Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991. 15 Ragnar Reykás ogviðöll Ragnar Reykás er tekinn við stjórninni. - „Er hann ekki einmitt sá stað- fasti og einarði talsmaður alls þess sem hentugast er að fylgja eftir?“ Einhvem tímann hét ég sjálfum mér því að minnast aldrei á stjórn- mál í þessum hugleiðingum mínum um lífið og tilveruna. Enda þótt vinir mínir í þjóðfélagsfræðum haldi því stíft fram að vart sé unnt að tala um nokkum hlut án þess að pólitík blandist þar á einhvem hátt í spihð þá er það samt trú mín að flest af því sem stendur hjarta mannsins næst tengist ekki stjórn- málum, jafnvel ekki í víöustu merkingu. „Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann,“ var einu sinni sagt og má margur reyna þann sannleik á sjálfum sér. Yfir- lýsingar ráðamanna okkar undan- fama daga valda þvi að eiginlega er ómögulegt annað en að hugsa um stjómmál og þar sem hjá göml- um fjölmiðlamanni er stutt á milli hugsunar og orða þá vona ég að góðfúsir lesendur fyrirgefi mér örfá orð um „ástandið" eins og það er túlkað af stjórnmálamönnum og fréttafólki. Hinn sívökuli stýrimaður Samkvæmt því sem ráðherrar hafa lýst yfir er að skella á kreppa í landinu. Framleiðsla dregst sam- an, útflutningur minnkar, atvinnu- leysi blasir við, tílkostnaður eykst, hvert fyrirtækið á fætur öðra verð- ur gjaldþrota, fiskveiðar og fisk- vinnsla em í kröggum og krafist er útflutningsbanns á ferskum fiski. Stórkaupmenn láta ekki sitt eftir liggja og biðja um ferðaskatt á utanlandsferðir og bændur leggj- ast gegn innflutningi á landbúnað- arvömm. Stóm máhn virðast vera bann við fiskútflutningi, bann við búvöm- innflutningi og hömlur á utan- landsferðir. Kvótasala á fiski í sjón- um er að verða sjálfstæð atvinnu- grein og kannski hin arðbærasta Kjallarinn Haraldur Ólafsson dósent ef undan em skildar auglýsinga- stofur sem annast markáðssetn- ingu, svo vel stjórnmálaskoðana sem, jólabókarinnar í ár“. - Ragn- ar Reykás er tekinn við stjóminni. En er það ekki einmitt það sem við höfum verið að bíða eftir? Er hann ekki einmitt sá staðfastí og einarði talsmaður alls þess sem hentugast er að fylgja eftír hverju sinni, hinn sívökuli stýrimaður sem ætíð veit hvaðan vindurinn blæs og ætíð sighr beitívind? Stundum hefja menn og konur mikla umræðu um íslendinga, hverjir þeir séu, hvað þeir séu, hvernig þeir séu og sýnist sitt hverjum eins og verða vill þegar margir koma saman. Menn velta fyrir sér hvort þeir (þ.e. við) séu trúaðir, göfuglyndir, gestrisnir, haldnir minnimáttarkennd eftír aldalanga kúgun, haldnir mikil- mennskubijálæði eyjaskeggja sem aldrei beri sig saman við aðrar þjóðir - í stuttu máh sagt: hvort Islendingar séu í einhverju frá- brugðnir öðrum þjóðum. „íslendingseðlið“ Þessar umræður vekja alltaf hjá mér sömu spurninguna, bamalega yfirlætíslega og ósvífna: Um hvað er fólkið að tala? Svörin við þessari spurningu eru auðvitað mörg vegna þess að hver og einn er að tala um eitthvað sem honum hggur á hjarta, eitthvað sem hann vill koma á framfæri, svo að öh svörin, hversu sundurleit sem þau em, viturleg eða fávísleg, bera því vitni hvemig við íslend- ingar emm. Við erum allt það sem okkur dettur í hug en ekki neitt. eitt einangraö og afmarkað. það liggur í augum uppi að við erum trúuð og vantrúuð, vitur og heimsk, góð og vond, allt það sem manneskjur um allan heim og á öllum tímum eru og hafa verið. En við höfum líka átt okkur nokkra „gúrúa“, eins og það er nú kallað, sem hafa innprentað okkur ákveðnar hugmyndir um hvað við erum og hvernig viö hugsum, eða réttara sagt: hvernig við eigum að hugsa um okkur. Innra með okkur finnum við" tíl togstreitu mhh þeirra skoðana sem haldið hefur verið að okkur. Það ætti því í raun og veru að vera umræðuefni þeirra sem fjalla um „íslendingseðlið" að athuga hverjar skoðanir það eru sem að okkur er haldið, hverjir eru áhrifa- mestír í boðun hugmynda um okk- ur og hvernig og hverjir móta enn þann dag í dag hugmyndir okkar og afstöðu tíl sjálfra okkar og um- heimsins. Sigur skal það heita! En hvað kemur þetta stjórnmál- um við? Jú, þannig að ýmsir virðast nær- ast á ræðum og ritum stjórnmála- manna. Ég hef oft undrast hve margt gott fólk tyggur endalaust orð flokksléiötoga og varast að láta í ljósi efa um vitsmuni þeirra og skörungsskap. Skiptír þá engu þótt hvað reki sig á annars hom, skoö- anir þeirra þyrhst eins og vindhani á bæjarburst. Mín reynsla er sú að stjórnmálamenn séu nákvæmlega