Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Gíslar leystir úr haldi Einhver viðurstyggilegasta aðferð öfgahópa eru mannrán á saklausum einstaklingum þar sem þeir eru hnepptir í einangrun svo árum skiptir. Því má jafnvel halda fram að það sé manneskjulegra og heiðarlegra að lífláta þá. Það er ekkert sem réttlætir mannrán og svívirðilega meðferð á gíslum árum saman enda hefur sagan sannað að gíslataka leiðir ekki til neinna lausna á annars konar óréttlæti. Öfgasamtök í Miðausturlöndum hafa lengi stundað slík mannrán. Samtökin Heilagt stríð hafa gengið þar lengst. Oftast eru fórnarlömbin einstaklingar sem hafa htt sem ekkert til saka unnið og eru að engu leyti aðilar að þeim deilum sem eru orsök mannránanna. Kennar- ar, fréttamenn, jafnvel venjulegir ferðamenn hafa verið gripnir. Enginn Vesturlandabúi hefur verið óhultur. Um þverbak keyrði þegar Bretanum Terry Waite var rænt fyrir fjórum árum en Waite var sendimaður ensku biskupakirkjunnar og hafði getið sér orð sem samninga- maður um lausn á gíslamálum. Hvað eftir annað hafði hann náð miklum árangri og Waite var allt annað en bandamaður þeirra sem líbanskir ræningjar hans töldu sig eiga sökótt við. Þvert á móti taldi hann sig hafa trún- að mannræningjanna. Þann trúnað notfærðu þelr sér til að veiða Waite í gildru. Ránið á Terry Waite vakti mikla athygli á sínum tíma og mikla reiði í garð þeirra sem honum rændu. Nú hef- ur þessi maður verið látinn laus og hann hefur sagt frá því að í fimm ár samfleytt hafi hann verið hlekkjaður við klefavegg og setið undir linnulausu sprengjuregni. Hann var geymdur eins og dýr í búri, sviptur mannrétt- indum, sviptur sjálfsvirðingu og manneskjulegu um- hverfi. Án dóms eða laga. Án sektar. Lausn Waite og Bandaríkjamannsins Thomas Suther- land, sem hefur setið lengur en nokkur annar maður í haldi, að undaskildum Terry Anderson, sem enn hefur ekki verið látinn laus, kemur í framhaldi af frelsun nokkurra annarra manna á undan þeim og Waite fLutti þær fréttir að von væri til að fleiri yrðu látnir lausir á næstunni. Þetta eru miklar gleðifregnir. Öfgahóparnir í Líbanon virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu að gíslataka færir þeim enga ávinninga en veikir málstað þeirra og þá samúð sem þeir annars kunna að hafa á Vesturlönd- um. Það eru og fyrstu orð Terrys Waite, þegar hann er laus úr prísundinni, að friðsamleg lausn og mannsæm- andi á flóknum vandamálum Miðausturlanda sé eina úrræðið.' Hann hvetur Vesturlandabúa til að hlusta og reyna að skilja þann málstað sem minnihlutahópar í Líbanon og víðar berjast fyrir. En fleira kemur til. Sýrlendingar hafa látið gíslamál- in til sín taka en þeir hafa haldið hlífiskildi yfir mann- ræningjum og til skamms tíma verið illvígastir í deilun- um fyrir botni Miðjarðarhafs. Eftir Persaflóastríðið hafa Sýrlendingar snúið við blaðinu og taka nú fullan þátt í friðarumleitunum. Vissulega þarf að leysa mál minnihlutahópa í Líban- on og þeir hafa sinn rétt. Vandi þeirra er hins vegar fólginn í trúarofstæki og einfoldum lífsviðhorfum og þeir eru sjálfum sér verstir. Þeir hafa sannarlega ekki bætt málstað sinn meðan þeir hafa rænt saklausu fólki og beitt mannslífum fyrir vagn sinn. Með lausn gíslanna eru þeir að rétta út sáttahönd. Vesturlönd eiga að taka í þá útréttu hönd. Ellert B. Schram valdaafsal er umhugsunarvert fyrir þjóð sem bráðum fagnar 50 ára langþráðu lýðveidi sínu. Takmarka- laus hagvöxtur ertálsýn Grundvöllinn aö núverandi stefnu Evrópubandalagsins (EB) er aö finna í Rómarsamningnum. Þá hugmyndafræði, sem ákvæði Róm- arsamningsins byggjast á, má hins vegar aö verulegu leyti rekja til kenninga hagfræöingsins Adam Smith sem birtar voru í bókinni Auðlegð þjóðanna 1776. Frjáls samkeppni er lykilhugtak í fríverslunarkenningum Adam Smiths ekki síður en verkaskipt- ing, framleiðslusérgreining, frjálst markaðskerfi bæði í innanlands- og milliríkjaviðskiptum svo og frjáls gjaldeyrisviðskipti. Hið fjórþætta frelsi Hinn óskipti innri markaður eða Evrópska efnahagssvæðið ein- kennist fyrst og fremst af þeim grundvallarreglum sem gilda inn- an EB, m.a. af hinu svonefnda fjór- þætta frelsi. Þar er um að ræða: Fijáls og óhindruð viðskipti með iðnaðarvörur en landbúnaðar- og sjávarafurðir eru undanskildar. Frjáls viðskipti í þjónustugrein- um, þ.