Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Síða 16
Bændaskólinn á Hvanneyri Innritun á vorönn er hafin Athygli er vakin á því að unnt er að hefja nám í Baendaskólanum á Hvanneyri um áramót. Fyrsta önn hefst 6. janúar. Stúdentar, sem fara styttri leið, geta hafið nám í janúar, apríl eða júní. Kennsla á 5. önn hefst 6. janúar, búfræðingar hafi samband. Námið skiptist í fjórar annir, þar af ein verkleg á viðurkenndu býli. Á síðustu önn er kennt á tveimur sviðum: búfjárræktarsviði og rekstrarsviði. í undirbúningi er þriðja sviðið: landnýtingarsvið. Dæmi um valgreinar kenndar veturinn 1991-1992: hrossarækt, ullariðn, skógrækt, vinnuvélar, búsmíði, sláturhúsastörf, ferðaþjón- usta o.fl. Við veitum upplýsingar í síma 93-70000. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1991. Bændaskólinn á Hvanneyri - 311 Borgarnes Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum með góðum árangri. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á laugardögum þurfa að berasLí síðasta lagi fyrir kl. 17:00 áfimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09:00 til 22:00 nema laugardaga frá kl. 09:00 til 14:00 og sunnudaga frá kl. 18:00 til 22:00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17:00 á föstudögum. AUGLÝSINGADEILD íþróttir Super Cup í handbolta: Heimsmeistarar Svía í handknattleik töpuðu fyrsta leik sínum á stórmóti bestu hand- boltalandsliðá, Super Cup, sem hófst í Þýskalandi í gærkvöldi. Spánverjar sigruðu, Svía 24-22, eftir 12-6 í leikhléi og höfðu Spán- verjar mikla yflrburði í fyrri hálf- leiknum. Svíar náðu að vinna síðari háif- leikinn með fjórum mörkum og sýndu heimsmeistararnir þá oft góðan handknattleik þótt ekki dygði það til sigurs gegn sterku liði Spánverja. Erik Hajas skoraði 7 mörk fyrir Svía og Robert Hedin 4. Lopez Cahanas skoraöi 7 mörk fyrir Spánverja og Marin Alemany 5/1. -SK Frjálsaríþróttir: Fríða og Margrét áháskólamótið Fríða Rún Þórðardóttir, UMFA, og Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB, unnu sér rétt meö skóla- liði sínu til að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu i víða- vangshlaupum sem'fram fer í Arizona um næstu helgi. Fríða Rún og Margrét, sem stunda nám við University of Georgia í Athens í Bandaríkjun- um, kepptu um síöustu helgi í Suður-Carolina. Varð skóli þeirra í ööru sæti í þeirri keppni sem gefur þeim keppnisrétt á háskóla- meistaramótinu., Árangur Fríðú Rúnar í því hlaupi var mjög góður en hún varð í 16. sæti af um 25 keppend- um. -JKS Handknattleikur: Átta leikir eru á dagskrá í kvöld í bikarkeppni karla og kvenna i handknattleik. Fimm leikir fara fram i kvöld í bikarkeppni karla. KR-B og ÍR leika kl. 19.15, Víkingur og Breiðablik lcika'kl. 20.00, ÍBV leikur gegn Stjörnunni á sama tíma, Þór Akureyri leikur gegn Fram kl. 20.30 og loks leika Valur og Haukar kl. 20.30. í kvennaboltanum leika FH og Stjarnan kl. 18.00, Valur og ÍBV kJ. 19.00 og Haukar og Grótta leika kl. 20.00. -SK Badminton: Tveir á mót í Skotiandi Broddi Kristjánsson og Ámi Þór Hallgrimsson taka þátt í skoska opna meistaramótinu í badminton sem hefst í Glasgow í dag og stendur fram á sunnudag. Þeir munu báðir heija leik í