Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991.
Útlönd
Danskirvilja
samnorræna
kauphöll
Samtök danskra verðbréfasala
leggja til aö stofnaöur verði sam-
norrænn verðbréfamarkaður
sem leysi af hólmi verðbréfa-
markaðina fimm í Stokkhólmi,
Ósló, Helsinki, Reykjavík og
Kaupmannahöfn árið 1994.
Lars Johansen, formaður sam-
taka verðbréfasala, segir í viðtali
við danska blaöið Börsen í dag
að nuverandi verðbréfamarkaðir
geti starfaö áfram hver um sig
sem staðbundnar kauphallir.
Samkvæmt tiUögunni verða
skrifstofur nýja sameinaða verð-
bréfamarkaöarins í höfuðborg-
unum fimm og eiga þær að
stjóma daglegum rekstri um
sameiginlegt tölvunet.
Bengt Wester-
bergfékkbréfa-
sprengju í þingið
Bengt Westerberg, leiötogi
sænska Þjóöarflokksins, fékk
bréfasprengju í póstinum sínum
í þinghúsinu skömmu eftir kosn-
ingarnar í haust. í pakkanum var
einnig bréf þar sem fiallað var á
fiandsamlegan hátt um innflytj-
endur til Sviþjóöar.
Þessar upplýsingar komu fram-
í sjónvarpsfréttum í Svíþjóð í
gærkvöldi.
Tilræðið við Wes'terberg er al-
varlegasta atvikið af mörgum
sem hafa hent Westerberg að
undanfómu. Á meðan á kosn-
ingabaráttunni stóð kom eitt og
annað fyrir, m.a. var maöur með
byssu gripinn á einum framboðs-
fundi hans. Westerberg sagði að
bréfasprengjan hefði því ekki
komið svo mjög á óvart.
Lögreglu var gert viðvart og
gerði hún sprengjuna óvirka.
Bush haf nar
frumvarpi um
ráðgjöfviðfóst-
ureyðingar
George Bush Bandaríkjaforseti
beitti neitunarvaldi i gær gegn
lagafrumvarpi sem heimilar fóst-
ureyðingaráðgjöf við heilsu-
gæslustöðvar sem fjármagnaðar
em af ríkinu og fulltrúadeild
þingsins mistókst að hnekkja
ákvörðun forsetans.
Þetta var í 24. sinn sem forset-
inn hefúr beitt neitunarvaldi, þar
af hefur þingið þrettán sinnum
reynt að hnekkja því og mistek-
ist. Tvo þriöju hluta atkvæða þarf
til að hnekkja neitunarvaldi for-
setans.
Fóstureyðingar eru mikið hita-
mál I Bandaríkjunum og er litið
á úrshtin I gær sem sigur fyrir
forsetann.
Ritzmi, TT og Reuter
Edúard Sévardnadze á ný í sovéska utanríkisráðuneytiö eftir 11 mánaða fjarveru:
Er eins og nýr fyrsti
stýrimaður á Titanic
- segja áhrifamenn í Bandaríkj unum þótt þeir fagni endurreisn ráðherrans
Síðasta útspilið í tilraunum Mík-
haíls Gorbatsjov Sovétforseta til að
auka trú Vesturlanda á Sovétríkjun-
um er að ráða Edúard Sévardnadze
aftur í stöðu utanríkisráðherra.
Ákvörðunin kom á óvart en skýrist
þó með því að á sama tíma er verið
að ræða við ráðherra frá sjö helstu
iðnríkjum heims um efnahagsaöstoð
og niðurfellingu skulda.
Sévardnadze nýtur mikillar virð-
ingar á Vesturlöndum og vonast
Gorbatsjov til að ráöning gamla fé-
lagans í embætti verði til að auka
tiltrú lánadrottnanna á Sovétríkjun-
um.
Koma Sévardnadzes í sovéska ut-
anríkisráðuneytið eftir 11 mánaða
íjarveru hefur mælst vel fyrir um
allan heim. í Bandaríkjunum hafa
fréttaskýrendur þó á orði að því sé
líkast sem „nýr fyrsti stýrimaður
hafi verið ráðinn á Titanic". Sovéska
þjóðarskútan er að sökkva og óvíst
Edúard Sévardnadze varaði við auknum áhrifum harðlínumanna þegar
hann vék ur embætti fyrir 11 mánuðum. Hann er nú kominn í sitt gamla
embætti á ný. Símamynd Reuter
Vukovar féll í gær:
Rotnandi lík liggja
víðs vegar um bæinn
Hundruð særðra manna biðu eftir
því að vera fluttir frá Vukovar í gær
eftir að bardagar þar voru hættir aö
mestu. Júgóslavneski sambandsher-
inn, sem er undir stjórn Serba, lauk
þriggja mánaða umsátri sínu um
bæinn í gær þegar hann náði sjúkra-
húsinu og nærliggjandi svæðum á
vald sitt þar sem síðustu vígi varnar-
sveita Króata voru.
