Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1991, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1991, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SiMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Varnarstríð okkar allra Fjórtándu aldar klaustrið í Rozat hefur orðið fyrir skemmdum og sama er að segja um fimmtándu aldar virkið í Sokol. Villa Rastic og Sorkocevic-höllin í Dubrovnik hafa einnig orðið fyrir skemmdum. Eyði- lagzt hafa Villa Gradic og Villa Bozdari við Dubrovnik. Þessi menningarsögulegu hús á strandlengjunni við Dubrovnik höfðu ekkert hernaðarlegt gildi, fyrr eða síð- ar. Þau voru látin í friði af hermönnum Hitlers í síðari heimsstyijöldinni og áður af hermönnum Napóleons og enn þar á undan af hermönnum Tyrkjasoldáns. Villimenn fyrri alda létu í friði Dubrovnik, perlu Adríahafsins, hverrar þjóðar sem þeir voru. Það þarf tuttugustu öldina og Júgóslavíuher til að ráðazt að menningarsögunni á þessu svæði. Að því leyti eru Serb- arnir, sem stjórna hernum, ólíkir öðrum villimönnum. Serbastjórar eru að þessu leyti líkir Rauðu herdeild- unum í Kína og Rauðu khmerunum í Kambódsíu. Allir þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera kommúnist ar. Vilhmenn þurfa að vera haldnir trúarbrögðum af því tagi til að geta ráðizt gegn menningarsögunni. Herforingjar Júgóslavíu eru undantekningarlítið Ser- bar og sannfærðir kommúnistar af gamla skólanum, alveg eins og Milosevic, forseti Serbíu, og aðrir ráða- menn Serbíu. Þetta herskáa smáríki Balkanskaga er síðasti útvörður útþenslustefnu kommúnisma í Evrópu. Athyglisvert er, að Atlantshafsbandalagið er bjargar- laust í máli þessu. Það stafar af, að Bandaríkjastjórn hefur stutt sambandsstjórn Serba í Belgrad gegn sjálf- stæðishreyfmgum Króata og Slóvena, af því að Banda- ríkjastjórn hefur sjúklegt dálæti á sambandsríkjum. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var síðast í sumar í Belgrad að lýsa stuðningi við sambands- stjórnina og vara ráðamenn Króatíu og Slóveníu við mótþróa. Þetta er í stíl við stuðning Bandaríkjastjórnar við kommúnistann Gorbatsjov í Sovétríkjunum. Til skamms tíma reyndi Bandaríkjastjórn að koma í veg fyrir sjálfstæðisbrölt Eystrasaltsríkjanna og talaði niðrandi um lýðræðissinna í Rússlandi, einkum Jeltsín, sem síðar varð Rússlandsforseti. Bandaríkjastjórn held- ur enn í dag dauðahaldi i fylgislausan Gorbatsjov. Stuðningur Bandaríkjastjórnar við yfirlýsta komm- únista í Austur-Evrópu veldur því, að tímabært er að rifja upp sögu Atlantshafsbandalagsins og spyrja, hvort það hafi ekki gengið sér til húðar, þegar forusturíki þess leggst á sveif með vilhmönnum kommúnismans. Evrópubandalagið er ekki miklu skárra. Það hefur sí og æ reynt að koma á sáttum milli Serba og Króata, með þeim árangri, að Júgóslavíuher hefur sí og æ fært sig upp á skaftið. Þannig fer, þegar reynt er að rökræða við viUimenn, sem líta á rökræður sem ræfildóm. Auðvitað á Vestur-Evrópa ekki að vera að dekstra vUlimenn af trúarflokki kommúnista, heldur taka ein- arða afstöðu gegn þeim, ekki bara í orði, heldur fyrst og fremst í verki. Ráðamenn Serba verða til vandræða aUa tíð, þangað tU þeir verða hraktir frá völdum. Árás kommúnista á menningarsöguna í Króatíu lýsir sama hugarfari og sjá