und- anrásum einliðaleiks og tvíliða- leiks. Strax að loknu skoska meist- aramótinu halda þeir til Leeds á Englandi til æfmga með enska landsliðinu og taka síðan þátt í alþjóðlegu móti í CardifT í Wales um aðra helgi. -JKS MIÐVIKUDAGUR MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991. Nijög öruggt kjá FH gegn KA FH-ingar eru komnir í 8-liða úrslitin í bikarkeppni HSÍ eftir öruggan og nokk- uð auðveldan sigur á KA frá Akureyri í Hafnarfirði í gærkvöldi Lokatölur urðu 27-21 fyrir FH en staðan í hálfleik var 14-9. Sigur FH var mjög öruggur og aldrei í neinni hættu enda liðið firnasterkt um þessar mundir. Liðsheildin var sterk en Bergsveinn Bergsveinsson markvörður þó besti maöur liðsins. Hjá KAS voru þeir Alfreð Gíslason og Stefán Kristjáns- son langbestir og héldu norðanmönnum á íloti í leiknum. Mörk FH: Hálfdán Þórðarson 6, Gunn- ar Beinteinsson 5, Kristján Arason 5/1, Hans Guðmundsson 4, Sigurður Sveins- son 3, Þorgils Óttar Matthiesen 2, Pétur Petersen 1 og Óskar Helgason 1. Mörk KA: Stefán Kristjánsson 7, Al- freð Gíslason 7/1, Sigurpáll Aðalsteins- son 3, Jóhann Jóhannsson 2, Erlingur Kristjánsson 1 og Guðmundur B. Guð- mundsson 1. Ágætir dómarar voru Jón Hermanns- son og Guðmundur Sigurjónsson. • B-lið Gróttu sigraði B-lið FH í gær- kvöldi í framlengdum leik, 28-30. -SK/RR Man Utd meistari meistaranna Evrópumeistarar bikarhafa, enska stórliðið Manchester United, tryggði sér í gærkvöldi sigurinn í keppni meistara meistaranna í Evrópu er liðið lagði Rauðu stjörnuna frá Belgrad í Júgóslav- íu að velli á Old Trafford. Manchester United sigraði, 1-0, og var það Brian McClair sem skoraði sigur- markið á 67. mínútu að viðstöddum 22.110 áhorfendum. • í 1. deildar keppninni í Sviss var einn leikur í gærkvöldi. St. Gallen og Zurich gerðu markalaust jafntefli og breyta úrslitin ekki stööu toppliða. -SK Fimmti í röð hjá Lakers - vann Phoenix í nótt. Miami Heat kemur mest á óvart Los Angeles Lakers hélt áfram sigur- göngu sinni í bandarísku NBA-deild- inni í körfuknattleik í nótt og vann Phoenix Suns, 103-95. Þetta var fimmti sigur liösins í röð og Lakers og Seattle, sem vann líka í nótt, eru áfram jöfn í 2.-3. sæti Kyrrahafsriðilsins. Miami Heat er það lið sem hefur komiö mest á óvart í deildinni á ný- byijuðu tímabili. Miami vann í nótt sinn sjötta sigur í átta leikjum, 111-91 gegn Utah Jazz, og er efst í Atlants- hafsriölinum. Átta leikir fóru fram í NB A-deildinni í nótt og urðu úrslit sem hér segir: NJ Nets - Sacramento....122-118 Washington - Seattle....106-113 Miami Heat - Utah Jazz..111-91 Milwaukee - Charlotte...127-104 Houston-NYKnicks........ 90-79 Denver-Dallas........... 93-96 LALakers-Phoenix........103-95 Portland - LA Clippers.......132-112 San Antonio Spurs er með besta ár- angurinn í deildinni til þessa, hefur unnið 6 af 7 leikjum sínum. Miami, Chicago, Houston og Golden State koma næst en þessi hð hafa tapað tveimur leikjum hvert. Minnesota hef- ur hins vegar byrjað verst, er búið að tapa sjö af fyrstu átta leikjum sínum. -VS Valdimar í Fram? - Gestur Gylfason gekk úr Keflavik í Grindavík „Ég tel miklar líkur á því að ég gangi til liðs við Fram en þetta er ekki alveg fullfrágengið