Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991. 11 Sviðsljós Hjónin Helgi Skúlason og Helga Bachmann voru á meðal veislugesta Borg- arinnar. DV-myndir BG Veisla á Borginni Stúdentaráð Háskóla íslands stóð fyrir veislu á Hótel Borg í síðustu viku þar sem blandað var saman skáldskap og tónlist. Veislan var liður í menningarátaki stúdentaráðsins og létu þekktir lista- menn og rithöfundar þar ljós sitt skína. Egill Ólafsson lék m.a. lög af nýrri sólóplötu sem hann var að gefa út og hljómsveitin Todmobile, sem er nýkomin úr tónleikafór um landið, lék nokkur laga sinna. Einnig lásu rithöfundamir Vigdís Grímsdóttir, Þórunn Valdimarsdótt- ir og Guðmundur Andri Thorsson úr nýútkomnum bókum sínum og virtist það falla í góðan jarðveg veislugesta. Egill Ólafsson náði upp gífurlegri stemningu á Borginni, eins og hon- um einum er lagið. Vigdis Grímsdóttir rithöfundur las úr nýútkominni Ijóðabók sinni Lend- ar elskhugans. Gísli fær platínuplötu Gísh Helgason blokkflautuleikari tók nýlega við platínuplötu fyrir hljómplötuna Ástarjátningu sem selst hefur í níu þúsund eintökum. Platan var gefin út árið 1985 og var fyrsta sólóplata Gísla. Á henni eru 15 lög. Önnur sólóplata Gísla, Heimur handa þér, er nýkomin út og á henni koma fram þrettán hljóðfæraleikar- ar og söngvarar ásamt Samkór Kol- beinseyjar og Rólandsystrum. Á henni eru eru 14 lög, tíu þeirra eftir Gísla en hin eftir Þóri Baidurs- son, Oddgeir Kristjánsson, Jóhann Helgason og Lionel Ritchie. Gísli Helgason fekur hér við platínuplötu úr hendi Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar sem afhenti hana fyrir hönd Fimmundar. Á milli þeirra stendur Halldór Backman sem tók við platínuplötu fyrir hönd Skífunnar sem dreifði Ástarjátningu. DV-mynd GVA 30% RAUNIÆKKUN FLUTNINGSGJALDA ER STAÐREYND! Markvissar aðgerðir starfs- manna EIMSKIPS til hagræð- ingar ásamt fjárfestingum fé- lagsins í nýrri flutningatækni og fullkomnum skipum hafa á síðustu 5 árum skilað að meðal- tali um 30% raunlækkun á flutningsgjöldum. Frumkvæði, aðhald og virk þátttaka viðskiptavina okkar hefur verið okkur hvatning og kveikt nýjar hugmyndir varð- andi leiðir til að ná fram þessari lækkun. Við óskum öllum viðskipta- vinum og starfsmönnum fé- lagsins til hamingju með þann mikla árangur sem þegar hefur náðst. Höldum áfram á sömu braut! jan/ág Meðalflutningsgjöld í stykkjavöru Vísitölur m.v. verðlag jan/á 1991 á föstu verðlagi m.v. byggingarv. 1986 =100 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.