Hersveitir yfirbuguðu leyniskyttur
og flutningabflar hersins sóttu
óbreytta borgara sem höfðu hafst við
í kjöllurum húsa sinna í marga mán-
uði þar sem þeir leituðu skjóls undan
nær látlausu sprengjuregni og skot-
hríð.
Leiðtogar króatísku varðsveitanna
sögðu að Vukovar væri aðeins upp-
hafið að stórsókn hersins í því
augnamiði að ná undir sig sem mestu
landsvæði áður en friðargæslusveitir
Sameinuðu þjóðanna kæmu á vett-
vang.
Lík óbreyttra borgara lágu eins og
hráviði á götum Vukovar í gær og
höfðu mörg þeirra verið þar svo dög-
um skipti. Inni í einum garði lágu 33
Júgóslavneskir sambandshermenn
bera særðan félaga sinn úr rústun-
um í Vukovar.
Simamynd Reuter
'lík í hrúgu. Sum þeirra voru brunnin
en ýmist höfuð eða úthmir höfðu
verið sprengd af öðrum.
Á sjúkrahúsinu biðu 420 sjúkling-
ar, þar af 100 börn, eftiFþví að verða
fluttir á brott. Til stóð að gera það í
gær en bardagar komu í veg fyrir
það. Þá eru 400 aðrir óbreyttir borg-
arar í húsinu og biða brottflutnings.
Ekki er vitað um mannfall í Vuko-
var en þúsundir hafa látið lífið í bar-
dögunum sem brutust út í Króatíu
eftir að lýðveldið lýsti yfir sjálfstæði
í júní.
Sendimaður Barnahjálpar SÞ í
Dubrovnik sagði sex þúsund börn
þar væru í hættu ef komið yrði í veg
fyrir flutning á jálpargögnum til
borgarinnar. Franskt herskip er á
leið þangað með matvæh og lyf. Þá
ætla Bandaríkjamenn að senda um-
frambirgðir af mat frá Persaflóa-
stríðinu til Króatíu. ítalskt herflutn-
ingaskip kom með 781.flóttamann frá
Dubrovnik til ítölsku borgarinnar
Brindisi í gær.
Reuter
hvort einn maður getur breytt
nokkru þar um.
Það var mikið áfall fyrir Gorba-
tsjov þegar Sévardnadze sagði af sér
í desember á síðasta ári. Þá varaði
utanríkisráðherrann við að harð-
línumenn væru að brjótast til valda
á ný og sagðist ekki frá nægan stuðn-
ing frá forsetanum til að geta haldið
áfram störfum. Sévardnadze reynd-
ist sannspár en nú veröur hann að
taka við störfum á ný þegar aöstæður
eru gjörbreyttar frá því var í lok síð-
asta árs.
í dag á að ræða í hópi ráðamanna
Sovétríkjanna tillögur ráðherra iðn-
ríkjanna sjö um lausnir á efnahags-
vandanum. Miklar efasemdir hafa
verið um hvort rétt sé að veija mikl-
um fjármunum í að styðja hin nýju
Sovétríki þegar allt er á huldu um
hverjir fara þar i raun og veru með
völd. Reuter
80fórustíMexíkó:
Lestinfór
út af sporinu
á200km
hraða
Allt að áttatíu manns fórust
þegar stjórnlaus lest, sem áhöfn-
in hafði yfirgefið, fór út af sporinu
á 200 kílómetra hraða og æddi
yfir hraðbraut við borgina Tehu-
acan í Mexíkó í gær.
Börn úr nærliggjandi skóla
voru meðal þeirra sem fórust og
meira en eitt hundrað manns
slösuðust, að sögn embættis-
manna.
„Þetta var algjör ringulreið,
undið járn og glundroði," sagði
Rogeho Martinez, fréttmaður
sem kom á slysstað. Óhappið varð
um hádegisbflið.
„Bílar voru klesstir, strætis-
vagn var útflattur og það lak blóö
í nærliggjandi niðurfall," sagði
hann.
Lögreglan sagði að áhöfn lestar-
innar hefði komist að því að hún
var bremsulaus og stokkið frá
borði nokkrum kflómetrum áður
en slysið varð. Sjónvarpið í Mex-
íkó sýndi myndir af slysstað og
var lestin nær óþekkjanleg og
voru kramdir bílar undir henni.
Þetta er mesta járnbrautarslys í
SÖgU Mexíkó. Reuter
Baðsett
á góðu verði
Vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa
á baðsettum getum við boðið í einum pakka:
WC, HANDLAUG,
BAÐ og STURTUBOTN
á einstöku verði.
&
'*°'*-mæ*°**
\
J.þorláksson & Norðmann hf.
Suðurlandsbraut 20 - Sími: 91 -8 38 33