ennþá,“ sagði Valdimar Kristófersson knattspymumaður í samtali við DV í gærkvöldi eftir landsleik íslendinga og Frakka í Rouen. Valdimar var markahæsti leikmaður Stjörn- unnar á síðasta keppnistímabili en Stjarnan féll sem kunnugt er í 2. deild. Gestur Gylfason fór til Grindvíkinga „Það er ákveðið að Gestur mun leika með okkur næsta sumar. Hann er mjög góður leikmaður og mun styrkja lið okkar mikið,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari 2. deildar liðs UMFG í samtali við DV í gærkvöldi. Gest- ur hefur verið einn af máttarstólpum í liði Keflvíkinga undanfarin ár. -GH/Rouen-SK-ÆMK Stórsigur sænsku stúlknanna Danska kvennalandsliðið í knatt- spymu gerði jafntefli, 2-2, gegn Kín- verjum í úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins sem fram fer í Kína. Hin- ar Norðurlandaþjóðirnar sigruðu keppinauta sína, norsku stúlkurnar sigmðu stöllur sínar frá Nýja-Sjá- landi, 4-0, og sænsku stúlkurnar sigruðu þær japönsku, 8-0. Kínversku stúlkurnar höfðu yflr- höndina í leiknum gegn danska lið- inu en góður varnarleikur þeirra dönsku kom í veg fyrir sigur þeirra kínversku. í hálfleik var staðan 1-1 og um miðjan síðari hálfleik náði danska liðið forystu með marki Helle Nissen. Kínversku stúlkurnar höíðu gefið upp alla von um sigur þegar Wei Haiying kom inn á átta mínútum fyrir leikslok og aðeins fimm mínút- um síðar haföi hún jafnað leikinn. Norsku stúlkurnar tóku sig saman í andlitinu eftir stórtap gegn Kínveij- um í opnunarleiknum, 4-0, og sigr- uðu lið Nýja-Sjálands, 4-0. Sænsku stúlkurnar em öruggar í fjórðungsúrslitin eftir stórsigur á Japönum, 8-0. Þýsku og ítölsku stúlkumar eru einnig öruggar í fjórðungsúrslit en þýska liöið sigraöi Taiwan, 3-0, og ítalska liðið sigraði Nígeríu, 1-0. Bandarísku stúlkurnar unnu sér einnig rétt til þátttöku í fjórðungsúrslitum með sigri á Brasil- íu, 5-0. -ih Guðmundur Hilmarsson íþróttafréttamaður DV 1 skrifar frá París Asgeir Elíasson stjórnar islenska landsliöinu í þriðja skiptið í kvöld. Guðni Bergsson, atvinnumaður hjá Tottenham, meiddist á æfingu í fyrradag og í gær var ekki Ijóst hvort hann myndi hefja leikinn í kvöld gegn Frökkum. Ef Guðni leikur ekki mun Sævar Jónsson taka stöðu hans. Viðunandi úrslrt - íslendingar töpuðu naumlega gegn Frökkum í landslelk u-21 árs liða Guðmundur Hilmaisson, DV, Rouen: „Þetta var sanngjarn sigur Frakka. Mér fannst mínir menn byija illa, þeir léku of mikið til baka, og misstu þar af leiðandi sjálfstraustið. Frakkamir höfðu öll tök í leiknum og við náðum ekki að svara nægilega sterkt. Ég er þó í heild sáttur við úrslit leiksins," sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálf- ari íslenska landsliðsins u-21 árs, Byrjunarlið Islands Guðnumdur HUmmsson, DV, Paris: Asgeir Elíasson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða landsliðsmenn hefja leikinn gegn Frökkum í kvöld. Byijunarlið íslands gegn Frökkum verður þannig skipað: Birkir Kristinsson verður í markinu. Pétur Ormslev leikur i stöðu aftasta vamarmanns, miðverðir verða þeir Guðni Bergsson og Kristján Jónsson, Kristinn R. Jónsson verður aftasti maður á miðjunni, fyrir framan hann leika Þorvaldur Örlygsson hægra megin og Amór