Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Page 3
FÖSTUÐAQHJR 25, ORTÓBERi 19914
19
Dansstaðir
Apríl
Hafnarstræti 5
Diskótek um helgar.
Ártún
Vagnhöfða 11, sími 685090
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt
Hjördísi Geirsdóttur söngkonu leikur
fyrir dansi fostudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld.
Café Jensen
Þönglabakka 6, sími 78060
Lifandi tónlist fimmtudaga til sunnu-
daga. Þórarinn Gíslason leikur á
píanó.
Casablanca
Diskótek fostudags- og laugardags-
kvöld.
Dans-barinn
Grensásvegi 7, sími 688311
Vetrarfagnaöur um helgina. Hljóm-
sveitin Mannakom leikur fyrir dansi
föstudags- og laugardagskvöld. Sér-
stakur gestur helgarinnar verður
Megas.
Danshúsið Glæsibæ
Álfheimum, s. 686220
Dansleikur fostudags- og laugardags-
kvöld.
Fjörðurinn
Strandgötu, Hafnarfirði
Vetrarfagnaður um helgina. Snigla-
bandið skemmtir.
Furstinn
Skipholti 37, simi 39570
Lifandi tónhst fostudags- og laugar-
dagskvöld.
Garðakráin
Garðatorgi, Garðabæ
Lifandi tónlist og dans föstudags- og
Iaugardagskvöld. The Rockville
Trolls leika kántrírokk í kvöld.
Gikkurinn
Ármúla 7, sími 681661
Trúbadorinn Haraldur Reynisson
skemmtir á föstudags- og laugardags-
kvöld.
Hótel Borg
Pósthússtræti 11, sími 14440
Dansleikur í kvöld, Kiddi Bigfoot í
búrinu.
Hótel ísland
Ármúla 9, sími 687111
Aftur til fortíðar - íslenskir tónar í
30 ár nefnist ný söngskemmtun á
Hótel íslandi. Að skemmtuninni lok-
inni leikur hljómsveitin Upplyfting
fyrir dansi.
Hótel Saga
Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir
dansi. Skemmtidagskráin Nætur-
vaktin á laugardagskvöld.
Klúbburinn
Borgartúni 32, s. 624588 og 624533
Fjólublái fíllinn í kjallara er öðruvísi
krá með bíói þar sem sýndar eru
gamlar kvikmyndir. Lifandi tónlist
um helgar.
L.A. Café
Laugavegi 45, s. 626120
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld. Hátt aldurstakmark.
Moulin Rouge
Diskótek á fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Naustkráin
Vesturgötu 6-8
Opiö um helgina.
Nillabar
Strandgötu, Hafnarfirði
Kuba Libra skemmta um helgina.
Staðið á öndinni
Tryggvagötu
Klang og kompaní leika um helgina.
Tveir vinir og annar í frii
Laugavegi 45
Tónléikar í kvöld með finnsku rokk-
sveitinni 22 Pisterpirkko og Risaeðl-
unni. Á laugardagskvöld leikur Soul-
blómi. Á sunnudagskvöldið verða
það 22 Pisterpirkko og Bless sem
leika.
Ölkjallarinn,
Pósthússtræti
Hljómsveitin Tvennir tímar leikur á
föstudags- og laugardagskvöld. Á
sunnudags- og mánudagskvöld verð-
tnr þaö trúbadorinn Hilmar Sverris
sem skemmtir gestum.
Ráin
Keflavík
Vestmannaeyjagleðk • Niðri á dans-
staðnum verða hinir landsfrægu Pap-
ar sem sjá um fjörið fóstudags- og
laugardagskvöld. Á annari hæð
verða á fóstudagskvölduö hljómsveit-
in Ágjöf með Jóni Vikingssyni en á
laugardagskvöld verður það hljóm-
sveitin Léttir frá Vestmannaeyjum.
Magga Stína, einn af meðlimum
Risaeðlunnar, en sú hljómsveit
kemur fram ásamt þremur öðrum
á Tveimur vinum um helgina.
Tveir vinir og annar í fríi:
Fjórar
sveitir um
helgina
Það verða hvorki fleiri né færri
en fjórar hljómsveitir sem leika á
Tveimur vinum og öðrum í fríi um
helgina. í kvöld, fóstudagskvöld.
verða stórtónleikar en þá koma
fram flnnska rokksveitin 22 Piste-
pirkko og Risaeðlan. 22 Pistepirkko
komu hingað til lands í mars síð-
astliðnum og héldu nokkra tón-
leika á Tveimur vinum sem margir
muna eftir. Þeir hafa gefið út 3 LP
plötur og platan Bare Bone Nest,
sem þeir gáfu út á síðasta ári, var
valin besta plata ársins af mörgum
virtum tónlistargagnrýnendum.
Risaeðlan kemur einnig fram í
kvöld og munu margir bíða spennt-
ir eftir því þar sem mannabreyting-
ar hafa átt sér stað í sveitinni og
nýjar stefnur teknar upp.