á m. bankastarfsemi, flutn- ingum og samgöngum, fjarskipt- um, ferðaþjónustu, verðbréfa- og hlutabréfaviðskiptum, verktaka- starfsemi, jafnvel útvarps- og sjón- varpsrekstri o.íl. Frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingar í hvers konar at- vinnurekstri, fyrirtækjum, fast- eignum, landi o.fl. Frjálsan flutning mannafla, þ.e. frjáls atvinnu- og búseturéttindi til þess að skapa einn vinnumarkað. Hinu fjórþætta frelsi er ætlað að gefa markaðsöflunum aukið svig- rúm til að hagræða, fjárfesta og framleiða þar sem það er hag- kvæmast og allar hömlur skal af- nema sem litlir, þjóðlegir markaðir setja. Meðal þeirra ávinninga sem menn hel'st vænta eru: - Aukin brúttóþjóöarframleiðsla (um 4,25-6,5%). - Aukið framboð á vöru og þjón- ustu og blómstrandi verslun. - Lækkun á vöruverði, minni til- kostnaöur við framleiðslu. - Bættur fjárhagur hins opinbera (um 2;2% af þjóðarframleiðslu). - Viðskiptakjarabati um allt að 1% af brúttóþjóðarframleiðslu. - Fyrirtæki og viðskipti verða alþjóðlegri. - Kostir stórfyrirtækja munu njóta sín. - Störfum muni fjölga um 1,8-2 milljónir. Kjallarinn Guðrún Agnarsdóttir læknir Gagnrýniverð gildi Ekki eru allir jafntrúaðir á að sá árangur náist sem stefnt er að og vilja líka skoða hugsanlega ávinn- inga aðildarþjóðanna í víðara sam- hengi og líta til framtíðar. Margir sjá ýmsar hættur í leyni og líta gagnrýnum augum á þau gildi sem þarna ráða ferð, telja þau í eðli sínu fjandsamleg náttúrunni. Vistkerfið standi ekki undir hinum aukna hagvexti sem velgengni EB byggist á og aukinn hagvöxtur þar sé fyrst og fremst á kostnað þriðja heimsins. Margir telja hugmyndafræöi EB í grundvallaratriðum andstæða þeim kenningum um sjálfbæra þróun sem Brundtland-skýrslan leggur megináherslu á. Um hana segir m.a.: „Sjálfberandi alþjóða- þróun krefst þess að þeir sem lifa í allsnægtum verði að laga sig að lífsstíl sem tekur tillit til vistfræði- legra takmarkana hnattarins, t.d. í orkunotkun." Ennfremur segir: „Kjami málsins er sá að sjálfbær þróun verður að byggjast á póli- tískum vilja.“ Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjómar EB, hefur sagt að innri markaðurinn muni ekki njóta stuðnings almennings nema hægt veröi að sýna fram á að hann hafi í för með sér sannanleg félagsleg gæði. Eins og málið blasir við mér hafa meginforsendur EB og þar með hið margumrædda fjórþætta frelsi verið settar fyrst og fremst með tilliti til hagsmuna fyrirtækja og fjármagns. Hins vegar hafa þeir þættir er varða þarfir og velferð almennings, fólksins, verið látnir sitja á hakan- um, þ.e. félagslegu og menningar- legu þættirnir og lítið er vikið að verndun náttúrunnar og auðlind- anna. Ýmsir félagshyggjumenn virðast gæla við þá hugmynd að með EB verði komið á félagslegu markaðskerfi. Líklegra er að til- koma innri markaðar eða hins evr- ópska efnahagssvæðis muni hafa talsverð neikvæð áhrif á þróun velferðarkerfa. Miðstýring og valdaafsal Stjórn EB einkennist af vaxandi miðstýringu og óvanalegri valda- samþjöppun. Valdaafsal aðildar- ríkjanna er ein af grundvallarregl- um EB og fyrirrennara þess. í bók Stefáns Más Stefánssonar, prófess- ors í lagadeild Háskóla íslands, seg- ir: „Séu völd stofnana EB skoðuð og borin saman við aðrar hefð- bundnar alþjóðlegar stofnanir kemur í ljós sá meginmunur að aðildarríki EB hafa gengið mun lengra í því að framselja fvúlveldi sitt í hendur stofnunum EB en tíðk- anlegt hefur verið hjá öðrum al- þjóðastofnunum til þessa.“ Hin miðstýrða og fjarlæga stjórn EB er því í eðli sínu ólýðræðisleg og líkleg til aö auka enn á firringu hins almenna borgara og vanmátt gagnvart kerfinu. Willy Brandt, sem var gestur þýsk-íslenska fé- lagsins Germaníu hér á landi fyrir skemmstu, viðurkenndi að mið- stýring eins og ríkti hjá EB ynni í raun gegn lýðræðinu. Þetta valda- afsal er umhúgsunarvert fyrir þjóð sem bráðum fagnar 50 ára lang- þráðu lýðveldi sínu. " Guðrún Agnarsdóttir „Margir sjá ýmsar hættur 1 leyni og líta gagnrýnum augum á þau gildi sem þarna ráða ferð, telja þau 1 eðli sínu fjandsamleg náttúrunni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.