eins og annað fólk, hvorki verri né betri, vitrari né tregari en aðrir og álíka staöfastir og tvíráðir eins og við almúgafólkið. Það er ef til vill þetta sem ræður mestu um hve hlýtt mér er til ahra þeirra sem ég kynntíst í hði þing- manna „þegar ég var á freigát- unni“, þ.e. þegar ég sat á Alþingi. Einmitt þess vegna er ég líka alltaf á varðbergi gagnvart þeim sem trúa því, annaðhvort í alvöru eða af góðvhd, að stjórnmálaleiötogar séu eitthvað hátt yfir aðra menn hafnir og orð þeirra séu merkari en annarra. íslendingar em auðug þjóð, langtum auðugri en Vinnueitenda- sambandið og Verkamannasam- bandið vhja vera láta. (Það er í aðra röndina hjákátlegt að heyra forystumenn launþegasamtaka vera farna að tala um varnarsigra. Sigur skal það heita!) Það er ekki heldur neinn vafi á því að þessi kreppa gengur yfir, hverjir sem koma til með að þakka sér að komist varð yfir hana. En það verða ekki stjómmálamenn sem „sigrast" á henni heldur fólkið í landinu, Ragnar Reykás og ahir hinir sem honum líkjast - viö öll. Haraldur Ólafsson „ ... við höfum líka átt okkur nokkra 7 „gúrúa“, eins og það er nú kallað sem hafa innprentað okkur ákveðnar hug- myndir um hvað við erum og hvernig við hugsum...“ Þjóðinni skipt í tvo hópa? „ .. .tæpast kemur til greina að auka erlendar lántökur þar sem erlend lán þjóðarinnar eru þegar orðin of há.“ Mér flaug þessi spurning í hug þeg- ar upplýst var nýlega að yfir þús- und Islendingar myndu verða á Kanaríeyjum um jólin. Þessar fréttir eru í allnokkru ósamræmi við endalausar upptalningar Lög- birtingablaðsins um hin fjölmörgu gjaldþrot sem verða um þessar mundir í landinu. Starfsemi erlendra banka Þegar óðaverðbólga og neikvæðir vextir höfðu höggvið stórt skarð í sparifé landsmanna tók Alþingi sig th undir forystu Ólafs heitíns Jó- hannessonar og settí lög um verð- tryggingu fjárskuldbindinga árið 1979. Þau lög drógu slóða gjaldþrota á eftir sér og sjálft Sambandið mátti leggja upp laupana í fyrri mynd þótt ekki yrði það gjaldþrota. Það er í sjálfu sér ekki alls kostar rétt að kenna Ólafslögum sérstak- lega um þá óhehlaþróun sem orðið hefur að þessu leyti. Hún á ekkert síður rætur að rekja th þeirra okur- vaxta sem leiddu af hinu svonefnda vaxtafrelsi. Þaö var miður skyn- sainleg ráðstöfun að sleppa vöxtun- um lausum án þess að opnað hefði verið áður eða um leiö fyrir starf- semi erlendra banka í landinu. Kjalladnn Ólafur Stefánsson viðskiptafræðingur Nú mun ákveðið að erlendum bönkum verði heimilt áð opna hér útibú eftir næstu áramót. Ekki hef- ur þó heyrst um neinn erlendan banka sem sækist eftír því enda varla við því að búast í ljósi hins ótrygga efnahagsástands sem hér ríkir. Hæpið er að opnun slíks útí- bús myndi leiða tíl mikhla vaxta- lækkana fyrst í staö þótt svo yrði sjálfsagt þegar frá liði. Umdeild kenning Því hefir verið haldið fram að háir vextír hvetji th spamaðar. Þessi kenning er þó umdehd meðal hagfræðinga og telja verður allt eins líklegt að háir vextir geti ýtt Undir eyðslu. Bent hefur verið á aö hið skefja- lausa lánsfjárhungur hins opin- bera sé ein höfuðorsök vandans. Það er þó ekki nóg að koma auga á orsakirnar. Finna þarf lausn á vandanum. Dlmögulegt er að skera niður opinbera starfsemi á stuttum tíma enda þótt reynt sé að draga úr ríkisútgjöldum. Rétt virðist einnig að draga úr lánveitíngum í gegnum húsbréfa- kerfið en tæpast kemur th greina að auka erlendar lántökur þar sem erlend lán þjóðarinnar eru þegar oröin of há. Það er því hæpið að óbeinar aðgerðir dugi th lausnar vandanum heldur er líklegt að beita verði beinum aðgerðum og liggur þá beinast við að Seðlabank- inn grípi í taumana og ákveði vextí innlánsstofnana eins og hann gerði áður en vöxtunum var sleppt laus- um og þeir yrðu væntanlega ákveðnir í samræmi við ghdandi vextí í helstu viðskiptalöndum ís- lendinga sem munu vera mun lægri en hér. Sumir munu sjálfsagt telja það spor aftur á bak en verði það ekki stigið og það fyrr en síðar er ekki einungis verið að viðhalda þjóðfé- lagslegu óréttlætí heldur verið að halda við ástandi sem verkar sem dragbítur á aht atvinnulíf lands- manna nema ef th vhl verðbréfa- sölu sem er eitt af þvi fáa sem blómstrað hefur í landinu í seinni tíð, eins og kunnugt er. Ólafur Stefánsson „Þaö var miður skynsamleg ráðstöfun að sleppa vöxtunum lausum án þess að opnað hefði verið áður eða um leið fyrir starfsemi erlendra banka í land-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.