúrskar-
andi bílar en há gjöld til danska
ríkisins senda þessa bíla í svo háan
verðflokk, eða sem svarar 3.680.000
ísl. krónum fyrir Volvoinn og um
2.760.000 fyrir Camry, að þessir bíl-
ar fengu ekki náð fyrir augum.
döiisku blaðamannanna. Þeir við-
urkenndu að „venjulegir" fjöl-
skyldubílar ættu frekar upp á pall-
borðiö hjá þeim í þessu vali.
Opel Astra, sem lenti í öðru sæti,
fékk sérstaka viðurkenningu fyrir
sjálfstrekkjandi öryggisbelti sem
er talin mikil framfór í öryggismál-
um.
Volvo 850 sem komst í 5. sæti
hlaut að þessu sinni sérstök heið-
ursverðlaun sem dönsku blaða-
mennirnir veita árlega fyrir tækni-
legar nýjungar sem þykja skara
framúr. Volvo fékk verðlaunin að
þessu sinni fyrir sérstakt öryggis-
kerfi sem verndar ökumann og far-
þega í hliðarárekstri.
Nýjar reglur í vali á „bíl ársins“
urðu til þess að nýir bílar eins og
Astra, Golf og Peugeot 106 ásamt
Toyota Camry, sem ekki eru enn
komnir í sölu í Danmörku, gátu
keppt við bíla eins og Nissan Sunny
og Mazda 121 sem voru búnir aö
vera þar á markaði í marga mán-
uði. Þetta er einkum talin vera
ástæðan til þess að Nissan Sunny
fékk ekki fleiri stig en raun bar
ýitni.
Dönsku blaðamennirnir 31
greiddu bílnum ellefu atkvæði sín
eftir um 7.500 kílómetra akstur um
Jótland og á „Jyllands-Ringen" á
þriðjudag og miðvikudag í síðustu
viku. Hver blaðamaður hafði 25
stig til umráða.
Valið á bíl ársins í Danmörku
þykir oft vera vísbending um það
hvernig valið á „bfl ársins í Evr-
ópu“ fer hverju sinni því oftar en
ekki hefur þetta farið saman. Hvort
það verður uppi á teningunum nú
skal ósagt látið.
Bíll ársins - sigurveg-
arar fyrri ára:
Ár...........Danmörk / Evrópa
1982 ........VW Polo / Renault 9
1983 ........Ford Sierra / Audi 100
1984 ........Fiat Uno / Fiat Uno
1985 ....Opel Kadett / Opel Kadett
1986 ..Ford Scorpio / Ford Scorpio
1987 ....Peugeot 309 / Opel Omega
1988 ....Peugeot 405 / Peugeot 405
1989 ........Fiat Tipo / Fiat Tipo
1990 ....Renault 19 / Citroen XM
1991 ..NissanPrimera/RenauItClio
Svona lítur listi síðustu ára út. Ný
er búið að velja Citroén ZX sem bíl
ársins í Danmörku, en við verðum
að bíða fram til 1. desember til að
sjá hvaða bíll fær náð fyrir augum
57 bílablaðamanna hvaðanæva úr
Evrópu og hlýtur sæmdarheitið
„bíll ársins 1992 í Evrópu".
-JR(BT Bilen)
Opið alla virka daga kl. 10.00 -19.00 og laugardaga kl. 13.00 -17.00
TILBOÐ VIKUNNAR!
Mazda 626 1600, árg.
1983, góður blll. Verð
330 þús., tilboðsverð
240 þús.
Okkur vantar notaða
Renault og BMW á söluskrá
, _. _ Saab 99GLÍ, árg. 1981. Ford Fairmoint, 6 cyl., BMW 316, árg. 1982. Verð Toyota Corolla liftback, Chevrolet Monza, árg.
BllaUmbOOIO nf Verö 270 þúsund. Góður sjállskiptur, ekinn aðeins 290 þús. Góður bill. árg. 1984, 5 dyra, 5 gira. 1987, sjálfskiptur, ekinn
Krókhálsi 1,110 Reykjavík bilL 76 þ. km. Verð 180 þús. Verð 370 þús. 25 þús km. Verð 570 þús.
Sími 686633 og 676833
ö 0
Tökum notaða bíla
upp í notaða
Greiðslukjör til allt
að 24 mánaða
Allir BMW og
Renault bílar eru
yfirfarnir fyrir
veturinn
otaðir bílar i miklu úrvali!
Mazda E-2200, sendibill, Nissan Sunny 1500 SLX, Renault Express með
árg. 1987. Verð 850 þús- árg. 1987, 3ja dyra. Verð gluggum, árg. 1987. Verð
und. Góður bill. 570 þús. Fallegur bill. 570 þús. Góður bill.
BMW 318i, árg. 1984, 2 BMW 316, árg. 1987, 4 Skoda 105S, árg. 1986. Chevrolet Celebrity, árg. Chevrolet Blazer 4,3, árg.
dyra. Verð 680 þús. 'V dyra. Verð 890 þúsund. Verð 120 þús. 1986, hraðastillir, vökva- 1988, sportútgáfa með
Toppeintak. stýri o.fl. Verð 850 þús. öllu. Verð 2,2 mill.