Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991.
9
DV
Sænsklaun
lokka ei lengur
Gífurlegar breytingar hafa orð-
ið á búferlaflutningum innan
Norðurlandanna þaö sem af er
þessu ári. f fyrsta skipti hafa fleiri
flutt frá Svíþjóð til nágranna-
landanna en í hina áttina og
ástæðan er sú að laun í Svíþjóð
freista manna ekki sem fyrr. Þar
við bætist aukið atvinnuleysí í
landinu.
Fyrstu níu mánuöina í fyrra
fluttu þrettán þúsund Norður-
landabúar til Svíþjóðar, þar af
næstum helmingurinn frá Nor-
egi. Á sama tíma á þessu ári tóku
hins vegar ekki nema rétt tæp-
lega sex þúsund norrænir menn
sig upp og settust að í Svíþjóð.
Hafa þeir aldrei verið færri síðan
samnorrænum vinnumarkaði
var komið á árið 1954.
Gjakfþrotimi
fjölgarum helm-
ing í Finnlandi
Meira en tvöfalt fleiri fmnsk
fyrirtæki fóru á hausinn á fyrri
helmingi þessa árs en á sama
tima i fyrra, samkvæmt upplýs-
ingum frá finnsku hagstofunni.
Fyrstu sex mánuði þessa árs
hættu tólf þúsund fyrirtæki
rekstri en á sama tíma hófu ellefu
þúsund ný fyrirtæki starfsemi í
Finnlandi.
í ársbyrjun voru starfandi 136
þúsund fyrirtæki í Finnlandi.
Aðgerðáfæti
kostaði tvær
tennur
Þegar Helge Bukh frá Frederic-
ia vaknaði upp á skuröarboröinu
á sjúkrahúsinu í Kolding fyrir
tveimur árum var búið að rétta á
honum tána, eins og til stóð. En
hann tók líka eftir því að tvær
fullkomlega heilbrigðar fram-
tennur vantaöi.
Hann kærði þvi sjúkrahúsið og
í síðustu viku kvað dómarinn upp
úrskurð sinn.
Dómarinn komst að þeirri nið-
urstöðu að yflrgnæfandi sannan-
ir væru fyrir því að tennúrnar
heföu brotnað þegar röri var
stungið upp í hann á meðan á
svæflngunni stóö. Sjúkrahúsinu
var gert aö greiða tannviðgeröa-
reikning Helge upp á 7 þúsund
krónur danskar.
Lögfræðingur sjúkrahússins
hafði haldið fram að ekki væri
sannað aö tennumar hefðu
brotnað í aðgerðinni.
Embættismaður
grunaðurum
njósnir
Háttsettur erabættismaður í
"þýska innanríkisráðuneytinu
hefur veríð handtekinn vegna
gruns um aö hann hafl njósnað
fyrir austur-þýsk stjómvöld i
meira en tíu ár.
í tilkynningu frá þýska rlkis-
saksóknaranum segir að maður-
inn hafi fengið þúsund þýsk mörk
á mánuði fyrir njósnirnar. Taliö
er að austur-þýska leyniþjónust-
an hafi ráðið hann á áttunda ára-
tugnum.
Flóttamenn
spjarasig illa
Tæp fimm prósent þeirra sem
fá hæli i Danmörku sem flótta-
menn geta séð um sig sjálflr að
loknu 18 mánaða aðlögunartíma-
bifi, þrátt fyrir raikla fyrirhöfn
og fiárútlát stjómvalda.
Aðlögunartíraabilið kostar 130
þúsund danskar krónur á hvem
flóttamann.
TT, FNB, Reut*r
Þrírtogarar
teknir við
Svalbarða
Skipstjórar þriggja togarar em nú
í yfirheyrslum hjá sýslumanninum á
Svalbarða vegna gruns um að þeir
hafi stundað ólöglegar veiðar á smá-
fiski.
Togararnir voru færðir til hafnar
á mánudaginn eftir aö skip frá
norsku landhelgisgæslunni kannaði
afla þeirra. Einn skipstjórinn hefur
viðurkennt að hafa verið með of mik-
ið af smáfiski í aílanum en hinir tveir
vilja ráðfæra sig við útgerðir sínar
áður en þeir verða yfirheyrðir.
Togararnir eru Polar Trawl frá
Grænlandi, Vaagborg frá Færeyjum
og Jaro frá Noregi. Mjög erfitt er að
fylgjast með togurum við veiðar
nærri Svalbarða.
NTB
Nuna Air á
Grænlandi
gjaldþrota
Grænlenska flugfélagið Nuna Air
er gjalþrota. Félagið er í einkaeigu
og stundaði leiguflug í samkeppni viö
Grönlandsfly, sem er í eigu heima-
stjórnarinnar og SAS.
Forráðamenn félagsins segja að
samkeppnin hafi reynst þeim um
megn og því sé ekki annað að gera
en að fara fram á gjaldþrotaskipti.