má í umgengni kommúnista Aust- ur-Evrópu við umhverfið. Það þarf kerfisbundna vUU- menn tU að eyðUeggja vistkerfið á eins hroðalegan hátt og sjá má í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. Varnarstríð Króata gegn síðustu leifum þjóðskipu- lags, sem er fjandsamlegt manninum, menningarsög- unni og náttúrunni, er varnarstríð okkar aUra. Jónas Kristjánsson „Árum saman hafa stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðssamtaka hamrað á þvi að bæta þurfi kjör hinna lægst launuðu." Fátækt á varan- legum grunni „Ríkisstjórnin vill tryggja stöð- ugleika í efnahagslífinu og stuðla þannig að því að sættir takist um sanngjörn kjör. Hún mun í þessu skyni beita sér fyrir aðgerðum í skatta- og félagsmálum sem koma hinum tekjulægstu til góða.“ Svo segir hinni hvítu bók ríkis- stjórnarinnar undir kaflaheitinu Framtíðarsýn. í útvarpsþættinum Þjóðarsál fyrir skömmu sagði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra eitt- hvað á þá leið að þaö þyrfti að koma í veg fyrir að fyrirsjáanleg kjara- skerðing kæmi þyngst niður á hin- um lægst launuðu. Árum saman hafa stjórnmálamenn og forystu- menn verkalýðssamtaka hamrað á því að bæta þurfi kjör hinna lægst launuðu. Árangurinn hefur hins vegar orðið sá að hin breiða fylking miðstéttarinnar hefur stöðugt bætt sín kjör og tiltölulega fámenn en vaxandi auðstétt í landinu rakar nú til sín meiri gróða en nokkru sinni fyrr. Láglaunahóparnir lepja áfram dauðann úr skel og engin breyting virðist til batnaðar í þeim efnum í náinni framtíð. Hér er orð- in til fátækt á varanlegum grunni. Sú velferð sem ríkisstjórnin boðar mun ekki ná að lyfta kjörum þeirra sem verst eru settir. í besta falli munu þeir standa í sömu sporum. Laun undirfram- færslukostnaði Ég sé ekkert athugavert við það að fólk geti komist í góð efni meö dugnaði og áræði svo lengi sem það er árangur heiðarlegra starfa. En ég get ekki sætt mig við það að þúsundir karla og kvenna séu dæmd til fátæktar með frjálsum kjarasamningum aðila vinnu- markaðarins. Þá er ég að tala um láglaunahópa er þiggja laun sam- kvæmt strípuðum töxtum sem eru langt undir framfærslukostnaði. Kjör margra ellilífeyrisþega, ör- yrkja og fleiri hópa er svo kapítuli út af fyrir sig. En hér er bara verið að tala um fullfrískt fólk í fullri vinnu sem fær ekki lifað af þeim launum sem því er skammtað. í umræðu um þessi mál er oft bent á að meðallaun í þjóðfélaginu séu langt fyrir ofan alia taxta og fólk hafl svo og svo mikið í viðbót við grunnlaun í formi yfirvinnu, hlunninda og fríðinda. Allt er þetta satt og rétt en vissulega umdeilan- legt hvort þannig eigi að standa að málum. Það breytir hins vegar engu um það, að fjöldi fólks fær ekkert umfram það sem gildandi kauptaxtar í dagvinnu kveða á um. Þetta fólk er sumt með undir 50 þúsund krónum á mánuði fyrir fullan vinnudag og mjög margt undir 60 þúsundum króna í mánað- arlaun. Áf þessum smánarlaunum er svo tekið í skatta og gjöld. Auð- vitað er þetta okkur öllum til há- borinnar skammar. Kjallarinn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður Hver er sjálfum sér næstur Margir vilja skella allri skuld á atvinnurekendur þegar þessi mál ber á góma. Þeir geri allt til þess að halda launum niðri. Það er hins vegar mikil einfoldun