Guðjohnsen vínstra megin, á hægri vængnum verður Valur Valsson og á vinstri væng Baldur Bjarnason. í fremstu víglínu verða svo þeir Guðmundur Torfason og Sig- uröur Grétarsson. Varamenn verðaþeir Fríð- rik Fríðriksson, Sævar Jónsson, Andri Mar- teinsson, Eyjólfur Sverrisson og Hilmar Sig- hvatsson. Guðni Bergsson er meiddur á nára og ef hann getur ekki hafið leikinn tekur Sævar Jónsson stöðu hans. eftir 2-1 tap gegn Frökkum í gær- kvöldi í undankeppni ólympíuleik- anna. Fyrra mark Frakka kom um miðjan fyrri hálfleik. Eftir send- ingu utan af kanti skallaði Gerald Batigle í netið, 1-0. Eftir þetta mark dró nokkuð af íslenska liðinu og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks sóttu Frakkar meira án þess aö skapa sér hættuleg færi. Á 56. mín- útu skoruðu Frakkar síðara mark sitt og var bakvörðurinn Lizarazu þar að verki. „Þetta verða að teljast ágæt úrslit fyrir okkur ef það er haft í huga að keppnistímabilinu heima lauk fyrir tveimur mánuðum. Ég tel að við hefðum átt að geta skorað á undan þeim en eftir að þeir skor- uðu annað markið datt leikur okk- ar niður þar til undir lokin. Við byijuðum fullseint á því að halda boltanum og það sást best í lokin er við náðum en þá náðum við góð- um tökum á leiknum," sagði Rúnar Kristinsson í samtali við DV eftir leikinn gegn Frökkum en hann skoraði mark íslands þegar 13 mín- útur voru til leiksloka með góðu skoti ofarlega í markhornið. Bestu maður íslenska hðsins var Kristján Finnbogason markvörður en Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson áttu góða spretti. Skynsemi og heppni - íslendingar mæta Frökkum í París í kvöld Islendingar mæta Frökkum í und- ankeppni Evrópumótsins í knatt- spymu í París í kvöld. Þetta er síð- asti leikur þjóðanna í riðlinum en Frakkar hafa fyrir nokkru tryggt sér sæti í lokakeppninni í Svíþjóð á næsta ári. Það er ekki nóg með að Frakkar hafl tryggt sér sigur í riðlinum held- ur hafa þeir unnið alla sjö leiki sína til þessa. ísland hefur unnið tvo leiki gegn Albaníu og Spánveijum og tap- að fimm leikjum. Flestum með minnstum mögulega mun. „Með skynsamlegum leik og smá heppni ættum við að geta náð góðum úrslitum gegn Frökkum. Við munum byrja á að veijast rétt fyrir framan miðjuna og síðan verður að koma í ljós hvort við þurfum að bakka aftar ef þeir reynast of fljótir fyrir okkur. Styrkur Frakkanna er aðallega fólg- inn í því að gífurleg vinnsla er í lið- inu og þá eru þeir mjög sterkir varn- arlega séð. Okkar sóknarmöguleikar verða hraðaupphlaupin og þau verð- um við að nýta. Þeir leika oft rang- stöðutaktik og það gæti maður eins og Arnór Guðjohnsen nýtt sér með því að stinga sér í eyðumar," sagði Ásgeir við DV í gær. Guðmundur Torfason leikur gegn Frökkum í kvöld en hann hefur ekki leikið landsleik í rúmt ár. Guðmund- ur mun leika í fremstu víglínu við hlið Sigurðar Grétarssonar en Ey- jólfur Sverrisson, sem skoraði síðara mark íslands gegn Spánveijum á dögunum, verður á varamanna- bekknum. „Ég hef verið mjög ánægð- ur með Eyjólf í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Ég tel hann og Guðmund nokkuð líka leikmenn og því tók ég þá ákvörðun að láta þá ekki leika saman í byijun. Ég vil kíkja á Guðmund en ég tel Eyjólf vera okkar framtíðar framheija í landsliðinu," sagði Ásgeir. Islendingum boðið til Möltu íslenska landsliðið í knattspyrnu mun taka þátt í fjögurra liða móti sem fram fer á Möltu í febrúar. Auk íslands taka landslið Möltu og Egyptalands þátt í mótinu en fjórða liðið hefur enn ekki verið ákveðið. Þá er mjög líklegt að íslendingar heimsæki ísrael í apríl og leiki einn landsleik gegn ísraels- mönnum í boði þeirra. 