Nuna Air hóf starfsemi í október
árið 1989 og var mest með fjórar flug-
vélar.
Á síðasta ári varð samkeppni Nuna
Air og Grönlandsfly til þess að flug-
fargjöld lækkuðu á Grænlandi en af
hálfu Nuna Air var því ávallt haldið
fram að Grönlandsfly okraði á far-
gjöldum í skjóli einokunar.
Ritzau
Útlönd
Hjúkrunarfræðinga vantar á Grænlandi
Eftir því sem grænlenska útvarp-
ið segir vantar nú 33 hjúkrunar-
fræðinga til starfa á Grænlandi. Þá
er einnig þörf fyrir 60 aðra starfs-
menn á sjúkrahúsin í landinu.
Á Ingrid-sjúkrahúsinu í Nuuk
hefur ekki tekist að ráða hjúkrun-
arfræðinga í nema aðra hverja
stöðu fyrir veturinn. Stjórnendur
sjúkrahússins eru úrkula vonar
um að fleiri fáist til starfa. Því verð-
ur að ráða ófaglært fólk í stöðumar
til að koma í veg fyrir að sjúkrahús-
inu verði lokað.
Algengt er að hjúkrunarfræðing-
ar á Grænlandi hafi um 340 þúsund
danskar krónur í árslaun. Það eru
um 3,2 milljónir íslenskra króna.
Ritzau
Matar- og kaffistell, 33 hlutir. Úr hvítu ópalgleri. 6 stk. af hverju,
bollum, undirskálum, kökudiskar og djúpir og grunnir diskar. 2
skálar12og 20 cm. í þvermál. Einnig fylgir vönduð hitakanna í stíl.
Aðeins kr. 3990 fyrir allt þetta!
•Sfes*
Quelle
STÆRSTA PÚSTVERSLUN EVRÓPU
AdPanta«- —-
Þtí*£Z7e,ðis
9»-502oo
VERSLUN OG AFGREIÐSLA, HJALLAHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI
SÍMI 91-50200
Ingvar
Helgason hf.
VETRARSKOÐUN
Það margborgar sig að f ara í vetrarskoðun því að allt þetta er innif alið.
1. Skipt um kerti.
2. Athuguð bensínsia.
3. Vélarstilling.
4. Ástand loftsiu athugað.
5. Vifturreim strekkt.
6. Kúpling stillt.
7. Olía mæld á vél og gírkassa.
8. Rafgeymir mældur og rafpólar hreinsaðir.
9. Frostþol kælivökva vélar mælt, frostlegi bætt á ef með þarf.
10. Ástand pústkerfis athugað.
11. Bremsur reyndar.
12. Ísvara bætt á rúðusprautur.
13. Hurðarlæsingar og lamir smurðar.
14. Silikonbornir þéttikantar á hurðum.
15. Loftþrýstingur hjólbarða mældur.
16. Stýrisbúnaður kannaður.
17. Hjólalegur athugaðar.
18. Ástand rúðuþurrkna skoðað.
19. Ljósastilling.
20. Reynsluakstur.
21. Öryggisbelti prófuð.
Verð aðeins
krónur 6.700,'
Betur verður vart boðið.
sama verð um allt land.
Hafið samband við neðangreinda þjónustuaðila
Ingvars Helgasonar hf.
og ykkur verður vel tekið:
Spindill
Vagnhöfða 8
112 Reykjavík
Sími 83900
Tómas Jónsson
Laugarnestanga
105 Reykjavík
Sími 39620
Friðrik Ólafsson
Smiðjuvegi 14
200 Kópavogur
Sími 77360
Toppur
Smiðjuvegi 64
200 Kópavogur
Sími 79711
Bifreiðaverkst.
Brands Sigurðssonar
Kaplahrauni 7
220 Hafnarfjörður
Sími 53555
Bílaverkstæði Ingólfs
Grófinni 8
230 Keflavík
Sími 92-11266
Lykill
Búðareyri 25
730 Reyðarfjörður
Sími 97-41199
Snorri Óskarsson
Öldugerði 2
860 Hvolsvöllur
Sími 98-78179
Bílaþjónusta Péturs
Vallholti 17
800 Selfoss
Sími 98-22050
Sigurður Valdimarsson
Óseyri 5a
600 Akureyri
Sími 96-22520
Ernir
400 isafjarðarflugvöllur
Sími 94-4448
Bifreiðaverkstæði
Áka
550 Sauðárkrókur
Sími 95-35141
Bílaverkstæði
Hjalta Njáissonar
Smiðjuvöllum 1
300 Akranes
Sími 93-11376
Vélabær
Bæ
311 Borgarnes
Sími 93-51252
Tryggvi Guðmundsson
Haukamýri 1
640 Húsavík
Sími 96-41076
Bílaþjónustan
Efstubraut 2
540 Blönduós
Sími 95-24575/24348
Bílverk
Víkurbraut 4
780 Höfn, Hornafirði
Sími 97-81990