að setja mál- ið upp með þeim hætti þó rétt sé að hafa í huga að fæstir stunda at- vinnurekstur í góðgerðarskyni og aukin harka gildir nú á vinnu- markaði. Og viðsemjendur VR til dæmis virðast halda dauðahaldi í láglaunataxta en einstakir at- vinnurekendur hafa það svo í hendi sér að borga umfram taxta. En staðreyndin er sú að þeir hópar launþega sem eru betur settir geta ekki unnt láglaunahópunum að fá sérstakar kjarabætur án þess að þær gangi upp allan stigann. í stað þess að skammast út í forystumenn verkalýðsfélaga og vinnuveitenda ætti hver og einn að líta í eigin barm. Sá sem er með 150 þúsund á mánuði má ekki til þess hugsa að beinar kauphækkanir taki bara til þeirra sem hafa undir 70 þúsund á mánuði. Hann vill fá samsvarandi hækkun á sín laun. Stórir hópar innan ASÍ hafa rífandi tekjur og allt í lagi með það. En þeir vilja ekkert gefa eftir af sínu svo unnt sé að bæta kjör verksmiðjuþræla, verslunar- og skrifstofufólks og annarra þeirra sem vinna hjá fyrir- tækjum og stofnunum er halda sig fast við lágmarkslaunin og ekkert umfram það. Hinir betur settu benda á ríkiö þegar láglaunafólkið berst í tal. Þar á ríkið að koma til skjalanna og vissulega er það hlutverk samfé- lagsins að sjá til þess að enginn svelti í hel. Óg ríkið reynir að létta undir með fátæklingum með ýms- um hætti svo sem gegnum skatta- kerfið og með greiðslu barnabóta. Þar með getum við sofnað með hreina samvisku á hverju kvöldi - eða hvað? Niðurlæging fátæktar Aðstoð hins opinbera við þá sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni er sjálfsögð og eölileg. Um það eru allir sammála. En það er hart að- göngu þegar hið opinbera þarf að hlaupa undir bagga meö fullfrísku reglufólki í fullri vinnu vegna þess eins að laun þessa fólks eru langt undir framfærslukostnaði. Og það eru þung spor fýrir marga úr þess- um hópi að þurfa að leita til sveitar- félaga sinna um fjárhagsaðstoð til að framfleyta sér og sínum. Um það eru mörg dæmi og þeim fer fjölg- andi. Slíkt er flestum óþolandi nið- urlæging. Því miður er ekkert sem bendir til þess að ástandið breytist í þess- um efnum. Fögur fyrirheit um að bætt kjör láglaunafólks skuli hafa forgang hafa reynst haldlítil. Stöð- ugleiki í efnahagsmálum er mikil- vægur en stöðugleiki í fátækt er ófremdarástand. Þetta láglauna- fólk virðist ekki eiga marga mál- svara sem eru reiðubúnir til að láta athafnir fylgja orðum. Það mætti halda að það hefði orðið þegjandi þjóðarsátt um að hér skuli vera í gildi kauptaxtar undir fátækra- mörkum. Hvorki ríkið né aðrir vinnuveitendur eru reiðubúnir til að semja um lágmarkslaun til nauðþurfta. í stað þess að boða hækkun skattleysismarka eiga skattar og álögur að hækka með ýmsu móti. Eflaust mun verkalýðs- hreyfmgin krefjast þess að kjör hinna lægst launuðu verði bætt í komandi samningum. En það er líka næsta víst að eftir þá samninga munu kauptaxtar undir fátækra- mörkum verða áfram í gildi. Sæmundur Guðvinsson „En ég get ekki sætt mig við það að þúsundir karla og kvenna séu dæmd til fátæktar með frjálsum kjarasamn- ingum aðila vinnumarkaðarins. Þá er ég að tala um láglaunahópa er þiggja laun samkvæmt strípuðum töxtum sem eru langt undir framfærslukostn- aði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.