Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Side 12
30 » • * » # • H • # f- if-ef íISHOT/lO .Öfi íIÚOAQ'J >líVCf 1M MIÐVIKUÐAGUÍT 30. OKTÓBER 1991-. Tíska DV Stakir jakkar í lit íveturbermikiðá stökum jökkum, ein- hnepptum eðatví- hnepptum, oglitagleðin er afar skemmtileg. Karlmenn eiga nú þess kost að velja á milli hta og lyfta sér svolítið upp úr „gráum hversdags- leikanum" þegar kemur aðfatavali. Dökku jakkafötin halda velli í þeim tilfellum sem þeirra er krafist en utan þess geta menn leyft sér að ganga í stökum og lit- fallegum jökkum. Gulir, rauðir, fjólubláir, og grænir htir eru gjald- gengir á alla en velja verður skyrtur og buxur í stíl svo og hálsbindi ef það er notað. sjá má. Dæmigerður karlmannajakki úr kasmírull frá Thierry Mugler. Þessi jakki er hárauður sem er ekki klassískasti liturinn er fer vel með svörtu eins og í KRINGLUNNI S 689811 í HVERAFOLD S 676511 NÝJUNG! ÞÚ GEFUR UPP NÚMERIÐ Á KREDITKORTINU OG VIÐ SENDUM UM HÆL í PÓSTI, EINNIG PÓSTKRAFA Þröngt er í tísku í haust og vetur ber töluvert á niðurþröngum karlmannabuxum í anda bítlatímans. Þó þarf ekki skó- hom til að klæða sig í buxurnar eins og í gamla daga. Viddin og fell- ingarnar eru þó ekki á undanhaldi en hinn þröngi stíll höföar frekar til ungu mannanna. Þó buxurnar minni á bítlatímann er skófatnað- urinn sem kemur niður undan skálmunum ekki samkvæmt þeirri línu heldur afar klassískur og venjulegur. Buxurnar eru lika í aðeins styttra lagi eða að minnsta kosti styttri en við höfum átt að venjastsíðustu misseri. Brúnirlitir eru vinsælir og eíhið er ýmist bóm- ull eða uh. Ullarbuxur frá Hermés, grófgerðar og með uppábroti. Fiauelsbuxur frá Romeo Gigli, engar fellingar að framan og þröngar neðst. Herratískan: Miklir frakkar í anda milli* stríðsáranna Hvað er notalegra en að bregða sér í þykkan, mjúkan og stóran frakka þegar frost og snjór er úti. Sam- kvæmt því sem tískan segir í vetur eiga frakkarríir að vera víðir og stór- ir úr fallegri ullarblöndu, kasmír og angóra eru algengar ullartegundir í þeim vönduðustu. Síddin getur verið hvernig sem er; stuttir frakkar eða þeir sem ná niður á kálfa eru jafn- gjaldgengir. Andi Humprey Bogarts og fleiri kvikmyndastjama þess tíma svífur yfir vötnunum. Allir jarðlitir eru vinsælir í dag. Flestir brúnir tónar frá kamellit yfir í dökk- og ryðbrúnt. Grátt og grænt gengur líka en minna ber á svarta litnum. Algengast ér að frakkarnir í dag séu tvíhnepptir með áberandi vös- um, stundum utanáliggjandi og erm- arnar víðar og gjarnan með uppá- broti. Kragarnir eru stórir og miklir ognávelútáaxlir. -JJ Stór og mikill frakki með utanáliggj- andi vösum úr biöndu úr ull og kasmir frá Valentino Couture. Frakk- inn er dökkbrúnn en fötin innundir eru svört. Þessi ullarfrakki er afar klassiskur i sniði og fer vel við fin föt. Liturinn er millibrúnn. Frakkinn er frá Joseph Abboud.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.