Ein af yngri sveitum borgarinn-
ar, Ber að ofan, leikur á laugar-
dagskvöld með pomp og prakt.
Það verða síðan 22 Pistepirkko
og hljómsveitin Bless sem leika á
sunnudagskvöld.
Bjartmar
á Hressó
Bjartmar Guðlaugsson heldur
tónleika á^Hressó í kvöld, föstu-
dagskvöld, og heíjast þeir klukkan
22, stundvíslega. Fjölskyldutón-
leikar verða svo á sama stað á
sunnudaginn, 27. október, og þeir
heijast klukkan 15.
Á efnisskrá tónleikanna verður
nýtt efni í bland við gamalt en eink-
um þó af fyrstu tveimur hljómplöt-
um kappans sem eru um þessar
mundir að koma út á geisladisk.
Þessir tónleikar eru upphaf á
landsbyggðareisu Bjartmars sem
standa mun yflr i vetur og fram á
vor. Þá er væntanleg ný hljómplata
úr smiðju hans með vorinu en þá
verða liðin tæp þrjú ár frá því plat-
an Það er puð að vera strákur var
gefin út.
Hljómsvertin Mannakorn spilar á
Dansbarnum, Grensásvegi, um
helgina og sérstakur gestur sveit-
arinnar er meistari Megas. Megas
hefur spilaó með Mannakornum
undanfarnar helgar en sú nýjung
verður i vetur að bjóða gesta-
söngvurum að leika eða syngja
með hljómsveitinni.
Todmobile á hring-
ferð um landið
Á næstu vikum mun hljómsveit-
in Todmobile ferðast hringinn í
kringum landið og halda tónleika
nær daglega. Allt kapp hefur verið
lagt á að gera tónleikana sem best
úr garði, enda mun þetta vera í
fyrsta sinn sem tónleikaferð af
þessu tagi og stærðargráðu er farin
hér á landi. Ljósa- og hljóökerfi
ásamt búningum leikur stórt hlut-
verk með tónlistinni.
Tónleikar verða haldnir á íjöl-
mörgum stööum þar sem Todmo-
bile hefur ekki komið fram áður,
svo sem í Ólafsvík, á ísafirði,
Blönduósi, Sauðárkrók, Ólafsfirði,
Húsavík, Neskaupstað, Egilsstöð-
.um og Vestmannaeyjum. Þá mun
sveitin koma fram á Akranesi,
Akureyri, Selfossi og Keflavík.
Hljómsveitina Todmobile skipa
þau Andrea Gylfadóttir, söngur,
Eyþór Arnalds, söngur og selló,
Þorvaldur B. Þorvaldsson, gítar og
söngur, Eiður Arnarsson, bassi,
Kjartan Valdimarsson, hljómborð,
Matthías M.D. Hemstock, tromm-
ur, og Jóhann Hjörleifsson, slag-
verk. Um tæknilegu hliðina sjá þeir
Óli 0der Magnússon, ljós, Gunnar
Árnason, hljóð, Ingólfur Magnús-
son, rót, og Árni Kristjánsson,
sviðsstjórn. Búninga hannaði Rós-
berg Snædal.
Todmobile heldur tónleika í Ól-
afsvík í kvöld og á ísaflrði á laugar-
dagskvöld og síðan verður strand-
lengja íslands þrædd réttsælis
næstu 3^ vikurnar.
Todmobile verður á tónleikaferðalagi um landið næstu 3-4 vikurnar.
Fógetinn:
Snæfríður og stubbamir
Loksins munu hinir stórvara-
sömu gleöigjafar frá Þorlákshöfn,
Snæfríður og stubbarnir. gefa
reykvískum hljómunnendum
tækifæri til aö hlusta á og taka
þátt í rammíslenskri tónaveislu
sem samanstendur einkum af mik-
illi sönggleöi, léttum húmör og
skoplegum uppákomum. Þetta ku
vera eina hljómsveitin á Fróni sem
er með slíka tilhögun á laga- og
textavali.
Hljóðfæraskipan hjá Snæfriði og
stubbunum er ansi frábrugðin
hinni stöðluðu reykvísku-pöbba-
spilamennsku. Hermann Jónsson
leikur á mandólín, púkur, gitar, als
oddi, raddbönd og móur. Rúnar
Jónsson leikur á bassa, raddbönd
og súrur. Sigríöur Kjartansdóttir
leikur á þverflautu, tinflautur,
soppur og raddbönd. Torfl Áskels-
Snæfríður og stubbarnir eru með
öðruvísi tónlist, svona eins og
nafniö gefur til kynna. Hljómsveitin
leikur á Fógetanum um helgina.
son leikur á gítar, jentur, radd-
bönd, stjórnar skipulögðum leið-
indum og áreitni.
Þeir félagarnir koma til með að
spila á Fógetanum í kvöld og annaö
kvöld og flytja þar einkum írsk-
íslenska pöbba- og gleðitónlist að
hætti hússins. Þetta er öðruvísi.