17 íþróttir Stúfar f rá París Gudmundur ffilmaisson, DV, Paris: Eins og kálfar sem hleypter út á vorin Isleusku landshðs- mennirnir sem leika með íslenskum liðum hafa ekki verið öfunds- verðir af hlutskipti sínu. Aðstæð- ur til æfinga heima á íslandi voru ekki upp á það besta. Því voru margir landsliðsmannanna eins og kálfar á vori þegar þeir stigu á grænt gras hér í París. Fyrstl sigurinngegn Frökkum í kvöld? íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Frakka á knattspyrnuvellinum. i þeim ellefu leikjum sem þjóðirn- ar hafa leikið hafa Frakkar unnið 8 og 3svar hefur jafntefli oröið niðurstaðan. Markatalan er því ekki upp á þaö besta. Frakkar hafa skorað 26 mörk en í slending- :u aöeins 5 „Rosknir“ menn í íslenska iidinu? Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari og Viðar Halldórsson landsliðs- nefndarmaður eiga það sameigin- legt að hafa leikið með íslenska landsliðinu. Eitthvað eiga þeir erfitt með að sætta sig við að vera hættir því báðir hafa þeir æft eins og bijálaðir menn með íslenska liöinu hér í París. Franskir blaða- menn og aðrir sem fylgst hafa með æfmgum íslenska liðsins hafa furðað sig á þvi hvað roskn- ir menn hafa fengið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. íslenska landsliðið á hóteii franska liðsins Landsliöið býr á Valbievre hótel- inu sem er um 20 kílómetra frá miðborg Parisar. Franska lands- liðíð hefur um árabil gist á þessu sama hóteli fyrir landsleiki þar til á þessu ári að franska knatt- spymusambandið eignaðist sitt eigið hótel og æfingaraðstöðu. Stefán að Ijúka störfum hjá KSÍ Stefán Konráðsson er að ljúka störfum sem fi-amkvæmdastjóri KSÍ. Stefán er með landsliðinu hér í París en hami lætur af störf- um þaim 1. desember. Stefán, sem unnið hefur gott starf sem fram- kvæmdastjóri KSÍ, mun aftur fara í sitt gamla starf sem fram- kvæmdastjóri íþróttasambands íslands. Þjáifarar á námskeíð Ásgeir Elíasson og Pétur Ormslev munu halda til Noregs á fimmtu- dagsmorgun. Þar ætla þeir á þjálfaranámskeiö en eins og kunnugt er er Pétur tekinn við af Ásgeiri sem næsti þjálfarí Fram. Þjálfaranámskeiðið er haldið af norska knattspyrnu- sambandinu og verða fleiri ís- lenskir þjálfarar þar. Má þar nefna Loga Ólafsson, þjálfara Víkings, Guðjón Þórðarson, þjálf- ara Akurnesinga, og Guðna Kjartansson sem tekur við þjálf- un unglingalandsliðsins. Reiknað er með 25 þúsund áhorfendum Það er reiknað með 25 þúsund áhorfendum á leik íslands og Frakklands í kvöld. Fyrirfram var búist við að uppselt yrði á leikinn en eftir aö Frakkar höfðu tryggt sér sigurinn í riðlinum minnkaði áhugi almennings fyrir leiknum enda er hann sýndur beint á einni frönsku sjónvarps- rásinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.