Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. Bíóhöllin: Fnimskógarhiti ... ■ Flipper (Wesley Snipes) og Angie (Annabelia Sciorra) verða ást- fangin og eru þar með útskúfuð af fjölskyldum sínum. Frumskógarhiti (Jungle Fev- er) er nýjasta kvikmynd Spike 200000Lee og hefur mynd þessi vakið mikla athygli þar sem hún hefur 3verið sýnd enda tekið á máli sem koma bæði svörtum og hvítum við. Fjallar myndin um svartan arkitekt sem heldur við ítalskættaðan einkaritara og eru þau nánast útskúfuð hjá fjölskyldum sínum og öllum sem þeim þykir vænt um. Aðalhlutverkin tvö leika Wes- ley Snipes, er leikur arktitekt- inn, og Annabella Sciorra sem leikur ástkonu hans. Auk þeirra kemur fram frítt hð leikara, má þar nefna Spike Lee sjálfan sem eins og í fyrri myndum sínum leikur stórt hlutverk, John Turturro, Anthony Quinn, Lo- nette McKee, Ossie Davis og Ruby Dee. Tónhstin er ekki eftir ómerkari mann en Stevie Wond- er. Spike Lee er á góðri leið með að skapa sér nafn sem einn allra besti leikstjórinn í bandarískri kvikmyndagerð. Þeir fersku straumar sem nú liggja frá ung- um svörtum leikstjórum eru honum beint að þakka. Ævintýrið hófst með Do the Right Thing sem var tilnefnd til nokkurra óskarsverðlauna en fékk engin verðlaun. Urðu margir hissa og töluðu um kyn- þáttahatur og íleira í þeim dúr. Síðan kom óður Spike Lee til bandarískrar djasstónlistar, Mo’ Better Blues, sem þótti standa Do the Right Thing nokk- uð að baki. Með Jungle Fever hefur hann endurheimt þá trú sem samlandar hans í röðum svartra höfðu á honum eftir að Do the Right Thing kom fyrir sjónir almennings. Spike Lee fæddist í Atlanta en flutti barn að aldri til Brooklyn þar sem hann heldur heimili enn þann dag í dag. Eftir að skólanámi lauk fékk hann vinnu hjá Columbia í smátíma áður en hann innritaðist í New York University Film School. Lee vakti strax athygli með sinni fyrstu kvikmynd er hann gerði sem nemendaverkefni. Með honum við gerð þeirrar myndar sem hét Joe’s Bed-Study Barbershop: We Cut Heads voru kvikmyndatökumaðurinn Ern- est Dickerson og Monty Ross sem hafa síðan unnið við allar kvikmyndirhans. -HK Bíóborgin: Aldrei án dóttur minnar Aldrei án dóttur minnar (Not with My Daughter) er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um bandarísku konuna Betty Mahmoody sem gift er írönskum lækni. Hann vill fara með alla fjölskylduna í frí á heimaslóðir sínar og lætur Betty undan þótt hún sé ekki hrifin af ætlun hans. Þegar til írans kemur lætur læknirinn undan þrýstingi frá fjölskyldu sinni og vill verða eftir og neitar Betty og dóttur þeirra um fararleyfi heim. Betty verður í raun fangi á heimili eiginmanns síns og hún gerir sér grein fyrir því að eina lausnin er flótti. Aðalhlutverkið leikur Sally Field en eiginmann hennar leik- ur breski leikarinn Alfred Mo- lina. Brian Gilbert, sem leikstýrir kvikmyndinni, er breskur að uppruna og byrjaði listaferil sinn sem leikari en ætlun hans var alltaf að verða rithöfundur. Leikferill hans varð ekki langur. hann lék smáhlutverk í Voyage of the Damned og the Explorers áður en hann settist á skólabekk í National Film Scool í London. Þar eyddi hann þremur árum í lærdóm um kvikmyndir og hef- ur síðan leikstýrt sjónvarps- myndum auk þess sem hann hefur leikstýrt einni kvikmynd áður, Vice Versa. Þess má geta að myndin er gerð eftir sam- nefndri bók sem Betty Mahmo- ody skrifaði ásamt William Hoffer. í næstu viku mun bókin koma út á íslensku frá bókaút- gáfunni Fiölva og nefnist hún Aldrei, aldrei. -HK Sally Field leikur Betty Mahmoody, bandaríska konu sem verður að flýja eiginmann sinn I íran ásamt dóttur þeirra sem leikin er af Sheilu Rosenthal. I Ungir harðjaxlar leggja hryðjuverkamenn skóla undir sig. Regnboginn: Ungirharðjaxlar Ungir harðjaxlar (Toy Soldier) er ný spennu- mynd sem Regnboginn hefur hafið sýningar á. Gerist myndin á heimavistarskóla fyrir drengi þar sem fjórir pörupiltar gera allt sem þeir geta til að fara í taugarnar á skólayfirvöldum. Þeirra tími kemur þegar þeir lenda í hringiðu óvæntra atburða. Hryðjuverkamenn hertaka skólann og hneppa nemendur og kennara í gíshngu. Dreng- irnir ákveða að taka þátt í þessum atburði með því að reyna að koma upplýsingum til hersins um vopnabúnað hryðjuverkamannanna. Ungir harðjaxlar hefur verið sýnd í Banda- ríkjunum að undanfórnu við nokkrar vinsæld- ir. Aðalhlutverkin, strákana, leika óþekktir leikarar en í stórum hlutverkum eru einnig hinir þekktu