Gaukur á Stöng:
Nafnlaus hljómsveit
Ný hljómsveit, skipuð ungum og
óreyndum og gömlum og gamal-
reyndum hljóðfæraleikurum, mun
skemmta gestum á Gauki á Stöng
í kvöld og annað kvöld. Hljómsveit-
in er svo ný af nálinni aö ekki hef-
ur verið fundið nafn á hana ennþá
en víst er að piltarnir eiga eftir að
koma skemmtilega á óvart. Það
verður því nafnlaus hljómsveit á
Gauknum.
Á sunnudagskvöldið leikur
Rokkabillyband Reykjavíkur sem
ætlar að sjá gestum fyrir mikilli
stemningu.
Tónleikar í Samspili
Hljóðfæraverslunin Samspil,
Laugavegi 168. heldur tónleika
(jam-session) á morgun, laugardag-
inn 26. október, frá klukkan 14 til
18 i tilefni þess að ný verslun verð-
ur opnuð.
Ýmsir þekktir tónlistarmenn
koma fram, þar á meðal Loðin
rotta, Orgill, Vinir Dóra, Súld,
Szymon Kuran og fleiri.
Samspil er alhliða hljóðfæra-
verslun en sérhæfir sig í slagverks-
hljóðfærum. Aðgangur er ókeypis.
Eldfuglinn á Inghóli
Eldfuglinn leikur fyrir dansi á
Inghóli á Selfossi á laugardags-
kvöld. Um er að ræða almennan
dansleik og eru allir hvattir til að
mæta. Eldfuglinn kynnir lög af
sólóplötu Karls Örvarssonar, Eld-
fuglinn, en leikur að sjálfsögðu
önnur lög. Hljómsveitin tekur þátt
í Landslaginu ’91 en úrslit í því
verða 29. nóvember næstkomandi.
Kántrí-tónlistin er í hávegum höfð
á kántrikránni i Borgarvirkinu og
það er að sjálfsögðu hreinræktuð
kántríhljómsveit sem spilar.
Kántríkráin
í Borgarvirk-
inu 1 árs
Kántríkráin i Borgarvirkinu
heldur nú um helgina upp á eins
árs afmæli sitt og býöur við það
tækifæri upp á kokkteil í kvöld,
milli klukkan 18.30 og 21.00.
Frá því í sumar hefur kráin ein-
göngu spilað kántrítónlist og fékk
til liðs við sig tónlistarmennina
Einar Jónsson, gitarleikara og
söngvara, Pétur Pétursson hljóm-
borðsleikara og Torfa Ólafsson,
bassaleikara og söngvara. Einnig
hefur Anna Vilhjálms komið fram
með hljómsveitinni á fimmtudög-
um og sunnudögum og mun halda
því áfram. Undanfarnar vikur hef-
ur Bjarni Arason sungið sem gesta-
söngvari á föstudags- og laugar-
dagskvöldum.
Þar sem þetta hefur fengið mjög
góöar undirtektir hefur kántríkrá-
in gengið til liðs við nýstofnaöan
kántríklúbb á íslandi sem nú þegar
hefur um 170 meðlimi. Klúbburinn
hyggst, i samstarfi við kántríkrána,
brydda upp á ýmsum nýjungum í
framtíðinni, bæði meö erlendum
og innlendum kántríuppákomum.
Púlsinn:
Tregasveitin
og Plato
Tregasveitin leikur á Púlsinum í
kvöld, föstudagskvöld og annað
kvöld. Tregasveitina skipa þeir
Pétur Tyrfmgsson, sem syngur og
spilar á gítar, Guðmundur Péturs-
son gítarsnillingur, Sigurður Sig-
urðsson, munnhörpuleikari og
blússöngvari, Björn Þórarinsson
bassaleikari og Guöni Flosason
trommuleikari.
Von er á ýmsum góðum gestum
á sviðið með Tregasveitinni, þar á
meðal fulltrúa frá Rás 2 í fjölmiðla-
blúsaraeinvíginu en Sjónvarpið
skoraði á Rás 2 að senda sinn full-
trúa þessa helgi.
í tilefni íslensks tónlistardags á
laugardag verður hin efnilega
hljómsveit Plato, sem leikur gull-
aldarrokk í þyngri kantinum, gest-
ur kvöldsins. Plato er úr Garða-
bænum og sveitina skipa þeir Guð-
finnur Karlsson söngvari, Starri
Sigurðsson bassaleikari, Jón Örn
Arnarsson trommari og Kristbjörn
Búason gítarleikari.
Plato leikur einnig á Púlsinum á
sunnudagskvöld.
Rúnar Þór spilar ásamt hljómsveit
á Rauða Ijóninu á Eiðistorgi um
helgina. Rúnar Þór kynnir lög af
nýútkominni plötu sinni, Yfir hæð-
ina, og leikur einnig lög af öðrum
plötum sinum og önnur óskalög.
Með Rúnari spila þeir Jón Ólafs-
son á bassa og Jónas Björnsson
á trommur.