karakterleikarar, Lou Gossett og Denholm Elliot. Leikstjórinn, Daniel Petrie jr., er úr kvik- myndafjölskyldu og var faðir hans, Daniel Petrie, þekktur kvikmyndaleikstjóri á árum áður. Móðir hans var kvikmyndaframleiðandi og eldri bróðir hans, Donald, leikstjóri. Það lá því beint við að hann færi í kvikmyndabrans- ann. Petrie jr. byrjaði sem handritshöfundur og fyrsta handrit eftir hann, sem kvikmyndað var, er The Beverly Hills Cop. Hann skrifaði einnig ásamt öðrum handritið að Turner & Hooch og er einnig framleiðandi þeirrar kvik- myndar. Hann framleiddi einnig Shoot to KiU. Toy Soldier er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd semhannleikstýrir. -HK BÍÓBORGIN Hvað með Bob? **‘A Ansi skemmtileg gamanmynd. Sál- fræðingurinn Ðreyfuss fer yfir um á taugahrúgunni Murray (frábær). Ein fyndnasta á árinu þótt hún gangi of langt (eins og við mátti búast). -GE Komdu með í sœluna ** Góö ástarsaga öl að byrja meö milli Quaid og hinnar japönsku Tomlita en dofnar eftir að öllum er hent í fangelsL Parker veldur vonbrigð- um. -GE Að leiðarlokum **‘A Átakanleg og fróðleg um samband krabbameinssjúkhngs við hiúkr- unarkonu sína. Campeh Scott sýnir góðan leik. -ÍS BÍÓHÖLLIN Réttlætinu fulhiægt * 'h Mauksoðnu söguefni er rétt bjarg- að fyrir horn af hasaratriðum og kolrugluðum Wilham Forsyth. -GE -GE í sálarfjötrum ★*'/) Drungalegt ferðalag um hugar- fylgsni Jacobs. Torskilin (þar til í bláendann) en heldur athyglinni alla leið. -GE Oscar **'/j Bráðskemmtilegur leikhúsfarsi þar sem vöðvabúntið Sylvester Stallone sýnir á sér nýja hhð. -is Rakettumaðurinn ★*'// Ævintýri upp á gamla mátann með nýtísku tæknibrellum. Hugmyndin frábær og sagan skemmtileg en dálítið rýr þegar liður á. -GE HÁSKÓLABÍÓ Hviti vikingurinn ** Það skortir nokkuð á að þær vonir sem bundnar voru við Hvfta vík- ingin rætist. Þrátt fyrir mörg ágæt atriði og góöan leik er sagan hla sögö og myndin fremur óspenn- andi. -HK Þrumugnýr *** Kathryn Bigelow er kraftmikill kvenleikstjóri og knýr myndina áfram á karlhormónum og adrena- líni. Tæknileg fagmennska kaffær- ir sögugallana. The Commitments Tónlistarmynd Alans Parker er ógleymanleg skemmtun. Sögu- þráöurinn er stórskemmtilegur og soul-tónlistm frábær. Ein af betri myndum Alans Parker. -ÍS Drengirnir frá Sankt Petri *** Hugljúf og spennandi mynd um unga menn sem halda uppi andófl gegn hernámi nasista í Danmörku. -ÍS Ókunn dufl ** 'h Stuttmynd sem kemur á óvart. Sag- an af listamannínum og lögfræð- ingnum er skondin kómedia um leið og ádeilubroddur er i henni. Það er vel varinn hálftími að sjá myndina. -HK Beint á ská 214 **% Beint framhald af fyrri myndinni, nær sér stundum á strik en sumir brandaramir eru orðnir þreyttir. -ÍS Lömbin þagna **** Stórgóð sakamálmynd þar sem fer saman mikil spenna og góður leik- ur. Anthony Hopkins er ógleyman- legur. -HK LAUGARÁSBÍÓ Brot ** Söguþráðurinn er flókinn og upp- gjörið í myndinni í lokin er of ótrú- legt th að hægt sé að sætta sig við málalok. -IS Dauðakossinn ** Spennuþrhler i anda Hitchcocks gamla, góðir sprettir en brotalamir í lokin koma í veg fyrir að myndin heppnist að fullu. Dearden er betri handritshöfundur en leikstjóri. -HK REGNBOGINN Fuglastríði í Lumbruskógi ** Hugljúf teiknimynd fyrir börn. Það sem gerir hana þó eftirsóknarverða er íslensk talsetning sem hefur heppnast sérlega vel. -HK Of faheg fyrir þig ** 'h Skemmtileg gamanmynd þar sem klassískum söguþræði er snúið við. Heimihsfaðir heldur fram hjá glæsilegri konu sinni með óásjáleg- um einkaritara. HK Niður með páfann ** Svartur húmor og fíflagangur i bland. Ófrumleg della en á nokkra góða punkta. -GE Henry: Saga af fjöldamorðingja **★ Óhugnanleg (ekki ógeðsleg) og grátbrosleg saga um dreggjar stór- borgarinnar. Eftirminnhegar per- sónur, -GE Hrói liöttur, prins þjófanna ** Kevin Costner er daufiu. Sagan er ójöfn en bardagaatriðin eru af- bragð. -GE Dansar við úlfa *** Löng og falleg kvikmynd um nátt- úruvernd og útrýmingu indíána. Glæsileg frumraun Kevins Costn- er. -PÁ STJÖRNUBÍÓ Tortimandinn **★ Áhættuatriðin eru írábær og tæknibrellurnar ótrúlega góðar. Bara að sagan og persónumar hefðu veríð betur skrifaðar. -GE Börn náttúrunnar *** Enginn ætti að verða fyrir von- brigðum með nýjustu íslensku kvikmyndina. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikil- fenglegt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræðl -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.